Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2000, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2000, Page 24
36 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 Tilvera I>V lí f i ö Minningarstund um Jón Arason í Skálholti í kvöld verða haldnir tónleik- ar í Skálholtsdómkirkju. Gunnar Kvaran leikur á selló, en hann leikur m.a. sellósvítu nr. 5 í c- moll eftir J.S. Bach. Hilmar Örn Agnarsson, organisti kirkjunn- ar, leikur á orgelið og Skál- holtskórinn syngur. Að tónleik- xnn loknum verður Jóns Arason- ar og sona hans minnst. Tendruð verða ljós við minnisvarðann um þá feðga en í dag eru liðin 450 ár frá því þeir voru teknir af lífi í Skálholti. Popp ■ ANDKRISTNIHATIÐ A GAUKN- UM Andkristnihátíðin ógurlega er í kvöld og kominn tími til að rymja framan T þjóðkirkjuna. Þungmelmis- hljómsveitirnar Forgarður Helvítis, Sólstaflr, Múspeil og Potentiam hleypa öllu í bál og brand. Leikhús ■ HAALQFT Háaloft er einleikur um konu með geðhvarfasýki eftir Völu Þórsdóttur. Sýningin hefst kl. 21 í kvöld í Kafflleikhusinu í Hlaðvarp- anum. Myndlist ■ GUÐRUN HALLDORSDOTTIR Guðrún Halldórsdóttir leirlistarmað- ur opnaði um helgina sýningu á neðri hæð Listasafns Kópavogs sem hún nefnir Freyjur og för. Guð- rún sýnir 30 gripi sem eru unnir á sTöustu tveimur árum. Eins og nafn sýningarinnar ber með sér er aðal- efni hennar konur og skip. Konur Guörúnar eru stæðilegar og bera forn Tslensk og norræn nöfn. Skip hennar minna á för víkinga, fornnor- rænna farmanna og íslenskra fiski- manna. Guðrún handbyggir verk sín og brennir í sagi. Þetta er fyrsta einkasýning Guðrúnar á íslandi en hún hefur numið og starfað í Banda- ríkjunum undanfarin 10 ár. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga, kl. 11 til 17, og stendur til 26. nóv- ember. Fundir 9 BÍRGIR SIGURÐSSON I kvöld verður bókmennta- dagskrá á Súfist- anum. Aö þessu sinni er dagskráin helguð rithofundin- um Birgi Sigurðs- son og er tilefnið nýútkomin bók hans, Ljósiö í vatnlnu. Dagskráin fer eins og fyrr segir fram á Súfistanum, í húsi Máls og menningar Laugavegi 18, og hefst kl. 20. ■ EFNAHAGSMÁL Á ÓVISSUTÍMA I fyrramálið verður haldinn morgun- veröarfundur á Grand Hótel undir yf- irskriftinni Efnahagsmál á óvissu- tíma - álit Seðlabankans á stöðu og horfum í efnahagsmálum. Fram- sögumenn verða Blrglr ísleifsson, bankastjóri Seölabankans, Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Landsbréfa, og Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ. Fundargjald er krónur 2000 en morgunverður er innifalinn. 9 FJALLKONURNAR Kvenfélagiö Fjallkonurnar heldur fund í kvöld, kl. 20.30, í Safnaðarheimill Fella- og Hólakirkju. Tískusýning veröur frá Veftu og kynning á snyrtivörum. All- ar konur eru hvattar til aö koma og taka með sér gesti. Sjá nánar: Líflð eftir vinnu á Vísi.is Pjóöfræði: Hjónaband manna og huldukvenna - í því þrífur karlinn hvem kirkjugestinn af öðrinn og fleygir honum yfir kirkjuna Sterka eiginkonan Lindow segir að fyrirlesturinn byggi á þjóðsögunni um sterku eig- inkonuna. Sagan er þekkt frá Nor- egi, Sviþjóð og Danmörku en ekki í Færeyjum og á íslandi, að minnsta kosti ekki í þeirri mynd sem hann leggur áherslu á. „í grófum dráttum er sagan á þá leið að mennskur maður kynnist yf- imáttúrlegri kvenveru sem flytur í mannheima. Konan hlýtur skím og síöan ganga þau i hjónaband. í Nor- egi er konan oft það sem kaliaö er „Huldre", en þær vemr eru með hala sem dettur af við skímina og stundum er konan ósýnileg kirkju- gestum þar til giftingunni er lokið. Oftar en ekki er maðurinn vondur við konuna, beitir hana ofbeldi eða gerir ekki það sem hún biður hann um. Að lokum fær huldukonan nóg af ástandinu og sýnir manninum mátt sinn með þvi að taka skeifu sem hann er að smíða og rétta hana með bemm höndum. Eftir það breytist viðmót manns- ins og hann fer að umgangast kon- una af meiri nærgætni og hjóna- bandið verður farsælt.