Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2000, Blaðsíða 9
Eram ekkl
Útvarpsþættir lifa míslengi. Þeir Helgi Már Bjarnason og
Kristján Helgi Stefánsson hafa séð um danstónlistarþáttinn
Partyzone á laugardagskvöldum síðustu 10 ár. Trausti
Júlíusson hitti þá félaga og rifjaði upp með þeim ferilinn,
spjallaði við þá um stöðu danstónlistarinnar í Reykjavík árið
2000 og nýja vefsíðu sem fer í gang í dag.
„Við höfum alltaf verið i trúboða-
dæminu, að boða þessa tónlist,“ segir
Kristján Helgi. „Öll þessi ár. Annars
værum við ekki að þessu.“ Við sitjum
yfir kaffibolla á Puccini við Vitastíg í
tilefni af 10 ára afmæli Partyzone,
dansþáttar íslensku þjóðarinnar.
Kristján heldur áfram: „Bróðb' mrnn
fór til Ibiza sumarið ‘88 og kom heim
með nokkrar plötur, klassíkera eins
og House Nation t.d. og Pump Up The
Volume. Maður hafði aldrei heyrt
þetta áður og féll alveg fyrir þessu.“
„Ég byrjaði í tölvupoppinu," skýtur
Helgi Már inn í, „Art Of Noise,
Kraftwerk, Brian Eno og Jean Michel
Jarre, ég var talinn vangefinn í skóla
af því að ég hlustaði á Jean Michel
Jarre. En maður hafði gaman af því
að vera svolítið á móti öllum öðrum.“
Kristján tekur undir það.
Byrjaði sem MTV rip off
Partyzone hóf göngu sína á fram-
haldsskólaútvarpsstöðinni Útrás
haustið 1990. Helgi Már, sem þá var
18 ára og nemandi í MS, hafði fengið
úthlutað útsendmgartíma á laugar-
dagskvöldum. Þátturinn byrjaði sem
endurvarp á MTV-þættinum Party-
zone. „MTV var ekki mjög útbreitt á
þessum tíma og mér fannst þetta frá-
bær tónlist og fannst sjálfsagt að
fleiri fengju að heyra þetta.“ Þáttur-
inn endurvarpaði MTV gjörsamlega
ólöglega í nokkrar vikur, en svo þró-
aðist hann þegar forráðamönnum Út-
rásar fannst fullmikið af danstónlist-
arþáttum á stöðinni og vildu sameina
þá í einn. Kristján Helgi, sem var í
FG, hafði verið með þætti á laugar-
dögum á milli 4 og 6 og sá þáttur var
sameinaður þætti Helga Más og þriðji
aðilinn, Ýmir (í dag þekktur dj), kom
svo inn i hann líka. „Ýmir var fyrsti
plötusnúðurinn sem spilaði í þættin-
um, hann var aðeins eldri en við og
þekkti nokkra plötusnúða sem hann
fékk til að koma og spila í þættinum."
Uppbygging þáttarins hefur haldist
að mestu leyti óbreytt í gegnum árin.
Þeir félagar kynna nýja danstónlist
og fá plötusnúða til þess að taka sett
í þáttunum. „Dj-arnir bera þetta uppi,
en við reynum að fara oní plötukass-
ana þeirra og stýra þessu svolítið, t.d.
með Partyzone-listanum sem birtur
er mánaðarlega."
Ný tónlist
Það gat verið töluvert mál að fá
efni í þáttinn á þessum fyrstu árum.
Bransinn var ekki líkur því sem
menn eiga að venjast í dag. „1991 var
þetta þannig að þessi tónlist var ekki
til. Hún var hvergi spiluð og var ekki
til í búðum eða neitt. Það eina sem
var til voru Now Dance-diskamir,
það var ekki til nein Hljómalmd eða
Þruman eða neitt, og ekkert Internet,
það var ekki hægt að panta á Netinu.
Það var eitthvað verið að panta í
gegnum póstinn og svo fóru sumir í
pílagríms- og innkaupaferðir til
London.“
Danstónlistm hafði rétt byrjað að
skolast á fjörur landans árið 1988. Þá
var Tunglið stofnað og danstónlistar-
sprengjan sprakk í Evrópu, m.a. á
Ibiza. „Þeir sem höfðu farið til Ibiza
komu til baka með tónlist. Kiddi Big-
foot var t.d. mikill frömuður. Hann
kom til baka með lög eins og French
Kiss með Lil Louis."
