Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2000, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000
13
Menning
Á mörkum veruleika
og handanheims
Um þessar mundir er
hvers kyns yfirnáttúra
mjög í tísku og það end-
urspeglast ekki síst í af-
þreyingarefni fyrir böm
og unglinga. Galdra-
menn og nomir eru fyr-
irmyndir nútímabarna
og spennandi söguefnis
er leitað í handanheim-
inum. Krossgötur eftir
Kristínu Steinsdóttur
fjallar að hluta um yfir-
náttúrleg efni og fer
Kristín þar eins og hún
hefur fyrr gert með góð-
um árangri í smiðju
gamalla íslenskra þjóð-
sagna. Upphaf sögu er
að þrír unglingar þurfa
að vinna verkefni um
þjóðsögur fyrir skólann
og fyrir valinu verður
álfasagan um krossgötur
á nýársnótt. Verkefnis-
vinnan leiðir þau á slóð-
ir handanheimsins og
voöinn er vís.
mmm
Krossgötur er spenn-
andi saga. Atburðarásin
er einföld og hröð og
heldur lesanda föngnum
frá fyrstu slðu til þeirr-
ar síðustu. Leiðarminni Kristín Steinsdóttir rithöfundur
er dauðinn og líf eftir Skólaverkefni sem virðist einfalt
dauðann og ýmis þjóð- reynist hafa hættur í för með sér.
sagnakennd fyrirbæri ......
gegna mikilvægu hlutverki. Þannig má segja að
gamlar þjóðsögur lifni við í þessari nýju sögu, hugs-
anlega í breyttri mynd en samt kunnuglegar. Lesend-
ur sem eitthvað hafa kynnst þjóðsögum verða því
mjög spenntir, vitandi hvað boðar gott og hvað vont,
og þeir sem ekki þekkja þjóðsögumar ættu að öðlast
áhuga við lestur þessarar nútima spennusögu.
Helstu persónur eru Stína, Eyvi og Addi sem eru
að vinna verkefnið en einnig kemur Ólöf, vinkona
Stínu, við sögu. Stína er
óneitanlega aðalpersóna
sögunnar og fær mest
pláss hjá höfundi en per-
sónusköpun Eyva og þó
sérílagi Adda tekst
einnig vel. Sá síðar-
nefndi er eins konar já-
kvæður póll í sögunni
sem heldur jarðsam-
bandi allan tímann og
jarðbundnir lesendur
eiga auðvelt með að
samsama sig honum.
Stína og Eyvi em hins
vegar heillaðri af dul-
ræna sviðinu og sagan
vekur spurningar um
hvernig eigi að taka á
yflrnáttúrlegum hlut-
um, hvort á maður að
forðast þá eða sækja í
þá, trúa öllu eða hafna
öllu. í þessum flóknu
málum er langamma
Stínu sú sem veit flest
svörin og gegnir því
hlutverki vitringsins í
sögunni. Einnig koma
fram ýmsar spumingar
um dauðann án þess að
sé svarað
beinlínis.
Krossgöt-
ur eru læsi-
leg og spenn-
andi saga um
kynni nokkurra
unglinga af hand-
anheiminum en
stærsti kostur henn-
ar er að í henni öðlast
gamlar þjóðsögur nýtt
líf fyrir nýja lesendur.
Katrín Jakobsdóttir
Kristín Steinsdóttir: Krossgötur.
Vaka-Helgafell 2000.
Tónlist
Ljósir punktar
Menn hafa gert ýmsar at-
rennur í leit sinni að
kjarna listarinnar. Ein var
ýkjukennd hljóðkönnun.
Sem betur fer hefur ákafl
manna við enduruppgötvun
hljóðanna töluvert dvínað,
en allir kannast við það
þegar tónlistarmönnum var
gert að klappa, kreista og
plokka hljóðfæri sín á ný-
stárlegan hátt til að fá úr
þeim áður sjaldheyrð hljóð.
Skipulögð röð slíkra hljóðatilrauna var svo kölluö
framúrstefna í tónlist og fældi frá flesta tónelskandi
áheyrendur samtímans. Enn eimir eftir af því óbragði
í eyrum manna og skýrir það kannski hversu fáir telja
sig eiga erindi á tónleika með nýrri tónlist.
MusicAttuale hópurinn frá Bologna lék á tónleikum
í Salnum á sunnudagskvöld á vegum Tónskáldafélags
Islands og M-2000. Flautuleikari þeirra er ungt ís-
lenskt tónskáld, Þuríöur Jónsdóttir. Þau fluttu sjö
verk, þrjú ítölsk og fjögur islensk. Elst var Næturljóð
fyrir hörpu eftir Jón Nordal, samið árið 1987. Hörpu-
leikari hópsins lék þetta fallega og um margt hefð-
bundna verk mjög vel. Hljóðfærið fær i verkinu sem
nýtt líf, svo vel eru möguleikar þess nýttir til tjáning-
ar.
