Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2000, Blaðsíða 13
Margrét Marteinsdóttir
hefur unniö á fréttastofu
Sjónvarpsins í rúmlega ár
og líkar vel. Þorgerður
Agla Magnúsdóttir hitti
hana snemma morguns
á Mokka og spurði hana
' út í starfið.
„Ég byrjaöi sem sendill á Press-
unni, fór svo yfir á Fínan miðil og
var þar á fréttastofu Effemm. Þar
fór ég svo að vinna í þætti sem hét
Hvati og félagar og var þar „The
News Woman“, segir Margrét um
upphaflð.
Lét sig hverfa
Margrét segir að þegar hún var í
FB hafi hún verið í fjölmiðlafræði
og komist að því að stærsta
vandamál hennar var mikil feimni.
„Stundum þegar ég er í beinum út-
sendingiun í Sjónvarpinu þá undra
ég mig á því hvað hafi gerst á leið-
inni.
Þegar ég var í fjölmiðlafræðinni
fórum við til dæmis upp í Ríkisút-
varp. Við fórum inn í stúdíó á Rás
2 eða Rás 1, ég man ekki einu sinni
hvort því ég var svo stressuð og
mér leið svo ill, bara yfir því að
vera þarna. Þá bauð útvarpsmaður-
inn okkur að koma með kynningu.
Ég náði einhvem veginn að láta
mig hverfa,“ segir Margrét og
skellihlær. „En þetta var samt
alltaf það sem ég ætlaði að gera. Ég
var ekki nema níu ára þegar ég
ákvað að verða blaðamaður. En ég
ætlaði að halda mig við prentmiðla
þvi ég gerði mér grein fyrir að
þessi hljóðnemafælni mín myndi
aldrei koma mér í ljósvakamiðil. í
dag hef ég samt aldrei komið ná-
lægt prentmiðli, fyrir utan eina
grein sem ég skrifaði þegar ég var
15 ára í íþróttablaðið.“
Seinna fékk Margrét vinnu á
fréttastofu Effemm því þar vantaði
konu.
„Það þurfti að taka radd“test“
fimm sinnum því að ég var bara að
brotna saman í hvert skipti sem ég
opnaði munninn," segir Margrét og
hlær mikið. „Þetta var alveg hræði-
legt en einhverra hluta vegna var
ég ráðin. Fyrstu mánuðina eftir að
ég var ráðin var ég viss um að það
styttist í að ég fengi magasár þvi ég
var svo stressuð fyrir hverja
útsendingu. Ég bara skalf og titr-
aði,“ og enn hlær Margrét að eigin
óförum.
„Svo fór mér allt í einu aö líða
vel í útvarpinu og hætti að vera
stressuð. Seinna fór ég að vinna í
morgunútvarpinu á Rás 2. Það tók
mig svolítinn tíma að venjast því
að vera í útvarpi allra landsmanna.
Það var sú frábæra manneskja,
Þorgerður Katrín alþingiskona,
sem réð mig þangað."
Margrét segir að þetta hafi nú
samt gengið mjög vel og verið mjög
skemmtilegt, „en ég á frekar heima
í fréttunum". Margrét var í morg-
unþættinum í eitt ár en fór svo yfir
á erlendu deild fréttastofu Sjón-
varpsins. Þar hefur hún nú verið í
rúmt ár.
Nauðsynlegur fiðringur
Margrét segist hafa komist að
því að henni líkaði best að vinna
við fréttir og hafi því skipt yfir í
Sjónvarpið.
Varstu ekki stressuð aö koma
fram í sjónvarpi?
„Nei, ég var ekkert stressuð. Ég
nefnilega tók stressið út á Effemm.
Maður finnur svo sem aðeins fyrir
fiðringi í beinum útsendingum en
um leið og hann fer þá er ég líka
hætt. Það er algjör skylda að fá
smáfiðring í beinum útsendingum,
það segja mér fróðir menn sem
hafa unnið lengi við þetta."
Af hverju er fiðringurinn svona
nauðsynlegur?
„Það er bara skylda," segir Mar-
grét og hlær, „óskrifuð lög. Það er
allt í lagi að vera rólegur en maður
verður að hafa fiðringinn. Það er
bara staðreynd að þú er í beinni út-
sendingu fyrir framan alþjóð og þú
ert meðvituð um það.“
Þurftir þú ekki að setja þig inn i
mörg ólík mál á stuttum tíma eftir
aö þú hófst störf á fréttastofunni?
„Ég þurfti að setja mig inn í fullt,
fullt af málum og tek vinnuna iðu-
lega með mér heim. Eins og um
daginn í kringum Miðausturlanda-
málið. Ég hafði svo sem lesið um
þetta allt saman í sagnfræðinni í
Háskólanum en ég þurfti samt að
rifja þetta upp því þetta á sér langa
sögu. Eins er með Norður-frland.
Það eru aðallega slík mál sem mað-
ur þarf að setja sig vel inn i. En ég
verð áhugasamari og áhugasamari
með hverjum deginum sem líður."
Orðinn fréttaalki
Margrét viðurkennir fúslega að
hún sé orðin forfallinn fréttaalki.
