Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2000, Blaðsíða 12
Heiða - Svarið ★★★★
plötudómur
Heiða fer að heiman
svíiríh
"<da
r/
Ragnheiöur Eiríksdóttir kom
fram á sjónarsviöið fyrir nokkrum
árum og skapaði sér nafn á tón-
leikasenunni í Reykjavík sem
Heiða, trúbador frá Keflavík. Á
sama tíma kom hún við sögu hinn-
ar goðsagnakenndu og vanmetnu
listarokksveitar Texas Jesús og
söng m.a. með þeim popplagið frá-
bæra Picking Flowers, sem fáanlegt
er á plötunni þeirra, Jæja vinur!
Þegar Dr. Gunna og Þór Eldon vant-
aði söngkonu í nýju súpergrúppuna
' sem þeir voru með í smíðum fengu
þeir Heiðu til liðs við sig og alla tíð
síðan hefur hún verið þekkt sem
Heiða í Unun. Unun heyrir sögunni
til og Heiða ætti að geta losnað við
Ununarviðurnefnið fljótlega, því að
hún var að senda frá sér sína fyrstu
sólóplötu undir eigin nafni. Platan
heitir Svarið og hefur að geyma 10
ný lög og texta eftir Heiðu sjálfa.
Það bar aldrei mikið á lagasmíðum
Heiðu í Unun, en þeir Gunni og Þór
hefðu alveg getað treyst henni til
Hverju svo sem um má kenna
virðist raunin í dag ótvírætt sú að
ekki verði sett saman frjó og metn-
aðargjörn rokkhljómsveit án þess
að söngvari hennar hafi upp á
nokkurn veginn skammlausa
falsettu að bjóða. Það fer ekki á
< milli mála að Stolið er bæði frjó og
metnaðargjörn hljómsveit og
söngvari hennar, Guðmundur
Árnason, hefur þokkalegan
falsettusöng innan sinna radd-
banda en einn helsti annmarki
plötunnar verður þó að teljast hóf-
leysi hans í beitingu þessa tiltekna
stílbragðs. Að öllu jöfnu er söngur
á plötunni henni til sóma en þó
með þessum áðurnefnda fyrirvara.
Fyrsta lag plötunnar er prýðilegt
með nokkuð gripandi viðlagi en
plötudómur
Barnastjarna
Ég man ekki hvort það var í
sumar eða haust að ég var að
keyra um bæinn og heyrði lag í
útvarpinu (Rás 2) sem mér fannst
svo svakalega vel sungið ... Ein-
hver kunnugleg rödd, fannst mér,
söngkona með fortíðina á hreinu,
örugglega útlensk. En, viti menn,
haldiði ekki að maðurinn í út-
varpinu (Óli Páll) hafi sagt að
þetta væri Rut Reginalds! „Why
you little," hugsaði ég á simps-
enska vísu: Þú ert orðin „stór“!
Auðvitað hef ég heyrt í Rut eft-
* ir að hún var barn og alltaf þótt
hún syngja vel, en ekki tónlist
með framtíð fyrir sig sjálfa, frekar
eins og hún væri að syngja bara
eitthvað, fyrir aðra. Núna loksins
kemur plata frá Rut sem manni
finnst vera það sem hún gæti vilj-
að sjálf, en heil 20 ár eru síðan
plata kom síðast út með henni (sú
þess að semja meira því að helsti
kostur þessarar plötu er að hún er
full af fínum lagasmíðum. Tónlistin
á plötunni er einhvers konar popp-
rokk og minnir um margt á Unun.
Sumt minnir á fyrri plötu Ununar
(t.d. franska pönklagið L’Athéiste
og lagið Loftborg), annað á seinni
plötuna sem var poppaðri (t.d. Ekk-
ert sé). En svo eru líka lög á plöt-
unni sem minna alls ekki á Unun,
t.d. Sé þig alla leið, sem er djassball-
aða, og Æsingur, sem er einstaklega
grípandi og flott popplag sem verð-
skuldar sispilun á útvarpsstöðvun-
um. Heiða er ágæt söngkona,
kannski full væmin í sumum lögun-
um (t.d. Ekkert sé), en kemst á
heildina vel frá plötunni.
