Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Síða 14
J
í f ó k u s
Meistari Megas er í fókus eftir stórglæsilegt
kombakk nú á dögunum. Svanasöngur á leiði
heitir nýjasta afuröin, en þar fer Megas á
kostum í félagi viö þá Jón Ólafsson og Egg-
ert Þorieifsson, sem er víst hugmyndasmió-
urinn á bak viö verkið. Megas hefur í gegnum
tíöina mátt þola ýmislegt og sjaldnast verið
metinn að verðleikum, að minnsta kosti ekki
í augum „heiðursakademíu" okkar íslend-
inga. í siðustu viku virðist þó hafa runnið Ijós
upp yfir herrunum þegar Megas fékk loks
uppreisn æru: Verðlaun Jónasar Hallgrims-
sonar féllu honum í skaut á Degi íslenskrar
tungu, nokkuð sem kappinn á fyllilega skilið.
Sjálfur segist hann aldrei hafa selt mikið af
plötum, nema þegar hann var látinn gera af-
mælisplötu Reykjavíkurborgar, en þá hafi fólk
næstum verið blekkt til að kaupa hana. Það
^ kemur hvort eð er út á eitt fyrir kappann því
það er ekki eins og hann fái neitt fyrir gömlu
plöturnar sínar sem gefnar hafa verið út á
geisladiskum; einhverjum tókst að trygga
sér tekjurnar af þvi.
ú r f ó k u s
Nú færumst við sífellt nær jólunum og auglýs-
ingaflóðið er að byrja að skella á okkur. Reynd-
ar hefur það stigmagnast að undanförnu en
nú er magnið orðið slíkt að fólk fer virkilega að
taka eftir því. Auglýsingar í útvarpi eiga það til
að vera afskaplega takmarkaðar og fyrir vikið
verður fólk almennt fyrr þreytt á þeim en öðr-
um. Gott dæmi um þetta er auglýsingaherferð
American Style sem dunið hefur á lands-
mönnum undanfarið. Þær auglýsingar eru í
fyrsta lagi alls ekki góðar en flestir geta leitt
það hjá sér, allavega í einhvern tíma. En þeg-
ar maður þarf að hlusta á álíka gáfulegar setn-
t ingar og „Égfæ mér yfirleitt hamborgara en nú
ætla ég að prófa pítu," eða „íris í Buttercup,
hvað ert þú að gera hér?" og svarið: „Jah,
maöur gripur nú í ýmislegt," fær maður nóg.
Reyndar er þetta trúverðugt aö því leyti að
maður veit að Iris getur varla lifað af Buttercup
einni saman, en auglýsingin er svo sannarlega
viðbjóðslega leiðinleg. Og þannig er það nú
um flestar þær auglýsingaherferðir sem sak-
lausir íslenskir eyðsluseggir þurfa að sitja
undir. Ætli friðurinn á aðfangadag verði ekki
vel þeginn?
Flestir upplífa það á einhverjum tímapunkti að fá sig fullsadda af umhverfi sínu og
fjölskyldu og þrá að láta sig hverfa af yfirborði jarðar, sumir eina dagstund, aðrir í
tólf-þrettán ár. Besta vopnið í kjarabaráttu barna eru hótanir um strok og eftir að
hafa legið í sjálfsvorkunnarhugleiðslu í kústaskápnum verður að gera alvöru úr stóru
orðunum og láta sakna sín. Og sennilega hefur ekkert fyrirbæri verið auglýst betur í
Hollívúdd en flóttinn að heiman með tilheyrandi ævintýrunum og gleðilegri heim-
komu. Hér er rakin misjöfn saga af stroki nokkurra karla og kvenna.
Þegar ég s
að heiman
Faldi mig
bak við dýnu
„Ég hef aldrei strokið, ég hef bara
þóst strjúka. Ég var í sveit og vissi að
ÖLLUM þætti ég leiðinleg. Ég ákvað
því að gefa heiminum frí frá mér og
faldi mig bak við dýnu sem stðð upp á
rönd í sjónvarpsherberginu. Þaðan
varð ég vitni að nokkrum samtölum,
meðal annars um mig. Svo var farið
að undrast um mig, ÉG var horfin!