Varð að miðstöð fyrir
danstónlistarsenuna
I framhaldinu fengu fleiri deOuna.
„Aðilar eins og Guðjón í Oz, sem
ásamt fleirum var með Pakkhús post-
ulanna sem stóð fyrir aUs konar upp-
ákomum og Björn Steinbekk. Hann
var með Hugarheim hæðanna sem
sérhæfði sig í því aö halda ólögleg
partí eða reif,“ segja þeir félagar.
„Þessir aðilar spottuðu okkur og ein-
hvern veginn tókst okkur, þó að við
værum bara 18 ára og á framhalds-
skólaútvarpsstöð, að verða miðstöö
fyrir þessa tónlist, gáfum á gestalista
í Tunglið og vorum famir að auglýsa
þessi reif sem voru efiir böll. Við vor-
um líka eini þátturmn í íslensku út-
varpi sem var eitthvað að smna þess-
ari tónlist.'* Dj-arnir sem voru að
spila á þessum árum voru t.d. Maggi
Lego, Þórhallur Skúlason, Grétar
og svo Margeir sem kom inn í þátt-
inn 1992. íslensku reifín voru haldin
hér og þar í bænum. Þeir Helgi og
Kristján nefna staði eins og KjaUara
keisarans, bílaverkstæði á BUdshöfða
og lagerhúsnæði i Dugguvogi.
„Vorum að fá nýtt efni“
Partyzone komst í fréttimar 22.
maí ‘92. Þá hljóðaði aðalforsíðufyrir-
sögn DV svona: „Lögreglan lagði
hald á nýtt flkniefni-alsælu." Inni í
blaðinu er svo haft eftir Bimi HaU-
dórssyni, yfirmanni fikniefnadeildar,
að alsælusamkomur séu auglýstar á
ákveðinni útvarpsstöð og að þar sé
„áróður rekinn fyrir alsæluefninu".
Þeir Helgi og Kristján segja þetta
uppspuna enda hafi þeirra dóp aUtaf
verið bara músíkin. „Natural high
eins og þar segir. Okkur fannst þetta
hins vegar frábær auglýsing fyrir
þáttinn og lékum okkur töluvert að
þessu, sögðum ýmislegt tvírætt eins
og: „Vorum að fá sendingu af nýju
efni,“ eða „þú verður alsæU á 977,“
enda vomm við alveg grænir í þess-
um málum og fannst þetta bara fynd-
ið.“
Rósenberg-kynslóðin
Eftir að reifin lögðust af að mestu
og Tunglið hætti tók Rósenberg við
og þá var mikið að gerast. „Það var
ný bylgja í kringum staðinn," segja
þeir Kristján og Helgi, „mikið nýja-
brum og mikil stemning sem mynd-
aðist.“ Rósenberg-kynslóðin boðaði
nýja tónlist, nýja fatatísku. Party-
zone var í miðri hringiðunni og
Partyzone-kvöldin byrjuðu 1994. „Það
var alveg troðið „from day one“. Við
héldum okkur ekki við einn stað
heldur fómm með PZ-konseptið á
miUi staða og gátum troðfyllt stað
sem hafði verið tómur helgina áður.
Við vorum enn eini dansþátturinn í
útvarpi og náðum að festa þessi
kvöld vel í sessi. Við prómótemðum
þau með flyerum og plakötum,“ segja
þeir, „og símsvara," bæta þeir við
hlæjandi.
Mixdiskar og erlendir
plötusnúðar
Þeir Partyzone-strákar hafa gefið
út fjóra mixdiska, einn á ári frá
‘94-’97. „Þegar fyrsti diskurinn kom
út voru eiginlega engir mixdiskar á
markaðnum, í dag er svo mikiö af
þeim að maður kæmist aldrei yfír
það að hlusta á þá aUa.“
Fyrstu erlendu plötusnúðarnir
spiluðu á vegum Partyzone sumarið
1995. Það vora engir aðrir en
Masters At Work sem spUuðu á
fimm ára afmæli þáttarins. „Við byrj-
uðum á toppnum,“ segja þeir félagar
hlæjandi. „Þegar við sögðum fólki að
við værum að fara að flytja þá inn
var hlegið að okkur. Við vomm alveg
grænir, hringdum bara í Masters At
Work Recordíngs og sögðumst vilja fá
þá tU landsins.“ Verðið var mjög hátt,
10.000 doUarar, en Versló tók þátt í
kostnaðinum og svo var Tunglið troð-
fullt þetta kvöld. „Við erum að tala
um þrjár hæðir og yfir 1000 manns,“
segir Kristján Helgi „Það væri útUok-
að að ná svo mörgum í dag.“
Eftir vel lukkað MAW-kvöld hafa
þeir flutt inn fuUt af dj-um, Carl
Craig, Eric Morillo, Basement
Jaxx, Miles Holloway, Eric Rug,
Rythm Doctor og Dimitri From
Paris em á meðal þeirra þekktari.
