Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2000, Blaðsíða 14
Þrjár Heiður
ekkert
heilabú
í f ó k u s
Ó, hve ísland væri fagurt land og gott ef allir
myndu rækta sinn innri Margeir Margeirsson og
sá þeim frjóu fræjum ástar og umhyggju sem
hanri dreifir i giýttan jarðveg borgarinnar. Margeir
var eigandi og vert hins frábæra veitingastaðar
Keisarans. Þar tók hann glaður á móti öllum
þeim sem þurftu einn gráan I morgunsárið til að
koma sér í form, og þeim sem þurftu að koma
sér í form til að fá sér einn gráan í morgunsárið.
í vikunni bárust þær fréttir af athafnamanninum
að hann hefði hug á að opna rekstur á ný í
námunda við Hlemm og er það vel. „Einhvers
staðar veröa vondir aö vera," sagði biskupinn
forðum og leit i gegnum fingur sér við meínvætti
Drangeyjar. Og þessi spöku orð eiga ekki bara
viö um tröll og ærsladrauga heldur engu síður
um alkóhólista og annað ógæfufólk. Á þessum
hýru góðæristímum, þegar helft þjóðarinnar er á
leiðinni í meðferð og mætir hinum helmingnum í
anddyri Vogs, verður að hlúa að þeim örfáu
hræðum sem leggja það á sig fyrir heildina að
halda úti almennilegu drykkjumannasamfélagi í
miðbænum og setja stórborgarbrag á Reykjavík.
Viðskiptavinir Margeirs eru velflestir einnig á
mála hjá Ingibjörgu Pálmadóttur tryggingamála-
ráðherra og því hvergi betri staður fyrir nýjan
Keisara en einmitt í nágrenni Tryggingastofn-
unnar við Hlemm. Áfram Margeir.
ú r f ó k u s
Fólkið sem stendur að samtökunum Sveit í
borg á greinilega eftir að læra mikilvæga lex-
íu. Að ekki verði á allt kosið. Þetta fólk vill fá
aö spranga léttklætt um Elliðavatnssvæðið,
hafa hesta á beit í bakgarðinum og fá frið fyr-
ir erli borgarinnar. En eftir hressandi útiveru
fmnst því þægilegt að fá heimsenda pitsu og
eiga kost á því að melta hana í einu af bíóum
eða leikhúsum þéttbýlisins. Forkólfar samtak-
anna eru sennilega systkinabörn, eöa í það
minnsta þremenningar fólksins sem kvartar
sáran yfir hávaðamengun skemmtistaða mið-
borgarinnar, en dettur sjálfu ekki í hug að flytja
í kyrrlátara hverfi, það vill ekki missa af fjör-
inu. Með sama hætti vilja íbúar í kyrrláta út-
hverfinu við Elliðavatn stöðva þenslu borgar-
innar, frá og með gærdeginum, og fá að vera í
friði í sinni náttúruperlu. Af hverju stuðlar
þetta fólk ekki að jafnvægi í byggðaþróuninni
og drullar sér aftur til Tálknafjarðar?
Kamburinn er vax
inn út og Unun
heyrir sögunni til,
en Heiða heldur
áfram að rokka á
eigin vegum og í
hjáverkum dreifir
hún pósti og stúd-
erar heimspeki.
Síðastliðinn þriðju-
dag fagnaði hún
útgáfu plötu sinnar,
Svarið, og hélt tón-
leika með nýtilbú-
inni hljómsveit,
Heiðingjunum. Eirik
Sordal forvitnaðist
um hagí hennar og
flugtak sólóferils-
ins.
„Ég var allt síðasta sumar í
vinnu við gerð þessarar plötu,
fyrst og fremst við útsetningar
og upptökur í Stúdíó Rusli, hjá
Bibba Curver. En, ég festi hug-
myndirnar með gítar og söng á
fjögurra rása tæki, og byrjaði
að velja lögin í febrúar," segir
Heiða um vinnsluferli Svars-
ins.
Ótrúlegustu hlutir
kosta peninga
Heiða spilaði sjálf á gítar og
hljómborð í sumum lögum en
hafði her manna til sér til að-
stoðar við að koma listsköpun
sinni í plastform. „Já, ég fæ eig-
inlega bara alla þá bestu í
bransanum i dag. Það eru þrír
trommarar, allir fyrrverandi
trommarar Ununar, þrír bassa-
leikarar og hljómsveitin Geir-
fuglarnir öll. Maður er bara að
taka saman það fólk sem maður
hefur kynnst í gegnum tíðina
og líkar að starfa með,“ segir
Heiða. Til viðbótar við hefð-
bundin hljóðfæri brjóta alls
kyns hljóðfæri, sem óbreyttir
leikmenn kunna ekki skil á, sér
leið í gegnum tónaflóðið. Marg-
ir tónlistarmannanna gáfu
Heiðu vinnu sína fyrir vinskap-
ar sakir, en sumum gat hún
greitt eitthvað smáræði fyrir
framlagið. „Ég er sjálf að gefa
plötuna út, þannig að ég á eftir
að lepja dauðann úr skel í mörg
ár ef þetta gengur ekki upp.