“ John Lindow, Fulbright-kennari í þjóðfræði við Háskóla Islands. Mjög ánægjulegt aö kenna nemendum sem geta lesiö goöafræöina á frummálinu. Draumur karlmannsins „Mér fmnst sagan merkileg vegna þess að í henni gengur hjónabandið upp, þetta er í raun draumur karl- mannsins. Huldukonunni fylgir auður og farsæld og hún aðlagast hans heimi. í sögunni þar sem konan réttir skeifuna spyr maðurinn hana hvers vegna hún hafi liðið ofbeldið ef hún hefði auðveldlega getað varið sig. Hún svarar því að konur eigi að vera und- irgefnar og hlýða manni sínum í einu og öllu. Að mínu mati er hún með því að sanna að hún kunni reglumar í mannheimum. Sagan endurspeglar með þessu draum karlmannsins um hina sterku en um leið undirgefnu eiginkonu. í danskri útgáfu af sömu sögu þarf huldukonan að sanna sig áður en hún er viðurkend af samfélaginu. í þeirri sögu kemur faðir konunnar til messu og spyr hvort hún vilji grípa eða kasta. Huldukonan segist frekar vilja grípa og í því þrífur karlinn hvem kirkjugestinn á fætur öðrum og fleyg- ir honum yfir kirkjuna en konan gríp- ur þá hinum megin og setur varlega á jörðina. Með þessu slær hún tvær flugur í einu höggi, hún sýnir yfir- náttúrlegan mátt sinn og um leið að hún kjósi mannheima fram yfir hulduheim- é inn.“ -Kip ■MHHHMEV’.; BHM Bíóhöllin/Kringlubíó/Regnboginn - The Kid: ★ ★ í leit að sínum innra manni Bruce Willis virðist ekki taka al- varlega þá ráöleggingu sumra leikara að leika ekki á móti krökkum. The Kid er þriöja myndin hans á stuttum tima þar sem helsti mótleikari hans er ungur drengur. Fyrst voru það Mercury Rising og The Sixth Sense. WUlis hefur ekki aðeins hunsað þessa kenningu heldur hefur hann nánast afsannað hana. Drengimir þrír sem hann hefur leikið á móti hafa allir verið í bitastæðari hlutverkum en Willis án þess þó að leika hann út úr myndinni. Willis stendur því enn upp- réttur innan um aðrar stjömur í Hollywood. í The Kid leikur Bruce Willis fer- tugan piparsvein, Russ, sem fæst við að fegra ímynd fólks og gengur hon- um mjög vel í starfi, enda veigrar hann ekki fyrir sér að nota þau með- ul sem handhægust eru, meðul sem oft eru siðlaus en lögleg. Russ er hrokafullur mannhatari sem verður ekki ýkja hrifinn þegar átta ára drengur birtist hvað eftir annað hjá honum, drengur sem minnir hann óþægilega á eigin æsku sem hann hef- ur gert allt til að gleyma. Drengurinn, sem heitir Rusty, er að vísu ekki að- eins líkur Russ því hann er Russ átta ára gamall og satt best að segja er Bruce Willis og Spencer Breslin í hlutverkum sínum. hinn ungi Rusty ekkert ánægður með hvað úr honum hefur orðið. Allar ósk- ir hans og vonir hafa orðið að engu í stórborgarveröld Russ þar sem allt snýst um peninga og völd. Það er því mikil vinna fram undan til að koma hlutunum í það horf sem átta ára drengur hafði óskað sér. The Kid er eins og við var að búast ákaflega hugljúf kvikmynd þar sem áhersla er lögð á hið mannlega og góða í eðli mannskepnunnar. Enginn Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. er beint vondur í myndinni, heldur eru persónur mismunandi á veg komnar í góðmennsku gagnvart ná- tmganum. Bruce Willis, sem hefur orðið reynsluna í að leika á móti litl- mn senuþjófum, er kannski fullmeð- vitaður um eigið sjálf og minnir aldrei á neinn annan en Bruce Willis. Það bjargar honum þó í þetta skiptið að Spencer Breslin, sem leikur litla drenginn, er ekkert ofboðslega góður leikari og stendur þar að baki Miko Hughes í Mercury Rising og Haley Joel Osment í The Sixth Sense. Bresl- in hefur aftur á móti útlitið með sér og það er fyrst og fremst útlitið sem gerir hann skemmtilegan. Annars er helsti veikleiki The Kid að hún er um of melódramtísk. Leikstjórinn Jon Turteltaub kann sér ekki hóf og kem- ur þetta niður á góðum húmor sem hefði getað orðiö enn betri. Hvað sem göllunum líður yljar The Kid um hjartarætumar og er gott veganesti fyrir sálina. Leikstjóri: Jon Turteltaub. Handrit: Audrey Wells. Kvikmyndataka: Peter Menzies. Tónlist: Marc Shaiman. Leikar- ar: Bruce Willis, Spencer Breslin, Emily Mortimer, Lily Tomlin og Jean Smart. John Lindow, prófesor í norræn- um fræðum við Berkeley-háskóla í Kalifomíu, hélt i gær fyrirlestur á vegum Félags þjóðfræðinga. Fyrir- lesturinn nefndist Hjónaband manna og huldukvenna og fór fram i Skólabæ við Suðurgötu. Lindow er hér á landi sem Fulbright-kennari við þjóðfræðideild Háskóla íslands þar sem hann kennir tvo áfanga. Annar fjallar um norrænar goðsög- ur en hinn um þjóðfræði á noröur- slóðum. Lindow segir að það sé mjög ánægjulegt að kenna nemend- um sem geta lesið goðafræðina á frummálinu og að þátttaka nem- enda i umræðum sé mun meiri en hann eigi að venjast í Kalifomiu. í rannsóknum sínum hefur Lindow einkum lagt áherslu á nor- ræna goða- og þjóðfræði, árið 1997 gaf hann út bókina „Murder and Vengeance among the Gods“, sem fjallar um goðið Baldur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.