Basement Jaxx spUuðu á 6 ára afmæl-
inu haustið 1996, áður en þeir urðu
þær súperstjörnur sem þeir era í dag.
Manchester Vibes in the
Area
Það vora lika einhverjir vafasamir
karakterar sem slæddust með í byrj-
un. Þaö muna kannski einhverjir eft-
ir afróbandinu MVITA frá Manchest-
er sem þeir lýsa sem „dóphausum".
„Manchester Vibes in the Area,“
segja þeir hlæjandi. I framhaldinu
rifja þeir upp kynnin af sumum af
þessum erlendu stjörnum, Louie
Vega horfði gapandi á Gullfoss, tók
svo stein og byrjaði að graffia „Louie
was here“. Hann var líka yfir sig hrif-
inn í Bláa lóninu. „Hann er ósyndur
þannig að við drógum hann um á kút-
um. hann trúði ekki sínum eigin aug-
um.“ Svo var Eric Morillo líka eftir-
minnilegur. „Mesti töffari og hustler
sem hefur komið hingaö til. Eftir
giggið í Tunglinu vora 10 til 15 stelp-
ur í kringum hann. Hann hafði held-
ur ekki áhuga á neinu nema fara í
gymmið og spila körfubolta.“
Uxi
Fyrsta reifbylgjan á íslandi náði
hámarki með Uxa-hátíðinni sem
haldin var á Kirkjubæjarklaustri um
verslunarmannahelgina 1995. Á
henni spiluðu margir erlendir plötu-
snúðar og tónlistarmenn, m.a.
Prodigy, Drum Club, Atari Teena-
ge Riot og James Lavelle. Að sögn
þeirra félaga náði þetta allt hámarki
á Uxa, djammið og allt saman. „Svo
bara sprakk einhver bóla og maður
hélt að þetta væri að verða búið, en
þá kom bara ný kynslóð sem tók
við.“ Frá 1995 voru komnir fleiri val-
kostir. Það voru komnir fleiri dans-
tónlistarþættir og tónlistin var farin
að heyrast jafnvel í daglegri spilun á
X-inu.
House-hórur
Það hafa margir danstónlistar-
þættir verið á útvarpsstöðvunum
síðan og ekki allir orðið langlífir.
Einn þeirra langlffari er drum&bass
þátturinn Skýjum ofar sem byrjaði
1996 og er enn í fullum gangi. Þeir
Helgi og Kristján segjast stundum
hafa verið gagnrýndir fyrir að spila
of mikið house í þáttunum á kostnað
annarrar danstónlistar, þeir hafi
jafhvel verið kallaðir „house-hórur“
af sumum þeim harðari í drum&bass
geiranum. „Við höfum samt alltaf
spilað teknó, þó að það hafi verið
heldur minna en house-ið. Þegar
drum&bass tónlistin kom fram spil-
uðum við hana líka eitthvað með, en
svo kom Skýjum ofar og tók að sér
þessa deild, sem var mjög gott,“
segja þeir. „Undanfarið höfum við
verið að spila þetta diskó og latin-dót
og jafnvel út í hip-hop. Robbi
Chronic kom í heimsókn tO okkar í
þáttinn um daginn. í dag er staða
house-tónlistarinnar svo hrikalega
sterk að það segir enginn neitt.“
Hörð djammstemning á
Thomsen
Spurðir um stöðuna á klúbba- og
plötusnúðasenunni i dag eru þeir
Helgi og Kristján sammála um að öll
aðstaða hafi gjörbreyst. „Það er nán-
ast partyzone lineup á hverju kvöldi
núna, þú getur hlustað á góða plötu-
snúða frá fimmtudegi til sunnudags
og erlendir plötusnúðar eru líka nán-
ast um hverja helgi.“ „Það er mikið
verið að flytja inn einhverja DJ Jóa
Jóns, en líka marga flotta dj-a. Nýja-
bramið er auðvitað löngu farið af
núna,“ segja þeir, „Thomsen er brilli-
ant staður, en djammstemningin er
svolítið hörð þar. Það vantar svolítið
sálina í staðinn. Eftir að afgreiðslu-
tíminn breyttist er þetta orðið athvarf
fyrir alla djammara borgarinnar sem
þýðir að það er kannski erfitt að vera
með eitthvert konsept eða þema í
gangi."