Allir fóru að leita að MÉR. Svo var
komið inn við og við og talað um
hvernig leitin gengi. „Ætli hún hafi
strokið?" „Hvers vegna?“ „Hefur hún
verið eitthvað leið?“ Ég fékk brjálæð-
islega mikið út úr þessu, þetta var
svona eins og þegar mann langar að
deyja svo fólk sakni manns, nema ég
þurfti ekki að deyja!!! Nokkrum
klukkutímum seinna fannst ég bak
við dýnuna,“sofandi“. Ég þóttist auð-
vitað sofa til að þau kæmust ekki að
því að ég heyrði allt sem var sagt um
mig áður en ég „týndist" (það var eitt-
hvað svona: „Ómöguleg kaupakona",
„löt“, „fordekrað borgarbarn1'). Þau
voru jú búin að þjást nóg mín vegna í
millitíðinni."
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona
Strjúktu,
drengur. strjúktu
„í eina skiptið sem ég man eftir að
hafa strokið að heiman gerði ég það til-
neyddur af húsnæðisskorti. Við þurft-
um óvænt að hýsa fjölskyldumeðlim
heima hjá mér einn vetur og ég fluttist
inn til vinar míns í Breiðholtinu. Ég
hef verið svona 22ja-23ja ára og það
var mikið stuð á okkur, enda ungir
popparar. íbúðin varð svona hálfgert
„Bachelor hangout". Ég hafði það svo
notalegt heima að ég vildi varla fara.
Það voru frekar foreldrar mínir sem
hvöttu mig til þess og sögðu við mig:
„Strjúktu, drengur, strjúktu." Þau
voru svo ljúf að ég bjó heima hjá mér
til 25 ára aldurs, þá fluttist ég til út-
landa. Ég var með lítið hús inni á lóð-
inni út af fyrir mig og þarna æfðu öll
böndin sem ég var í á þeim tíma
þannig að þú getur rétt ímyndað þér
umburðarlyndi foreldra minna. Á
tímabili notuðum við húsnæðið sem
íbúð, ég Skúli Sverris og Þorvaldur
Bjarni, þannig að það voru eiginlega
félagar mínir sem struku að heiman til
að vera hjá foreldrum mínum. En það
var gaman þennan eina vetur, ég naut
frjálsræðisins og skemmti mér vel.“
Geiri Sœm, kokkur og
tónlistarmaóur
hverjir voru hvar
Astró var eins og mauraþúfa af fallegu fólki um
sfðustu helgi en meðal þeirra sem sást til voru
FM957-gaurarnir Maggl Magg, Jói Jó, Halli Krist-
, ins og Kalli Lú (& crew), sem var umvafinn mis-
r glæsilegum meyjum. ívar Guðmunds og Gústi
Héðins sem sjá um kynningar á Bylgjunni stigu
léttan dans og þótti örla á samkynhneigð þar til
allt Fitness-liðið, t.d. Óll I Adonis, Yasmine, Berg-
lind og Anna Sigurðar á Planet Pulse, slóst I hóp-
inn. Valtýr Björn var stórkallalegur og gaf Luka
Kostic fátt eftir í ögrandi Balkan-mjaömasveiflu.
Guðmundur Bórkur á BSR var reifur á svip og dró
augaö í pung þegar yngismeyjar gengu hjá. Á
sama borði sátu svo glæsileg að vanda parið
Fjölnlr og Marin Manda ásamt Herjólfi Guð-
bjartssyni ræðuskörungi, sem hafði yfir ógrynni
lausavísna og fór með
ýmis gamanmál I við-
urvist Þurýar I Ónix
o.fl. Hilmar Björnsson
lét engan bilbug á sér
finna þó kominn sé til
Fram frá íslands-
meisturunum og lóðs-
aði allt knattspyrnulið
Helsingborgar á milli
gjafvaxta kvenkyns-
ins. Bryndis Ás-
munds söngspira
skók á sér barminn ásamt vinkonum sinum og
1 fór með sigur af hólmi í dansmaraþoni. Andri Már
i Heimsferöum, MC Daddi DJ, Raggi Már og Guð-
jón Már OZ-arar voru til friðs, en Philippe
DreamWorld skvetti í sig kampavini til að buga
áfengisþorstann.
Svavar Örn og Simbi
tóku nettan Travolta á
dansgólfinu við dynj-
andi lófatak. Magnús
Ver brunaöi af Leifs-
stöð til að fagna af-
mæli Ástu konu sinn-
ar á efri hæðinni.