Kliöur eða Klif eftir Atla Heimi Sveinsson er endur-
gerð á eldra verki. Þetta er lítil, hugljúf stúdía byggð
á þrástefi undir björtu ferðalagi stefbrota milli hljóð-
færanna.
Verk Þuríðar Jónsdóttur, Incerti Frammenti, reynd-
ist ekki með öllu óskylt síðastnefnda verkinu þó
lengra væri gengið til móts við frelsið hér. Þéttleiki og
samfella i fmgerðum leik og blæbrigðum með mikið
afmarkað efni reyndist geyma það sem flestir leita að
lokum að - nefnilega fegurð. „Hin óvissu brot“ Þuríð-
ar hljómuðu eins og vel skrifuð örsaga um bjarta til-
veru.
The Elves’ Accent eftir Atla Ingólfsson er kaldara
verk. Nákvæm meðferð hugmyndanna í framandi um-
hverfi kallaði fram óljós hugrenningatengsl við
klassíkina sem þó hefur hér glataö tærleika sinum.
Siglt er af öryggi milli skerja efnisins en aldrei flogið.
1 efnisskrá var talað um hvernig ítölsku verkin
væru dæmi um nýja
strauma í ítalskri tón-
list: hinir blóðheitu,
ögrandi og litnæmu.
Blóðhitinn í Blu 01-
tremari eftir Gilberto
Cappelli reyndist dimm-
ur og sterkur massi á
lítilli hreyflngu. Verkið
er tileinkað minningu
málarans Marco Incar-
dona sem lést á síðasta
ári og kæmi tónlistin ör-
ugglega vel til greina ef gerð væri heimildarmynd um
líf mannsins.
L’Essenza e il sofíia eftir stjórnanda hópsins,
Francesco La Licata, er fullt af hljóöasamspilum og
hásum, tónlausum blæstri. Sá blástur átti víst að
minna á hvemig öndun tengir saman efni og anda.
Blásturinn og klapphljóð frá klarínettu eru dæmi um
efnivið sem hefur verið notaður af mörgum og fáum
tekist að gera úr því tónlist. Bogastrokinn víbrafónn
kom ekki illa út en svo leiður er maður orðinn á
hljóðakönnunum að maður fær hroll við það eitt að sjá
hljóðfæraleikara nálgast hljóðfæri sín meö önnur en
venjulegustu tól i höndum. Og þegar pianóleikari
stendur upp og fer að fitla við strengina þá hreinlega
sigur maður niður í sætinu. Ögrandi er ekki alveg orð-
ið sem lýsir þessu best.
Hið litnæma i nýjum straumum frá Italíu reyndist
vera verk Fausto Romatelli, La sabbia del tempo eða
Sandur tímans. Hljóðgervilsnotkun með hljóðfærun-
um var sú viðbót við litrófið sem verkið bauð. Til að
byrja meö var hann notaður hóflega og blandaðist þá
vel en síðar i verkinu urðu hlutföll í styrk honum um
of i hag. Hugsanlegt að þar sé við stjómandann að
sakast. Verkið byrjaði vel og geymdi öfugt við flest
hinna eitthvað sjálfstæði og spennu. En svo var eins
og það staðnaði inni í sjálfu sér og ferðast væri í þoku-
kenndri hringvillu um efniviðinn.
Einn af ljósu punktunum á þessum tónleikum var
sú upplifun að sjá píanóleikarann Stefano Malferrari
fremja sinn seiö í hverju verkinu á fætur öðra. Innlif-
un hans og einlægni fangaði athyglina og gaf verkun-
um nýja vídd.
Sigfríður Björnsdóttir.
Glæsilegt úrval
Glæsilegt úrval af handunnum
rúmteppum, dúkum, Ijósum og
gjafavörum.
Matta rósin 20% afsl.
Pelsar í úrvali
Opift
virka daga 11-18,
laugara. 11-16
Sigurstjarnan
í bláu húsi vió Fákafen.
Sími 588 4545.
Búnaður m.a.
14" álfelgur
VindsUeið
Geislaspilari
ABS hemlalæsivörn
Líknarbelgir
Rafdrifnar rúður
Fjarstýrðarsamlæsingar
Komdu og skoðaðu fjölda
annarra notaðra bíla f 1000
fermetra sýningarsal okkar að
Bfldshöfða 6 ogtryggðu þér
einstakan úrvalssbfl.
Opið laugardagkl. 11-16.
brimborg
Bíldshöföa 6 • Sími 515 7025 Tryggvabraut 5 • Akureyri • Sími 462 2700 www.brimborg.is
fimmtudaainnifr» nóvemt
senn að
Ijúka
Ki
,UI I
OPIÐ:
kostakaup
Mán.-fös kl. 09-18
Laugardag kl. 12-17
1- afborgun
apríí 2001.
Afhendina
‘liLÁsl'JSlU
Einnig hjá umboðsmönnum um land allt