Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 8
24 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000 Sport Þrír sigrar í röö Ólafur Jón Ormsson var besti maður KR-inga sem unnu í gær sinn þriðja sigur í röð. Pað má segja að KR hafi unnið þrjá sigra um helgina, á föstudag lögðu þeir KFÍ, á laugardag fengu þeir Keith Vassell aftur til sín og i gær unnu þeir síðan Hauka sem höfðu fyrir leikinn unnið níu deildarleiki í röð í Hafnarfirði. -ÓÓJ Haukar-KR 69-75 0-4, 2-7, 9-7, 12-12, 21-12, (22-15), 15-24, 17-26, 22-27, 22-30, 30-30, 30-35, 35-35, (35-37), 35-39, 37-41, 4544, (45-51), 47-51, 47-59, 56-61, 56-66, 53-68, 64-68, 69-71, 69-75. Stig Hauka: Mike Bargen, 27, Lýöur Vignisson, 18, Jón Arnar Ingvarsson, 9, Bragi H. Magnússon, 7, Marel Guð- laugsson, 6, Eyjólfur Jónsson, 2. Itig KR: Jón Arnór Stefánsson, 18, Olafur Jón Ormsson, 16, Hjalti Krist- :,,sson, 13, Magni Hafsteinsson, 10, Amar Kárason, 9, Tómas Hermanns- >n, 5, Ólafur Ægisson, 3, Steinar I.aldal, 1. ráköst: Haukar, 35 (10 í sókn, 25 í vorn; Jón Amar, 8), KR, 28 (4 í sókn, 24 í vörn; Ólafur Jón, 10). 'ioósendingar: Haukar, 15 (Jón Arn- ar, Lýður, Bergen, Marel, Guðmund- ur Bragason, 3), KR, 5 (Ólafur Jón, 3). Stolnir boltar: Haukar, 14 (Lýður, 4), KR, 10 (Jón Arnór, 5). Tapadir boltar: Haukar, 20 KR, 23. Varin skot: Haukar, 1 (Bragi), KR, 0. 3ja stiga: Haukar, 30/12, KR, 27/10. Víti: Haukar, 9/7, KR, 22/12. Dómarar (1-10): Kristinn Albertsson og Björgvin Rúnarsson (6) Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 300, Maður leiksins: Ólafur Jón Ormsson, KR Hamar-ÍR 91-75 3-0, 6-4, 8-4, 11-4, 13-6, 15-10, 17-16,24-19,(28-23), 28-25, 30-26, 30-32, 34-32, 36-38,(40-40), 42-45, 46-46, 50-52, 54-54, 57-56,59-57,(61- 60),65-60,68-63, 71-63, 78-69, 80-69, 83- 74, 89-75, 91-75. Stig Hamars: Chris Dade 25,Ægir Jónsson 19, Pétur Ingvarsson 15, Skarphéðinn Ingason 15, Hjalti Páls- son 4, Lárus Jpnsson 4, Gunnlaugur Erlendsson 3, Ágúst Kristinsson 2. Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 22, Eiríkur Önundarson 15, Sigurður Þorvaldsson 13, Halldór Kristmanns- son 12, Cedrick Holmes 8, Ásgeir Bachman 5. Fráköst: Hamar, 49 (19 í sókn, 30 í vörn; Ægir, 13), ÍR,34 (8 í sókn, 26 í vörn; Holmes, 12). Stoðsendingar: Hamar, 19 (Dade, Pétur, 4), ÍR, 10 (Eiríkur, 3). Stolnir boltar: Hamar, 9 (Dade, 4), ÍR, 9 (Eiríkur, 5). Tapaðir boltar: Hamar, 14, ÍR, 18. Varin skot: Hamar, 5 (Hjalti, 3), tR, 1 (Hreggviður, 1). 3ja stiga: Hamar, 22/16, tR, 17/5. Víti: Hamar, 29/8, ÍR, 25/16. Dómarar (1-10): Helgi Bragason og Eggert Þór Aðalsteinsson (7). Gteði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 400. Maður leiksins: Ægir Hrafn Jónsson, Hamri. KR-ingurinn Guömundur Magnússon sést hér í baráttu viö Haukamanninn Eyjólf Jónsson DV-mynd Hilmar Þór Þór Ak.