Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Síða 9
Asatrú
Hvað er það?
I Ásatrú - „Vor siður" - er heiðin þjóðleg trú sem
byggist á fornri menningu landsins. Aðalguðirn-
ir eru Óðinn og Þór en einnig koma við sögu
aðrir æsar, auk landvætta og dísa. Forfeðurn-
ir eru einnig mikils metnir. Trúin er á jafnréttis-
grundvelli: guðirnir eru ekki æöri en þú. Um 600 félagar eru
á islandi.
Inntökuskilyrði
Þú skráir þig á Hagstofunni. Engar kröfur eru gerðar aðrar
en að fólki finnist það vera ásatrúar.
Hverjir eru hátíðisdagarnir?
Fimm aðalblót á ári. Svið og annað slátur étið á fyrsta vetr-
ardegi. Gjafir og svínakjöt á jólum við sólhvörf. Þorrablót
með tilheyrandi mat. Egg, hrogn, laukur, svína- og hrossa-
kjöt á sumardaginn fyrsta. Þing haldið á Þingvöllum f kring-
um 20. júlí. Nesti tekið með.
Hvernig iðkar þú trúna?
Það er einstaklingsbundið en ætlast er til að meðlimir mæti
á a.m.k. þrjú blót á ári. Fólk
kemur þar saman til að
styrkja böndin innan félags-
ins og milli guða og manna.
Bilið er sagt vera minna þar
á milli en f kristni og besta
og nánasta sambandið þykir
myndast á blótum.
Hvernig er stuðið
á samkomum?
Þegar fámennara var f félag-
inu voru blótin þekktar fyllirí-
issamkomur. Nú er stemn-
ingin orðin nokkuð dönnuð.
Búddismi
Hvað er það?
Um 350 milljónir eru Búddistar, um 300 hér.
Búdda var auðugur prins um 500 f.Kr.
sem ofbauð þjáningar heimsins en fann innri
friö með hugleiðslu. Búddisma má skipta í
þrennt: Hinayana (gamli Búdda er aðal), Ma-
hayana (nýir Búddar lika) og Tíbet-búddisma (Dalai Lama er
guöleg vera).
Inntökuskilyrði
Ef þú vilt gætirðu kallað þig Búddista hér og nú og þyrftir
ekki skírteini upp á það. Ekki væri samt verra að heim-
sækja Búddistafélagið á Laugavegi og fá tilsögn. Búddism-
inn er öðrum þræði heimspeki svo þú myndir lesa þér vel til
og iðka hugleiðslu og jóga.
Hverjir eru hátíðisdagarnir?
Það er hellingur af hátfðisdögum en það fer eftir þvf hvar þú
ert í heiminum hverjir þeir eru. Þeir tengjast árstíðum og
frjósemi jarðar, ásamt gömlum goðmögnum. Hinayana er
stundaður í Vfetnam og þar um kring, Mahayana í Japan og
Kfna og Tíbet-búddismi í Tíbet og heima hjá Beastie Boys.
Hvernig iðkar þú trúna?
Búdda talaði um sannindin fjögur: Til-
j veran er þjáning. Orsök þjáningarinnar
er lífsgirndin eða sjáifshugðin. Lækn-
ing þjáningarinnar er fólgin f því að
uppræta lífsgirndina. Leiðin til lækn-
ingar er meðalvegurinn, hinn göfugi
[ áttfaldi vegur. Þú gengur hann.
Hvernig er stuðið á
samkomum?
Á Vesturlöndum hittast menn til að
fræðast og hugleiða f hóp. Annars
staðar eru hof og klaustur þar sem
Islamstrú
c
Hvað er það?
Önnur stærstu trúarbrögð heims á eftir kristni. Um 1,2
' milljarðar múslfma eru f heiminum, um 500 hér. íslam
þýðir undirgefni við eina guðinn, Allah. Hann fór að tala
til Múhameðs spámanns f Mekka um 610 e.kr. Múhameð
skráði speki Allah í Kóraninn og eftir þeirri helgu bók er farið.
Hver og einn tjáir
sig á meðan étið er
eftir hinum fornu
siðum. Fólk tekur
sjálft með sér
áfengi, yfirleitt
nokkra bjóra á
mann.