Helga Braga og vin-
konur sátu með kokk-
teila í hönd og byrgðu
ekkert inni. Svala
Björg, ungfrú Island, og Steinl svelgur voru ró-
legri en Dalai Lama á efri hæðinni. Sömu sögu er
að segja af Halldóri Bachmann og félaga. Play-
boy-módelin gömlu, Arna og Díanna Dúa, mættu
klæðalitlar og glæsilegar, en ein er píkan annarri
lík, eins og Laxness ritaði. Einnig sást til ívans
Burkna stílista og Siggi Kaldal var svalari en tá-
neglurnar á ísbirni þar sem hann sat kæruleysis-
legur í félagsskap Júlla Kemp kvikmyndamógúls.
Valdi í Valhöll tjillaði hárfint með Nonna í Quest,
sem hafði hendur í hári Andreu Róberts í Sjáðu.
Maggl listakokkur á Borginni og Raul Rodriqes
einkaþjálfari voru líklegast að metast um þrí-
höfðastærð ásamt Þór Jósefs, sem þyrfti að lúta
i gras fyrir vöövafjallinu Raul. Gummi Gonzales og
Ásgeir Kolbeins hafa ekki nennt að hanga á Kjall-
aranum og drógu Guðjón Bergmann með sér í
feitan fíling og með þeim herskari kvenfólks,
meöal annarra Lau Lau (Sigurlaug) flugfreyju-
kennari hjá Atlanta og vinkonur. Villi Vill og Sig-
urður Kári létu fara vel um sig. Berta María mód-
el, Jón Jón, Grétar á Óöali og Maggi Ármann
mættu „fasjónablí leit“ og Eyþór Paintball og
Kata lýsismódel með þeim.
Klaustrið var fokking fokhelt um helgina og þar
létu Ijós sitt skina Aggi LeMacks Thomsenstjóri
ásamt Roland og Ad-
amski Wall of Sound-
mönnum sem hituðu
sig upp fyrir morgun-
inn. DJ Sóley (Skjár
einn), Maja og Helga
Ó. hjá extra.is voru
sætari en glassúr og
með þeim var Róbert
hinn króniski. Kor-
mákur „the Kid“ og
Skjöldur skerfari
héldu friðinn yfir köld-
um ðl í kjallaranum ásamt Bimi Th. vini sínum.
Jakob Frímann var og er í stuði og mætti til leiks
með lærisveini sínum, Villa VIII, sem lét verkin
tala og vatt sér að hinni íðilfögru Yasmine með
kynþokkafullum dansi. Hermann Hauks ákvað að
snerta ekki við brennivininu og var i vatninu. Fritz
(soco) og Geiri Rokk mættu með hóp af Svium
frá Ericsson og Elva Björk feguröargrýla lét Hann-
es ekki komast upp með neitt múður.
Mætingin var góö á Café Gróf á laugardaginn.
Meöal þeirra sem þar sáust voru Boggi, Gunni,
og Karl Frá Pollox, Guðrún E, Fjóla og Anna Dóra,
sem fögnuöu 25 ára afmæli Jóhönnu G. Ingi-
björg, Garðar, Kiddi, Jonni og Hákon Kíktu.
Begga J, Karla og Nina voru mættar aö venju og
skemmtu sér konunglega með Adda, Palla og
Bergþóru.
Það er alltaf gaman að líta inn á 22 þegar aðrir
staðir loka. Þar sást Heiða söngkona trylla um
dansgólfiö, Sævar Örn frá Miru var meö ballett-
snúninginn á hreinu og Laufey plötusnúður skók
sig getnaðarlega á milli laga, en á efri hæðinni
stuðlaði kollegi hennar Jörundur Joð meistari joð
að almennri gleði borgarbúa. Mummi Frið hjá
Garra saup mjöðinn og með honum sáust Tryggvi
uppsetjari og Indriðl G. í sófanum á efstu hæö
bitboxaði Árni langi rappari LB og Ingvar Arnar-
son sló á létta strengi, umvafinn fallegum fyrir-
sætum sem struku á honum belginn og báðu
hann trúlofast sér.
Á Vegamótum var mikil biðröð en Ófeigur frá Lind
slapp inn á klíkunni. Dóri Bus, formaður FC
Kidda, lét sig ekki vanta og strákarnir í Inn tölvu-
fyrirtækinu mættu. Ragnhildur hárgreiðslumeist-
ari kom þar og fagnaði flutningi í nýtt húsnæði
með staffi sinu og Ingi pitsukóngur dansaði eins
og andsetinn væri af smápúkum og héldu sumir
aö þar færi lúsugur maöur, illa haldinn njálgi.
RCWELLS
Tíska* Gæði» Betra verö
14
f Ó k U S 24. nóvember 2000