-Tindastóli 65-81 0-8, 8-8, 11-8, 13-12, (17-12), 21-18, 25-22, 29-22, 31-24, (35-30), 39-34, 45-38, 49-41, 49-48, 49-53, (52-27), 53-64, 56-69, 61-74, 65-81. Stig Þór Ak.: Óðinn Ásgeirsson 21, Clifton Bush 16, Magnús Helgason 12, Hafsteinn Lúövíksson 7, Einar Hólm Davíðsson 4, Einar Örn Aðalsteins- son 4, Guðmundur Oddsson, 1. Stig Tindastóll: Kristinn Friðriks- son 24, Adonis Pomonis 18, Shawn Myers 17, Michail Antropov 9, Svavar A. Birgisson 6, Ómar Örn Sigmarsson 3, Lárus D. Pálsson, 4. Fráköst: Þór Ak., 44 (18 í sókn, 26 í vörn; Óðinn, 12), Tindastóll, 42 (16 i sókn, 26 í vörn; Myers, 23). Stoósendingar: Þór Ák,, 11 (Einar Hólm, Hafsteinn, Sigurður G. Sig- urðsson, Óðinn, 2), Tindastóll, 14 (Pomonis, 5). Stolnir boltar: Þór Ak., 8 (Einar Hólm, Hafsteinn, Bush, 2), Tindastóll, 21 (Pomonis, 6). Tapaðir boltar: Þór Ak., 23, Tinda- stóll, 15. Varin skot: Þór Ak., 4 (Óðinn, 3), Tindastóll, 6 (Myers, Antropov, 3). 3ja stiga: Þór Ak., 20/5, Tindastóll, 14/6. Víti: Þór Ak., 17/8, Tindastóll, 22/13. Dómarar (1-10): Leifur Garóarsson og Sigmundur Herbertsson (8). Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 250 Maður leiksins: Andonis Pomonis, Tindastóli. KFÍ-Njarðvík 94-115 7-11,12-23,17-28, (25-35), 29-39, 32-41, 36-48, (44-58), 48-67, 55-71, 69-87, (72-90), 79-101, 84-109, 91-111, 94-115. Stig KFÍ: Dwayne Fontana 36, Hrafn Kristjánsson 15, Baldur Ingi Jónasson 12, Ingi Vilhjálmsson 8, Gestur Már Sævarsson 8, Ragnar Þrastarson 6, Magnús Guðmundsson 6, Guðmundur Guðmannsson 3. Stig Njarðvikur: Jes Hansen 29, Logi Gunnarsson 27, Brenton Birmingham 24, Teitur Örlygsson 14, Halldór JKarlsson 13, Sævar Garðarsson 8, Þorbergur Heiðarsson 6. Fráköst: KFÍ, 31 (Fontana, 15), Njarðvík, 39 (Ásgeir Guðbjartsson, 9). Stoðsendingar: KFt, 13 (Hrafn og Ingi, 4), Njarðvík, 19 (Brenton, 8). Stolnir boltar: KFl, 8 (Hrafn, 3), Njarövík, 12 (Brenton, 5). Tapaðir boltar: KFI, 18, Njarðvík, 14. Varin skot: KFt, 4 (Baldur og Fontana, 2), Njarðvík, 1 (Hansen, 1). 3ja stiga: KFÍ, 6/25, Njarðvík 10/24. Víti: KFt, 14/23, Njarövík, 17/25. Dómarar (1-10): Jón Halldór Eðvalds og Erlingur S. Erlingsson, 7. Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 200. Maður leiksins: Logi Gunnarsson, Njarðvík. Keflavík-Valur 93-81 8-0, 154, 22-11, 24-15, (30-17), 40-18, 45-21, 53-33,(60-40), 67^6, 7348, 79-54,(82-58), 82-64, 89-69, 91-77, 93-81 Stig Keflavíkur: Albert Óskarsson 17, Calvin Davis 17, Magnús Gunnars- son 15, Birgir Örn Birgisson 15, Guö- jón Skúlason 12, Jón Nordal Haf- steinsson 4, Hjörtur Harðarson 4, Sæ- mundur Oddsson 3, Gunnar Stefáns- son 3, Gunnar Einarsson 3. Stig Vals: Brynjar Karl Sigurðsson 22, Pétur Már Sigurðsson 15, Guð- mundur Björnsson 10, Bjarki Gústafs- son 9, Sigurbjörn Björnsson 8, Hjört- ur Hjartarson 6, Hrafn Jóhannesson 6, Herbert Arnarson 3, Steindór Aðal- steinsson 2. Fráköst: Keflavík, 36 (11 i sókn, 25 i vörn; Birgir, 8), Valur, 30 (10 í sókn, 20 I vörn; Herbert, Hjörtur, Bjarki, 5). Stoðsendingar: Keflavík, 19 (Hjört- ur, 7), Valur, 19 (Herbert, 5). Stolnir boltar: Keflavik, 11 (Albert, 3), Valur, 19 (Herbert, 5). Tapaóir boltar: Keflavík, 21, Valur, 20. Varin skot: Keflavík, 4 (Davies, Jón, 2), Valur, 0. 