Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2000, Blaðsíða 9
Stöllurnar Kristbjörg Kristjánsdóttir og Hugrún R. Hjaltadóttir kalla ekki allt afa sinn þegar kemur að jafn- réttisbaráttu. Rær nema báðar kynjafræði, eru „meðleg“ í Bríeti, félagi ungra feminista og raka hvorki á sér handarkrika né klof frekar en þeim sýnist. Nýlega kom út bókin Píkutorfan, í þýðingu þeírra, og sitt « sýnist hverjum um þá ritsmíð. „Stelpa á að geta sagt nei, ef ein- hver kallar hana hóru fyrir að hafa sofið hjá strák. Það er bara eitthvað sem við finnum okkur í og menn- ingin segir að þetta sé allt í lagi. Fólk á íslandi í dag heldur að hér sé jafnrétti, án þess að hugsa út í inni- hald orðsins," segja stelpurnar þeg- ar talið berst að inntaki Píkutorf- unnar. „Við erum ekki að hvetja stelpur til að safna liði gegn strák- um, alls ekki, heldur til að setja spurningarmerki við þær lélegu að- stæður sem þær finna sig í.“ Og markmiðið eru þær sammála um. „Við vonumst til þess að þetta hafi í fór með sér vitundarvakningu og skapi umræðu sem breytir ein- hverju og leyfir fólki að vera það sjálft." Venjuleg loðna á kápunni Pikutorfan vakti strax mikla um- ræðu þegar hún kom út í Svíþjóð 1999 og hefur breiðst um Norður- lönd eins og eldur um skapahár. Bókin er greinarsafn sænskra stelpna um stöðu ungra kvenna. Kristbjörg og Hugrún höfðu heyrt hennar getið og gripu gæsinsa þeg- ar þær fréttu af áhuga Forlagsins á þýðingu. Torfan er nýkomin í hillur bókaverslanna, en nú þegar hefur skapast nokkur umræða um hana í fjölmiðlum. „Viðbrögðin eru mis- jöfn, en forsíðan hefur vakið mesta athygli. Fólki fmnst myndin ógeðs- leg og ósmekkleg. Hún ætti að vera algeng sjón, því þetta er bara venju- leg stelpa. Erum við ekki margar svona undir nærbuxunum? Við erum ekki að nenna að raka okkur og vera eitthvað finar ef ske kynni að eitthvað gerðist," segir Hugrún. „Stelpur mega ekki vera með nein hár, mega ekki vera loðnar. Þessi mynd er svo stuðandi af því að við sjáum þetta aldrei. Vlð sjáum bara fallegar tölvufíxaðar myndir," bætir Kristbjörg við. „Ég er sjálf full af kynjamótuðum tilfmningum, en ég ætla ekki að láta neinn segja mér að ég þurfi að raka mig,“ opinberar hún í framhaldinu. Lesbíur og kúluvarparar Hugrún og Kristbjörg eru meðal stofnenda Bríetar, félags ungra fem- inista. Nokkuð hefur borið á félaginu og það er ekki tekið út með sældinni að svara fyrir það öllum stundum. „Fólk ræðst á okkur i bænum til að rífast. Yfirleitt veit það líka ekkert um hvað það er að tala. Það veit bara að Bríet er til, en hefur ekkert kynnt sér málið," útskýrir Hugrún. Stelp- urnar hafa byggt upp sterkt ónæmis- kerfi fyrir fúkyrðum. „Við erum kall- aðar rauðsokkur og kvenréttindatuss- ur, rembur, karlahatarar, lesbíur og kúluvarparar, af ókunnugu fólk. Svo ganga ýmsar kjaftasögur um okkur. Eins og að við eyðilegjum öll partí sem við förum í og séum allar með hárið litað svart. Og við erum allar ógeðslega loðnar og ógeðslegar, bæði undir höndunum og á löppunum og það er geðveik svitalykt af okkur,“ segja þær og hlæja að fáránleikanum. Hata ekki módel Bríetarkonur fagna allri umræðu og segjast gjaman vilja sjá stráka gera eitthvað í sínum málum, því þeirra staða sé fjarri því að vera full- komin. „Margar stelpur eru sam- mála okkur og lýsa áhuga sínum á að koma í félagið, en gera ekkert í því. Tískan í dag er sú að hafa ekki skoð-<% un og vera bara að „tjilla", ekki að standa á Lækjartorgi með kröfu- spjöld og öskra," segir Hugrún. En eru engar stelpur á móti málflutn- ingi Bríetar? „Jú, jú. En þær eru yf- irleitt sammála um leið og við erum búnar að útskýra fyrir þeim að við erum hvorki karl- né kvenhatarar, hötum ekki módel eða stelpur sem eru mjóar og mála sig of mikið. Ég hef til dæmis ekkert á móti stelpum sem fara í brjóstastækkun, ég er samt ekki fylgjandi brjóstastækkun- um,“ segir Hugrún. „En ef þetta er það sem þú þarft til að öðlast sjálfs- traust og geta gert það sem þú vilt...“ „...sem er alveg sorglegt," bætir Kristbjörg við. „Já, en ef þetta er það sem þú þarft þá gerðu það, en það er mjög leiðinlegt og ég er ekki sam- mála þvi að stelpur þurfi að gera það,“ heldur Hugrún áfram. „þessi útlitspressa kemur úr öllum áttum. Það eru heilu vinkonuhóparnir að fara í brjóstastækkun og ég heyri um konur í Bandaríkjunum sem fara í fegrunaraðgerðir á kynfærunum á sér, á píkunni," segir hún. „Ég held að það sé ekki langt í að karlar fari í typpastækkun," segir Kristbjörg, og fleiri orða er ekki þörf. todmobile í óperunni 1. desember kl. 20:00 BESTA Forsala hafin í verslunum Skífunnar og Músík og mynda. Todmobile - Best Tvöföld geislaplata 1. Pöddulagið 2. Eldlagiö 3. Fæ aldrei nóg af þér 4. Stúlkan 5. Lommér að sjá 6. í tígullaga dal 7. Brúðkaupslagið 8. Stelpurokk 9. Betra en nokkuð annað 10. Ég geri allt sem þú vilt 11. Voodooman 12. Allt í kringum 13. Sofðu vært 14. Upp' á þaki 15. Nætur-galin 16. Byrjun 1. Tryllt 2. Eilífró 3. Þeir sem Guðirnir elska 4. Stopp 5. Ég heyri raddir 6. Ég vil fá að lifa lengur 7. Næturlagið 8. Ég vil brenna 9. Sætari en sýra 10. Draumalagið 11. Englaregn 12. Gúggúlu 13. Sameiginlegt 14. Spiladósalagiö 15. Bæn skifanJs stórverslun á netinu ♦ 1. desember 2000 f ÓkllS 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.