Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2000, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 Kveikt í rútu Kveikt var í rútu íslensku kvik- myndasamsteypunnar hf. skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi þar sem henni var lagt við Héðinshúsið . ií vesturbæ Reykjavíkur. ítrekað ,_> hefur verið reynt að kveikja í rút- um fyrirtækisins á síðustu mánuð- um. Rútan stóð í ljósum logum þeg- ar slökkviliðið á höfuðborgarsvæð- inu mætti á svæðið og er hún ónýt eftir eldsvoðann. Fólkið sem kallaði á slökkviliðið sá nokkra unga menn kveikja í rútunni og hlaupa síðan burtu með bensínbrúsa. Fólkið gat gefið lögreglunni i Reykjavík, sem er með málið i rannsókn, greinar- góða lýsingu á þeim. -SMK Bústaðakirkja: Kveikt í fé- »lagsmiðstöð Kveikt var í útidyrahurð Bú- staða, félagsmiðstöðvar ÍTR í Bú- staðakirkju í Reykjavík, skömmu fyrir miðnætti í nótt. Brennuvarg- urinn hafði sprautað eldsneyti á hurðina og kveikt svo í, með þeim afleiðingum að hurðin er ónýt og talsverðar skemmdir urðu á félags- miðstöðinni af völdum sóts og reyks. Reykjarlykt barst um allt húsið en engar skemmdir urðu á Borgarbókasafninu eða kirkjunni. Húsið var mannlaust þegar eldur- inn kom upp og sakaði engan við at- vikið. Lögreglan er með málið í rannsókn. -SMK Jóladýrðin kom á einni nóttu DV, AKRANESI:___________________ Margir vöknuðu við það á mánu- dagsmorguninn að stór hluti versl- ana á Akranesi var búinn að setja ■ 3* út jólaseríur og skreyta glugga sína með jólaskrauti og jólaseríum. Sum- ir vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið því enn er hálfur annar mán- uður til jóla, bara rétt tæplega mið- ur nóvember. Greinilega var þarna samhent fólk að verki því jóladýrð- in kom yfir nótt, að heita má. Kaupmenn ákváðu fyrir nokkru að vera með jólaskreytingar á svip- uðum tíma og kollegar þeirra á höf- uðborgarsvæðinu og vekja jólastemningu hjá bæjarbúum snemma. í lok vikunnar klárar svo Akraneskaupstaður að setja upp sínar skreytingar. Misjafnt er hvað jólaskreytingar kaupmanna kosta. Þeir sem eyða minnstu verja til (^skreytinganna nokkrum tugum þús- ‘unda en hjá öðrum hleypur kostn- aðurinn upp í 200 til 300 þúsund krónur. -DVÓ Leltln Lögregla og björgunarsveitir leituöu í nágrenni Grindavíkur í gær eftir leiösögn þess ergrunaöur er um aö hafa átt þátt í hvarfi Einars Arnar. Ekkert fannst en í morgun var leit hafin aö nýju. Hvarf Einars Arnar Birgissonar rannsakað sem morðmál: Meöeigandi handtekinn - fjármálaóreiða í tengslum við sameiginlegan rekstur á GAPS Collection í gær var Atli Helgason, 33 ára, lög- fræðingur og meðeigandi Einars Amar Birgissonar að versluninni GAPS Coliection handtekinn og grunaður um að eiga þátt í hvarfi Einars sem týndur hefur verið í viku. Rannsókn lögreglu leiddi á spor meðeigandans og nú er málið rannsakað sem manndráp. Fjöldi björgunarsveitarmanna með leitar- hunda og lögreglumenn leituðu i gær fram á kvöld. Með lögreglumönnunum var hinn gnmaði sem átti að vísa á staðinn þar sem hann skildi við Einar Öm. Ekkert fannst enda myrkur og erfitt um leit. Þá mun hinn gmnaði hafa borið því við að haxm myndi illa atburðarás og staðsetningar á örlaga- daginn þegar Einar Öm hvarf. Fjár- málaóreiða meðeigandans er meðal þess verið er að rannsaka. Samkvæmt heimildum DV hafa á undanfómum Meðeigandinn Atli Helgason skildi ekkert í hvarfi félaga síns er DV ræddi viö hann á föstudaginn. GAPS Collection við Laugaveg Nýopnuö verslun Einars Arnar og Atla Helgasonar. Ekki var allt sem sýndist undir sléttu yfirborðinu. Hinn horfni Einar Örn Birgisson hefur veriö týndur í viku. dögum viða komið upp fjárskuldbind- ingar vegna verslunarinnar. Um er að ræða víxla og er talið að Einar Öm hafi ekki verið með í ráðum þar. Böndin fóra að berast að Afla Helga- syni strax á fimmtudaginn. Vinir Ein- ars Amar unnu frá upphafi málsins náið með lögreglunni að rannsókninni og fóra þeir í smáatriðum ofan í sam- band Einars Amar og Atla, bæði per- sónulegt og viðskiptalegt. Fyrir tilstuðl- an þeirra var fenginn endurskoðandi til að fara ofan í kjölinn á fjármálum GAPS Collection og þá kom miiljóna- óreiða í ljós. DV ræddi við hinn grunaða á fostu- dag en þá sagði hann hvarf félaga síns vera óskfljanlegt. „Ég stend á gati og hugsa í hringi," sagði hann þá og þvertók fyrir að þeir félagar hefðu átt í fjárhagsörðugleikum. Aðeins era rúm- ar tvær vikur siðan þeir opnuðu hina nýju verslun á Laugavegi 7 og sagði Atli að þeir væra báðir þreyttir eftir þá miklu vinnu sem fylgdi opnunni. „Við Einar voram báðir búnir að vinna mik- ið fyrir opnunina...,“ sagði Atli Helga- son á fóstudaginn og virtist þá vera ró- legur og í góðu andlegu jafnvægi ef frá era taldar áhyggjur þær sem hann sagðist hafa af hvarfi félaga sins. Meðal vina Einars Amar sem leitað hafa hans ákaft í viku era kenningar um að hann hafi komist að því að Afli hafi ekki haft hreint mjöl í pokahom- inu. Þess vegna hafi þeim lent saman og það hafi endað með átökum. Fjöl- skylda og vinir Einars Amar komu saman i gærkvöld og var fólki mjög bragðið vegna frétta um aðild meðeig- andans að mannshvarfinu. „Við óttumst hið versta en það lifir þó veik von í brjósti okkar,“ sagði einn vina hans í gærkvöld. Leitin hófst að nýju klukkan hálftíu í morgun. -EIR/-rt Dagatöl biother P-touch 1250 Lítil en STÓRmerkileg merkivél 5 leturstærðir 9 leturstillingar prentar í 2 linur borði 6, 9 og 12 mm 4 gerðir af römmum Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.