Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Blaðsíða 9
24 MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000 MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000 25 Sport Sport Einn ötuiasti stuöningsmaöur Grindvíkinga í gegnum árin Sigríöur Guölaugsdóttir fagnaöi innilega í leikslok meö sínu fólki. DV-mynd E.ól Undanúrslit Kjörísbikarsins: Vassell - stimplaði sig inn svo um munaði „Ég átti alls ekki von á að bolt- inn færi ofan í körfuna. Ég var í engu jafnvægi þegar ég skaut og einnig hafði ég enga hugmynd um hvað timanum leið. Heppnin var með mér en ég er ánægður að hafa unnið leikinn," sagði hetja KR- inga, Keith Vassell, eftir að hann hafði skorað sigurkörfuna á síð- asta sekúndubrotinu i leiknum. Staðan var jöfn, 78-78, og KR- ingar fengu síðustu sóknina og Vassell skoraði úr mjög erfiðu færi og minnti menn á að hann er komin aftur. Leikurinn var mjög jafn og spennandi allan tímann og skiptust liðin á að leiða. KR-ingar byrjuðu þó mun betur og komust í 11-0 en Stólamir voru fljótir að koma sér inn í leikinn. Hjá KR átti Vassell mjög góðan leik í heildina og var frábær í síðasta leikhlutanum. Þar skoraði hann 13 stig og bar liðið á herðum sér. Ólafur Ormsson var einnig sterkur. Shawn Myers var lang- bestur hjá Tindstól og áttu KR-ing- ar í miklu basli með hann undir körfunni. Kristinn Friðriksson og Antropov voru ágætir. Stig KR: Keith Vassell 27, Ólaf- ur Ormsson 21, Jón Amór Stef- ánsson 10, Magni Hafsteinsson 10, Arnar Kárason 8, Steinar Kaldal 2, Ólafur Ægisson 2. Stig Tindastóls: Shawn Myers 26, Kristinn Friðriksson 17, Michail Antropov 12, Tony Pomonis 8, Svavar Birgisson 6, Friðrik Hreinsson 5, Ómar Sig- marsson 3. -BG Grindvíkingar komu sáu og sigruöu í Kjörísbikarnum. Liösheildin skóp þennan sigur og hér sést mannskapurinn fagna fyrsta titiinum sem í boöi er á þessu tímabili. Þetta var í fyrsta skipti sem þeir vinna sigur í þessari keppni. Orlögin - farin að spila inn í hjá Njarðvík? Njarðvíkingum er svo sannarlega ekki ætlað að komast í úrslit Kjörís- bikarsins og margir famir að velta fyrir sér hvort örlög séu farin að spila inn í. Á laugardag töpuðu þeir fyrir Grindavík, 96-87, og hafa þar með dottið út í undanúrslitum öll fimm árin sem keppnin hefur verið haldin. Sigur Grindvíkinga var sanngjam þar sem liðið spilaði betur sem heild. Það voru þó Njarðvíkingar sem byrjuðu leikinn betur og komust í 8-0 en þá tóku Grindvíking- ar við sér og tóku frumkvæðið í leiknum. Þeir náðu mest 12 stiga forastu í fyrri hálfleik, 50-38, og voru ávallt skrefi á undan. Brenton Birmingham var eini sem var að gera eitthvað í sókninni hjá Njarðvík en flestar sóknir liðs- ins enduðu með 3ja stiga skoti og varð þvi sóknarleikurinn frekar ein- hæfur. Njarðvík gerði þó heiðarlega tilraun í lokin og náði að jafna leik- inn, 83-83, en þá tóku Grindvíkingar sig saman í andlitinu og kláraðu leikinn. Vamarleikur Njarðvikinga var langt frá því að vera sannfær- andi og ljóst að liðið getur spilað mun betur. Stig Grindavíkur: Kim Lewis 24, Páll Axel Vilbergsson 18, Pétur Guð- mundsson 15, Elintínus Margeirsson 14, Kristján Guðlaugsson 11, Guð- laugur Eyjólfsson 11, Bergur Hin- riksson 2, Dagur Þórisson 1. Stig Njarðvíkur: Brenton Birmingham 44, Logi Gunnarsson 14, Halldór Karlsson 9, Jes Hansen 8, Teitur Örlygsson 8, Ragnar Ragnars- son 2, Friðrik Ragnarsson 1. -BG Kim Lewis átti stórkostlega leiki alla helgina f Smárunum meö Grindavfk. Einar Einarsson, þjálfari Grindvfkinga, tekur þátt f sigurgleöinni með lærisveinum sínum í Smárunum f gærkvöld. Hér fær hann vatnsgusa yfir sig og er leikmönnum skemmt. Einar er aö fá mig út úr liðinu en þaö voru fáir sem reiknuðu meö Grindvíkingum sem sigurvegurum í mótinu. Þeir tóku bikarinn með glæsibrag og héldu gleðir heim í Röstina. DV-mynd E.