Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2000, Blaðsíða 12
12
Menning___
Dansað á Kjarvalsstöðum
DV-MYND PJETUR
Noröurljósahópurinn á Kjarvalsstöðum
Dansar endurreisnartímans reyndust ekki eins virðulegir og Jónas hélt.
Undirritaður var svo vitlaus að halda að dans-
ar endurreisnartímans væru eitthvað óskaplega
virðulegt sem fólk dansaði bara með hvíta hár-
kollu og í krinolíni. Því fer fjarri, eins og Ingi-
björg Björnsdóttir listdanskennari sýndi áheyr-
endum á tónleikum Musica Antiqua á Kjarvals-
stöðum síðastliðinn sunnudag. Fengu áheyrend-
ur meira að segja að reyna sjálfir og myndaðist
töluverð örtröð í miðrými Kjarvalsstaða er
hringdansinn Branle var stiginn við fjörlegan
hljóðfæraleik þeirra Camillu Söderberg blokk-
flautuleikara, Eggerts Pálssonar slagverksleik-
ara, Ólafar Sesselju Óskarsdóttur gömbuleikara
og annarra. Voru feilspor þónokkur og var und-
irritaður ekki sá léttíættasti. Branle er samt
skelfilega einfaldur og afslappaður en flókin
hoppin sem þrautþjálfaðir dansarar sýndu á eftir
voru hins vegar ótrúlega ærslafengin og tóku
fram þvi alvilltasta sem maður upplifir á dans-
gólfinu á Skuggabarnum eða Thomsen. Maður
þairf greinilega að fara á dansnámskeið.
Tónlist
Á undan dansinum voru venjulegir tónleikar
þar sem ofangreint hljóðfærateymi flutti ásamt
sönghópnum Grímu þrettán tónlistaratriði frá
endurreisnartímanum eftir tónskáld sem fæstir
kannast nokkuð við lengur. Endurómun miðrým-
is Kjarvalsstaða (sem er engin) skemmdi töluvert
fyrir og skilaði hljóðfæraleikurinn sér til áheyr-
enda i undarlegum hlutfóllum. Bumban sem Egg-
ert Pálsson barði af nákvæmni og lipurð virkaði
eins og hvert annað hurðarbank og ómur lútunn-
ar, sem Snorri Örn Snorrason lék á af kunnáttu
og smekkvísi, heyrðist illa, ef nokkuð. Sama má
segja um gömbuna, sem var loðin og suðandi, en
hvell blokkflauta Camillu hljómaði hins vegar
prýðilega og sama má segja um blokkflautuleik
þeirra Helgu Aðalheiðar Jónsdóttur og Ragnheið-
ar Haraldsdóttur.
Hljómfögur rödd
Þessi óþægilegi hljómburður fór skiljanlega
ekki vel með söngvarana, og skorti karlaraddirn-
ar fyllingu. Kvenraddirnar skiluðu sér betur, sér-
staklega rödd Guðrúnar Eddu Gunnarsdóttur
sem var afar hljómfögur. Flutningur hennar á
Eau vive, source
díamour eftir
Jacques Mauduit
(1557-1627) var
hástemmdur og
fallegur, einnig
Puis quíil faut dé-
sormais eftir Pi-
erre Guédron
(1565-1621) sem
tær röddin gæddi
ljóðrænni mýkt.
Verra var að
heyra ekkert í lút-
unni og hefði
Snorri Örn, sem
lék einn undir,
kannski átt að
standa við hliðina
á söngkonunni.
Það hefði bæði
verið smart og ör-
ugglega gert söng-
inn enn áhrifarík-
ari.
Augljóslega
hafði töluverð vinna verið lögð í að skapa sem
bestan samhljóm söngvara og hljóðfæraleikara
og hefði útkoman orðið allt önnur í stórum sal
með hæfilegu bergmáli. Vondur hljómburðurinn
náði þó ekki að kasta rýrð á sjálfa tónlistina, sem
var ávallt skemmtileg, og ekki heldur á danssýn-
inguna, sem var öll hin fróðlegasta. Vonandi á
maður eftir aö heyra aftur lifandi endurreisnar-
tónlist í allra nánustu framtíð, í góðum sal, og
helst dansa allan tímann við hana líka!
