Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2000, Blaðsíða 7
23 Stjarnan-Fram 16-21 l- MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2000 d-3, 2-4, 3-7, 6-10, 7-12, 10-16, (12-17), 12-18, 15-21, 16-23, 17-25, 23-26, 26-28. Stiarnan Mörk/viti (skot/víti): Nína K. Björns- dóttir 7/3 (20/5), Hind Hannesdóttir 5 (9), Jóna Margrét Ragnarsdóttir 4 (7), Halla María Helgadóttir 3 (8/1), Hrund Scheving Sigurðardóttir 2 (3), Guðný Gunnsteinsdóttir 2 (3), Svetlana Theetchetcha 2 (2), Margrét Vilhjálms- dóttir 1(3), Hrund Grétarsdóttir (1). Mörk úr hradaupphlaupum: 2 (Jóna, Hind). Vitanýting: Skorað úr 3 af 6. Varin skot/víti (skot á sig): Sóley Halldórsdóttir 14 (37/2, 38%), Liana Sadzon 0 (7/2, 0%). Brottvisanir: 4 mínútur. Haukar: Mörk/víti (skot/víti): Marina Zoueva 8/4 (13/4), Olga Prochorova 7( 9), Björk Tómasdóttir 5 (7), Katrín Tómasdóttir 3 (5), Irena Sveinsson 3 (8), Díana Guð- jónsdóttir 1 (3), Kristín Birna Gústafs- dóttir 1 (1). Guðrún Þóra Hálfdánsdótt- ir (2). Mörk úr hraöaupphlaupum: 3 (Mar- ina 2, Kristín 1). Vitanýting: Skorað úr 4 af 4. Varin skot/víti (skot á sig): Hugrún Þorsteinsdóttir 14/1 (40/6, eitt víti í stöng og eitt framhjá, 35%). Brottvisanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson (7). Gœói leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 60. Maður ieiksins:Oiga Prochorova, Fram. Sport Staðan Haukar 8 8 0 205-148 16 Stjarnan 9 7 2 202-177 14 Fram 9 6 3 230-185 12 Víkingur 9 5 4 203-160 10 Grótta/KR 8 5 3 193-159 10 FH 9 5 4 215-193 10 ÍBV 7 4 3 139-144 8 KA/Þór 8 1 7 152-198 2 Valur 9 1 8 134-197 2 ÍR 8 0 8 104-216 0 Næstu leikir Þriðjudagur 14. nóvember Grótta/KR-ÍBV kl. 20. Laugardagur 9. desember ÍR-KA/Þór kl 14. Stúlkurnar fara að þessum leikjum loknum í frí og hefja aftur leik miövikudaginn 10. janúar á nýju ári. Góður útisigur - Framstúlkna á Stjörnunni í Asgarði, 26-28 „Þetta var ekkert ósvipað og í siðasta ieik gegn Gróttu/KR þar sem við leiðum lengst af og erum komin með góða forystu. Sóley hrökk að vísu í gang hjá þeim og það var möguleiki hjá Stjörnunni á meðan við nýttum ekki opnu færin. Vörnin var hins vegar góð hjá okk- ur allan tímann," sagði Gústaf Ad- olf Björnsson, þjáifari Fram, eftir öruggan 28-26 sigur á Stjörnunni I Ásgarði á laugardag. Sigurinn var mun öruggari en tölurnar gefa til kynna því Fram-liðið var betra á flestum sviðum og náði mest sjö marka forskoti en slakaði nokkuð á í lokin. Vandræði í markinu Fram-liðið byrjaði leikinn með látum og var komið með góð tök á leiknum strax í upphafi. Vandræði voru í markvörslunni hjá Stjörnunni þar sem fyrst Sóley og síðan Li- ana áttu erfitt með að komast í takt við leik- inn á með Hugrún varði vel í Fram-markinu. Skipti engu þótt Stjörnustúlkur reyndu að taka Marinu Zouevu úr umferð eins og oft hefur gefist vel gegn Fram, en nú fundu °ga Fram. Framstúlkur lausn á því sem fólst spili á Olgu Prochorovu mjög góðan leik með einkum 1 sem átti Fram. Prochorova, Framarar hertu tökin í síðari hálfleik og hefðu sennilega unnið mun stærri sigur hefði Sóley ekki dottið í stuð og var- ið