Hvernig er „himnaríki"?
Þú uþpskerð eins og þú sáir og verður í svipuðum málum og
þú varst hér. Þetta er því Iftið öðruvfsi en að flytja til Amer-
fku. Vopndauðir menn eru fátfðir nú til dags en fyrr á öldum
beið þeirra vist f Valhöll. Það var fínt pleis, stútfullt af búsi,
12 gellur á mann og bardagar frá morgni til kvölds.
Hvað þarf maður að gera til að
komast til „himnaríkis"?
Ásatrúin viðurkennir ekki syndina og þvf ekki heldur fyrir-
gefninguna. Þín bíða því engir dómstólar. Samkvæmt Eddu-
kvæðum skiptist maðurinn f þrjá hluta: líkama, sem sam-
einast jörðinni eftir dauðann; anda sem heldur sig nálægt
gamla staðnum og f huga eftirlifandi; og sál sem flyst til.
Hvernig er „helvíti" og hvers vegna
fer maður þangað?
Ef þú er fúlmenni I þessu lífi hefnist þér fýrir hegðun þfna
eftir dauðann. Illmenni fara m.a. til Nástrandar, sem er leið-
indastaður, fullur af gargandi lögfræðingum og barnanfðing-
Kalt mat
Rn trú ef þú ert sáttur við sjálfan
þig og vilt t.d. halda áfram að vera
strætóbílstjóri í næsta Iffi. Einnig
fínt ef þú fílar gamlan íslenskan
mat, lopapeysur og fornbókmenntir.
Slöpp trú ef þú býst við ferskri byrj-
un í næsta lífi og vilt að guð geri
strángt gæðamat á þér.
munkar og nunnur biðja fyrir al-
múganum og I Tíbet kunna
munkarnir jafnvel galdrabrögð.
Svo ertu meö húsaltari heima
með reykelsi, Búddastyttu og
mynd af forföður. Þar biðstu fyr-
ir í einrúmi.
Hvernig er „himnaríki"?
Búddistar trúa á að þú sért búinn til úr fimm „sköndum".
Fjórir eyðast við dauðann en sá fimmti, Karmað, lifir og fær
nýja skanda í næsta lífi. Karmað eru allar þínar gjörðir í fyrri
lífum. Þú leitar að hinum fullkomna innri friði, hugarástand-
inu nirvana; endalokum grimmdar, haturs og heimsku.
Hvað þarf maður að gera til að
komast til „himnaríkis"?
Nirvana ná menn með þvf að fylgja hinum áttfalda vegi f hvf-
vetna. Hinn áttfaldi vegur byggist á þvf að viðhafa rétta
hugsun, rétta skoðun, taka réttar ákvarðanir, viðhafa rétt
tal, réttar athafnir og rétta breytni, rétta hugsun og rétta
íhugun.
Hvernig er „helvíti" og hvers vegna
fer maour þangað?
Helvfti hlýtur að vera það að endurfæðast aftur og aftur án
þess nokkurn tímann að ramba á að ná nirvana, að fara
alltaf út af áttfalda veginum. Með öðrum orðum að vera
alltaf sami bévítans asninn og ómennið; að ná aldrei valdi
á Iffsgirndinni.
Kalt mat
Búddismi er ekki vænleg trú fyrir þann
sem vill skyndilausnir. Þín bíður f mesta
lagi að ná nirvana - „það að vera ekki til
en vera samt til“ - og það bara ef þú ert |
svakalega dygðugur. Þú verður að gera
þetta allt sjálfur og ef þú misstígur þig á
áttfalda veginum verðurðu að byrja allt
upp á nýtt. Fúlt.
Ekkert er sungið eða trallað
í moskunni svo einhverjum
gæti þótt stuðið þurrt.
Bahá’í-trúin
Hvað er það?
Slagorðið hér er: „Trú sem byggir brú.“
Bahá’u’lláh er höfundur trúarinnar og sætti
ofsóknum og útlegð vegna kenninga sinna
um miðja 19. öld. Samkvæmt honum er mann-
kynið allt aðeins ein þjóð f einu ættlandi og öll trúarbrögö
komin frá einum guði. Meðlimir eru um 6 milljónir, 350 á Is-
landi.