Þeir eru sammála um að þetta sé
mikil framför frá árunum ‘96-’97. „Þá
var algjört klúbbaleysi. Á tímabili var
Kaffi Oliver eini staðurinn fyrir þessa
tónlist og hann tók 50 manns.“ Þeir
eru þeirrar skoðunar að með lengingu
afgreiðslutímans hafi Reykjavík misst
svolítið sérstöðuna í djamminu. „Það
myndaðist sérstök stemning með
þessum stutta tíma. Það voru allir að
rembast við að skemmta sér fyrir kl.
3 og stemningin var oft brjálæðisleg.
Svo vora þessi after hours partí og
menn að stelast til að hafa opið leng-
ur. Þessi rebel stemning er ekki leng-
ur til staðar. í dag er bara haldið
áfram þangað til það eru bara fjórir
eftir. Frímann spilar þangað til eng-
inn nennir að dansa lengur," segja
þeir hlæjandi.
Framtíðarmarkmiðið
interaktífur þáttur
Fram undan er nýr Partyzone-vef-
ur sem á að opna í dag í samvinnu
við strikið, á pz.is og strik.is/party-
zone. „Við byrjuðum á vefnum ‘95
sem hluti af deCode og vorum hálf-
gerðir brautryðjendur. Þetta var eig-
inlega fyrsti tónlistarvefurinn, þátt-
urinn var t.d. sendur út beint á vefn-
um, en það vora ekki mjög margir
með Netið á þeim tíma. Síðan höfum
við verið rólegir í þessu,“ segja þeir
og kima. „Þetta verður basic upplýs-
ingasíða sem Strikið sér um, en
framtíðartakmarkið er að vera með
alveg interaktífan þátt sem hlust-
endur stjóma bara á Netinu."
Annað sem er fram undan eru af-
mælisþættir með tónlist frá hverju
ári fyrir sig sl. tíu ár. „Þetta verður
samfellt mix, klukkutími fyrir hvert
ár og kannski sent út á undan þætt-
inum.“ Svo stefna þeir lika að því að
fá fleiri fræga Dj-a til landsins. „Við
bjuggum til lista fyrir nokkrum
árum yfir plötusnúða sem við
stefndum að því að fá, þ. á m. var
t.d. Dimitri From Paris sem kom í
vor. Á næsta ári stefnum við að því
að fá hingað Sasha, Carl Cox og
fleiri.“
Áfram á Rás 2
Og þátturinn verður auðvitað
áfram á hverju laugardagskvöldi á
Rás 2, þrátt fyrir önnur tilboð. „Við
höfum gott kredibilití á Rás 2,“ segja
þeir. „Við erum ekki lengur að
rembast, erum hættir að trana okk-
ur fram og erum t.d. ekki lengur í
forgrunni á djamminu. Á Rás 2 vita
allir af okkur. Við eigum mjög þétt-
an fastahlustendahóp sem fer sifellt
stækkandi. Þetta er orðið svolítið
sofistikeraðra en áður, þetta er orð-
inn meiri svona upplýsingaþáttur,"
segja þeir og vilja að lokum benda
áhugasömum á að senda póst á
pz@isl.is og skrá sig á póstlistann.
f ÓkllS 3. nóember 2000
8
DJ Andrés
Nafn: Andrés
Nielsen
Hvernig tónlist?
Deep house and
Classics + Down-
tempo eða bara
það sem mig
langar til að
heyra.
Hvenær byrjaö-
iröu? 1989.
Fyrst í PZ? 1994.
Uppáhaldsstaður? Heavy Rotation
(San Francisco).
Eftirminnilegasta PZ-kvöldiö?