3ja stiga: Keflavík, 26/10, Valur 16/1. Víti: Keflavík, 26/22, Valur, 21/16. Dómarar (1-10): Einar Einarsson og Einar Örn Skarphéðinsson (7). Gceði leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 200. Maður leiksins: Albert Óskarsson, Keflavík. Íshokkí í gær: Burst Björninn burstaði íslandsmeistara SR 12-1 í Skautahöllinni í Laugardal I gær í fyrsta leik annarrar umferðar í undankeppninni 1 íslandsmóti karla. Leikmenn Bjarnarins fóru á kostum, drifnir áfram af frábærum leik þeirra Sergei Zak og Jónasi Breka Magnússyni. Sergei og Jónas áttu báðir stórleik og skoruðu saman 8 af 12 mörkum Bjarnarins. Leikhlutarnir þrír fóru: 3-1, 4-0 og 5-0 fyrir Björninn Birninum hefur bæst nýr markmaður, Lars Olof Moberg frá Svíþjóö. Lars Olof fékk aðeins eitt mark á sig í leiknum, en fékk aftur á móti 14 mínútur í refsingar vegna brota. Er það óvanalegt aö markmaöur fái svo miklar refsingar í einum leik. Mörk og stoðsendingar liðana voru: BJÖRNINN; Sergei Zak 5/3, Jónas Breki Magnússon 3/4, Glenn Hammer 1/4, Sigurður Einar Sveinbjarnarson 2/2, Brynjar Þórðarson 1/0 og Snorri Gunnar Sigurðarson 0/1. SR: Sigurbjörn Þorgeirsson 1/0, Elvar Jónsteinsson 0/1. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000 25 DV Dugnaður - KR-inga færöi þeim þriöja sigurinn í röð, nú á Haukum Það voru baráttuglaðir KR-ingar sem unnu mikilvægan sigur á Hauk- um, öðru af toppliðum úrvalsdeildar- innar, í íþróttahúsinu að Ásvöllum i gærkvöldi. Gestimir sem voru án lykilmanna sýndu framúrskarandi baráttuvilja og elju sem skilaði þeim sigri á endanum. Leikurinn fór fjörlega af stað og KR-ingar voru mjög æstir á fyrstu mínútunum. MikUl kraftur fór í að gera athugasemdir við dómgæsluna þangað til annar dómaranna setti á fund með fyrirliða og þjálfara KR. Eftir það fór allur þeirra kraftur í leikinn og var það vel. Gestirnir náðu sjö stiga forystu í lok fyrsta fjórð- ungs. í öðrum fjórðungi náðu Haukar að jafna leikinn en voru tveimur stigum undir í hálfleik. Þá fengu lykilmenn í liði KR sínar þriðju villur en það virtist samt ekki koma að sök því all- ir sem komu inn á stóðu sig mjög vel. í þriðja leikhluta virtust gömlu mennirnir i Haukum vera að ná yfir- höndinni. En tvær troðslur KR-inga í röð hleyptu lífi í þá á nýjan leik. Munurinn var orðinn sex stig við lok fjórðungsins. í upphafi siðasta leikhlutans náðu vesturbæingar tólf stiga forystu og höfðu tíu stiga forystu þegar tvær og hálf mínúta voru til leiksloka. Þá hleypti Jón Amar Ingvarsson nokk- urri von í brjóst heimamanna með tveimur þriggja stiga körfum í röð. En KR-ingar, sem voru með dálítið óðagot í sókninni í lokin, náðu að halda þeim frá sér