Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000 4- - gömlu brýnin í Utah Jazz hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína Upprúllun - Grindvíkinga á Þórsurum Frestaður leikur Grindvíkinga og Þórs, sem var háður á fostu- daginn í Grindavík, kemst senni- lega ekki á spjöld körfuknatt- leikssögunnar fyrir gæði. Bjóst tíðindaritari við meira af leikn- um því Þórsarar hafa verið á góðri siglingu undir góðri leið- sögn Ágústs Guðmundssonar þjálfara en það verður að segjast eins og er að þeir voru eins og vax í höndum Grindvíkinga. „Við höfum verið að spila und- ir getu og lögðum það upp að spila sem lið í leiknum og mér fannst allir skila sínu. Við lögð- um áherslu á góða vöm og spUa síðan inn í teiginn i sókninni. Ég man varla eftir svona leik þar sem við skorum skora svona lit- ið fyrir utan og þetta var góður sigur fyrir liðið og gott veganesti í framhaldið," sagði Pétur Guð- mundsson, fyrirliði Grindvík- inga, í leikslok. Kim Lewis og Páll Axel áttu báðir ágætan leik fyrir heima- menn en hjá Þór voru það nán- ast tveir leikmenn, Clifton Bush og Óðinn Ásgeirsson, sem léku af eðlilegri getu. -FÓ Keppnistímabilið í NBA-deildinni er nú hafið af fullum krafti og hafa margir skemmtilegir leikir litið dags- ins ljós strax í byrjun. Fjögur lið, Philadelphia 76ers, Cleveland Cavali- ers, Utah Jazz og San Antonio Spurs hafa ekki enn tapað leik en Chicago Bulls og Atlanta Hawks eru búin að tapa öllum sinum leikjum. Gamalt en gott Seigla leikmanna Utah Jazz er með ólíkindum. Þeir hafa, þrátt fyrir há- an aldur byrjað timabilið frábærlega, og unnið fyrstu þrjá leiki sína. Eng- inn hefur spilað betur en „gömlu mennirnir" Karl Malone ogJohn Stockton. Malone, sem er orðinn 37 ára gamall, hefur skorað 31,7 stig og tekið 9 fráköst að meðaltali í leikjun- um þremur. Stockton, sem er árinu eldri en Malone, hefur skorað 15,3 stig, gefið 12,3 stoðsendingar og stolið þremur boltum að meðaltali í upp- hafi tímabilsins. Á hverju ári er tal- að um að þetta sé síðasti möguleiki liðsins til að vinna titla, að liðið sé að falla á tima. Þeir hafa nú þegar unn- ið meistara siðasta árs Los Angeles Lakers og eiga væntanlega eftir að vera í baráttunni um meistaratitilinn langþráða. Ekki búist viö miklu Það lið sem hefur komið hvað mest á óvart í byrjun er lið Cleveland Cavaliers. Liðið skipti sínum stjörnu- leikmanni, Shawn Kemp, til Portland fyrir tímabOið en fékk í staðinn trausta og góða leikmenn eins og La- mond Murray, Clarence Weather- spoon og Chris Gatling. Cleveland hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína og má þakka það góðri liðsheild. Sex leikmanna liðsins hafa skorað yfir 10 stig að meðaltali í leik og sýnir það vel breiddina í leikmannahópnum. Cleveland hefur einnig verið að spUa frábæra vörn en andstæðingar liðs- ins hafa aðeins hitt úr 36,3% skota sinna í leikjunum gegn Cleveland sem er besti árangur deUdarinnar. O’Neal samur viö sig Miðherji Los Angeles Lakers, ShaquUle O’Neal, er samur við sig. Hann er stigahæsti leikmaður deUd- arinnar með 32,3 stig að meðaltali, hefur tekið 13,7 fráköst en vítanýting- in er eins og fyrr, algjör brandari, að- eins 35,4% sem er ótrúlega lélegt jafn- vel á mælikvarða ShaquUle O’Neal. -ósk Grindavík-Þór Ak. 95-75 2-0, 11-4, 19-9, 26-17, (32-21), 37-23, 37-28, 42-32, 44-36, (52-40), 5^46, 60-50, 75-50, (78-54), 86-58, 91-66, 95-75. Stig Grindavik: Kim Lewis 25, Páll Axel Vilbergsson 23, Guðlaugur Eyj- ólfsson 8,_ Davíð Þór Jónsson 8, Guð- mundur Ásgeirsson 8, Elentínus