Masters At Work (1995).
Topp 5 alltime? Inner Life - Make
it Last Forever (13 min. unrelea-
sed mix)
Frankie Knuckles - Whistle Song
(Sound Factory 12" mix)
Incognito - Out Of The Storm (Carl
Craig remix)
Herbie Hancock - Stars in Your
Eyes (12" mix)
Minnie Riperton - Les Fleur
Helsta breyting síðustu 10 ár?
Bransinn hefur öðlast meiri viður-
•kenningu. Breiddin í danstónlist-
inni er miklu meiri.
Annaö? Kynnið ykkur Ron Hardy.
Hann var sannur soul-bro. Var m.a.
þekktur fyrir sín maraþon 72 tíma
gigg á Music Box í Chicago.
DJ Árni E
Nafn: Árni Einar
Birgisson.
Hvernig tónlist?
Hvernig tónlist
spila ég ekki? Allt
saman, aðallega
house (T sinni víð-
ustu skilgrein-
ingu).
Hvenær byrjað-
iröu? Spilaði tyrst
á N1 Bar (nú Sirkus) T júní 1992.
Fyrst í PZ? Ágúst 1992.
Uppáhaldsstaður? Núna þessa
stundina er það efri hæðin á
Thomsen. í gegnum árin hefur
Kaffibarinn stundum verið
skemmtilegur. Rósenbergkjallarinn
er svo auðvitað sveipaður einhverj-
um dýrðarljóma í hugum flestra, ég
er engin undantekning þar á, en
það er svo sem auðvitað, hann er
ekki til lengur. Fjarlægöin gerir
fjöllin blá-syndrómiö!
Eftirminnilegasta PZ kvöldið?
Seinasta helgi! Allt annað óljóst í
minningunni.
Topp 5 alltime? Þetta eru 5 af
þeim hundruðum laga sem maður
myndi kaila klassísk.
The Real Thing - Mad Lion
Allt með Terry Callier
Allt með A Tribe Called Quest
Can You Feel It? - Mr. Fingers
Bird Song - Underwolves
Helsta breyting síöustu 10 ár? Ég
var 15 fyrir 10 árum, nú er ég 25...
Annað? Think of jah.
DJ Bjössi
Nafn: Björn Krist-
insson
Hvernig tónlist?
Techno-Progressi-
ve/Trance-Teck-
house.
Hvenær byrjað-
irðu? Byrjaði meö
fikti ‘92, keypti
mér tvo sl 1200
spilara ‘94.
Fyrst í PZ? Maí ‘96.
Uppáhaldsstaður? Thomsen, góð
stemning, góð aðstaða og lengri
opnunartími.
Eftirminnilegasta PZ-kvöldiö? Það
hafa verið svo mörg klikkuð PZ-
kvöld, ómögulegt að gera upp á
milli.
Topp 5 alltime? Hardtrance Ascpi-
erience - Hardfloor
Papua New Guenia - FSOL
Good Life - Inner City
New Jersey Deep - Black Science
Orchestra
Sorrow - Future Bound
Helsta breyting síðustu 10 ár? Að
PZ skuli vera komið á Rás 2 eftir
að hafa byrjað á
Útrás fyrir 10
árum, snilld.
Annað? Nei, ég er
bara sáttur...
DJ Frímann
Nafn: Frímann
Andrésson.
Hvernig tónlist?
Hardcore fram til
Útrás ‘90-’92
Útrás var Útvarpsstöð fram-
haldsskólanna. Sumarið ‘92 leigðu
þeir stöðina ásamt fleiri áhrifa-
mönnum í íslensku útvarpi í dag
(Jón Gunnar Geirdal, Hans
Steinar Bjarnason o.fl). Helgi
Már var útvarpsstjóri og Kristján
Helgi dagskrárstjóri. Þeir leigðu
stúdíó uppi á Bíldshöfða af kristi-
legu stöðinni Alfa. Þetta sumar
var þátturinn 6 thna langur og
þama var oft mikið partí. „Þetta
var stór geimur, það hittust aUir
dj-arnir í bransanum þarna, pits-
ur og fyUirí. Við höfðum samt þá
reglu að a.m.k. annar okkar var
edrú.“
Sólin ‘92-’93
„Stórkostleg stöð. Oftar en ekki
leitað á okkur þegar við mættum
staðinn. Við þóttum vera með svo
skuggalegan félagsskap með okk-
ur. Mættum ótrúlegu attitúdi þar.
