Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Side 3
e f n i Rakel Karlsdóttir, 16 ára, var sigurvegari í keppninni um Ford-stúlkuna árið 2000. Hún er nú á leið til Puerto Rico í aðalkeppnina Supermodel of the World þar sem hún mun keppa um þann titil, Hægt verður að fylgjast með ferðum hennar í dag- bók sem hún mun halda á Fókusvefnum á Visi.is. Skemmtilegast í myndatökum „Ég hlakka mikið til en ég er samt ekki að fara ein út, bæði pabbi minn og Kristín Ásta frá Eskimo koma með mér,“ segir Rakel sem fer út 28. nóv- ember en keppnin er haldin 5. desem- ber. „Þetta er 8 daga ferð og líklega verða stífar æfingar alveg fram að keppninni." Ferillinn hófst á módelnámskeiði „Ég byrjaði í þessu öllu saman fyr- ir rúmu ári þegar ég fór á námskeið hjá Eskimo, það kom mér inn á skrá hjá þeim. Ég var eiginlega bara að prófa þetta. Eftir að ég vann Ford- keppnina hef ég fengið miklu fleiri verkefni - þá fóru hlutirnir að gerast," segir Rakel aðspurð hvernig það kom til að hún byrjaði að „módelast." Rakel er 16 ára nemandi í tækni- teiknun í Iðnskólanum í Reykjavík og framtíðaráform hennar eru að verða arkitekt eða jafnvel fyrirsæta. Hennar helsta áhugamál er hestamennska og hún á tvo hesta. Getur þú hugsaö þér að leggja þetta fyrir þig? „Já, jafnvel. Mér finnst þetta að minnsta kosti mjög gaman. Skemmti- legast er hvað maður kynnist mörgu nýju fólki og svo flnnst mér líka gam- an í myndatökum. Ég veit samt ekki alveg hvort ég væri tilbúin að flytja út til að starfa við þetta, það færi alveg eftir aðstæðum." Ekkert djamm í London Rakel segir að hennar líf hafi lítið breyst eftir að hún vann Ford-keppn- ina héma heima. „Reyndar hef ég ver- ið stoppuð og spurð af einhverju fólki úti á götu hvort ég sé ekki Ford-stúlk- an. Svo hefur maður einstaka sinnum heyrt svona út undan sér að fólk sé að segja eitthvað miður skemmtilegt um mann en þannig er það alltaf. Það er bara meira tekið eftir manni núna en áður, það skiptir máli hvemig maður hagar sér þegar maður ber svona titil. Ef ég færi upp á stól í miðju partíi og myndi kalla: „Hey, takið eftir mér! Ég er Ford-módel“ þá myndi fólk kannski taka mér illa en ef maður gerir ekkert mikið úr þessu sjálfur þá ætti annað fólk ekki að gera það heldur." Síðastliðið sumar fór Rakel út til London að vinna sem fyrirsæta og þar fékk hún mörg góð verkefni en einnig var hún að safna myndum í möppuna sína. „Mamma kom með mér út, svona til að byrja með, og svo bjó ég líka með öðrum íslenskum fyrirsæt- um á mínum aldri.“ Rakel segir að dvölin í London hafi verið rosalega skemmtileg og hún hafi kynnst mörg- um þar. Skemmtilegast þótti henni að vera í myndatökum. Rakel stundaði ekki skemmtanalífið í London en fór stundum á kaffihús. „Það er ekki snið- ugt að djamma mjög mikið þarna, það er mikið af vafasömu fólki í kringum þennan bransa." Rakel starfaði hjá bresku fyrirsætuskrifstofunni Mod- elsl sem hefur verið í samstarfi við Eskimo hérna heima. En hvaö tekur svo viö eftir keppnina i Puerto Rico? „Stúlkan sem vinnur keppnina fær samning við Ford en flestum þátttak- endum berast einhver góð tilboð eftir keppnina. Það fer bara eftir því hvern- ig mér gengur - það verður bara allt að koma i ljós.“ Laugardagskvöld- ið 16. desember veröur líklega lengi í minnum haft ef svo fer sem horfir. Pá verður Gaukur á Stöng lagður undír fyrsta Reverb-kvöldið og verða ekki dónaleg nöfn sem þar koma fram. Þau nöfn sém koma fram þetta eru DJ Touché úr Wiseguys, Matt Cantor úr Freestylers og meistararnir Kruder & Dorfmeister, ekki dónalegt það. Aðstandendur Reverb eru þeir Andy Sellar og Gísli Ingi og segir Andy að markmiðiö sé að byggja upp fyrsta klúbba-labelið í Reykjavík. Þessir þekktu aðilar eru fengnir hing- að í gegnum fyrirtæki í LA sem hefur unnið fyrir Ministry of Sound, auk þess að sjá um ýmis kvöld á Ibiza. Markmiðið með Reverb er sem sagt að koma upp klúbba-labeli hér á landi og verða haldin klúbbakvöld eins og þetta fyrsta á fjögurra mánaða fresti í framtíðinni. Á þessum kvöldum verða jafnan 3-4 stór erlend nöfn, auk þess sem íslenskir plötusnúðar fá að spreyta sig. Þá er stefnan að koma á fót umboðsskrifstofu fyrir plötusnúða, Reverb recordings, sem fer i gang í janúar og á að verða sú fyrsta sinnar tegundar, þar sem islenskir plötusnúð- ar geta komið sér á framfæri. Segja að- standendurnir að það sé allt of mikið af hæfileikaríkum snúðum sem fái ekkert að spila og sé því kominn tími á þetta. Þá verða í tengslum við þetta haldin Reverb-kvöld í London og verð- ur íslenskum plötusnúðum boðið að spila þar. Eins er stefnt að því að gefa út geisladiska, þann fyrsta í janúar, þar sem annars vegar frægur erlendur plötusnúður mixar en á hinni hliðinni fær íslenskur plötusnúður að spreyta sig. Verðum þessum diskum bæði dreift hér á landi og í Evrópu. Partíið á Gauki á Stöng verður eins konar opnunarpartí fyrir allan pakk- ann og til að koma labelinu af stað. Fókus mun að sjálfsögðu færa ykkur nýjar fréttir af málinu og á næstunni verða hér viðtöl við einhverja af þeim sem munu spila á Gauknum. En af hverju er þetta gert hér á landi? DJ Touche úr Wiseguys mætir ásamt Kruder & Dorfmeister. Erna og Anna: Óþolandibókin komin út Mikael Torfason: Heldur ekki með neinum Þorsteinn J: Vildi loka hringnum og segja takk Trúarbrögð heimsins: Hvað hentar þér? Wu-Tang Clan: Ekki spurning um peninga Marilyn Manson: Furðuverk sem fyrr Frægir íslendingar: Þegar þeir struku að heiman 10 ** m 20 1 T 1 0 KSIBKZ9KS]Hm2 Charlie's Anaels frumsvnd Stefnumótin hefiast á nv Langþráð Óskabörn Oraazimo á Thomsen f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Hilmar Þór af Þorsteini J. Vilhjálmssyni 24. nóvember 2000 f Ó k U S 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.