Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 2
18 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000 Sport i>v Jónas Egilsson, formaður Frjálsíþróttasambands íslands: - höfum tekið skref til framtíðar en nú er að taka stökkin Allir sem ná árangri hafa æft erlendis Frjálsíþróttaunnendur áttu góðar stundir fyrir framan sjónvarpið meðan á Ólympíuleikunum í Sydney stóð og sáu þar þær Völu Flosadóttur og Guðrúnu Arnardóttur ná frábærum árangri. Einn maður hefur þó verið með þeim kátari, Jónas Egilsson, formaður Frjálsíþróttasambands islands (FRÍ), en slíkur árangur þýðir mikla upphefð fyrir íþróttina í á íslandi og er því sambandinu gott veganesti •fyrir framtíðina. Jónas varð formaður FRÍ sumarið 1998, en hefur verið viðriðinn íþróttina í ríflega 20 ár, bæði sem keppandi og ötull talsmaður hennar. DV-sport leit inn hjá Jónasi um helgina. Sýnir að FRÍ er á réttri braut Gefur þessi árangur á ÓL FRÍ þetta margumtalaóa sóknarfœri? Að sjálfsögðu gerir hann það. Þetta sýnir að við höfum verið á réttri braut undanfarin ár. Við fórum af stað með Sydney-hópinn fyrir tæpum þremur árum og það hefur greinilega skilaö okkur vel áleiðis. Nú er markmiðið hjá okkur að byggja ofan á og nýta okkur annarri stuðning. Nú er í bígerð áætlun sem gengur út á það að efla afreksstefnu og samstöðu meðal íþróttamannana og er ég sannfærður um það að þetta mun ekki aðeins efla samkenndina innan íþróttarinnar heldur einnig gefa af sér fjármagn sem þarf í slíkt verkefni. Nú eru aó verða nokkur kynslóðaskipti i greininni, hvernig mun landsliðið standa á nœstu árurn? Það er rétt að það eru að verða viss kynslóðaskipti sem verða alltaf með reglulegu millibili. Menn héldu að það væri endir alls þegar Sigurður Einarsson, Einar Vifhjálmsson, Pétur Guðmundsson og Vésteinn Hafsteinsson hættu, en raunin hefur orðið önnur. Það kemur maður í manns stað. Það eru margir efnilegir krakkar í Aþenu-hópnum og þrír náðu lágmörkum á heimsmeistaramót unglinga í Chile sem er frábært. Það eru mjög efnilegir unglingar í íþróttinni sem eiga góða möguleika að vinna til verðlauna á stórmótum næstu ára. Það má hins vegar ekki sofna á verðinum, við verðum að fylgja þessu eftir og vinna þetta skipulega. Landsliðið hefúr setið svolítið á hakanum undanfarin ár, sem helgast af ljárskorti. Ef hugmyndir okkar, sem nú er verið að vinna að, ganga eftir munum við ná meira fjármagni inn í verkefnið og þá styrkist landsliðið, það er alveg borðleggjandi. Nú hefur aóstöóuleysi frjálsíþróttamanna oft verið i brennidepli. Hvernig er með fjölnotahúsið sem menn hafa verið að biða eftir? Ég hef löngum spurt hvar sé meiri þörf fyrir innan- hússaðstöðu fyrir frjálsíþróttir annars staðar en í nyrstu höfuðborg heimsins. ÍR-ingar hafa sýnt með stórmóti sínu að það er hægt að halda slíkt mót við lágmarksaðstæður hér, en alla æfingaaðstöðu vantar. Það er staðreynd að flestallir helstu afreksmenn sem hafa verið að ná góðum árangri eiga það eitt sameiginlegt að hafa æft eða vera aö æfa erlendis. Þegar boðið verður upp á aðstöðu hér mun afreksfólkið okkar verða sýnilegra, bæði fyrir áhorfendur á mótum og ekki síst fyrir yngri keppendur. Fyrir tveimur árum var skilað skýrslu til borgarstjóra um fjölnotahús í Laugardal. Niður- stöður hennar voru þær að Samtök iðnaðarins, ÍBR og Reykjavíkurborg stæðu saman að slíku húsi og við lýstum yfir áhuga á því að vinna að þessu sem fagaðili og voru undirtektir góðar. ÍBR hefur reyndar dregið sig út úr þessu verkefni, en Reykjavíkurborg og Samtök iðnaðarins skrifað undir samning um stofnun fyrirtækis um byggingu og rekstur á sýninga- og íþróttahúsi, sem byggt verður við hlið Laugardalshallar. Ég er því bjartsýnn á það að þetta sé að verða að veruleika og þá mun öll aðstaða til frjálsíþróttaiðkunar gerbreytast og okkur er farið að klæja í lófana. Nú virðist hafa dregiö nokkuð úr þátttöku í frjálsum iþróttum úti á landsbyggðinni og uppbyggingin verið mest hjá kannski tveimur félögum hér á höfuðborgarsvœðinu? Hafnarfjörður er alveg sér- stakt fyrirbæri og mjög gott fólk sem þar stendur að baki, sóknarfærið. Nú erum við að vinna að áætlun um að kanna grundvöll fyrir samstarfi við ýmis fyrirtæki næstu fjögur árin. FRÍ-2000 er verkefni þar sem ungir krakkar koma saman og œfa, afrekshópar unglinga og nú Aþenu-hópur. Er þetta starf ekki að bera þennan árangur aó nokkru leyti? Við höfum verið með þetta