og tryggja sér verðskuldaðan sigur. Mistök á borðinu Raunar hefðu mistök sem gerð voru á ritaraborðinu getað haft leið- inlegar afleiðingar. Haukar náðu að minnka muninn niður í tvö stig í lok- in en taflan sýndi fjögurra stiga mun. Þarna eru mistök sem hafa áhrif á það hvernig bæði liðin spila síðustu sóknir sínar og þá sérstaklega liðið sem er undir í það skiptið. En sem betur fer hafði það ekki áhrif því KR- ingar skoruðu strax í næstu sókn. Gestirnir úr vesturbænum áttu all- ir góðan leik en þeirra bestur var fyr- irliðinn Ólafur Jón Ormsson. Einnig sýndu Hjalti Kristinsson, Ingvaldur Magni Hafsteinsson og Jón Arnór Stefánsson mjög góðan leik bæði í vörn og sókn. Hjá Haukunum voru menn mjög andlausir og var baráttuleysi þeirra áberandi. Lýður Vignisson var þeirra skástur en aðrir stóðu ekki undir væntingum. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari ís- landsmeistaranna, á hrós skilið fyrir hvernig honum tókst að stýra þessu unga liði til sigurs í þessum leik. Þeir virðast þvi vera að rétta úr kútnum eftir erfiöa byrjun í íslandsmótinu. Það voru nfu KR-ngar sem tóku veru- legan þátt í leiknum á meðan ívar Ás- grímsson sá aðeins ástæðu til að nota sjö leikmenn mestan hluta leiksins. Það verður að teljast líklegt að þetta hafi haft einhver áhrif á baráttuanda liðanna. Skemmtilegur leikur sem bauð upp á gífurlega baráttu en einnig skemmtileg tilþrif. Sigurinn var verð- skuldaður og gefur KR-ingum byr undir báða vængi fyrir næstu helgi en þá eru úrslit Kjörísbikarsins -MOS Sport Danir sigruðu - á fjögurra þjóða móti í handknattleik Danir báru sigur úr býtum á fjögurra þjóða móti í handknattleik sem fram fór í Danmörku og lauk í gær. Danir sigruðu Þjóðverja i úrslitaleik, 27-25. Portúgalar höfnuðu f þriðja sæti eftir sigur á Egyptum, 26-20. Danir spiluðu frábærlega í þessu móti og unnu Portúgala, 31-18, og Egypta, 27-17. Þjóðverjar sigruðu einnig bæði Portúgala og Egypta. Þjóðverjar voru að vonum vonsviknir með sína menn enda töldu þeir sig hafa alla burði til þess að vinna þetta mót. Sterkir Danir Danirnir komu mjög á óvart. Þeir spiluðu alla þrjá leikina af miklum krafti og úrslitin gegn sterkum þjóðum eins og Portúgal og Egyptalandi sýna að liðið er mjög sterkt. -ósk - Ijögur lið í Epsondeildinni í einum hnapp á eftir toppliði Keflavíkur Keflvíkingar sigruðu lið Vals/Fjölnis í bragðdaufum leik í gærkvöldi. Lokatölur urðu 93-81 eftir að Keflvíkingar höfðu leitt 60-40 í hálfleik. Lokatölur gefa í raun ekki rétta mynd af leiknum því heima- menn voru með leikinn í sínum höndum frá upphafi til enda og hefði sigurinn getað orðið mun stærri, en Keflvíkingar misstu dampinn f seinni hálfleik og lið Vals/Fjölnis náði að klóra í bakkann. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af krafti og settu fyrstu 8 stigin. Calvin Davis og Birgir Örn voru allsráðandi undir körfunni, og Hjörtur og Guð- jón sýndu fin tilþrif á köflum. Brynj- ar Karl Sigurðsson virtist vera eini leikmaður gestanna sem hafði trú á því sem hann var að gera og skoraði 10 af 17 stigum þeirra í 1. leik- hluta. Keflvíkingar voru búnir að nota alla sína 10 leikmenn áður en fyrsta leik- hluta lauk, og þeir fimm sem byrjuðu á bekknum lögðu grunninn að 20 stiga forskoti í hálfleik með góðum öðrum leikhluta og Magnús og Al- bert voru að spila vel. Hjá gestunum hafði fátt breyst er þama var komið sögu. Enn var Brynjar Karl sá eini sem eitthvað lét að sér kveða og er flautað var til hálf- leiks hafði hann skorað 20 af 40 stig- um Vals. í seinni hálfleik datt hins vegar leikur Keflavíkurliðsins niður og á sama tíma fóru fleiri að taka af skarið í liði gestanna og munurinn fór að minnka en þó komst leikurinn aldrei á það stig að vera spennandi. Pétur Már Sigurðsson átti flnan leik í 4. leikhluta og skoraði þá 13 stig, en það þarf miklu meira heldur en risp- ur frá einum leikmanni í hverjum leikhluta til að leggja Keflvíkinga á þeirra sterka heimavelli. Hjá Keflvíkingum átti Albert Ósk- arsson sinn besta leik það sem af er vetri, Birgir Örn var duglegur og Calvin skilaði góðu hlutverki á þeim tíma sem hann lék. Einnig áttu Magnús og Guðjón góðar risp- ur. Hjá liði Vals/Fjölnis var Brynjar Karl yfirburðamaður 1 fyrri hálfleik, en lék lítið 1 þeim seinni, og Pétur Már átti fina innkomu i 4 leikhluta. Gestimir léku án Bandarikjamanns, auk þess sem Drazen Jozic fór meiddur af velli strax í upphafi. Þá náði Herbert Arnarson sér aldrei á strik í sókn- inni, og Valur/Fjölnir þarf að fá miklu meira frá honum í sókninni ef betur á að fara. Sterkir Njarövíking- ar Njarðvíkingar sýndu hvers þeir eru megnugir i leik sínum gegn KFÍ á Þeir vom komnir með Logi Gunnarsson, Njarðvík. ísafirði í gær. 10 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og juku það jafn og þétt út leikinn. Þegar 6 mínútur voru eftir af leikn- um voru heimamenn komnir 27 stig- um undir en með ágætri rispu í lok- in náðu þeir aðeins að klóra i bakk- ann. Varnarleikur KFÍ var sem fyrr ákveðið vandamál, þeir fengu á sig of margar auðveldar körfur og voru oft og tíðum seinir til baka. Liðið vant- ar tilfinnanlega að geta stöðvað and- stæðingana í teignum, en meðalhæð- in er mjög lítil í liðinu og það nýttu Njarðvíkingar sér vel. Ekki bætti úr skák að Sveinn Blöndal, sem leikið hefur sérlega vel fyrir liðið í vetur, gat ekki leikið vegna meiðsla. Njarðvíkingar eru með mjög skemmtilegt lið og mikla breidd. Logi Gunnarsson átti skínandi leik Staðan Keflavík Grindavlk Tindastóll Haukar Njarðvík Hamar tR Þór A. KR Skallagr. Valur KFÍ 1 639-551 2 631-559 578-529 598-544 553-519 552-572 586-606 574-590 547-570 527-619 514-566 586-681 Fyrir leik Þórs og Tindastóls heiðruðu Þórsarar Konráð Óskarsson fyrir störf sín en Konráð ákvað á 35 ára afmæli sínu að leggja skóna á hilluna. Konráð