Stöðin fór á hausinn sumarið ‘93
en við vorum hættir áður en það
gerðist."
Aðalstöðin ‘93
„Þetta var á því tímabili þegar
þeir voru ekki vissir um hvort
þeir ættu að breyta Aðalstöðinni
í svona X-stöð eða stofna nýja.
Þetta var frekar geggjað. Á eftir
okkur var kántriþáttur og á und-
an eitthvað álíka fáránlegt.“
X-ið ‘93-’98
„Konseptið í kringum stööina
var flott og alvöramarkaðssetn-
ing í gangi. Þetta var agressív
músik á alla kanta og eitthvað
nýtt að ske. Þetta var mjög
skemmtUegur tími þar sem gekk
á ýmsu og þátturinn aldrei vin-
sæUi. Þetta var á þeim tíma þeg-
ar X-ið var kúl og FM sápukúlu
og ljósastofuútvarpsstöð. Það er
öðruvísi i dag.“
Mónó ‘98-’99
„Eftir 5 ár á X-inu var haldið
lokakvöld Partyzone og við ætl-
uöum að taka okkur pásu. Þrem-
ur vikum seinna vorum viö
komnir á Mónó sem þá var að
byrja og átti upphaflega að verða
stöð í anda X-ins. Við gátum ekki
setið á okkur, kunnum ekki að
vera heima á laugardagskvöld-
um.“
Rás 2 ‘99-?
Við geröum grín að því þegar
við vorum að byrja að við mynd-
um enda á Rás 2 eftir mörg ár
þegar við værum orðnir gamlir.
Þá myndi Gerður G. Bjarklind
lesa tilkynningar og svo kæmum
við. Þetta er nákvæmlega það
sem gerðist. Það var algjör há-
punktur þegar við voram nýbyrj-
aðir á Rás 2 og Gerður kom til
okkar í stúdíóið og kynnti sig:
„Eruð þið nýju strákarnir, kom-
iöi blessaðir" og við vorum bara
YES.“
1993, tribal-techno-funk T dag.
Hvenær byrjaðiróu? 1988.
Fyrst í PZ? 1991
Uppáhaldsstaður? í dag er það
Thomsen, áður fyrr Rósenberg (og
ýmis reif/partT).
Eftirminnilegasta PZ-kvöldið?
Skjálfti á Akureyri um verslunar-
mannahélgina 1998 (Frímann úr
að ofan, rafmagnið sló út T húsinu
vegna raka!)
Top 5 alltime? Dave Clarke - Red
1 remix
Slam - Positive education
System 7 - Alpha wave (Plastik-
man mix)
CJ Bolland - Horsepower
69 (Carl Craig) - Desire
Helsta breyting síðustu 10 ár?
Mikil útbreiðsla danstónlistarinnar
og hve mun stærri hópur hlustar á
hana í dag. Nýjabrumið er fariö af
þessu (miðað við hvernig það var).
Afgreiðslutími skemmtistaðanna
hefur breyst og einnig er athyglis-
vert hve bilið milli tónlistarstefn-
anna hefur minnkað. Ég tel reynd-
ar að það eigi eftir að breikka aft-
ur næstu árin.
Annað? PZ var langt á undan sinni
samtíð og þeir eru brautryðjendur
hér heima á þessum vettvangi.
DJ Grétar
Nafn: Grétar
Gunnarsson.
Hvernig. tónlist?
House-Techno-
Trance.
Hvenær byrjað-
irðu? 1985.
Fyrst í PZ?
1990.
Uppáhaldsstað-
ur? Tunglið þá,
Thomsen núna.
Eftirminnilegasta PZ-kvöldið? Þau
hafa verið svo mörg. Masters at
Work á Tunglinu stendur náttúrlega
alltaf upp úr.
Topp 5 alitime? X-press 2 - Muzik
Donna Summer - I Feel Love
Slam - Positive Education
Alison Limerick - Where Love
Lives
Paperclip People - Throw
Helsta breyting síðustu 10 ár?
Same shit, different year.
Annað? Nei, takk.
DJ Nökkvi
Jnr.
Nafn: Nökkvi
s „Jnr.“ Gunnars-
son.
Hvernig tónlist?
