Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000 21 Sport NISSAN Staöan Haukar 8 8 0 240-186 16 Fram 7 6 1 182-157 12 Valur 7 5 2 187-161 10 ÍBV 7 5 2 191-169 10 FH 7 4 3 179-163 8 Grótta/KR 7 4 3 165-175 8 UMFA 8 3 5 217-207 6 KA 7 3 4 171-170 6 ÍR 7 3 4 166-166 6 Stjarnan 7 2 5 174-185 4 HK 7 0 7 158-196 0 Breiðablik 7 0 7 140-235 0 Næstu leikir Miðvikudagur 15. nóvember Grótta/KR-Haukar kl. 20 Breiðablik-HK kl. 20 Föstudagur 17. nóvember ÍR-Stjarnan kl. 20 HK-Valur kl. 20 Fram-Breiðablik kl. 20 FH-KA kl. 20 Afturelding-ÍBV kl. 20 Guðmundur Pedersen, FH, sækir hér að Stjörnuvörninni en David Kekelia er til varnar. DV-mynd E.ÓI swt /aldimar Grímsson var að vanda atkvæðamikill þegar Valsmenn töpuðu fyrii R að Hlíðarenda og var markahæstur þeirra ásamt Ingvari Sverrissyni. Markvarslan -réði úrslitum þegar ÍR vann Val „Hann fékk þokkalega gott færi en ég reyndi að horfa á hendina á honum og loka á hann. Það gekk upp. Það hefur verið gríðarlega góð stemning í liðinu og Hrafn er bú- inn að verja frábærlega og ég gat ekki verið minni maður en hann. Þetta gekk upp í kvöld og var hrikalega sætt,“ sagði Hallgrímur Jónasson sem kom i mark ÍR und- ir lokin og tryggði þeim sigurinn með því að verja frá Daníel Ragn- arssyni þegar 20 sekúndur voru eft- ir af leik Vals og ÍR á föstudags- kvöldið. ÍR-ingar fóru því með bæði stigin frá Hlíðarenda og var sá sig- ur verðskuldaður. Leikurinn var jafn framan af og lítið skorað, enda Roland Eradze og Hrafn Margeirsson báðir í miklu stuði í mörkunum og vamarleikur- inn var í fyrirrúmi hjá báðum lið- um. Valsmenn náðu reyndar þriggja marka forskoti þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þegar sóknin fór að hiksta hjá ÍR en þeir náðu sér síðan á strik og gerðu fjögur siðustu mörk hálf- leiksins og kom síðasta markið á lokasekúndunum frá Ólafi Sigur- jónssyni beint úr aukakasti. ÍR-ingar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og höfðu náð þriggja marka forskoti um miðjan seinni hálfleik. En Valsmenn gáfust ekki upp, minnkuðu forskot- ið jafnt og þétt og munurinn var orðinn eitt mark þegar fjórar mín- útur voru eftir. I þokkabót varð Hrafn að fara af velli en Hallgrím- ur tók við þar sem frá var horfið, varði þegar á þurfti að halda og tryggði ÍR-ingum sætan sigur. ÍR-ingar höföu þetta á baráttunni og feikisterkri vöm, einkum í síð- ari hálíleik. Hrafn varði geysilega vel í leiknum og Ólafur Sigurjóns- son átti góðan leik í sókninni auk þess sem Ingimundur var mjög sterkur í vörninni. „Það er mjög slæmt að tapa á heimavelli og skora ekki nema 17 mörk. Við virðumst eiga í erfiðleik- um með að spila gegn aggressívri vöm og við verðum að flnna svör við því,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari Vals. Roland Eradze varði vel að vanda fyrir Valsmenn og Ingvar Sverrisson var öflugur í horninu. -HI Karlalið Stjörnunnar færði fé- laginu sigur á FH í afmælisgjöf á laugardaginn en félagið hélt upp á 40 ára afmælið sitt um helgina. Eftir að FH-ingar höfðu haft und- irtökin í fyrri hálfleik snerist leik- urinn við svo um munaði í þeim síðari og á endanum unnu Stjörnumenn öruggan sigur, 22-18. Leikurinn byrjaði ekki sérstak- lega vel. Það var jafnt á flestum tölum en liðin virkuðu áhugalaus og lítið merkilegt gerðist, ef frá er talin stórbrotin markvarsla Berg- sveins Bergsveinssonar sem varði fimm vitaköst í fyrri hálfleik. Á síðustu tíu mínútum leiksins skoruðu FH-ingar hins vegar sex mörk gegn tveimur og náðu þar með fjögurra marka forskoti í leikhléi. Einhverjir hefðu haldið að eftir- leikur FH-inga yrði auðveldur eft- ir þetta en Stjörnumenn voru alls ekki sammála því. Þeir unnu upp forskotið jafnt og þétt og munaði þar mestu um að Birkir í. Guð- mundsson, sem hafði lítið látið að sér kveða í fyrri hálfleik, hrökk í gang og þegar upp var staðið varði hann ellefu skot