Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2000, Blaðsíða 7
Magnús Þór Jónsson eða Megas, en
flestir þekkja hann undir því nafni, mun
bráðlega gefa út nýjan geisladisk sem
fengið hefur nafnið Svanasöngur á leiði.
Einfaldleikinn ræður ríkjum á diskinum því
þar er aðeins að finna söng Megasar og
píanóundirleik Jóns Ólafssonar, Þorgerður
Agla Magnúsdóttir tyllti sér niður á Borginni
með Megasi og forvitnaðist um nýja diskinn.
Öll lögin og textamir á nýja disk-
inum hans Megasar eru iög sem
hvergi hafa komið út áður, nema
eitt sem er eftir Mozart. Það lag er
tekið úr fyrsta þætti Töfraflautunn-
ar og er söngur Papagenós.
„Þetta er residúa úr söngleik sem
ég þýddi ásamt Páli Baldvini. í stað
þess að þýða söngtextana og nota
músíkina úr orginalnum þá völdum
við, ég og Páll Baldvin leikstjóri,
staði þar sem við vildum hafa
söngva og ég gerði síðan eigin lýrik
og nýtti mér klassíkina og þetta sí-
græna, púki komst í pælinguna."
Hér er átt við söngleikinn Rauð-
hóla-Ransý, um boxarastelpuna sem
boxaði sig á toppinn. „Þetta var
feminískt innlegg með soldið trendí
manipúlasjón. Ég gerðist nettur
íkónóklast og samdi ýkt harkalegan
kvenréttindasöng við Pílagrímakór
Wagners og það var tekið til þess í
krítik að slíkt væri ekki við hæfi,“
segir Megas og glottir ekki.
En var þaö ekki nákvœmlega þess
vegna sem þú gerðir þaó?
„Engan veginn, ég vissi að það
var við hæfi. Ég sé engan mun á
karlmönnum og kvenmönnum, mér
fmnst að allir eigi í vök að verjast.
Ég meina, ekki er ég kvenkyns og
mér finnst ég vera hryllilega mikill
„underdog“,“ segir Megas og reynir
að kíma en...
„Comic relief“
Megas vann nýja diskinn með
Jóni Ólafssyni og Eggerti Þorleifs-
syni.
Megas og Jón hafa þekkst síðan
Jón var fenginn til að spila á hljóm-
borð í Hættulegri hljómsveit svo-
kallaðri. „Hann kom á eina æfmgu
og kunni öll mín lög, betur en ég
sjálfur og hann var svo snöggur að
tileinka sér ný að lag var varla byrj-
að þegar hann hafði náð því algjör-
um tökum. Mér blöskraði svo snilli
piltsins að mér fannst þetta ekki
einleikið."
„Þegar kom að þvi að velja lög á
þennan disk þá vorum við á einu
máli um að textinn við Mozart-lagið
væri eins konar „comic relief', en
ég ætlaði absolút að gera nýtt lag,
ég vildi ekki vera að sitja á bakinu
á Mozart, enda lágvaxinn og heilsu-
tæpur. En ég gerði milljón lög, alla-
vegana, og ekkert fittaði og Mozart
stóð eftir. Að lokum varð ég að við-
urkenna það að Mozart hafði lagt
mig á öllum vígstöðvum og maður
varð einfaldlega að sjá það í því
ljósi að það væri enn þá meira
„comic relief ‘ að kvenmaður syngi
grátklökkur um það hvað það væri
mikil skelfmg að eignast meybam,
við lag sem hafði upphaflega texta
sem fjallaði um það hvað ákveðinn
karlmann langaði mikið til að eign-
ast fjölskyldu, þar með talin böns af
little girls,“ segir Megas og lítur í
kringum sig.
Margir ímynda sér að flestir laga-
höfundar gutli á gítar eða glamri á
píanó og þannig verði lögin til. En
því er ekki svo farið með Megas.
Lög hans verða mestan part til við
reykborð. „Píanó er ekki á mínu
heimili. Þegar textahugmyndin er
fædd þá læðist upp úr djúpinu sú
lína eða línuvísir sem er rétt og þeg-
ar komið er að efnahvörfum, það er
að segja textinn kominn á það stig
að formast, þá kemur lagið og negl-
ir niður þetta form.“
Að rokka bátnum
Megas segir plötuna hafa verið
fljótunna.