hefur spilað fyrir Þór í fjöldamörg ár og verið stoð og stytta félagsins síðustu ár. -JJ og Brenton Birmingham einnig. Jes Hansen virðist vera búinn að ná sér af meiðslunum sem hafa hrjáð hann undanfarið og sýndi skemmtileg til- þrif. Hjá heimamönnum var Font- ana góður, virkaði frískari en oft áð- ur og þeir Baldur og Hrafn börðust vel allan leikinn. Það verður að segja KFÍ-liðinu til hróss að það gafst aldrei upp þó á brattann væri að sækja. Tindastóll sneri leiknum viö gegn Pór Tindastólsmenn sóttu Þórsara heim í gærkvöldi. Mikil bar- átta hefur alltaf verið í leik þessara liða enda er um hálf- y| gerðan nágrannaslag að ræða. ^ Þórsarar voru yfir mestallan fyrri hálfleik og voru að leika hreint frábærlega. Tindastólsmenn leyfðu þeim hins vegar aldrei að fara neitt langt frá sér en í hálfleik voru Þórsarar yfir með fimm stigum. í byrjun seinni hálfleiks var jafn- ræði með liðunum og náðu Tindastólsmenn forystunni þegar örfáar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Fjórði leikhluti var sam- kvæmt venju hjá Þór. Það hefur ávallt gengið illa í fjórða leikhluta og það var enginn breyting á í þessum leik. Tindastólsmenn skoruðu en ekkert gekk upp hjá Þór. Algjört lán- leysi Þórsara var til þess að þeir náðu ekki að tapa leiknum. Þeir misstu boltann útaf, skotin geyguðu og misstu hann á mjög svo klaufaleg- an hátt. Magnús Helgason hjá Þór fór á sjúkrahús til aðhlynningar eftir að hafa fengið olnbogaskot í fjórða leikhluta. Hann reikaði um völlinn vankaður eftir höggið og var svo fluttur á sjúkrahús þegar kom í ljós hve mikið blæddi hjá honum en þetta var ekkert alvarlegt. Adonis Poman- is hjá Tindastól kom sá og sigraði i leiknum. Hann var allt í öllu hjá Tindastól og tryggði þeim sigurinn í leiknum með frábærri spila- mennsku. Shawn Myers var einnig mjög góður í leiknum fyrir Tindastól. Hjá Þór voru Óðinn Ásgeirsson og Clifton Bush bestu menn Þórs. Hveragryfjan. Hamarsmenn eru ósigrandi í Hveragryfjuni í Hveragerði en þeir lögu ÍR 91-75 í góðum leik í gærkvöldi. Pétur Ingvarsson sagði að barátta og leikgleði hefði verið uppskriftin að þess- um sigri, menn hefðu lagt sig vel fram og sýnt það að það er ekki auðvelt að koma og taka stig í Hvera- gerði. Jón Örn Guðmundsson þjálfari ÍR var að vonum ekki glaður með sina menn og sagði að þetta hefði verið mjög lélegt að ekki geta haldið haus í lok leiksins þar sem jafræði hefði verið með liðunum mest allan leikin, þetta ætti að koma mönnum á jörðina eftir góðan sigur á Keflavík í síðustu umferð.Hamars- * menn er mjög erfiðir heim að sækja og menn verða að vera á tánum allan tímann. Bestir í liði Hamars voru Ægir Jónsson og Chris Dade en hjá ÍR var Hreggviður Magnússon bestur. Þá unnu Grindvíkingar öruggan sigur á Skallágrími, 81-115, í Borgar-^ nesi. *• -EÁJ/TBS/ J J/EH Ægir Harfn Jónsson, Hamri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.