í síðari hálfleik. Á sama tima slokknaði alveg á Bergsveini og hann tók aðeins eitt skot allan hálfleikinn. Vissulega munaði um þetta en þó verður að segjast eins og er að sóknarleikur FH-inga var alls ekki neitt til að hrópa húrra fyrir á þessum kafla og var Hálfdán í raun sá eini sem eitthvað hvað að. Það er skemmst frá því að segja að Stjömumenn hertu smám saman tökin og unnu að lokum öruggan sigur. Tók smátíma að finna taktinn „Við sýndum góðan varnarleik allan timann og það er okkar styrkleiki. Við þurfum hins vegar að spila agað í sókninni eins og við gerðum vel i síðasta leik. Mér fannst við gera það í dag líka en það tók smátíma að finna taktinn milli manna og stilla okkur sam- an. Það tók smátíma í þessum leik en svo small þetta,“ sagði Konráð Olavsson Stjömumaður eftir leik- inn. Birkir hrökk i gang í síðari hálfleik þegar þess þurfti hvað mest og Moskaleno var sterkur auk þess sem Amar og Magnús áttu ágæta spretti í síðari hálfleik. „Þetta var sóknarlega mjög lé- legt hjá okkur. Við hættum að spila þann sóknarleik sem við þurfum til að ná árangri og þeir refsa okkur fyrir það. Við héldum hins vegar ágætlega varnarlega," sagði Guðmundur Karlsson, þjálf- ari FH-inga. Bergsveinn varði vel í fyrri hálfleik og Hálfdán lék vel en aðrir voru nokkuð frá sínu besta þó að ágætir sprettir sæjust í fyrri hálfleik. -HI Stjarnan-FH 22-18 0-1, 2-2, 4-3, 5-7, 6-11, (7-11), 7-12, 10-13, 14-14, 17-15, 19-16, 22-17, 22-18. Stiarnan Mörk/víti (skot/víti): Eduard Moskalenko 5 (7), Arnar Pétursson 5/3 (10/4), Konráð Olavsson 4 (6/2), Magnús Sigurðsson 4 (10/2), Hafsteinn Hafsteinsson 2 (4), Sigurður Viðarsson 1 (2), Björgvin Rúnarsson 1 (2), Bjarni Gunnarsson (5). Mörk úr hraðaupphlaupum: 5 (Moskalenko 2, Magnús 1, Konráð 1, Hafsteinn 1). Vitanýting: Skorað úr 3 af 8. Varin skot/víti (skot á sig): Birkir í. Guðmundsson 16/1 (34/2, 47%). Brottvisanir: Engar. FH Mörk/viti (skot/víti): Hálfdán Þórðarson 5 (7), Sigurgeir Ægisson 5 (13), Guðmundur Pedersen 3/1 (4/2), Valur Arnarson 3 (11), Lárus Long 1 (4), Hjörtur Hinriksson 1 (2), Victor Gunnarsson (4). Mörk úr hraðaupphlaupum: 4 (Sigurgeir 2, Guðmundur 1, Valur 1). Vitanýting: Skorað úr 1 af 2. Varin skot/viti (skot á sig): Bergsveinn Bergsveinsson 10/5 (31/7, 32%), Jónas Stefánsson 0 (1/1, 0%). Brottvísanir: 8 mínútur. Dómarar (1-10): Guðjón L. Sigurðs- son og Ólafur Haraldsson (7). Gceói leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 150. Maður leiksins: Birkir ívar Guðmundsson, Stjörnunni. Vaiur-ÍR 17-18 0-1, 3-2, 4-4, 7-4, 8-5, (8-9), 8-10, 10-11, 11-15, 14-16, 16-17, 16-18, 17-18. Valur Mörk/víti (skot/viti): Ingvar Sverris- son 4 (5), Valdimar Grimsson 4/2 (6/2), Markús Máni Michaelsson 2 (6), Júlíus Jónasson 2 (7), Daníel Ragnarsson 2 (10), Snorri St. Guðjónsson 1 (4), Valgarð Thoroddsen 1 (2), Theodór Valsson 1 (1), Fannar Þorbjörnsson (1), Hannes Jóns- son (2). Mörk úr hraðaupphlaupum: 2 (Valdimar 1, Ingvar 1). Vítanýting: Skorað úr 2 af 2. Varin skot/viti (skot á sig): Oland Eradze 15 (33/4, 45%). Brottvisanir: 6 mínútur. ÍR Mörk/viti (skot/viti): Ólafur Sigurjóns- son 5 (10), Erlendur Stefánsson 5/4 (11/4), Kári Guðmundsson 4 (7), Brynjar Steinarsson 2 (4), Finnur Jóhannsson 1 (2), Bjarni Fritzson 1 (2), Ingimundur Ingimundarson (3), Róbert Þór Rafnsson (1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 1 (Kári). Vitanýting: Skorað úr 4 af 4. Varin skot/viti (skot á sig): Hrafn Margeirsson 17 (32/1, 53%, Hall- grímur Jónasson 2 (4/1, 50%). Brottvisanir: 4 mínútur. Dómarar (1-10): Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson (6). Gceði leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 150. Maður leiksins: Hrafn Margeirsson, ÍR. Afmælisgjöf - frá Stjörnustrákum sem sigruðu FH, 22-18, í sveiflukenndum leik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.