Ótrúlegustu hlutir kosta pen-
inga og tónlist er svo huglægur
hlutur að það er fyrst og fremst
sánd sem maður er að fjárfésta
í. Það er ekki endilega dýrast
að búa til geisladiskana í verk-
smiðjunni. Ég fékk einn styrk
frá FTT upp á 500 þúsund kall,
hann hjálpaði mér og svo tók ég
lán,“. segir Heiða um fjármögn-
un frumburðarins.
Þrískipting Heiðu
Það er ekki óalgengt að ís-
lenskar konur lifi tvöföldu lífi
og hafi móðurlíf að auki, en
Heiða lifir þreföldu lífi í raun
og veru. Fyrir utan tónlist sina
er hún fulltrúi íslandspósts á
Lindargötu og Skúlagötu og
rembist aukreitis við að klára
BA-nám sitt í heimspeki við Há-
skóla íslands. Hún segist hafa
ætlað sér að skrifa lokaritgerð-
ina í haust en gert sér grein fyr-
ir því að það væri borin von
sökum anna. Hún hefur þó ekki
látið pennann eiga sig, því text-
ar plötunnar eru allir úr heila-
sellum á hennar snærum og
Svarið er ekki frumraun henn-
ar hvað textagerðir varðar. Hún
hóf tónlistarferilinn sextán ára
og hefur samið enska texta fyr-
ir franska hljómsveit, texta fyr-
ir Unun og texta fyrir sjálfa sig
í trúbadormynd. Uppsprettur
tónlistarinnar og textanna finn-
ur hún víða. „Pósturinn er mjög
melódíuhvetjandi. Ég átti
geislaspilara sem ég hlustaði
alltaf á í vinnunni, en svo hætti
hann að virka. Þá endaði ég
alltaf á að flauta einhverjar lag-
línur, sem birtust í hausnum á
mér. Svo er hálfgerð textaveiði
að fara í sund. Ég tala nú svolít-
ið mikið, en þegar ég er í sundi
get ég ekki talað og þá koma
hugmyndir að góðum textum.“
segir hún. Titillag plötunnar
heitir Svarið og ekki er ekki
laust við heimspekilegar vanga-
veltur. „Þetta er þessi tvíræðni
og kaldhæðni sem er í gangi í
heimspekinni. Fólk heldur
alltaf að það sé að fá einhver
svör, en það eru ekki til nein
endalaus svör við neinu. Ef ég
væri að gefa fólki eitthvað eitt
svar, þá væru samt þrjár nýjar
spurningar sem myndu vakna.
Svarið er ekki endanlegt," segir
Heiða.
Þekki eigin takmörk
Nánustu framtíðaráform
Heiðu segir hún velta á gengi
plötunnar.
„Ef ég sel bara 500 eintök og
á langt í land með að borga
skuldirnar mínar, þá eyði ég
bara janúarmánuði á ein-
hverju vistheimili úti á landi.
Annars ætla ég bara að kanna
stemninguna fyrir því að halda
áfram að spila eitthvað af þess-
um lögum og fara svo bara að
vinna úr nýjum hugmyndum.
Ég veit það alla vega að með
næstu plötu sem ég geri ætla
ég ekki að sitja alls staðar, í út-
gáfustólnum, í umboðsstólnum
og listamannastólnum, því þeg-
ar þrjár Heiður eru að tala
hver við aðra um hvað eigi að
gera, og það kemur ekkert
aukaheilabú inni, þá getur
maður orðið svolitið klikkað-
ur. Ég hef lært það að þekkja
mín takmörk, ég uppgötvaði að
ég er ágæt söngkona og get
samið lög en ég get kannski
ekki gert allt. Það er kannski
mitt svar.
hverjir voru hvar
Á Næsta bar á laugardagskvöldið og sunnudags-
morgun var nóg af fólki, S]ón spásséraði flottur,
Kormákur var f banastuði,
Skjöldur, Helgi Björns og
hún Vilborg, Ari Alexander
myndlistarmaður, Kristján
Eldjárn, Ólafur Darri og
Nanna Kristín, Þröstur Leö
sást á tali við Andreu
Gylfa, Óli Palli í Rokklandi
lét sig ekki vanta og svo var
Laddi auðvitað á svæðinu.
Dísirnar Birna Anna Björns-
dóttir og Sllja Hauksdóttir kíktu svo í stutta
stund inn á 22 á laugardagskvöldið frfskar og
hressar.
Hellingur af fólki skokkaði inn á Astró um helgina
og mátti þar glitta! Jóa Jó, Bjarka, Kalla Lú, Rún-
ar Róberts og Heiðar Austmann og Stebba Sig.