vel, oft úr opnum fær- um. Það var ekki nóg fyrir Stjörnuna, munur- inn var einfaidlega orð- inn of mikill í leiknum. Þær náðu að klóra í bakkann og minnka muninn í tvö mörk. Halla María meiddist Eins og áður sagði var Olga Prochorova best í Framliðinu en auk hennar voru Marina Zoueva og Hugrún góðar að vanda auk þess sem Björk fór mikinn framan af. Hjá Stjörnunni átti Hind Hannes- dóttir mjög góðan leik og Nína hrökk í gang í síðari hálfleik eftir að hafa misnotað níu fyrstu skottil- raunir sínar í leiknum. Þá var Sól- ey góð í markinu í síðari hálfleik. Halla Marla Helgadóttir, skytta Stjörnunnar, meiddist undir lok fyrri hálfleiks eftir samstuð við varnarmann Fram. Hún tók ekki þátt í leiknum eftir það. -HI Eyjastúlkum skellt - tuttugu marka ósigur gegn Buxtehude í seinni leik liðanna ÍBV tók á móti þýska liðinu Buxtehude í annarri umferð Evr- ópukeppni félagsliða, í Eyjum á laugardaginn. Fyrri leikur lið- anna endaði með átján marka sigri Þjóðverjanna og því ljóst að staða ÍBV var vonlaus. ÍBV tap- aði leiknum á laugardaginn með tuttugu mörkum og er þvi úr leik í Evrópukeppninni. Ef staða ÍBV hafi verið vonlaus fyrir leikinn þá er kannski óhætt að segja að strax í byrjun hefðu leikmenn Buxtehude gert Eyja- mönnum það ljóst að þær myndu ekkert slaka á, þrátt fyrir að vera átján mörkum yfir. Liðið tók leikinn í sínar hendur strax frá byrjun og er óhætt að segja aö ÍBV hafi aldrei séð til sólar í leiknum. Þjóðverjamir spiluðu mjög sterkann vamarleik, unnu boltann og keyrðu stíft á hraða- upphlaupum. Leikmenn ÍBV voru alls ekki tilbúnar í slaginn, sóknarleikur liösins brást 1 fyrri hálfleik og gestirnir gátu spil- að eins og þeim finnst best, á hraðaupp- hlaupum. Staðan í hálfleik var 6-19, þrettán marka munur og Sigurbjörn Óskarsson, stefndi allt þjálfari ÍBV. í enn stærra tap ÍBV en í fyrri leiknum. Seinni hálfleikurinn betri En Sigurbjörn Óskarsson hefur greinilega náð að vekja upp lág- marksbaráttu í leikmönnum sín- um i hálfleik enda náðu Eyja- stúlkur að sýna mun betri leik í seinni hálfleik, sérstaklega í upp- hafi hans. En markmaður Buxtehude, hin margreynda landsliðskona Þýskalands Silke Christiansen var Eyjastúlkum erfiður ljár í þúfu þannig að munurinn hélt áfram að aukast. Leikurinn endaði í tuttugu marka sigri gestanna, 14-34, Buxtehude vann því samanlagt 72-34 í leikjunum tveimur og er komið áfram. „Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim í fyrri hálfleik og hleyptum í gegn eins og þetta væru einhverjar drottningar. En sem betur fer komum við aðeins betur stemmdar til seinni hálf- leiks og við fórum að berja frá okkur, enda þýðir ekkert annað. Við héldum þeim í fimmtán mörkum í seinni hálfleik og skor- uöum átta, þannig að þetta var skárra í seinni hálfleik. Þær hreinlega kafsigldu yfir okkur í fyrri hálfleik, maður vissi að þetta yrði erfiður leikur enda er þetta gríðarlega sterkt liö. En ég er ánægður með að við hættum ekki og náðum aðeins að spyma við fótum í seinni hálfleik," sagði Sigurbjörn Óskarsson þjálfari ÍBV. -jgi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.