Jónas Sen
Dagur íslenskrar tungu
Á morgun er fæðingardagur Jónas-
ar Hallgrímssonar og þá um leið
Dagur íslenskrar tungu.
Af fjölmörgu sem gert verð-
ur í tilefni dagsins má nefna
að í Þjóðarbókhlöðunni
verður opnuð sýningin og
ráðstefnan Frá huga til
hugar kl. 16. Á sýning-
unni verður saga prents
og bókaútgáfu á íslandi í
sviðsljósinu með sérstakri
áherslu á útgáfu Biblíunn-
ar. Gamlar Bibliuútgáfur
verða til sýnis og í máli og
myndum gerð grein fyrir áhrif-
unum sem þýðing Biblíunnar á ís-
lensku hafði á varðveislu tungumáls-
ins. Munir sem varðveist hafa úr sögu
prentiönaðarins i gegnum tíðina
verða til sýnis og notkun þeirra
skýrð auk þess sem þróun
prents á íslandi verður rakin
til okkar daga. Á ráðstefn-
unni fjalla fræðimenn um
efni sýningarinnar og leggja
áherslu á hvernig lestrar-
kunnátta íslensku þjóðar-
innar hefur þróast frá
fyrstu tíð. Sýningin stendur
út janúar árið 2001.
Kl.17 hefst hátíðardagskrá í
Þjóðmenningarhúsinu með
ljóðalestri sigurvegara í Stóru
upplestrarkeppninni og ávarpi
menntamálaráðherra, en að því loknu
verða afhefnt Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar.
Þau verðlaun, 500 þúsund krónur, hreppir sá sem
hefur unnið islenskri tungu gagn með störfum
sínum. Einnig flytur Dick Ringler, hinn frábæri
þýðandi Jónasar á enska tungu, ávarp og les ljóð.
Um kvöldið verður hátíðarsýning á verkinu
Stúlkan í vitanum i íslensku óperunni.
Ýmislegt fleira er gert til þess að minna okkur
á mikilvægi tungunnar, t.d. hefur Islandspóstur
dreift sérhönnuðum póstkortum síðustu daga.
Fram yfir helgi mun kvikmyndaklúbburinn Fil-
mundur sýna Land og syni í Háskólabíói og
einnig veröa uppákomur í leik- og grunnskólum
landsins. Skjár einn hleypir af stokkunum ís-
lenskuátaki og smásagnasamkeppni nemenda í
8.-10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar verður
haldin.
Bókmenntir
5 i »is&
Að muna er að vera -
að vera er að gleyma
Mér hefur löngum fundist að skáldsagnahöf-
undum mætti skipta í tvo hópa, þá sem fabúlera
- þ.e. hafa unun af að segja sögu - og þá sem
resonera eða skilgreina. Sver íslensk skáldsagna-
gerð sig fremur í fyrri flokkinn en evrópska
sagnahefðin í hinn síðari. Milan Kundera er svo
sannarlega fulltrúi meginlandshefðarinnar og
sögur hans fyrst og fremst skilgreiningar á
ákveðnu efni eða þemum sem er lýst frá mörgum
sjónarhomum, velt fram og aftur og fléttað sam-
an. Ef til vill er evrópska skáldsagan afsprengi
evrópskrar kaffihúsamenningar og samræðulist-
ar þegar mál eru rædd fram og aftur yfir ótal
kafFibollum.
