Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 16
KR-ingar fá liðstyrk: Vassell kemur - en Eaton látinn fara vegna ágreinings Haukum í gærkvöld. Vassell kemur íslandsmeistarar KR vildu ekki framlengja samning sinn bandaríska leikmanninn Jeremy Eaton. Eaton var á vikulöngum reynslusamningi en í gær ákvað körfuknattleiksdeild KR að senda Eaton heim. Eaton spil- aöi tvo leiki fyrir KR, gegn Skalla- grími og KFl, og unnust þeir báðir. Hann skoraði 11,5 stig og tók 8,5 að meðaltali í leikjunum tveimur en samkvæmt Inga Þór Steinþórssyni, þjáifara KR, voru KR-ingar ekki ósátt- ir við hann sem leikmann heldur kom upp persónulegur ágreiningur milli hans og Inga Þórs sem leiddi til þess að KR spilaði án útlendings gegn KR-ingar þurfa þó ekki að örvænta því á þriðjudagsmorgun kemur Kanadamaðurinn Keith Vassell til landsins og mun hann leika með KR i vetur. Vassell er körfuknattieiks- áhugamönnum að góðu kunnur fyrir framlag sitt til íslandsmeistaratitils KR síðastliðið vor. Ingi Þór sagði að Vassell væri í þokkalegu formi. „Hann er búinn að æfa í tvær vikur og er þvi ekki á byrjunarreit eins og þegar hann kom í fyrra,“ sagði Ingi í samtali við DV-sport. -ósk Spænska knattspyrnan: Rjúkandi rúst - Numancia tók Evrópumeistara Real Madrid í nefið Smáliðið Numancia tók Real Ma- drid heldur betur í kennslustund á heimavelli sínum á laugardaginn. Leiknum lauk með 3-1 sigri Nu- mancia og sáu Evrópumeistarnir aldrei til sólar. Rúmenski landsliðs- maðurinn Laurentiu Rosu var í feiknaformi í liði Numancia, stríddi varnarmönnum Real Madrid allan leikinn og þegar upp var staðiö haföi þessi snjalli leikmaður gert þrjú mörk. Rivaldo geröi gæfumuninn Brasilíski snillingurinn Rivaldo gerði gæfumuninn í leik Las Palmas og Barcelona á heimavelli þeirra fyrrnefndu. Rivaldo skoraði sigur- markið í annars jöfnum leik á 47. mínútu þegar hann lék á markvörð Las Palmas og renndi knettinum í autt markið eftir sendingu frá Xavi. Þórður Guðjónsson kom inn á í lið Las Palmas þegar hálftími var eftir af leiknum og undir lokin þurfti markvörður Barcelona, Francesco Arnau, þrívegis að taka á honum stóra sínum eftir tilraunir leik- manna Las Palmas sem sóttu stift eftir jöfnunarmarki. Þeim tókst ekki ætlunarverk sitt og Barcelona komst með sigrinum í þriðja sæti deildarinnar. Tap hjá Valencia Espanyol bar sigurorð af efsta liði deildarinnar Valencia, 1-0, og var sigurinn sanngjam. Leikmenn Valencia náðu sér ekki á strik og virtust aldrei liklegir til þess að koma í veg fyrir fyrsta tap liðsins síðan í fyrsta leik. Valencia heldur þó efsta sætinu þrátt fyrir tapið þar sem Deportivo La Coruna tapaði einnig. Deportivo tapaði fyrir nýliðum Villareal, 3-2, og var framherjinn Victor hetja Villareal í leiknum. Hann skoraði tvö marka liðsins og lagði síðan upp sigurmarkið sem Moiese Garcia skoraði á síðustu mínútu leiksins. Sigling á Alaves Gott gengi Alaves heldur áfram. Um helgina vann liðið sinn stærsta sigur í fyrstu deild í meira en 40 ár þegar það lagði Reai Oviedo, 4-0. Meö sigrinum komst Alaves upp í annað sæti deildarinnar og er nú tveimur stigum á eftir Valencia. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000 Luis Figo og félagar hans í Real Madrid áttu aldrei möguleika gegn Numancia á laugardaginn. Reuters SPANN Numancia-R. Madrid..........3-1 1-0 Laurentiu Rosa (8.), 1-1 Raul Gonzalez (15.), 2-1 Laurentiu Rosa (16.), 3-1 Laurentiu Rosa (64.). Villareal-Deportivo.........3-2 0-1 Djalminha (10.), 1-1 Victor (41.), 1-2 Walter Pandiani (68.), 2-2 Victor (83.), 3-2 Moises Garcia (90.). Espanyol-Valencia............1-0 1-0 Manuel Serrano (78.). Celta-Malaga.................1-0 1-0 Alexander Mostovoi (56.). Osasuna-A. Bilbao............1-1 0-1 Aitor Larrazabal (18.), 1-1 Mariano Armentano (71.). R. Zaragoza-Santander .......2-0 1-0 Montenegro (39.), 2-0 Paulo Roberto Jamelli (57.). Las Palmas-Barcelona........0-1 0-1 Rivaldo (47.). R. Sociedad-R. Matlorca .... 0-1 0-1 Miguel Angel Nadal (90.). Alaves-Oviedo................4-0 1-0 Javier Moreno (24.), 2-0 Delfi Geli (36.), 3-0 Milan Martinovic, sjálfsm. (85.), 4-0 Jordi Cruyff (90.). Rayo Vallecano-Valladolid . . 2-1 1-0 Josep Setvalls (44.), 1-1 Gabriel Ivan Heinze (66.), 2-1 Elvir Bolic (84.) Staða efstu liða: Valencia 9 6 1 2 18-6 19 Alaves 9 5 2 2 14-5 17 Deportivo 9 5 2 2 17-9 17 Barcelona 9 5 1 3 16-10 16 Celta Vigo 9 5 1 3 12-10 16 R. Vallecano 9 4 3 2 17-10 15 R. Madrid 9 4 2 3 17-13 14 R. Mallorca 9 4 2 3 10-10 14 Villareal 9 3 3 3 9-13 12 Espanyol 9 3 2 4 8-8 11 Malaga 9 3 2 4 13-14 11 R. Oviedo 9 3 2 4 11-13 11 Numancia 9 3 2 4 11-14 11 Las Palmas 9 3 2 4 11-18 11 R. Zaragoza 9 2 4 3 9-9 10 KjrV #1 PÝSXALAND ------------ B. Leverkusen-E. Frankfurt . .1-0 1-0 Michael Ballack (79.). B. Miinchen-B. Dortmund . . . 6-2 0-1 Heiko Herrlich (2.), 1-1 Hasan Salihamidzic (7.), 2-1 Giovanni Elber (10.), 3-1 Mehmet Scholl (39.), 4-1 Mehmet Scholl (59.), Paulo Sergio (63.), 5-2 Otto Addo (71.), 6-2 Hasan Salihamidzic (83.). Unterhaching-Köln ...........0-0 Wolfsburg-E. Cottbus ........1-1 0-1 Rudi Vata (38.), 1-1 Dietmar Kuehbauer (60.). Kaiserslautern-Schalke......3-2 0-1 Ecce Sand (37.), 0-2 Thomasz Waldoch (56.), 1-2 Harry Koch, víti (67.), 2-2 Miroslav Klose (71.), 3-2 Olaf Marschall (87.). Stuttgart-H. Rostock ........1-0 1-0 Sean Dundee (34.). H. Berlin-Werder Bremen . .. 4-1 1-0 Alex Alves (12.), 2-0 Michael Preetz (45.), 3-0 Michael Preetz (49.), 3-1 Claudio Pizarro, víti (71.), 4-1 Stefan Beinlich (79.). Hamburger SV-Freiburg .... 5-0 1-0 Mehdi Mahdavikia (12.), 2-0 Roy Praeger (21.), 3-0 Nico-Jan Hoogma (35.), 4-0 Marinus Bester (45.), 5-0 Stig Tofting (76.). Bochum-1860 Miinchen........1-1 0-1 Paul Agostino (53.), 1-1 Zdravko Drincic (62.). Staða efstu liða: H. Berlin 11 8 0 3 28-15 24 B. Múnchen 11 7 1 3 26-12 22 Kaiserslaut. 11 6 2 3 16-11 20 B. Leverk. 11 5 4 2 14-11 19 Schalke 11 5 3 3 22-11 18 HSV 11 5 3 3 27-19 18 Wolfsburg 11 4 4 3 25-16 16 B. Dortm. 11 5 1 5 17-22 16 E. Frankf. 11 4 2 5 14-15 14 H. Rostock 11 4 2 5 7-15 14 Þýska knattspyrnan: Yfirburðir - hjá meisturunum Leikmenn Bayem Múnchen komu ákveðnir til leiks gegn Borussia Dortmund á heimavelli um helgina eftir tapið gegn 4. deildar liðinu Magde- burg í bikamum í vikunni. Dortmund komst yfir strax á annarri mín- útu en siðan ekki söguna meir. Bæjarar tóku öll völd á vellinum og höfðu þegar yfir lauk skorað sex mörk. „Þetta var besti heimaleikur okkar á þessu tímabili. Við vorum traustir vamarlega og sóttum hratt og skipulega," sagði þjálfari Bayem Múnchen, Ottmar Hitzfeld, eftir leikinn. Hertha Berlin gefur ekkert eftir Hertha Berlin, sem komst i síðustu viku í toppsæti þýsku 1. deild- arinnar í fyrsta sinn í 30 ár, lætur ekki deigan síga. Um helgina völt- uðu þeir yfir Werder Bremen, 4-1, og eru á toppi deildarinnar, tveim- ur stigum á undan Bayem Múnchen. -ósk Ottmar Hitzfeld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.