House; Vocal
/disco/deep
Hvenær byrjað-
irðu? Ég byrjaði
að spila upp úr
‘93
Fyrst f PZ? Það var í september
‘97, þegar þátturinn var á X-inu.
Uppáhaldsstaður? Thomsen.
Eftirminnilegasta PZ-kvöldiö? Ba-
sement Jaxx á Tunglinu ‘96.
Topp 5 alitime? All night long -
Mood II swing
The phoenix - Godwithin
Emergency On Planet Earth -
Jamiroquai
This time - Johnny L
Age of love - Age of love
Helsta breyting sfðustu 10 ár?
Já.... Fyrir 10 árum þekktu ts-
lendingar varla muninn á lopapeys-
um og danstónlist og skemmti-
staðir máttu bara vera opnirtil 3. I
dag er afgreiðslutími skemmti-
staða frjáls og ísland er talið
djammparadís af útlendingum.
Meginmunurinn sTðustu 10 ár er
samt sá hve mikið munurinn á *
„undergroundinu" og „mainstrea-
minu" hefur minnkað meö hverju
árinu og núorðið má finna einhver
áhrif frá danstónlist í nær hvaða
formi tónlistar sem er. List og pen-
ingar eiga víst ekki samleið...
Annað? Ætli ég noti bara ekki
tækifærið til þess að leiðrétta út-
breiddan misskiling, ég og Nökkvi
á Skuggabar erum ekki einn og
sami maðurinn.
DJ Tommi
White
Nafn: Tómas
Freyr Hjaltason
Hvernig tónlist?
Diskó, hús, allt
með sál.
Hvenær byrjað-
irðu? Ég byrjaði
að spila 13 ára í
Frostaskjóli.
Fyrst í PZ? Kom fyrst fram T PZ
árið ‘93, minnir mig.
Uppáhaldsstaður? Mokka (tun,
swiss)
Eftirminnilegasta PZ kvöldið?
MAW T Tunglinu, annars hef ég
aldrei spilað á PZ-kvöldi.
Topp 5 alltime? El Coco -
Cocomotion.
Norma Jean Bell - Baddest Bitch.
Victor Simonelly - Do You Want
Me.
Chez Damier - Can You Feel It.
Sister Sledge - l’m Thinking Of
You.
Helsta breyting síðustu 10 ár?
Fólk hefur elst (við höfum elst).
Ekkert mikiö hægt að segja við því
og nýjar kynslóöir koma í staðinn.
Annað? Keep it reai!!!!
DJ Ymir
Nafn: Ýmir
Ein-
arsson.
Hvernig tónlist?
House-Funk-
Disco
Hvenær byrjað-
irðu? Orlítiö
Casablanca/Roxy
1985, en svo
1988.
1990.
Fyrst
PZ?
Uppáhaldsstaður? Tunglið áður,
Vegamót nú.
Eftirminnilegasta PZ-kvöldið? PZ
9 ára, Joe Claussel á Thomsen var
geðveikt og kvöldið sem ég spilaði
fyrst á Tunglinu eftir að ég kom frá
Ibiza ‘91.
Topp 5 alltime? Það er ekki hægt
að gera upp á milli en lögin sem ég
hef spilað mest eru:
Symphathy for the Devil - Rolling
Stones
Let the Music Use You -
Nightriders
Who’s That Guy - Billy Who
Don’t Stop The Music - Yarbrough
& Peoples
Love is the message - M.F.S.B.
Helsta breyting síðustu 10 ár?
Þeir sem eru að spila almennilega
músik eru að fá borgað fýrir það.
Annaö? Öll dýrin í skóginum skulu
vera vinir.
Föstudaginn 3. nóv. kl. 19.30
Tónlist úr Túskildingsóperunni, Happy End og fleiri verk.
Tónlist sú sem Kurt Weill er þekktastur fyrir, Túskildingsóperan og
fleiri verk frá sama tíma, er ómótstæðilegur kokkteill úr jazzi,
allskyns alþýðutónlist, fagurtónlist samtlmans og skopstælingum
af stíl ýmissa eldri höfunda. Græn áskriftarröð
Hljómsveitarstjóri og einsöngvari: H. K. Gruber Háskóiabíó v/Hagatorg
(Q i <=V1 ic; Sfmi 545 2500
h..* www.sinfonia.is
SINFÓNÍ AN
3. nóvember 2000 f Ó k U S
9