Inntökuskilyrði
Þú fyllir út eyðublað hjá Hagstofunni og skilar þvf inn á skrif-
stofu Bahá’fista. Um leið og skráning þín f félagið hefur ver-
ið samþykkt af þjóðarráði Bahá’fista ertu oröinn Bahá'íi.
Ráðið samþykkir nánast alla svo þú ættir að fljúga inn.
Hverjir eru hátíðisdagarnir?
Þeir eru nfu talsins. Nýársdagur samkvæmt Bahá'f-trú er
21. mars. Fyrsti dagur 19 daga Ridván-hátíðarinnar er 12.
apríl en einnig er 29. aprfl og lokadagurinn 2. maí hátfðis-
dagar. 23. maf er yfirlýsingadagurinn. 29. maf, 9. júlf, 20.
október og 12. nóvember eru einnig hátfðisdagar.
Hvernig iðkar þú trúna?
Þú ferð eftir lögum og kenningum Bahá’fa. Þeir fylgja boð-
m o>öunum 10, auk þess m.a. að
“ banna prhættusþil, víndrykkju,
misnotkun eiturlyfja, slúður og
baktal. Þú mætir á samkomur og
átt að fasta f 19 daga f lok
Bahá'íársins.
Hvernig er stuðið á
samkomum?
Bahá'u'lláh lagði áherslu á það
hve mikilvægt væri að hittast á
nftján daga fresti, „til aö sam-
tengja hjörtu yðar“. Þegar trúar-
Hindúasiður
l|i Hvað er það?
^»4^ Þriðja stærsta og elsta trúarregla f heimi. Hindúar
eru um 900 milljónir—örfáir hér. Reglurnar birtast
I 1 | f ótal ritum, fyrst í Veda-bókunum frá þvf um 1500
V I / f.Kr. Guð er Aum, en birtist á a.m.k. 200.000
vegu, t.d. í mannslíki (t.d. Brahma eða Krishna),
sem pláneta eða dýr. Kamdhenu er t.d. móðir allra belja.
Inntökuskilyrði
Hindúar bera ekki út trú sína, eins og t.d. kristnir menn, svo
þú yrðir að fara til Indlands og vfgjast vildir þú gerast Hindúi.
Hindúar fæðast inn f eina af fimm stéttum og geta ekki
hækkað I tign. Þú velur þér þinn uppáhaldsguð sem þú til-
biður. Flest hof eru tileinkuð Brahma eða Vishnu.
Hverjir eru hátíðisdagarnir?
Þeir eru fjölmargir og fara eftir þvf hvar þú býrð og hvaða guð
er þinn. Hindúar spá mikið f stjörnufræði og stöðu himin-
tunglanna. Þeir halda því m.a. upp á nýtt tungl (Amavasya)
og fullt tungl (Purnima). Með 200.000 guði í liði má eflaust
gleðjast oft og það gera Hindúar.
Hvernig iðkar þú trúna?
Hindúar líta á pílagrímsferðir sem mikilvægan þátt trúar
sinnar. Þeir líta á þessar ferðir sem
þjónustu við guöina og þátt í að eiga
_ góð samskipti við þá. Hindúismi er
einnig lífsstil sem byggist á mikilli jóga-
iökun. Það er leið til þess að ná valdi
yfir líkama og sál svo að andinn verði
frjáls.
Hvernig er stuðið á
samkomum?
Hinn eini sanni sannleikur sýnir sig á
svo óteljandi vegu að mannshugurinn
mun aldrei skilja hann til fullnustu.
leg iðkun fer fram eru lesnir
upphátt kaflar úr ritum meist-
arans. Á eftir eru almennar
umræður þar sem allir geta
tekið til máls. Hátfðin endar á
félagslegri samverustund.
Hvernig er
„himnaríki"?
Bahá’far trúa á sálina og líf eftir dauðann. Þeir viðurkenna
þó að vita ekki nákvæmlega hvernig eftirlífið sé. Bahá'u'lláh
líkti dauðanum við fæðingu til nýs lífs: „Heimurinn að hand-
an er jafn frábrugðinn þessum heimi eins og heimur okkar
er frábrugðinn heimi barns í móðurkviði."
