Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Blaðsíða 16
Pað gengur allt vel hjá Allen Iverson og félögum í Philadelphia 76ers og eru þeir ósigraöir í deild- inni. ReutéF 20’ára Við fögmim 20 ára útgáfuafmæli Jólagjafahandbókarinnar. Af því tilefhi verður blaðið 80 síður og sérlega veglegt. Við vekjum athygli á því að nú kemur Jólagjafahandbókin út með okkar vinsæla helgarblaði laugardaginn 2. desember. í Jólagjafahandbókinni verður lögð áhersla á skemmtilega umfjölhm um jólin og jólaundirbúning. o o o o o Við bjóðum þér að auglýsa í Jólagjafahandbókinni, vinsælasta og stærsta sérblaði DV i Athugið að tekið er við pöntunum til 17. nóvember en með tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum bent á að hafa samband sem fyrst við Selmu Rut Magnúsdóttur MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000 Sixers vinna - taplausir eftir sjö leiki í deildinni Philadelphia 76ers halda áfram á sigurbraut en um helgina unnu þeir sjöunda sigur sinn í röð gegn Boston. Eric Snow var stigahæstur Sixers-manna með 25 stig en hann hefur farið hamförum í síðustu leikjum og skyggt á stjörnuna Allen Iverson en venjulega er þessu öfugt farið. Hann hefur tvíbætt stigamet sitt í siðustu tveimur leikjum og hefur notið þess hversu lítð nafn hann hefur verið í boltanum hingað til. Þessi sigurganga liðsins er sú besta síðan tímabilið 1979-80. „Við reynum auðvitað að vinna alla leiki,“ sagði Snow eftir leikinn um helgina. „Það er hins vegar óraun- hæft markmið, aðalmarkmið okkar er að sjálfsögðu að ná sem bestum árangri í Austurdeildinni til þess að fá heimavöllinn i úrslitakeppninni. Annað lið sem er á góðu skriði er Phoenix Suns en þeir unnu sinn sjötta leik í röð gegn Miami Heat. Þeir hafa aðeins tapað einum leik á tímabilinu, fyrsta leiknum gegn Golden State. Heat var með helm- ings vinningshlutfall um helgina en þeir fóru til Utah og sigruðu þar að- faranótt laugardags. San Antonio spilaði einnig tvo leiki um helgina og hafðist ólíkt að. Turnamir tveir voru varla með i leiknum gegn Dallas og voru með 20 stig samtals úr 29 skotum en gegn Vancouver komust þeir í gang og ekki að spyrja að því, sigur í höfn. Toronto Raptors áttu góða helgi og sigruðu í leikjunum sínum tveimur og Vince Carter heldur uppteknum hætti og skoraði 56 stig samtals í leikjunum um helgina. Þá náði Charles Oakley sinni þriðju þreföldu tvennu á ferlinum í sigrin- um gegn Chicago Bulls en hinum tveimur náði hann einmitt sem leik- maður Bulls á tímabilinu 1986-87. Charlotte Hornets jöfnuðu um helgina metið í fæstum stigum skor- uðum i einum hálfleik þegar þeir skoruðu aðeins 19 stig i síðari hálf- leik gegn New York Knicks og Allan Houston gerði einn og sér fleiri stig í þriðja fjóröungi en Charlotte-liðið. Hún var ekki skemmtileg endur- koma Patricks Ewing til New York en Seattle spilaði við New Jersey Nets, Stephon Marbury sá til þess. Marbury skoraði 41 stig, 22 af þeim með troðslum. Washington Wizards áttu ekki góða helgi og töpuðu báðum leikjum sinum og er það mikið umhugsunarefni fyrir Michael Jordan hversu lítið er að koma út úr stjörnum liðsins, ein og t.d. Mitch Richmond. -ÓK NBADEUDIN Föstudagur: Toronto-Cleveland ......115-88 Carter 32 (5 stoð., 3 stolnir), A. Davis 15 (10 frák.), Williamson 12 - Gatling 17, Harpring 14, A. Miller 13. Washington-Indiana......74-86 Howard 25, White 22 (13 frák., 7 varin), Richmond 12 - Miller 23, Edney 