Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000 27 Sport Ástralski framherjinn Mark Viduka fór á kostum á Elland Road á laugardaginn og skoraöi öll mörk Leeds í 4-3 sigri á Liverpool. Viduka hefur leikið frábærlega í undaförnum leikjum eftir fremur rólega byrjun en hann kom frá Celtic í Skotlandi fyrir upphaf þessa keppnistímabils. Mynd Reuters Enska knattspyrnan: - laugardagur á Elland Road Ástralski sóknarmaður- inn Mark Viduka var held- ur betur á skotskónum þeg- ar lið hans, Leeds, mætti Liverpool á Elland Road. Leeds sigraði í leiknum, 4—3, og skoraði Viduka öll mörk liðsins. Liverpool var komiö með tveggja marka forystu eftir 17 mínútna leik en Viduka svaraði með tveimur mörkum. Tékkinn Vladimir Smicer kom síðan Liverpool í 3-2 á 61. mínútu en aftur kom Viduka sem sjáifskipaður bjargvættur Leeds og skoraði tvö mörk, á 73. og 75. mínútu. Þessi úr- slit þýða að Liverpool dett- ur niður í fjóröa sæti deild- arinnar. Allt gekk upp Mark Viduka var hógvær eftir leikinn. „Þetta var einn af þessum leikjum þar sem allt gengur upp. Ég skaut tjórum sinnum á markið og skoraði fjögur mörk en ég hef oft spilað betur en þetta. Við byrjuð- um illa en mörkin sem við skoruðum gáfu öllu liðinu sjálfstraust og við náðum í þrjú stig sem er þaö mikil- vægasta," sagði Viduka glaður í bragði eftir leikinn gegn Liverpool. í sérflokki Svo virðist sem Arsenal og Manchester United beri höfuð og herðar yfir önnur liö á Englandi í dag. Bæði lið tóku því rólega í leikjum sínum um helgina en unnu samt fyrirhafnarlitla sigra. Manchester United gerði út um leikinn gegn Coventry á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik með mörkum frá Andrew Cole og David Beckham. Ensku meistaramir tóku lífinu með ró en leikmenn Coventry náðu aldrei að ógna þeim að ráði. Sigur Arsenal á Middles- brough var aldrei í hættu. Mark Crossley, markvörður Middlesbrough, var rekinn út af á 24. mínútu og í kjöl- farið var dæmt víti. Thierry Henry skoraði úr víta- spymu og þrátt fyrir ágæt- isbaráttu leikmanna Midd- lesbrough var aldrei spurn- ing hvorum megin sigurinn myndi enda. Þrátt fyrir dapurt gengi er engan bilbug að finna á knattspymustjóra liösins, Bryan Robson. „Ég nýt full- komins trausts frá stjóm- endum og leikmönnum og ég hef ekki hug á því að hætta. Við munum halda áfram okkar vinnu og reyna að snúa þessari óheillaþró- un við,“ sagði Robson í leikslok. Bauliö þagnað í bili George Graham, knatt- spyrnustjóri Tottenham, var feginn þegar ljóst var að lærisveinar hans höfðu bor- ið sigurorð af Sunderland á White Hart Lane á laugar- daginn. Graham hefur mátt sæta harðri gagnrýni að undanfomu fyrir spila- mennsku liðsins en sigur- inn um helgina gefur hon- um einhvern vinnufrið. -ósk j£fj ENGLAND Stoke vann góðan útisigur, 2-1, á Wrexham í ensku 2. deildinni um helgina. Peter Thome skoraði fyrsta mark leiksins á 16. minútu fyrir Stoke og Stefán Þór Þórðarson bætti við öðru marki úr vítaspyrnu á 27. mínútu. Wrexham náði að minnka muninn á 66. mínútu en nær komust þeir ekki og mikilvægur sigur Stoke því i höfn. Brynjar Gunnarsson, Stefán Þór Þóró- arson, Bjarni Guðjónsson og Ríkharöur Daðason voru allir í byrjunarliði Stoke og fiskaöi Bjarni vítaspyrnuna sem Stefán skoraði úr. Stoke er nú í 7. sæti deildarinnar með 26 stig eftir 15 leiki. Hermann Hreiðars- son var í byrjunarliði Ipswich