Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000 29 r>v____________________________._____________________________Sport Lokahóf akstursíþróttamanna haldið um helgina: Meistarar krýndir Það ríkti mikil gleði á veitinga- húsinu Ránni í Keflavík á laugar- dagskvöldið þegar akstursíþrótta- menn héldu uppskeruhátíð sína og krýndu íslandsmeistara í einstök- um keppnisgreinum. Nýliðið akst- ursíþróttaár var sérstætt að mörgu leyti og má rekja orsakir þess til deilna sem hafa verið uppi með akstursíþróttamönnum og um- deildrar reglugerðar um aksturs- íþróttir sem dómsmálaráðherra setti í vor í kjölfar þeirra. LÍA, Landssamband íslenskra akstursíþróttafélaga, sem er ís- lenska deOd FÍA, Alþjóða aksturs- íþróttasambandsins, hafði frá upp- hafi skipulagðra akstursíþrótta á íslandi séð um yfirumsjón aksturs- íþrótta á landinu og fylgt því eftir að fariö væri eftir öryggisreglum FíA. í sumar hafa akstursíþróttafé- lögin ekki þurft að fylgja reglum FÍA vegna ákvörðunar dómsmála- ráðherra og hafa sum þeirra hald- ið keppnir með eigin reglum. Flest öflugustu félögin fylktu sér þó undir merki LÍA og hafa þau staðið myndarlega að keppnis- haldi í sumar. Þar hefur Aksturs- íþróttafélag Suðumesja, AlFS, far- ið fremst í flokki og haldið fjöl- margar torfærukeppnir, í sam- vinnu viö við Akstursíþróttafélag Vesturlands, AKVEST. Þá hefur AÍFS einnig haldið fjöl- margar Gokart-keppnir, rallí- keppnir og rallíkross-keppnir. Má segja að þeir AÍFS-menn hafi verið burðarás íslenskra akstursíþrótta sl. sumar, undir styrkri stjóm Garðars Gunnarssonar, formanns félagsins. En auk AÍFS og AKVEST hefur Bifreiðaíþrótta- klúbbur Reykjavikur, BÍKR, einnig verið mjög virkur og verið í for- svari rallsins. Akstursíþróttamaður ársins og aldarinnar Á uppskemhátíðinni var akst- ursíþróttamaður ársins krýndur og að þessu sinni var það rallíöku- maðurinn Rúnar Jónsson sem hreppti titilinn. Rúnar náði mjög góðum árangri í sumar og var mjög sigursæll, eins og hann hefur reyndar verið mörg undanfarin ár. Aðstoðarökumaður Rúnars er Jón R. Ragnarsson, faðir hans, sem hreppti íslandsmeistaratitil að- stoðarökumanna í rallí en auk þess var Jón kjörinn aksturs- íþróttamaður aldarinnar. Jón hefur tekið þátt i aksturs- íþróttum í aldarfjórðung, bæði sem keppandi og keppnisstjórnandi, auk þess sem hann hefur setið í stjóm BÍKR. Jón hefur tekið þátt í mörgum akstursíþróttagreinum og má þar nefna torfæru og rallíkross en frægastur er hann fyrir þátt- töku sína í rallí, þar er hann marg- faldur íslandsmeistari. í upphafl rallíkeppnisferils síns keppti Jón með Ómari bróöur sín- um en síðustu árin hefur Jón ver- ið aðstoðarökumaður hjá Rúnari, syni sínum. -JAK íslandsmeistarar ársins f rallíakstri, rallíkrossi, Gokart og torfæruakstri svo og DV myndir JAK íslenskir akstursíþróttamenn héldu uppskeruhátíö sína á veitingahúsinu Ránni í Keflavík og þar voru heimsbikarmeistararnir krýndir. r"~i; j g I Jón R. Ragnarsson var kjörinn akstursíþróttamaöur aldarinnar en hann hefur keppt í ýmsum akstursíþróttagreinum sl. 25 ár. DV-mynd E.ÓL. Rúnar Jónsson er akstursfþróttamaöur ársins eftir frábæran árangur í rallíkeppnum sumarsins. Ólafur Guömundsson, forseti LÍA, óskar Gfsla Gunnari Jónssyni til hamingju meö íslandsmeistaratitilinn f torfæru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.