13, O’Neal 12. Boston-New York ...... .101-103 Pierce 35, A. Walker 25 (12 frák.), Pota- penko 15 (10 frák.) - Houston 37, Cam- by 16 (17 frák., 5 varin), Ward 11 (12 stoð.). Dallas-San Antonio .......79-77 Finley 20, Nowitzki 18 (10 frák.), Nash 11 - D. Anderson 17, Duncan 11 (14 frák.), Elliot 11, A. Johnson 11. Utah-Mlami................80-87 Malone 21 (11 frák.), Russell 14, Stockton 14 - B. Grant 21 (10. frák.), T. Hardaway 17 (7 stoð.), Mason 16. Golden State-Sacramento 107-114 A. Jamison 37, C. Mills 18, Fortson 16 (17 frák.) - Webber 35 (16. frák.), J. Willams 20 (8 stoð.), Stojakovic 16. L.A. Clippers-Atlanta . . . 115-106 Mclnnis 28, Odom 25, Nesby 17 - Jackson 34, Henderson 14, Crawford 14. Laugardagur: New Jersey-Seattle........126-91 Marbury 41 (9 stoð.), Gill 22, S. Jackson 13 - Payton 22, Lewis 21, Ewing 13. Indiana-Detroit ..........94-84 Miller 24, O’Neal 20 (15 frák.), Best 19 - Atkins 18, Stackhouse 17, William 12 (17 frák.). Cleveland-Washington .... 86-73 Ilgauskas 21, Traylor 10, Gatling 9, Mill- er 9 - Hamilton 16, Richmond 14, Howard 13. New York-Charlotte.........81-67. Houston 21, Johnson 15, Thomas 12 - Mashburn 18 (11 frák.), Davis 15, Wesley 9. Philadelphia-Boston........85-83 Snow 25, Iverson 17, Ratliff 15 - Pierce 26, Walker 15, Potapenko 12. Chlcago-Toronto............75-98 Artest 23, Mercer 17, Brand 8 (10 frák.) - Carter 26, Davis 24 (12 frák.), Peterson 12, Oakley 10 (11 frák., 12 stoð.). Milwaukee-Minnesota . . . 92-103 Allen 40, Robinson 15, Thomas 12 - Billups 31, Garnett 22 (11 frák.), Peeler 15, Szczerbiak 15 (12 frák.). San Antonio-Vancouver . . . 91-78 Duncan 20 (13 frák., 5 varin), Robinson 13, Porter 13 - Dickerson 18, Swift 14, Abdur-Rahim 11 (11 frák.). Phoenix-Miami ..........84-82 Marion 18 (13 frák.), Kidd 15 (13 stoð.), Robinson 15 - Hardaway 19, Mason 18, Grant 14 (11 frák.). Portland-Houston........111-88 Smith 25, Stoudamire 23, Davis 14 (11 frák.) - Olajuwon 17, Collier 12, Taylor 10. Stephon Marbury, New Jersey Nets, er með flest stig að meðaltali 1 leik eða 29,8, Shaquille O’Neal, L.A. Lakers, er annar með 28,8 stig og Vince Carter, Toronto Raptors, þriðji með 28,4 stig. Danny Fortson, Golden State Warriors, er með flest fráköst að með- altali eða 15,4, Shaquille O’Neal er með 13,2 og Brian Grant, Miami Heat, er með 12,5 fráköst að meðaltali. Mark Jackson, Toronto, og Jason Kidd, Phoenix Suns, hafa gefið flestar stoðsendingar að meðaltali í leik eða 11,1 en gamla brýnið John Stockton, Utah Jazz, er þriðji með 9,8 stoðsend- ingar. Jason Kidd hefur einnig stolið flestum boltum að meðaltali eða 3,29, Eddie Jones, Miami, hefur stolið 2,67 og Travis Best, Indiana, og Tracy McGrady, Orlando, hafa stolið 2,17 boltum. Shawn Bradley, Dallas Mavericks, hefur flækst mest fyrir sóknarmönn- um og varið að meðaltali 4,33 skot i leik, Theo Ratliff, Philadelphia 76ers, hefur varið 3,29 bolta og Marcus Gamby hefur varið 3,14. Tony Delk, Phoenix, og Chris Mills, Golden State, hafa hvorugur klikkað á vítaskoti þaö sem af er en reyndar báðir tekið færri en 13 skot. P.J. Brown, Charlotte Homets, hefur hitt úr 96,2% skota sinna (25/26). Jerry Stackhouse, Detroit Pistons, hefur skorað úr flestum vitum eða 52 en Shaquille O’Neal hefur fengið flest víti allra eða 90 en að vanda hitt- ir hann illa eða aðeins úr 37 skotum sem gera 41,1%. -ÓK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.