ól. - sagöi Einar Einarsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir sigurinn á KR-ingum í úrslitum Kjörísbikarsins í körfuknattleik Það fer að vera fastir liðir eins og venjulega að Grindavík og KR spili til úrslita og í gær spiluðu liðin um Kjörísbikarinn. Grindvíkingar fóra með sigur af hólmi, 96-73, eftir að hafa leitt í hálfleik, 47-40. Sigur Grindvíkinga var verðskuldaður í alla staði og fór liðið oft á kostum, bæði í vöm og sókn. Vömin var frá- bær í seinni hálfleik þar sem menn voru að hjálpast að sem varð til þess að KR-ingar þurftu að taka slæm skot. Liðið hélt einnig sýningu í 3ja stiga skotum og skoruðu þeir t.d. 30 af 36 fyrstu stigum sínum fyrir utan 3ja stiga línuna. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem menn afskrifa Grinda- vfkurliðið en sönnuðu það eina ferð- ina enn að það býr mikið í liðinu og viljin er ótrúlega mikill. Einar er að ná miklu úr þeim mannskap sem hann hefur og á hrós skilið fyrir þann árangur sem hann hefur náð með liðið. „Það voru flestir sem reiknuðu með KR og Njarðvík í úrslitum og við mættum inn sem litla liðið og það hentaði okkur vel. Við erum ekkert óvanir þvi aö fólk afskrifi okkur fyrir fram. Það voru allir að standa sig vel og menn voru að koma virkilega tilbúnir af bekknum. Við erum með mjög jafnt lið með enga stjömu sem þarf sín skot, held- ur stólum við á vöm og að menn spili saman. Við lögðum ekkert sér- staklega upp aö skjóta mikið af 3ja stiga heldur þróaðist þetta bara þannig, við tökum einfaldlega þau skot sem í boði era hverju sinni. Ég lagði upp að menn myndi leggja sig 100% fram og að reyna að halda uppi hraðanum. Það tókst ágætlega og vöm var góð um helgina. Kim Lewis kom mér kannski vel á óvart en við vissum að hann gæti þetta allt saman þó svo að hann hafi ver- ið frekar rólegur hingað til“, sagði Einar Einarsson, þjálfari Grindavík- ur, við DV eftir leikinn. Kim Lewis spilaði frábærlega alla helgina og sýndi að þar er frábær leikmaður á ferð. Hann er mikill alhliða leik- maöur og hjálpar liðinu á marga vegu. Skyttumar Guðlaugur, Berg- ur, Kristján og Páll áttu allar mjög góðan leik og Pétur sannaði enn einu sinni að hann er félaginu ómet- anlegur. Davið Jónsson kom sterk- ur inn af bekknum og Dagur skilaði sínu. Hjá KR var Ólafur Ormsson at- kvæðamestur en Keith Vassell náði ekki að fylgja eftir stórleik frá degin- um áöur. Jón Arnór átti góðar risp- ur og voru margar sendingar hans gullfalegar. Jóntan Bow sýndi að hann er að koma til eftir erfið meiðsli. „ Þeir hittu á mjög góðan leik og það er erfitt að eiga við þá í þessum ham. Þeir hittu ótrúlega vel og við vorum að gefa þeim frí skot. Við vorum einnig lengi að finna menn- ina okkar þegar viö vorum að fara aftur í vörn og það má ekki á móti liði eins og Grindavík. Við náðum okkur aldrei á strik að þessu sinni og nú forum við að gera okkur klára fyrir leikinn á móti Val á þriðjudag- inn“, sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR. Stig Grindavíkur: Guðlaugur Eyjólfsson 20, Kim Lewis 18 (18 frá- köst, 12 stoðs.), Páll Vilbergsson 14, Bergur Hinriksson 12, Pétur Guð- mundsson 11, Kristján Guðlaugsson 9, Davíð Jónsson 6, Dagur Þórisson 4, Guðmundue Ásgeirsson 2. Stig KR: Ólafur Ormsson 25, jón Amór Stefánsson 14, Jónatan Bow 12, Keith Vassell 10, Arnar Kárason 7, Magni Hafsteinsson 5. -BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.