Það er úrval hljóðfæraleikara af
Reykjavíkur-senunni sem spilar á
plötunni og má þar nefna Birgi Örn
„Bibba“ Thoroddsen, sem spilar á
gítara og stjórnar að auki upptök-
um, trommarana Birgi Baldursson
(Unun/Kombóið), Þorvald „Dodda“
vekur þó ekki sérstaka athygli að
öðru leyti, nema ef vera skyldi fyr-
ir snjallan og ó-/tví- eða margræð-
an texta Snorra Gunnarssonar.
Þess má kannski geta að Snorri,
annar gítarleikari sveitarinnar, sér
um að semja nánast ailt efni henn-
ar; einu undantekningarnar eru
lögin Ferð og Glerborgir (i því sið-
arnefnda er textagerð þó einnig í
höndum Snorra) og óhætt er að
fullyrða að textar verksins séu
töluvert fágaðri en almennt gengur
og gerist, hvort sem litið er til inn-
eða erlendrar rokktónlistarútgáfu.
Annað lag plötunnar hefst dálít-
ið líkt og þróttmeiri U2 en maður
hefur lært að venjast í seinni tíð;
kröftugar gítarútsetningarnar eru
með ákjósanlegasta hætti og vel að
Gröndal (Unun/Ó Jónsson og
Grjóni) og Ólaf „Óbó“ Ólafsson
(Unun), bassaleikarana Sverri Ás-
mundsson (Texas Jesús), S. Bjöm
Blöndal (Ham), Guðna Finnsson
(Olympia, Lhooq) og Vemharð Jós-
epsson (Geirfuglarnir/Miðnes) og
gítaristana Stefán Magnússon (Geir-
fuglarnir/Miðnes) og Sigurjón
Kjartansson, auk tónlistarmanna
sem spila á önnur hljóðfæri.
Útgáfutónleikar Heiðu á Gauk á
Stöng fyrir skemmstu voru eftir-
minnilegir fyrir þær endalausu inn-
áskiptingar og hrókeringar sem
voru á sviðinu, en á tónleikunum
fékk Heiða sömu tónlistarmenn og
spila á plötunni til þess að spila í
sömu lögum og þeir spila í á plöt-
unni og svo var platan tekin í réttri
röð frá fyrsta lagi til þess síðasta.
Þessir ólíku tónlistarmenn ljá lög-
unum karakter og auka á fjöl-
breytnina, trommaranir þrir eru
t.d. allir ólíkir og eins er hljóðfæra-
skipunin í lögunum 10 ólík, 103.
merkja: hér þjónar falsettan laginu
sem slíku í stað þess að þröngva sér
upp á það líkt og ósjaldan vill
henda annars staðar á plötunni.
Snjór er nokkuð notaleg og vel unn-
in heimsókn til hinnar sálugu
Smiths en að henni lokinni tekur
við áleitinn blástur í útsetningu
Samúels Jóns Samúelssonar (en í
því samhengi gæti Legoland hringt
einhverjum bjöllum - nýútgefin
sólóplata Samúels) sem leiðir okk-
ur inn í Lifðu, prýðilegt lag með
minimalískum en engu að síður af-
burðagóðum texta. Sniðugar og vel
lukkaðar tilraunir með tóntafir
(delay/reverb eða annað sambæri-
legt) eiga sér stað í Forsniðin sem
hefur síðan auk þess að geyma eitt
af skemmtilegri viðlögum plötunn-
mars hefur nikku og mandólín,
Hvenær? skartar trompet og
básúnu, það er farfísa í Loftborg og
selló í Æsingur, svo nokkur dæmi
séu tekin. Oft tekst misvel til þegar
það er verið að kalla til alls konar
lið til þess að skreyta tónlistina með
„aukahljóðfærum", stúdíóbrölt af
því tagi hefur skemmt mörg heiðar-
leg rokklög, en þetta gengur allt upp
hér. Það er ekki verið að gera of
mikið af þessu og passað upp á að
þessar innkomur ræni ekki lögin
þeim krafti sem einkennir þau.
