Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2000, Blaðsíða 10
10
MIÐVKUDAGUR 15. NÓVEIV
Skoðun
Spurning dagsíns
Hver er uppáhalds íslenska
kvikmyndin þín?
Hrefna Gunnarsdóttir nemi:
Englar alheimsins.
Stefán S. Haraldsson yfirbarþjónn:
Nýtt líf.
Sæþór Orri Guöjónsson sölumaöur:
Sódóma Reykjavík.
Minna Hrönn Pétursdóttir
röntgentæknir:
íslenski draumurinn.
Fríöa Jóhanna Axelsdóttir, 9 ára:
Nýtt líf.
Eltthvert fum í bili.
- en nýr forseti kemur í janúar samkvæmt áætlun.
Ánægjulegt kosningavesen
Bandaríkjamenn
geta hrósað happi
yfir naumum mun
kosninga. Það
verður eitthvert
fum í bili en nýr
forseti kemur í jan-
úar samkvæmt
áætlun. Heppni
Bandaríkj amanna
felst í því að kosn-
ingakerfi þeirra er
komið úr samhengi við meðhöndl-
un upplýsinga í nútímanum. Ætli
lausnin verði ekki sú að fólk fær
skjá til að snerta og tölva segir því
hljóðrænt hvað það var að kjósa er
það hefur lokið kosningu, þá prent-
ast út gagnaspjald sem kjósandinn
getur látið lesa fyrir sig upphátt af
tölvu. Þetta spjald leggur kjósand-
inn sjálfur í innsiglaðan kjörkassa
sem í er tölva sem les spjaldið. Kjör-
kassinn er síðan útbúinn svo að
hægt sé að lesa beint af honum
hvað í honum er.
Það er nokkuð ljóst að upplýs-
„Það veltur á miklu að
gera alþjóðlegt samkomu-
lag um framkvœmd kosn-
inga og að svipaðar reglur
gildi alls staðar. “
ingatæknin mun leiða til þess að
fólk fær aðgang að miklu tryggari
persónuskilríkjum en verið hefur.
Jafnvel með lestri á auga eða
fmgrafari. Við það kemur upp sér-
stakt réttlætismál sem er ekki ein-
ungis bandariskt. Það er hverjir
geta kosið. Persónuskilríki eiga að
duga til þess að tryggja kosninga-
rétt. Upplýsingatæknin mun leiða
til þess að núverandi kerfi, með því
að láta skrá fyrirfram að fólk ætli
að kjósa, mun í sjálfu sér verða
óréttlátt. '
Lýðræöið felur í sér rétt til þess
að velja og hafna. Um leið rétt til
þess að gera upp hug sinn seint eða
snemma. Að láta skrá sig til kosn-
inga þýðir í reynd að fólk verður að
kjósa í forvali til að fá að kjósa. Það
leiðir til ójöfnuðar í ákvarðanatöku
og ójöfnuðar til viðbragða í samfé-
laginu, ef eitthvað það kemur upp
fyrir kjörfund, t.d. að fólk, sem ætl-
aði ekki að kjósa, vill kjósa.
Félagslega hafa menn ávallt þurft
að aðlagast nýrri tækni. Það sem
við erum að sjá í naumum mun á
niðurstöðum kosninga í Bandaríkj-
unum er að framkvæmdin er ekki
lengur í samræmi við upplýsinga-
tækni samtímans og alls ekki fyrir-
sjáanlega upplýsingatækni. Það
veltur á miklu að gera alþjóðlegt
samkomulag um framkvæmd kosn-
inga og að svipaðar reglur gildi Eills
staðar. I því dæmi er það ekki gagn-
rýnisvert að ríkin í Bandaríkjunum
geti kosið forseta eins og meirihluti
í fylkinu vill. Ríki meö eigin lög-
gjafarþing og stjórnskipan í sam-
bandsríki. Sjálfræði þeirra er stað-
fest með núverandi fyrirkomulagi
og ekki gagnrýnisvert þótt það sé
svolítið flókin pólitísk heimspeki.