Mar- geirsson 8, Dagur Þórisson 6, Pétur Guðmundsson 5, Bergur Hinriksson 2, Kristján Guðlaugsson 2. Stig Þór Ak.: Clifton Bush 24, Óðinn Ásgeirsson 21, Einar Hólm Davíðsson 10, Hafsteinn Lúövíksson 7, Guð- mundur Oddsson 4, Hermann Her- mannsson 4, Magnús Helgason 2, Guömundur Aðalsteinsson 2, Jón Ingi Baldvinsson 1. Fráköst: Grindavík, 30 (12 í sókn, 18 í vörn; Lewis, 13), Þór Ak., 37 (13 í sókn, 24 í vöm; Bush, 13). Stoösendingar: Grindavík, 22 (Daviö, Páll, 5), Þór Ak., 18 (Bush, 6). Stolnir boltar: Grindavík, 26 (Pétur, 5), Þór Ak., 16 (Bush, 6). Tapaöir boltar: Grindavík, 14, Þór Ak., 28. Varin skot: Grindavík, 1 (Pétur), Þór Ak., 2 (Óðinn, 2). 3ja stiga: Grindavík, 22/8, Þór Ak., 12/1. Víti: Grindavík, 13/9, Þór Ak., 23/15. Dómarar (1-10); Helgi Bragason og Eggert Þór Aðalsteinsson (8). Gœði leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 150. Maöur leiksins: Kim Lewis, Grindavík. KR-KFÍ 99-88 4-0, fr4, 9-4, 16-8, 16-12, 21-12, 22-16, (27-16), 27-18, 35-24 , 35-30, 41-31, 43-36, (45-36), 51-36, 53-38, 60-42, 60-46, 66-49, 71-51, (75-57), 79-59, 93-66. 91-77, 96-81, 96-88, 99-88. Stig KR: Amar Kárason, 26, Magni Hafsteinsson, 17, Jeremy Eaton, 14, Jón Arnór Stefánsson, 12, Ólafur Jón Ormsson, 9, Hjalti Kristinsson, 6, Ólafur Már Ægisson, 6, Steinar Kaldal, 6, Tómas Hermannsson, 3. Stig KFÍ: Dwayne Fontana, 33, Sveinn Blöndal, 20, Baldur Ingi Jón- asson, 12, Branislav Dragojlovic, 9, Hrafn Kristjánsson, 7, Ingi Freyr Vil- hjálmsson, 5, Gestur Sævarsson, 2. Fráköst: KR, 30 (12 í sókn, 18 í vörn; Eaton, 7), KFÍ, 40 (12 í sókn, 28 í vörn; Sveinn, 17). Stoðsendingar: KR, 26 (Amar, 6), KFÍ, 18 (Ingi Freyr, 7). Stolnir boltar: KR, 14 (Ólafur Jón, 3), KFÍ, 4 (Dragojlovic, 3). Tapaóir boltar: KR, 9, KFÍ, 23. Varin skot: KR, 9 (Magni, 4), KFÍ, 5 (Sveinn, 4). 3ja stiga: KR, 14/5, KFÍ, 17/8. Víti: KR, 21/12, KFl, 24/16. Dómarar (1-10): Jón Bender og Björgvin Rúnarsson (7). Gœði leiks (1-10): 3. Áhorfendur: 50. Maöur leiksins: Arnar Snær Kárason, KR. Lett(ir) - hjá KR sem komst úr fallsæti með sigri á KFÍ KR-ingum létti mikið við léttan sigur á KFÍ, 99-88, á fosmdagskvöldið. íslandsmeistaramir komust þar með úr fallsæti í fyrsta sinn í vetur og á sigur- göngu sem spannar orðið tvo leiki. KFÍ þurfti aftur á mótil að sætta sig við sjötta tapið í röð og fátt virðist geta bjarg-l að liðinu frá falli. KR hafði fmmkvæðið all- an tímann og það var að- eins kæmleysi Vesturbæ- inga í lokin sem orsakaði að munurinn var 11 í stað 20 stiga. Amar Kárason, skoraöi 26 stig fyrir KR, gaf 6 stoösendingar og hitti úr 11 af 17 skotum sínum. Hjá KR átti Amar Kárason prýðis- leik, skoraði 26 stig og hitti úr 11 af 17 skotum sínum auk þess sem hann stjómaði leik KR-liðsins og gaf meðal annars sex stoðsendingar. Auk Amars var Magni Hafsteinsson mjög sterkur í byrjun, skoraði 11 stig og varði tvö skot í fyrsta fjórðung en var rólegur eftir það. Þetta var síðasti leikur Jeremy Eaton fyrir KR-liðið log kemur það ekki mikið á lóvart. Eaton vantaði tilfmn- anlega allan styrk og hraða og var ekki nálægt að hafa þó kosti sem eftirmaður Keith Vassell ætti að bera. Jónatan Bow lék ekki með KR í þessum leik vegna meiðsla. Hjá KFÍ báru tveir menn af, Dwayne Fontana og Sveinn Blöndal og skor- aði Fontana meðal annars 19 stig auk 7 frákasta í fyrri hálfleik. Sveinn Blön- dal komst vel frá sínum leik þrátt fyr- ir að vera spila á móti sínum gömlu fé- lögum. Sveinn skoraði 20 stig, tók 17 fráköst og varði 4 skot fyrrum félaga sinna. Sveinn hefur tekið miklum framfóram fyrir „vestan“ og það er ekki frítt við að íslandsmeistararnir gætu nýtt sér krafta hans þessa dag- ana. -ÓÓJ _____29 Sport HBÁ-DEfLDiM Föstudagur: Washtngton-New York .... 