í tapinu gegn Newcastle og fór út af á 73. mínútu. Arnar Gunnlaugsson kom inn á sem vara- maður á 82. mínútu hjá Leicester í 1-0 sigri liðs- ins á Manchester City. Eióur Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 89. mínútu þegar Chelsea beið lægri hlut fyrir Sout- hampton. Ólafur Gottskálks- son og ívar Ingimars- son spiluðu báðir allan leikinn fyrir Brentford þegar liðið gerði jafn- tefli við Cambridge. Guðni Bergsson spilaði allan leikinn fyrir Bolton gegn Birmingham í ensku 1. deildinni. Bolton gerði jafntefli í leiknum, 1-1, og er í fjórða sæti 1. deildar. i ENGLAND Úrvalsdeild Leeds-Liverpool..............4-3 0-1 Sami Hyypia (2.), 0-2 Christian Ziege (18.), 1-2 Mark Viduka (24.), 2-2 Mark Viduka (46.), 2-3 Vladimir Smicer (61.), 3-3 Mark Viduka (73.), 4-3 Mark Viduka (75.). Charlton-Bradford............2-0 1-0 Jonatan Johansson (4.), 2-0 Graham Stuart (16.). Coventry-Manchester U.......1-2 0-1 Andrew Cole (27.), 0-2 David Beckham (37.), 1-2 Ysrael Zuniga (64-). Manchester C.-Leicester .... 0-1 0-1 Robbie Savage (56.). Middlesbrough-Arsenal.......0-1 0-1 Thierry Henry, viti (25.). Newcastle-Ipswich...........2-1 0-1 Marcus Stewart (13.), 1-1 Alan Shearer (22.), 2-1 Alan Shearer, víti (67.). Southampton-Chelsea .........3-2 1-0 James Beattie (3.), 2-0 Jo Tessem (37.), 2-1 Dennis Wise (69.), 2-2 Gustavo Poyet (78.), 3-2 James Beattie (90.). Tottenham-Sunderland .......2-1 1-0 Tim Sherwood (43.), 1-1 Don Hutchinson (63.), 2-1 Chris Armstrong (79.). Everton-Aston Villa.........0-1 0-1 Paul Merson (90.). Staöan úrvalsdeild Man. Utd 12 8 3 1 33-9 27 Arsenal 12 8 3 1 23-10 27 Leicester 12 6 4 2 10-7 22 Liverpool 12 6 3 3 23-18 21 Aston Villa 11 5 4 2 14-9 19 Newcastle 12 6 1 5 13-11 19 Ipswich 12 5 3 4 17-14 18 Leeds 11 5 3 3 19-17 18« Charlton 12 5 3 4 19-18 18’ Tottenham 12 5 2 5 17-18 17 Chelsea 12 4 4 4 24-17 16 Sunderland 12 4 4 4 10-13 16 Man. City 12 4 2 6 14-20 14 Southampt. 12 3 4 5 15-22 13 Everton 12 3 3 6 14-20 12 West Ham 11 2 5 4 13-14 11 Coventry 12 3 2 7 12-24 11 Middlesbr. 12 2 4 6 16-19 10 Bradford 12 1 4 7 5-19 7 Derby 11 0 5 6 16-28 5 1. deild: Birmingham-Bolton.............1-1 Blackburn-Stockport...........2-1 Crewe-Wolves..................2-0 C. Palace-SheíT. Wed..........4-1 Fulham-Huddersfleld...........3-0 Norwich-Tranmare..............1-0 Nott. Forest-Preston .........3-1 Q.P.R.-Portsmouth.............1-1 Shetf. Utd.-Gillingham........1-2 W.B.A.-Burnley................1-1 Watford-Grimsby...............4-0 Barnsley-Wimbledon............0-1 Staöa efstu liða 1. deild Watford 15 12 3 0 34-11 39 Fulham 15 12 2 1 37-10 38 Birmingh. 16 9 4 3 25-13 31 Bolton 17 8 6 3 27-19 30 Bjarki Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður á á 79. mínútu í leik Preston og Nottingham Forest. Heiöar Helguson spilaði allan leikinn fyrir Watford sem vann Grimsby, 4-0, og heldur toppsætinu í 1. deild. SKOTLAND Hearts-Aberdeen................30 Motherwell-Dundee Utd.........2-1 Rangers-St. Mirren ...........7-1 St. Johnstone-Dunfermline .... 0-2 Dundee-Hibernian..............1-2 Kilmarnock-Celtic.............0-1 Staöa efstu liða Celtic 14 12 2 0 32-12 38 Hibernian 14 11 2 1 29-8 35 Kilmarnock 14 8 2 4 19-13 26 Rangers 13 8 1 4 29-19 25 Hearts 14 5 4 5 22-20 19 St. Johnst. 14 4 5 5 14-20 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.