Ný skáldsaga Milan Kundera Fáfræðin er
slík saga þar sem fléttað er saman ýmsum
skyldum þemum. Meginþemað er minnið
en náfrændi þess söknuðurinn og frænk
an þrá eru einnig viðstödd. Og þar sem
þessir ættingjar koma saman líður ekki
á löngu áður en ástina ber á góma. í
einum upphafskafla sögunnar er ansi
skondin orðsifjafræðileg umræða
um þessi skyldmenni þar sem heim-
þráin er tengd fáfræðinni. Viö liggur
að maður sakni þess aö þýðandi noti ekki orð-
ið heimska í stað fáfræði sem hefði legið svo
beint við.
Það er þó fremur gleymskan en fáfræðin sem
er höfundi hugleikin, nauðsynin á að gleyma til
að komast af og sætta sig við hlutskipti sitt. í þvi
sambandi rifjar Kundera upp söguna af Ódysseifi
sem hvarf að heiman í tuttugu ár og rataði síðan
heim. Þar hafði hann týnt tuttugu árum úr lífl
samborgara sinna sem á móti höfðu engan áhuga
á minningum áranna sem hann hafði dvalið þeim
fjarri. Hvernig gekk honum að sætta þær and-
stæður? Um það þegir sá góði Hómer.
Söguhetjur Kundera, Jósef og írena, eru í spor-
um Ódysseifs, landflótta Tékkar sem flýðu eftir
innrás Rússa ‘68 og snúa nú aftur heim til gamla
landsins, ófús að vísu. Gamla landið er ekki það
sem það var og þau ekki lengur þau sem þau
voru. Jósef og írena eru ekkert einsdæmi, þús-
undir Evrópubúa hafa mátt upplifa hlutskipti
hins brottflutta, tvískiptir milli gamalla og nýrra
heimkynna og tvískiptir milli þess að vera
álitnir og jafnvel telja sig vera ýmist
fómarlömb eða svikara. Draumurinn
sem lifað hefur með þeim þrátt fyrir aflt
og gegnum aflt um að snúa heim verður
oftar en ekki að martröð. Þau eru útlend-
ingar í sínu heimalandi, öllum ókunnug og
líf þeirra annars staðar öðrum einskis vert.
Út frá þessum kringumstæðum vefur
Kundera sinn vef. Hér blandast heimspekileg-
ar og sagnfræðilegar pælingar sérkennilegum
og þó hversdagslegum atvikum úr fortíð og
samtíð persónanna, oft á býsna hnyttinn máta
því Kundera er aldrei leiðinlegur höfundur. Þó er
hann bestur í að bregða upp skyndimyndum, litl-
um atvikum sem síðan raðast saman líkt og í
púsluspili. En það kemur harla fátt á óvart,
Kundera hefur fyrir löngu markað sér stefnu í
Milan Kundera.
sinni sagnagerð og heldur þeim kúrs. Hann er
þess utan sá erlendi samtímahöfundur sem best
er þekktur hérlendis, þökk sé Friðriki Rafnssyni
sem með Fáfræðinni þýðir sjöundu skáldsögu
Kundera á fimmtán árum. Og þó nýjungagirnin
laði menn ekki að bregst Kundera ekki heldur í
þetta sinn. Þýðingin er hin læsilegasta og ber
þess öll merki hve gagnkunnugur Friðrik er orð-
inn þessu höfundarverki. En einni spurningu
væri gaman aö fá svar við. Er áhugi íslenskra les-
enda á bókum Kundera merki um gróandi kaffi-
húsamenningu hérlendis?
Geirlaugur Magnússon
Mllan Kundera: Fáfræöin. Friðrik Rafnsson þýddi. Mál
og menning 2000.
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000
!OV
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir
r.;
í.;\
t jfi,
Kippa til
Frakklands
íslenski dansflokkur-
inn sýnir Kippu, dans-
verk Camerons Corbett
við tónlist Múm, á
tveimur sýningum í
Frakklandi í þessari ___________
viku. Verkið var samið
að frumkvæði Batofar í París en Batof-
ar er gamalt slökkviliðsskip sem liggur
við akkeri á Signu og hefur verið breytt
í eins konar blöndu af menningarmið-
stöö og næturklúbbi. Batofar er áber-
andi í menningarlífi Parísar og líklega
best kynnti vettvangur nýlistar og raf-
tónlistar í Frakklandi.