Textar Heiðu eru flestir persónuleg-
ar vangaveltur og rista misdjúpt,
hún er jú enginn Megas, en margir
þeirra fylla engu að síður ágætlega
út i lögin. Svarið er að flestu leyti
vel heppnuð plata og prýðileg
frumraun. Platan er frekar stutt (35
mín.) og sum lögin eru kannski
frekar endingarlítil, en á heildina
litið er þetta fín plata sem festir
Heiðu í sessi sem listamann á eigin
forsendum. Heiða er farin að heim-
an og það verður gaman að fylgjast
með henni í framtiðinni.
Trausti Júlíusson
ar.
Bassaleikari svo og trymbill
hljómsveitarinnar bera prýðilegt
skynbragð á það hvers lögin ætlast
til af þeim og í raun má segja að
flest það er snýr að þessari fyrstu
plötu Stolið sé fagmannlega unnið.
Samúel Jón Samúelsson og aðrir
„aukaleikarar" komast vel frá sínu
og ljá verkinu dýpri víddir þar
sem þess helst er þörf. Hvað van-
kanta þess varðar þá gerði ég í
upphafi athugasemd við óhóflega
falsettunotkim en í því sambandi
mætti einnig minnast á það hvern-
ig The Smiths verða endrum og
eins ögn of sýnilegir auk þess sem
allsherjar hljómgæði plötunnar
eru ekkert „Húrra!“ ef þannig
mætti að orði komast. Ég bíð samt
spenntur eftir að heyra meira frá
sveitinni.
Hilmar Örn Óskarsson
„Textar Heiðu eru flestir
persónulegar vangaveltur
og rista misdjúpt, hún er
jú enginn Megas, en
margir þeirra fylla engu
að síður ágætlega út í lög-
in. Svarið er að flestu
leyti vel heppnuð plata og
prýðileg frumraun.“
„Rúnar Júlíusson er einn af
ekkert allt of mörgum
(tón)listamönnum sem bók-
staflega verða ekki greindir
frá því sem þeir gera; hann
er alltaf gamla rokkstjarnan
hvar sem maður hittir hann,
úti á götu eða uppi á sviði.“
„Bassaleikari svo og
trymbill hljómsveitarinn-
ar bera prýðilegt skyn-
bragð á það hvers lögin
ætlast til af þeim og í
raun má segja að flest
það er snýr að þessari
fyrstu plötu Stolið sé fag-
mannlega unnið.“
„Barnastjarnan Rut Reg-
inalds ... kemur reglulega
á óvart með gegnumgang-
andi góðum söng á heims-
mælikvarða á ágætri og
vandaðri plötu.“
Ruth Reginalds - Ruth ★★★*
sem á skilið framhaldslíf
fyrsta ‘73, þegar Rut var 8 ára).
Ruth heitir þessi nýja skífa og
h-ið i nafninu gefur til kynna að
hér sé allt á útlensku. Það er líka
rétt. Öll lög og textar eru eftir út-
lendinga, ýmist samin fyrir Rut
eða lög sem hún valdi eftir ýmsa
höfunda í gegnum EMI-útgáfufyr-
irtækið, auk þess einn gamall
slagari: Too late baby eftir tónlist-
arséníið Carole King.