verkefni í gangi í tæpan áratug og það hefur borið ótvíræðum árangur að okkar mati. Við sýnum krökkunum athygli, fylgjumst vel með og reynum að koma til móts við þeirra þarfir og útvega verkefni. Þetta starf er mjög mikilvægt, þegar krakkamir finna að við sýnum áhuga þá sýna þeir íþróttinni áhuga. Frjálsíþróttir sem einstaklingsíþrótt hefur skort þennan stuðning frá hópnum og það má segja að það hafi verið galli íþróttarinnar hversu mikið menn hafa æft hingað og þangað. Sem dæmi um góð áhrif þessa Sydneyverkefnis má nefna samband Völu Flosadóttur og Guðrúnar Arnardóttur sem þekktust ekki fyrir þremur árum en eru nú bestu vinkonur og veita hvor afburðaduglegt fólk. Það er líka að fmna víða um land, t.d. á Sauðárkróki þar sem Gísli Sigurðsson er. Ef skoðað er hvað hefur verið gert í uppbyggingu íþróttamannvirkja í landinu þá eru byggðir knattspyrnuvellir, sem er í sjálfu sér gott, og eins sundlaugar og íþróttahús og það er búiö að koma aðstöðunni til uppbyggingar þeirra íþrótta sem þar eru stundaðar á sæmilegt plan. Uppbygging á ýmsum stöðum Það vantar hins vegar alls staðar frjálsíþróttaaðstöðu á svipuðu plani og því eru frjálsar íþróttir víðast hvar ekki samkeppnishæfar hvað aðstöðu varðar. Hins vegar má ekki horfa fram hjá því að það hefur orðið viss uppbygging á ýmsum stöðum úti á landi í tengslum við landsmót, t.d. í Borgarnesi og á Egilsstöðum, með mikilvægri aðstoð ríkisvaldsins, sem má ekki gleyma. Þegar þessi aðstaða er komin í gagnið trúi ég því að aukning verði í iðkun frjálsra íþrótta. Það er stefna FRÍ að þegar vellir eru komnir upp úti á landi munum við nota þá undir okkar mót, eins og var gert með Norðurlandamótið í Borgamesi í sumar, svo framarlega sem það sé fólk til að sjá um mótin. Frjálsíþróttastarfið hefur oft byggst upp á kraftmiklum einstaklingum á hverjum stað, eins og Eggerti Bogasyni og Ragnheiði Ólafsdóttiu- í Hafnarfirði, og Gísla á Sauðárkróki, nú og Guðmundi Þórarinssyni hjá ÍR á sínum tíma, svo nokkur dæmi séu nefhd. Samstarf viö Kýpurbúa Nú hefur þú verið kosinn formaður Frjálsíþróttsambands smáþjóða i Evrópu, hvaóa þýðingu hefur þaö? Að vissu leyti er þetta vegsauki fyrir okkur íslendinga, en þetta sýnir ekki síður það traust sem borið er til frjálsíþróttahreyfingarinnar hér á landi. Það er tekið eftir afrekum íþróttamanna okkar á erlendum vettvangi. ísland er stórveldi meðal smáþjóða, þó við keppum líka við stærri þjóðir. Evrópusambandið er að fara af stað með þróunarsamstarf og ég fer á fund Þróunarnefndar EAA í Leipzig um næstu helgi, þar sem rætt verður m.a. um þróunarsamstarf smáþjóða. Hugmyndin að baki þessu samstarfi er í hnotskurn: Kýpurbúar eiga góða spretthlaupara og við eigum sterka kastara og stangarstökkvara og nú er verið að skoða á hvað hátt við getum leiðbeint hverjir öðrum. Þetta er því eitthvað sem getur vel nýst okkur til að bæta okkar frjálsíþróttastarf. Af hverju eiga íslendingar góða kastara en fáa sterka hlaupara á alþjóðamœlikvarða? Það er engin einhlít skýring á þessu. Við höfum átt mjög frambærilega hlaupara, sérstaklega á árum áður, en þetta hefur einhvern veginn legið í landinu. Kastarabylgjan sem kom fyrir aldarfjórðungi smitaði út frá sér. Við höfum líka átt sterka stökkvara eins og Vilhjálm Einarsson en það virðist tilviljunum háð, að því er mér finnst, hvar og hvenær við höfum náð árangri. Það sem við viljum gera með þessu hópverkefni, sem áður er nefnt, er að koma á markvissri uppbyggingu íþróttamanna sem ná árangri, þannig að það verði kannski ekki 44 ár milli verðlauna á Ólympíuleikum. Ég tel það raunhæft markmið að við komumst upp um deild í Evrópubikarkeppninni og verðum í baráttu um það eftir tvö ár. Áhugi og metnaður hjá íslensku íþróttafólki er það mikill, það þarf bara aðeins að lyfta undir það og þá kemur þetta. Aldrei samkeppnishæfir viö þær bestu Við verðum kannski aldrei samkeppnishæfir við þjóðir eins og Breta eða Þjóðverja en við getum keppt við þjóðir eins og Hollendinga, Belga og jafnvel íra. Ég vil minna á það að það eru tæp 50 ár síðan við unnum Dani og Norðmenn í landskeppni. Það er að vísu langt síðan en við gátum þetta og af hverju getum við það ekki aftur? Það kostar hins vegar vinnu og uppbyggingu og við teljum okkur hafa fetað fyrstu skrefin á þessari braut og nú er að fara að taka stökkin, sagði Jónas að lokum. -ÓK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.