Fyrri sýningin á Kippu verður í
Batofar annað kvöld en sama kvöld sýn-
ir Gjörningaklúbburinn og Sjón og Ás-
gerður Júníusdóttir koma fram, hljóm-
sveitin Múm verður með tónleika og
plötusnúðurinn Borko spilar.
Síðari sýningin verður í Theatre de
Caen í Normandí á fóstudaginn á opnun
Les Boréales-hátíðarinnar sem helguð
er list og bókmenntum úr norðri.
Kippa var frumsýnd á Trans Dance
Europe 2000, danshátíð menningarborg-
anna sem íslenski dansflokkurinn stóð
að í Borgarleikhúsinu um síðustu mán-
aðamót. Það sýnir okkur tvo gæja sem
búa sig til að fara út á lífið og fékk þau
ummæli hér í DV að það væri heilsteypt
verk þar sem innileiki, húmor, leikur og
heimilisleg hlýja fengi að njóta sín.
Klerkar í klípu
Klerkar i klípu eða
prestar í afhelguðu
samfélagi er heitið á
fyrirlestri sem hr. Karl
Sigurbjörnsson, biskup
íslands, flytur á morg-
un kl. 17 í málstofu
Guðfræðistofnunar.
Málstofan verður haldin í stofu V í að-
albyggingu Háskóla íslands og er öll-
um opin.
Lí Song
í bókinni Lí Song
eftir Öddu Steinu
Bjömsdóttur segir frá
kínverska drengnum
Song, fjölskyldu hans
og vinum. Þau eiga
heima í litlu þorpi í
Kína, skammt fyrir
neðan vamargarð við
stöðuvatn. Eftir að rignt hefur dögum
saman brestur garðurinn og vatn fossar
fram og færir þorpið á kaf. Sagan segir
á skýran og fumlausan frá því hvernig
íbúarnir reyna að komast undan um
leið og lesendur fá mynd af lífsháttum
fólks í fjarlægum heimshluta.
Bókin er með teikningum eftir Mar-
gréti Laxness og er gefin út af Æskunni
í samvinnu við Rauða kross íslands.
Mósaík í kvöld
í þættinum Mósaík í sjónvarpinu 1
kvöld veltir Pétur H. Ármannsson fyrir
sér skipulagsmálum í miðborg Reykja-
víkur, Sigríður Pétursdóttir kannar
hvernig kvikmyndir eru hljóðsettar, lit-
ið er inn á æfingu hjá Dómkórnum og
brugðið upp svipmynd af Marteini H.
Friðrikssyni stjórnanda kórsins. Sigrún
Pétursdóttir segir frá því hvemig nótur
lagsins Blindi drengurinn eftir fóður
hennar Pétur Sigurðsson fundust óvænt
síðastliðið vor.
Bítlabók
Hlðunn hefur gefið út
bókina Bítlamir eftir
Mark Hertsgaard í sam-
vinnu við Bítlaklúbbinn
á íslandi. íslenska þýð-
ingu önnuðust Álfheið-
ur Kjartansdóttir, Stein-
unn Þorvaldsdóttir og
Þorsteinn Eggertsson.
Strákarnir fjórir frá Liverpool
breyttu heiminum meö tónlist sinni og
hrifu milljónir ungmenna með sér en
hvernig urðu lög þeirra og textar til? í
bókinni rekur Mark Hertsgaard sögu
Bítlanna og tónlistar þeirra og beitir
innsæi og yfirgripsmikilli þekkingu
sinni á ferli þeirra og verkum til að
fletta hulunni af ýmsum atriðum. Hon-
um var veittur aðgangur að segulbanda-
safni Abbey Road-stúdíósins, þar sem
heyra má hvernig lögin urðu smátt og
smátt til, hvernig þau breyttust úr fáein-
um gítarhljómum i heillandi lög sem
náðu eyrum fólks um allan heim.