Hvað þarf maður að aera til að
komast í „himnaríki'v
Sálin deyr ekki; hún lifir eilfflega. Þegar líkami mannsins
deyr frelsast sálin úr viðjum líkamans og hefur feril sinn
gegnum andlegan heim. Bahá'far trúa því að hinn andlegi
heimur sé ekki einhver efnislegur staður í aðskildum fjarska^
heldur framhald af okkar veröld og óháður tíma og stað.
Hvernig er „helvíti" og hvers vegna
fer maour þangað?
Helvfti er ástand, ástand fjarlægðarfrá Guði (“Himnarfki" er
ástand nærveru. við Guð). Hvort tveggja er eðlileg afleiðing
viðleitni hvers einstaklings, eða skorts á henni, til þess að
þroskast andlega.
Kalt mat
Það er slöpp ferðaskrifstofa sem hefur ekki hugmynd um
hvert hún er að fara og lofar engu sérstöku. Þú ferð bara
þangað sem þú hefur j
þroska til andlega, segir
ferðaskrifstofan og lætur
þig fasta dögum saman í
ofanálag. Bölvað vesen j
Ifka að vera að rugla |
svona f tfmatalinu.
Samt hittast Hindúar og gúrú hofsins
leiöir menn áfram f hugleiöslu, jóga
og pælingum I fræðunum. Svo er
sungið, kyrjað og beðið.
Hvernig er „himna-
ríki"?
Lfkt og búddatrúarmenn trúa Hindúar j
á Lífshjólið, einnig nefnt Hjól kenning- j
arinnar. Það er hin samfellda ]
hringrás fæðinga og endurfæðinga J
(Samsara) sem fólk fjötrast f nái það !
ekki Moksha, en það er toppurinn; lausn undan því oki að
vera mannlegur einstaklingur. *■
Hvað þarf maður að gera til að
komast til „himnaríkis"?
Ég og þú erum blekking og skynvilla þvf við og allt sem til er
í heiminum er aðeins brot guðlegrar einingar. Þegar við höf-
um fundið okkur sjálf og guð í okkur sjálfum hverfur sjálfið
aftur inn f Brahman, sem er hin algera verund, óbreytanleg,
óvirk og handan góðs og ills.
Hvernig er helvíti og hvers vegna
fer maður þangað?
Ef þú skilur ekki bofs í hindúismanum ertu haldin/n van-
visku og sjálfsblekkingu. Þangað til þú nærö þessu endur-
fæðistu aftur og aftur. Ef þú hefur verið vondur endurfæö-
istu jafnvel sem eitthvert dýr, kannski sem ógeðslegt skor-
dýr ef þú varst alveg hræðilegur.
Kalt mat
Þetta eru rosalega flókin trúarbrögð.
Strangar reglur gilda um hvernig fólk af
mismunandi stéttum á að umgangast
hvað annað og hverjir mega giftast. Ef
þú fílar ekki jóga ertu f klípu. En guðirn-
ir eru flottir, margir með margar hendur
og filshöfuð og ekki ósvipaðir súperhetj- '£$$
um teiknimyndablaðanna.
Inntökuskilyrði
Þú samþykkir allt f Kóraninum og ákveður að gerast múslími. í fslam eru
engir milliliöir. Þú ræktar bara samband þitt við Allah á eigin spýtur. Svo
skráirðu þig sem múslfmi f Hagstofunni. Múslfmar á íslandi eiga enga
mosku eins og er en hittast í heimahúsum.
Hverjir eru hátíðisdagarnir?
Ramadan stendur yfir f mánuð og færist aftur um 10 daga ár hvert. Þá
er bannað aö borða, drekka eða reykja í dagsbirtu. i ár byrjar Ramadan
í desember, en þetta verður erfitt þegar Ramadan hittir á sumarmánuð-
ina hér. Beint á eftir kemur hátíð föstuslita. Þá heimsækja menn ættingja
og gefa gjaflr.
Hvernig iðkar þú trúna?