„Ef ég er ekki heima á þeim tíma
sem fréttir eru þá er ég með lítið
útvarp og heymartól sem ég set í
eyrað. Ég reyni þó aö láta lítiö á
því bera. En ég er samt orðin algjör
fréttafíkill og á góðar stundir fyrir
framan imbann milli klukkan sjö
til átta þegar ég er i vaktafríi."
Margrét segist vera mjög ánægð
á Sjónvarpinu, „mér þykir bara svo
vænt um Ríkisútvarpið“.
Þú vilt þá að þaö sé fyrir hendi?
„Mér finnst að fólk sem vill selja
það ætti að spyrja sig: „Hver kaup-
ir það?“ Þá á þjóðin hann ekki leng-
ur og mér ftnnst það stærsta spurn-
ingin. Vill fólk að einstaklingur eða
einstaklingar eignist það? Það er
spuming sem mér ftnnst að fólk
gleymi oft að spyrja sig því það á
alltaf eftir að þurfa að borga fyrir
miðilinn, hvort sem hann er í eigu
ríkisins eða ekki.“
Margrét segir Ríkisútvarpið vera
frábæran miðil, „það eru svona
miðlar um alla Evrópu og víðar og
ég get ekki ímyndað mér að fólk
vfiji sem dæmi missa Rás 1, með þá
sérstöðu sem hún hefur."
Hvernig finnst þér íslenskir fjöl-
miölar standa sig í samanburöi viö
erlenda fjölmiöla?
„Það er svolítið erfitt aö miða
okkur við sjónvarpsstöðvar eins og
til dæmis BBC, sem er að mínu
mati með frábærustu fréttastofu í
heimi. Þeir hafa mun fleiri
starfsmenn og þar er fólk sem
sérhæfir sig í einstökum málum og
vinnur jafnvel bara í þeim. Það er
frábært að fylgjast með því sem
þeir gera þama. Sem dæmi mætti
nefna þáttinn um ungu fyrirsæt-
urnar. Maðurinn fer bara út með
falda myndavél og kemst að öllu
sem gerist á bakvið tjöldin. Ég held
að stærsta vandamálið hér sé
manneklan og peningavöntun."
Leagur dagsverkið fyrir
þjéoardóm
Margrét segir vinnu fréttamanna
vera svo sem líka hverri annarri
vinnu.
„Ég hef alltaf litið á það þannig.
Þetta er mikil álagsvinna á köflum
og henni getur fylgt ofsalegt stress.
Þú vinnur þínar fréttir og sýnir
þjóðinni þær svo. Fólk sem hefur
unnið þama lengi segir að margir
geri sér alls ekki grein fyrir því
hvað felist í starfi fréttamanns. Ég
veit að samstarfsfélagi minn var
spurður að því fyrir nokkrum
árum hvar hann ynni á daginn!
„Ég veit að þú ert í fréttunum á
kvöldin en hvað gerirðu á daginn?"
Þetta er mjög lifandi starf og
ótrúlegt að vera í svona miklum
tengslum við það sem er að gerast
úti í heimi. Að koma í vinnuna á
morgnana og vita ekki hvað þú ert
að fara að gera þann daginn, það
finnst mér í rauninni það besta við
starfið. Ég vinn langbest undir
pressu. Ég fæ kannski frétt að
morgni dags og hún er í raun tilbú-
in því ekkert á eftir að gerast i mál-
inu og ég get bara farið að skrifa
hana. Þá getur mér fundist ég vera t
voða lengi aö vinna. Svo kemur
kannski upp eitthvert mál klukkan
sex og fréttirnar eiga að fara í loft-
ið klukkan sjö. Þá klára ég það um
leið og er jafnvel ánægðari með
textann í þeirri frétt en í fréttinni
sem ég var tvo tíma að skrifa. Ég
æfði frjálsar og tók þátt í sprett-
hlaupi en ekki langhlaupi, ég er
bara þannig," segir hún og hlær.
En hvernig er týpískur dagur
fréttamannsins?
„Dagurinn byrjar á fréttafundi
klukkan hálfníu. Þar förum við
yfir daginn og þá fer af stað hug-
myndavinna. Við í erlendum mæt-
um með okkar skeyti sem eru
þannig séð matreidd ofan í okkur.
Við reynum þó að finna okkar '
sjónarhorn á þau. Svo eru síma-
fundir með ríksfjölmiðlum hinna
Norðurlandaþjóðanna. Siðan byrj-
ar maður bara að skrifa og velja og
hafna fréttum. í stórum málum,
eins og til dæmis Miðausturlanda-
málinu, þá fór ég af stað og fann ís-
lending í ísrael, sem var staddur á
Gaza-svæðinu, og talaði við hann.
Hann var þarna að vinna hjá
dönsku fyrirtæki og var enn
þarna, þó svo að allir Bandaríkja-
mennirnir og Bretarnir hefðu ver-
ið kallaðir heim. Ég talaði við
hann nokkrum sinnum. Það eru '
svona atriði sem gera starfið
skemmtilegt.
Svo líður dagurinn bara og um
3-4-leytið er orðinn svolítUl hiti í
mönnum. Spennan eykst. Síðan
leggjum við dagsvinnuna fyrir
þjóðina í fréttatímunum klukkan
sjö og tíu.“
3. nóvember 2000 f ÓkllS