Þorsteinn
Hákonarson
skrifar:
Ýtt út í kuldann
Tryggvi Bjarnason
skrifar:
Nú les maður í DV hvað gekk á i
hinum nýja Framsóknarflokki (dul-
búnir kapítalistar). Já, það er núna
loksins að verða ljóst að Framsókn-
arflokkurinn er ekki sá sami og
fyrr, það er jafnaðar- og samvinnu-
stefnan er orðin helblá, grænkan er
farin og kominn blákaldur bjarmi
kapítalistans, enda ekki að furða,
því formaðurinn situr á mestu auð-
æfum þjóðarinnar. Og þá er manni
spum: Stenst formaður Framsókn-
arflokksins stjórnarskrána?
Ef stjómarskráin og lög lýðveld-
isins er lesin undrast maður að
hann skuli geta verið hvort sem er;
þingmaður eða ráðherra. Sam-
„Á sínum tima börðu fram-
sóknarmenn Sverri Her-
mannsson til að afsala sér
eignarhluta eða tengsl við
Ögurvík og það gerði Sverrir,
en hann var þá þingmaður
Sjálfstœðisflokksins. - Eru
núna einhver önnur lög eða
önnur stjómarskrá ígildi?“
kvæmt stjórnarskrá og lögum lýð-
veldisins á hann ekki að geta gegnt
þessum störfum vegna hagsmuna-
tengsla í sjávarútveginum. Á sín-
um tíma börðu framsóknarmenn
Sverri Hermannson tO að afsala sér
eignarhluta eða tengsl við Ögurvík
og það gerði Sverrir, en hann var
þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
- Eru núna einhver önnur lög eða
önnur stjórnarskrá í gOdi? Það
væri fróðlegt aö fá stjórmálafræð-
inga tO að skoða þetta og rökræða
um það og fræða þannig landann
betur um stjórnarskrána og lög lýð-
veldisins.
Það skyldi þó ekki vera að Al-
þingi, stjórnarherrar og frúr þyrftu
að fara í naflaskoðun? Eða er það
hafíð yflr lög? Já, sumt í stjórnar-
skránni er svo tekið fram meðan
viðkomandi gegnir embætti en ef
sá stenst ekki lög lýðveldisins, ja,
hvað á þá að gera, þið stjómmála-
sérfræðingar?
Dagfari
Bruce Willis í Dagsbrún?
Þegar Dagfari vann á Eyrinni voru verka-
lýðsforingjar brúnaþungir menn með þrótt-
mikla rödd sem stóðu vörð um hagsmuni
sinna manna á staönum. Skrifstofur þeirra
voru litlar en því hærra heyrðist í þeim þeg-
ar þurfti. Þeir tóku í nefið og drukku kaffi
með körlunum. Þeir gátu stöðvað hjól at-
vinnulífsins með augnaráðinu einu saman.
Nú er Dagfari ekki lengur í daglaunavinnu
á eyrinni og fylgist með ASÍ-þinginu úr hom-
skrifstofu sinni við sjávarsíöuna. í fréttum er
sagt frá þvi að í uppsiglingu sé hörkuslagur á
mOli tveggja verkalýðsforingja sem viija leiða
verkalýðinn inn í 21. öldina. I fljótu bragði
fær Dagfari ekki betur séð en frambjóðend-
urnir tveir séu báöir vel að forsetatign komn-
ir hjá verkalýðshreyfmgunni. Vel snyrtir og
viðfeOdnir í þeim mæli að hægt væri að nota
í sjampoo-auglýsingu.
Grétar Þorsteinsson er trésmiður eins og
kjörfaðir frelsarans og eiga þeir félagar það sam-
eiginlegt að vera frægir fyrir annað en að sveifla
hamrinum. Aldrei hefur Dagfari séð Grétar
hreinsa timbur né heldur Jósep við naglhreins-
un. En látum það nú vera. Verra er að Grétar
smiður er svo gjörsneyddur forystuhæfileikum
aö eftirtekt vekur. Meira að segja hjá verkalýðs-
Eiginlega skilur Dagfari ekki
hvernig Ari Skúlason fékk vinnu
hjá verkalýðnum í Ijósi alls þessa.
hreyfingunni sem er ekki þekkt fyrir eftirtektar-
semi. Það mætti oröa það sem svo að Grétar
væri eins og launataxtar ASÍ en þeir eru sem
kunnugt er flatir og ónothæfir.