„Eggert átti hugmyndina. Við
höfum þekkst lengi - hann hefur
álltaf verið mér heldur vinsamlegur
og mikill gæðadrengur. Og treysta
má hans ráðleggingum og dóm-
greind. Hann er í rauninni fyrsti
upptökustjórlNN, próducens, sem
ég hef haft um dagana. Hann stopp-
aði teipið án nokkurrar miskunnar
ef hann heyrði feil sem var þess eðl-
is að sýnt var að þar var kominn
Akkilesaíhæll sem ekki varð við
unað. Maður gat treyst að hann
hafði eyra, leikaraþjálfaður og hef-
ur tilflnningu fyrir hvað skilst eða
skynjast og hvað ekki. Hann stopp-
aði mig oft og hermdi mér minn eig-
inn talanda eins og hann hljómaði,"
segir Megas og dettur ekki í hug svo
mikið sem bros.
Það hefur verið sagt um Megas að
hann sé oftar en ekki illskiljanlegur
í tali og söng. Hvað fmnst honum
um slikar fullyrðingar?
„Það er hefð komin á það að álíta
mig bæði óskýrmæltan og illa
talandi, og illgjaman. AUavega haf-
andi ekkert markmið í lífmu nema
að rokka bátnum helst þannig að
honum hvolfi. Og það er alveg sama
hvað ég geri, ef það er eitthvað mjög
saklaust, þá er það verra því það er
svo lúmskt. Ef það er opinberlega
andstyggilegt þá eru menn rólegri.
Ég held að ef einhver annar en ég
væri haldinn höfundur og sá flytti
lagið myndu fáir stuðast."
Tveir banabitar
Út frá umræðum um skUjanleika
spinnast aðrar um kröfur eyrans
um hljóm eða „sánd“. Megas segir
þá rithöfunda sem mest er hampað
í dag virðast vanta aUt eyra því
hljóminn vanti í texta þeirra.
En hvað með hans eigin texta?
„Mér flnnst mér takast best upp
þegar ég skil ekki bofs i textanum,
en ef sándið er rétt þá er textinn
réttur og sendi ég hann þá óhikað
frá mér þó ég geti ekki skýrt hann
þótt ég ætti lífið að leysa.
Stundum hef ég fattað texta
svona fimm árum síðar, jafnvel 10
árum síðar. Svo þegar ég hef heyrt
hvernig textar hafa komist í brúk
sem mér hefði ekki dottið í hug en
verið alveg genialt, þá hef ég verið
mjög ánægður. Að fólk geti haft
gagn og gaman af prívatskilningi
sínum þar sem ég er ekki aktívur
aðili að, finnst mér sýna eðli kveð-
skapar í hnotskurn. Ég hef verið
verulega hrifinn af einkaskilningi
fólks og tékkað gjarnan á textanum
og fundið svo mikið af hintum sem
réttlættu þetta án þess að þau væru
ætluð þannig, að ég hugsaði bara
„Vá“ tók í höndina á mér og klapp-
aði mér á öxlina." Megas nefnir í
þvi sambandi lagið Tvær stjörnur.
„Það lag var reyndar einn af min-
um banabitum ef ég skU þjóð mína
rétt.“
Hvaö áttu viö meö því?
Það voru tvö lög á plötunni Blá-
um draumum sem kýldu mig út úr
kokkteUveislunni. Þau þóttu þvUík-
ur óhugnaður að ég var kominn út
á götu um leið og ekki þá flnustu.
Ég vissi ekki einu sinni af því að
það væri verið að slátra mér því ég
var úti í TaUandi þegar teipin af
Bláum draumum sem ég söng með
Bubba fóru að smkúlera.
Á þeirri plötu voru það lögin Liti-
ir strákar og Tvær stjömur tU vara
sem notuð voru til að feUa plötuna
og mig um leið. Bubbi átti ekkert á
henni sem feUdi hann. En hann sem
hafði selt i 15.000 eintökum árið
áður seldi aðeins 7500 þegar hann
var kominn i bland við mig.“
Hvernig var þetta þinn banabiti,
hvaó var gert nákvœmlega?
„Það var nákvæmlega ekkert gert
en mjög nákvæmlega og útspekúler-
að. Ég held að Loftmynd hafi verið
eina platan mín sem komst inn í
jólapakkana. Það var ‘87 og var hún
101 ár afmælisplata Reykjavíkur.