Anna María og vinkonur tóku sig vel út á dans-
gólfinu, sem og Nanna og vinkonur. Þau ívar Guð-
munds, Snorri Sturlu, Sigmar Guömunds og
Binni voru í fjölmiðlafíling og Siggi Hlö, Dóra og
Dóri úr Hausverknum létu sjá sig, Obbý mætti
fersk að vanda ásamt Flugleiðavinkonum og Val-
disi Gunnars og Phllippe spókaði sig ásamt
Frank sem sér um kaffið f TopShop. GK-flotinn
Arnar Gautl, Gfsli og hjónin Gunnl og Kolla voru
glæsileg að vanda, Nonni Quest mætti ásamt
einhverju fólki, herrarnir Hlynur og Pétur
Ottesen, Siggi B, Magnús Geir Þórðarson og Vllli
Bernhöft tóku það rólega
á efri hæðinni. Böddi
Space, Sigþór og Gummi
Ben úr KR, Fjölnir og
Frikki Weisshappel
mættu f skotapilsum með
konunum Marín Möndu og
Andreu Róberts, íris, Val-
ur og hinir krakkarnir í
Buttercup héldu upp á út-
gáfu Buttercup.is, einnig
sást til ívans Burkna, Sigga Kaldal og Valda Val-
hallar. Hebbi, Addi Fannar og aðrir í Skítamóral
(Skee-mo í USA) skemmtu sér vel, Biggi og Jó-
hannes tenórar tóku á þvi, Sigurjón Ragnar, Ijós-
myndari Séð og heyrt, var á vaktinni en einnig
sást I Þórjón fallhlífastökkvara. Fótboltamennirn-
ir létu sig ekki vanta og fremstir f flokki voru Krist-
ján Brooks, Þorbjörn Atli (hverju var hann að
fagna?), Lúlli og Árni Gautur, sem mættu með
einhverjum nojurum. Raggl Már og Guðjón Már
OZ-arar tóku sig vel út og það gerði Svava í 17
einnig, Anthony Karl Gregory, Sverrir Sverris,
Baldur Braga, Árni Stefáns liðsstjóri, Lilja og
Anna úr Ungfrú ísland, Unnar og Þór Jósefs, sem
verður alltaf Hr. ísland í augum sumra. Þá sást f
Gumma Gonzales og Ásgeir Kolbeins auk hennar
Berglindar úr Miss Fitness.
Það hefur verið Októberfestival á Mánabar í Vest-
mannaeyjum undanfarnar
tvær helgar. Á minnstu
bjórhátfð f heimi mátti m.a.
sjá í andlit eins og Rósu
Guðmundsdóttur sem
kennd er við Spotlight,
Blrki Kristinsson lands-
liðsmarkvörð, Jóhannes
Egilsson útvarpsmann á
FM, frisi Sæmundsdóttur
landsliðskonu, Sigurlás
Þorleifsson markaskorara, Geira múrara, Sigur-
björgu Ingadottur og Sigga Sigg, Guömund Þ.B.
Ólafsson, séra Óla Jóa, Þorstein Traustason,
Sverri i Gagarín, Leó Snæ á gítarnum, Agnesi úr
Ungfrú ísland.is. Ingva Borgþórsson og auðvitað
eigendurna Tryggva Má og Sigfús í fullu fjöri.
Á Halloween-kvöldi á
Klaustrinu sáust FM-
mennirnir Svali, Heiðar
Austmann og Jón Geir og
fvar Guðmunds var ekki
langt undan. Philippe og
Lára litu inn, Hilda og liðið
f Hausverk um helgar og
Stjörnusysturnar Heiða og
Herdís Sig og Elva tann-
læknir voru i kjallaranum,
þar sem einnig sást tii Rannveigar Guðmunds-
dóttur þingkonu. Sævar Péturs var óstöðvandi á
dansgólfinu og Heiða Valmikistúlka var þvílíkt
flott í leðrinu eins og Sif fegurðardfs, Siggi
Johnny og Magga konan hans. Peter Cook og
bróðir voru á sveimi og Birgir frá Stððvar 1 ævin-
týrinu var á svæðinu. Jón Arnar frá Landsteinum
var mættur á laugardeginum sem og Guðmundur
Ólafsson, Ásgeir klippari, Baldur Mojo og Daði.
ishokkíkappamir Siggi Sig og Rúnar voru á
staðnum ásamt dömunum, Páll Stefáns Ijós-
myndari, Antony Karl Gregory og Valdimar Krist-
ófers, Hans Guðmunds handboltakappi var á rölti
og Björgvin Rúnars í Stjörnunni og félagi hans,
Magnús Sig voru á svæðinu. Magnús Aron
Ólympíufari bar sig hraustlega og Kolla, Heiða,
Sigrún G og Dagný gáfu dansgólfinu rétta tóninn.
Á Skuggabarnum sáust m.a. Lovísa Playboy,
Birkir Globus, Hjörtur
Harðar, Calvin Davis körfu-
boltamenn ásamt Kim
Lewis úr Grindavfk, allt KR
körfuboltaliðið, Svava 117,
Guðjón i OZ, Andrea Ró-
berts, Stebbi á Nellýs,
Ingó á Kaffi Reykjavík
ásamt Siggu stóru systur,
Benedikt Erlingsson leik-
ari, Siggi Kaldal og Sverrir,
staffið úr GK, Gísli lögfræðingur, Frosti úr Gagna-
bankanum, Gúrí og Hanna, sem hélt upp á 25
ára afmælið með Kollu og Ester.
14
f Ókus 3. nóvember 2000