Biður tii Allah fimm sinnum á dag og snýrð f áttina að Mekka. Hjálpar fá-
tækum og viðheldur bænastöðum. Drekkur ekki áfengi og borðar ekki
svínakjöt. Fastar meðan á Ramadan stendur. Ferð
a.m.k. einu sinni á ævinni f pílagrímsferð til Mekka.
Þú verður að vera skuldlaus f þeirri ferð.
Hvernig er stuðið á samkomum?
Föstudagar eru frfdagar. Þá skulu menn mæta í
mosku. Þar fer fram stutt athöfn, um 40 mínútur, sem
samanstendur af u.þ.b. 10 mfnútna bæn og svo eru
fluttar ræður um andleg og félagsleg mál múslíma.
Hvernig er
„himnaríki"?
Þegar Allah ákveður kemur ]
dómsdagur, heimurinn ferst |
og hinir dauðu rísa. Sá dag-
ur er byrjunin á lífi sem mun aldrei enda. Allah mun dæma menn eftir
gjörðum þeirra f jarðlífinu. Eilff sæla er tryggð hinum sanntrúuðu. Allah
mun sérstaklega baða þá sinni náð sem þjáðust fyrir hann.
Hvað þarf maður að gera til að komast til
„himnaríkis"?
Vera góður múslími og bíða svo rólegur f draumkenndu ástandi f gröfinni
þangað til Allah ákveður að skella á dómsdegi. í gröfinni dreymir hina
góðu um garð paradísar (Jannat) en hinirvondu verða sem f holu úr holu
helvítis og fá endalausar martraðir.
Hvernig er „helvíti" og hvers vegna fer
maðurþangað?
Þú ert í skítamálum ef þú varst þræll eigin girnda og ástríðna og trúðir
ekki á Allah. Sérstakar píningar bfða þeirra sem gera grfn að þeim trú-
uðu. Á dómsdegi flnnur Allah upp þunga refsingu fýrir svona skrfl, send-
ir til heljar og steikir, brennir og kvelur á margvfslegan hátt.
Kalt mat
Það er ekki beysin ferðaskrifstofa sem lofar töf á
flugi og lætur viðskiptavinina bfða dreymandi í
gröfmni.
En ferðin verður eflaust ánægjuleg ef þú borgaðir
nógu mikið inn á. Ekki trú fýrir þá blautu eða
skinkuunnendur og varla góð trú fyrir konur ef
þær fæddust inn f stangtrúað samfélag.
Sérðu ekkert sem
þú vilt kaupa?
Ekki örvænta, þetta er bara lítið brot af trúarbragöaflórunni.
Hér eru ekki talin með ýmis trúarfélög/hópar sem byggja á Biblí-
unni en túlka hana á mismunandi vegu; viðurkenna Krist sem
frelsara eða ekki, eða draga eitthvað út úr Biblíunni og gera að aö-
alatriði.
í þessum litskrúðuga hópi eru t.d. mennónítar, Fríkirkjan,
Kirkja Krists hinna síðari daga heilögu (mormónar), Óháði söfn-
uðurinn, Krossinn, Betel, Amish, Ungt fólk með hlutverk, Boðun-
arkirkjan, Aðventistar, Sjónarhæðarsöfnuður, Kletturinn, ís-
lenska kristskirkjan, Baptistar, Fjölskylda ástarinnar, Moon-söfn-
uðurinn, kvekarar, meþódistar, gyðingar, rétttrúnaðarkirkjurnar
rússnesku og grísku, satanistar, vísindakirkjan og Hjálpræðisher-
inn.
Ef þú kaupir ekki guð Biblíunnar eru fjölmörg önnur trúar-
brögð á boðstólum. Þau boða ýmiss konar lífsstíl og lofa mismiklu
um framhaldslífið. Hér má nefna Nýalisma, Voodoo-isma, Ananda
Marga, Hare Krishna, Bön, Sikhisma, Gnostikisma, Shintó, Kon-
fúsíontrúarbrögð Kínverja, Ifa, Farmtrú og Vedisma. Ef þú „trúir“
ekki á trú eða trúarbrögð, en vilt samt kaupa eitthvað, geturðu
skráð þig í Samfélag trúlausra eða Siðmennt.
:iili
24. nóyemb.er .2Q00 f ó k u s
9