76-80 Richmond 18, Howard 15 (12 frák.), Strickland 12 - Camby 20, Houston 18, Sprewell 15. Boston-Toronto ...........93-91 Pierce 30, A. Walker 20, K. Anderson 11 - Carter 33, A. Davis 11 (10 frák.), Peterson 10. Charlotte-Miami ..........83-79 Mashburn 30, B. Davis 21, Campbell 17 (10 frák.) - B. Grant 33 (16 frák.), Hardaway 15, E. Jones 11. Orlando-Philadelphia.....80-87 HiU 18, Armstrong 17, McGrady 16 - Iverson 29, Ratliff 14 (17 frák.), McKie 14. Detroit-Sacramento .....93-100 Stackhouse 22, Atkins 18, B. Wallace 14 (10 frák.) - Webber 31 (12 frák.), B. Jackson 16, Pollard 15 (14 frák.). Chicago-New Jersey......82-92 Brand 20 (11 frák.), Mercer 10, Drew 10 - Marbury 33, Gill 18, Douglas 11. Laugardagur: Vancouver-LA Lakers .... 89-98 Abdur-Rahim 24, Bibby 23, Harrington 10 - O’Neal 27 (15 frák.), Bryant 22, Grant 19 (11 frák.). Indiana-Chicago..........94-81 Best 25, Miller 20, Croshere 14 - Brand 19 (11 frák.), Mercer 15, Miller 13. Toronto-Washington.......103-96 Carter 34, Williams 22, Davis 14 - Richmond 22, Howard 21, Strickland 16 (12 stoðs.). Atlanta-Orlando..........104-107 McLeod 24, Crawford 22, Henderson 19 (15 frák.) - Armstrong 21, Garrity 19, Miller 19. Cleveland-Boston...........91-89 Gatling 16, Miller 15, Harpring 14 - Walker 25, Potapenko 12, Anderson -7 11. Miami-Philadelphia......82-84 Jones 26, Hardaway 23 (11 stoðs.), ' Mason 10 (12 frák.) - Iverson 23, Hill 16, Snow 13. Dallas-Utah............106-112 Nash 24, Finley 20, Nowitzki 20 - Malone 35 (10 frák.), Stockton 14, Starks 14. Minnesota-Sacramento .... 99-89 Gamett 28 (12 frák.), Brandon 16, Szczerbiak 16 - Stojakovic 22, Divac 20 (12 frák.), Webber 15. New Jersey-Charlotte......87-98 Marbury 33, Gill 16, Newman 11 - Wesley 30, Davis 20, Mashburn 12. Milwaukee-Detroit..........97-88 Cassell 20, Hunter 15, Thomas 14 - Cleaves 19, Stackhouse 17, Atkins 11. Denver-Phoenix............99-102 LaFrentz 14, Van Exel 14, Lenard 13 - Kidd 22 (10 stoðs.), Marion 21, Delk 17. Seattle-Portland...........90-97 Payton 25 (11 stoðs.), Baker 19, Ewing 17 - Stoudamire 21, Kemp 18 (14 frák.), Smith 16. Golden State-San Antonio 105-117 Jamison 32, Hughes 13, Cummings 13 - Rose 26 (11 frák.), Elliott 18, Duncan 16 (13 frák.). LA CIippers-Houston.......74-77 Odom 13, Mclnnes 12, Richardson 11 - Francis 21, Anderson 19, Mobley 9. Danny Fortson, sem leikur meö Golden State Warriors, hefur tekið flest fráköst allra leikmanna NBA- deildarinnar til þessa, 15,3 að meðal- tali. John Stockton, sem leikur með Utah Jazz, hefur gefið flestar stoðsendingar það sem af er tímabil- inu, 12,3 að meðaltali i leik. Jason Kidd, sem leikur með Phoenix Suns, hefur stolið flestum boltum af andstæðingum sínum til þessa. Kidd hefur stolið 3,7 boltum að meðaltali í leik. Shawn Bradley, sem leikur með Dallas Mavericks, og Theo Ratliff, sem leikur með Philadelphia 76ers, hafa varið flest skot allra leikmanna til þessa. Þeir hafa hvor um sig varið fjögur skot að meðaltali I leikjunum sem búnir eru. * Bakverðirnir Jason Kidd og Gary Payton, sem leikur með Seattle Supersonics, eru einu leik- mennimir sem hafa náð þrefaldri tvennu til þessa. Darius Miles, sem leikur með Los Angeles Clippers, er stigahæstur allra nýliða í deildinni með 10 stig að meðaltali í leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.