Keppinautur hans er af öðru sauðahúsi,
enda þingmannssonur af SnæfeOsnesi og há-
menntaður hagfræðingur frá útlöndum. Hann
gengur í Armani-fötum frá Sævari Karli, með
Oliver Peoples-gleraugu og klippingu eins og
Bruce WOlis. Eiginlega skOur Dagfari ekki
hvernig Ari Skúlason fékk vinnu hjá verka-
lýðnum í ljósi aOs þessa. Aldrei vann Sævar
Karl á eyrinni og ekki hefur Bruce WiUis
verið í Dagsbrún. Hvar fundu verkamenn
þennan foringja sinn? Kannski á sama staö
og Ásmund Stefánsson, fyrrum forseta ASÍ,
sem fór beint frá verkalýðnum yfir á topp
bankakerfisins og býr nú í Arnarnesinu.
Dagfari brýnir gamla félaga af eyrinni tO
dáða og hvetur þá tO að finna foringja úr eig-
in röðum. ÓspOltan verkamann sem kann að
drekka kaffi með körlunum og á í fuUu tré
við Samtök atvinnulífsins - meö augnaráðinu
einu saman. Ef ASÍ-þinginu tekst það ekki getur
verkalýðshreyfingin pakkað saman fyrir 21. öld-
ina með annað hvort Grétar eða Ara í farteskinu.
Skiptir ekki máli hvor er. _. o .
Erlend fjárfestii
Magnús Sigurðsson skrifar:
Ég vU
ingi míni
mæli Kris
arssonar,
LÍÚ, um
ástæða í
heimUa e:
festingu í
sjávarútvi
ekki aUt;
bandi LÍl
yfirlýsing
held hins
við íslend
um að gj
varhug \
faUast á mál þeirra sem vO;
lendum aðilum að fjárfesta í
þ.m.t. í veiðunum sjálfum. T;
Ragnarsson fyrir meirihluta
andi þetta mál, þá eiga lan
taka undir hans málflutning.
Ríkið og erlendi
skuldirnar
Óskar Sigurðsson skrifar:
Ég las bréf Bjama Sigu
DV 6. þ.m. um Fjármálastefi
um. Þar var m.a. drepið á
um hvort greiða eigi niðu
skuldir í góðæri eða fres
greiðslum. Og nú í gær las
einu dagblaðanna, að einmit
ið tekin sú ákvörðun að frei
greiðslum (i góðærinu!). 1
sem sé betur spekingarnir S'
góðærið skapi engin tækO
grynnka á erlendum skuldu
þvi enn við lýði fjármálaói
frá dögum Ragnars Amalds,
málaráðherra, sem tók hæs
lánið sem tekið hefur verif
higum, fyrr og síðar. - Og
að bera við að greiða neitt. I
urlegt, eða hitt þó heldur!
Ásmundur Stefánssc
Ari Skúlason hagfræð
- átakakosning óþi
Kristján
Ragnarsson
form. LÍÚ.
- Landsmenn
taki undir mál-
flutning hans.
Ekki hagfræðing
Hafnfirskur launamaður skrifar
1 framhaldi af umræðum
mann í stól forseta ASÍ og
ingu um hann vil ég kom;
skoðun minni að launþegui
annað nauðsynlegra en af
hagfræðing í stól forseta
sinni. Grétar Þorsteinss
reynst afar farsæO í því em
vegaður og skynsamur maf
ur langt út fyrir raðir ASl
um ekki annan Ásmund
sem rann sína pólitísku li
bankastjórastól og er nú
heldri manna á glæsijeppa.
myndi Ari Skúlason ha;
bruna að svo sem einu k
loknu í stóli ASÍ. - Nei,
hagfræðing.
Ráðstefnufrík
í Reykjavík
Gaui skrifar:
Ég er dálítOl nýgræðing
borginni, fluttist hingað f
ári. Ég tek eftir því að um h
flykkjast karlar, og þó eink
á hverja ráðstefnuna á fæti
Mikið er gert úr þessu í fjöl
aðaUega á sjónvarpsstöðvi
finnst afar innantómt og lí
viðtölunum við helstu aðs
ráðstefnanna. Og nú er svt
konan er farin að sækja þ(
ur um helgar. Ég sakna sár
anna fyrir austan þar sem
ið var á rólegu nótunum.
PV Lesendur
Lesendur geta hringt allan s
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfan
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendas
Þverholti 11, 105 Reykjai
Lesendur eru hvattir til að s
af sér til birtingar með bréfi
sama póstfang.