Hún flaug út og var auk þess fyrsta
platan sem var geislavædd um leið
og kom þá út á geisladiski um leið
og þá lengri. En svo kveikti þjóðin á
þvi að hún hafði verið tekin aUiUi-
lega í rassgatið því þegar farið var
að kanna nánar myndina sem var
aftan á plötunni fékk það akútkeis
af aftanfóbíu. Á framhlið plötunnar
var grámygluleg loftmynd af
Reykjavík en á bakhlið var mynd af
mér þar sem ég var í klaustri ásamt
fólki sem var sér til blessunar að
heimsækja afskaplega fróman og
spáfróðan og margvitran munk.
Þetta voru brot af einhverjum fjöl-
skyldum og svo tóku menn eftir því
að ég hélt utan um dreng sem sat
við hliðina á mér. Og þá hvarf öU
ræna. Og það seig af stað sívaxandi
óánægjukliður. Önnur plata kom
síðan út í maímánuði - Höfuðlausn-
ir og þá var mælirinn orðinn vel
fuUur. Loks birtust Bláir draumar
og þá var hengifluginu náð og
frjálsa faUinu.“
Megas bætir við: „Það var siður
að hálshöggva sendiboða sem komu
með vond tíðindi í gamla daga og
það er eiginlega þannig siður enn
þá þó að hann sé aðeins snurfus-
aðri. Það eru ákveðin trend og mað-
ur verður aö fylgja þeim.“
Óskiljanlegir textar
Megas segir lögin á nýja disknum
vera að mestum parti ný, „en síðan
eru á henni lög sem voru of píanó-
orientuð fyrir þær plötur sem ég hef
verið að gera“.
Megas segist lítið hafa breyst í
lagasmíðum í gegnum tíðina. Á
fyrstu plötunni hans frá ‘72 er til
dæmis að flnna lag frá ‘56 og á
Bleikum náttkjólum er lag frá ‘59.
Hann viðurkennir þó að einhverj-
ar breytingar hafi orðið á tónlist
hans í gegnum árin, „en ekki
þannig að þær skeri sig úr“. Hins
vegar segir hann textana verða
blessunarlega óskiljanlegri og
óskUjanlegri eftir því sem lengra
líður. „Ég er að ná betri tökum á
því æskilega markmiði að gera
texta sem ég skU ekki sjálfur. Sem
koma mér á óvart, það er svo gam-
an að heyra eitthvað sem kemur
manni á óvart, það er líka svo gam-
an að búa eitthvað til sem kemur
manni sjálfum á óvart og sem óvart-
ast, jú sí.“
Góður og þægilegur
Upptökurnar á nýja disknum
voru gerðar í haust og fóru fram í
sal FÍH. Þeir fengu einungis 6 daga
í salnum og þrátt fyrir slæma flensu
sem Megasi tókst að næla sér í, eins
og fyrri daginn, náðu þeir að nánast
fuUklára aUar upptökur. Megas seg-
ir að það megi heyra ansi „örvænt-
ingarfuUa lóðréttu" á plötunni „því
ég hékk varla uppi“.
Á næstunni er Megas á leiðinni
tU Berlínar og mun þar spUa í
bunkernum sem Hitler eyddi síð-
ustu ævidögum sínum í og er ekki
gert ráð fyrir sýnUegum gestum.
Talinu víkur að því sem lesendur
vUja. Blaðamaður bendir á að játn-
ingar hvers konar séu aUtaf vinsæl-
ar. Megas er fljótur að benda á Játn-
ingar Ágústinusar kirkjufóður sem
krassandi lesningu, „eða Rousseau.
Þeir eru mjög krassandi og spenn-
andi. Martin Luther samdi aldrei
neinar játningar en hann var mest
krassandi af öUum. Það eru alveg
hrollvekjandi „fílíur“ sem hann
hafði, það er ekki hægt að nefna
þær. En ég er svo hryUilega hvunn-
dags að það verður að búa aUt tU, og
ég er ekki maður tU að gera það. Ég
reyni aUt sem ég get tU að vera góð-
ur og þægUegur og þóknast að því
marki sem ég sjálfur get umborið“.
Hefuröu alltaf verið þannig, góður
og þœgilegur?
„Já, þegar mér var ekki misboðið.
Ég gat boðið þeim upp á margt þeg-
ar mér var misboðið. Hvort sem það
var gagnvart mér eða einhverjum
öðrum.“
Er þaó ekki bara heilbrigt, aö
bregðast við þegar manni er misboð-
ið?
„Ja, það er ekki það venjulega, en
við lifum kannski á sjúkum tím-
um...“
3. nóvember 2000 f Ó k U S
7