Lögin á Ruth eru sem sagt öll
sungin á ensku og platan mestan
part unnin í Englandi. Þó eru
þarna fleiri íslendingar en Rut:
Gulli Briem Mezzo-maður tromm-
ar, tölvutrommar og útsetur
(ásamt fleirum) og er aðal íslend-
ingurinn með Rut. Sam-Keflvík-
ingar Rutar, Trúbrotsmennirnir
Gunni Þórðar og Maggi Kjartans,
koma líka við sögu, auk Þóris Úlf-
arssonar hljómborðsleikara. Að
öðru leyti spila sessjónmenn á
Ruth, t.d. hljómborðsleikarinn
John Savannah, sem á þarna tvö
lög og texta (spilaði með Siggu
Beinteins inn á plötu) en fyrir
utan Carole King þekki ég best af
lagahöfundum Diane Warren sem
hér á lagið I will get there.
Þessi nýja Rutar-plata hefur að
geyma tónlist sem mundi flokkast
undir r&b (rhythm & blues), með
hipp-hopp-ivafi, eða einfaldlega
„svarta" tónlist, þ.e.a.s. sum lögin;
önnur eru úr dægurtónlistinni, en
með sálartónlistartöktum. Og það
er gaman að heyra hvað þessi litli
og mjói íslendingur hefur stóra
rödd ... og stendur sig meira að
segja svakalega vel í samanburði
við alveg hrikalega góðar bak-
raddir sem koma fram á þessari
plötu. Tessa Niles heitir sú fræg-
asta þeirra og hefur sungið bak-
raddir á plötum og hljómleikum
með frægustu nöfnum dægurtón-
listarinnar. Þetta finnst kannski
sumum skrýtin athugasemd, en
þá vil ég benda á að bakradda-
söngkona Eurythmics er miklu
betri söngkona en Annie Lennox
sjálf og hefur „haldið á henni“ í
gegnum heilu hljómleikana;
Hellen Terry var líka betri en eng-
in fyrir Culture Club Boys George
... og i framhaldi af þessu hljóm-
leikatali má nefna að Rut mun eft-
ir áramót halda hljómleika til
kynningar plötunni, en ekki tókst
að safna útlendingaher hennar í
Englandi saman hingað fyrr.
En, sem sagt, niðurstaða:
Barnastjarnan Rut Reginalds
(jafngömul annarri íslenskri
barnastjörnu, Björk að nafni)
kemur reglulega á óvart með
gegnumgangándi góðum söng á
heimsmælikvarða á ágætri og
vandaðri plötu.
Andrea Jónsdóttir
plötudómur
Rúnar Júlíusson - Reykjaneshrautin ★★★
Sungið um lífsins ferðalag
Það eru mikil ferðalög á Reykja-
nesbrautinni hans Rúnars Júlíusson-
ar, nýja tvöfalda geisladiskinum
hans, enda vill hann að hin raun-
verulega braut verði tvöfólduð í ör-
yggisskyni og ætti að vita þörfina á
því - fáir hafa ekið braut þessa jafn
oft og hann fram og til baka. Ekki eru
þó lögin öll um akstur á þessari mik-
ilvægu braut (Frá höfuðborg út í
heiminn/liggur vegurinn sá... yrkir
Þorsteinn Eggertsson við titillag Rún-
ars og Þóris Baldurs)... en aðallega
.sungið um lifsins ferðalag og hrær-
ingar fram og til baka... alltaf verið
að fara eitthvað, frá einhverju - til
einhvers. Og það þarf gott drif til að
halda tempóinu, þótt ekki sé mælt
með að fara yfir hundraðinu. Enda
plötudómur
eru hér engin læti; ágætur rokk-
blústaktur áberandi á fyrri plötunni,
meira kántrý á þeirri síðarj (titillag-
ið fremst á báðum diskum, blúsað á
þeim fyrri en sveitó á þeim síðari), og
tónlistin Ijómandi vel fLutt. Rúnar
spilar auðvitað á bassa og er aðal-
söngvarinn, en Jói Helga (Magnús og
Jóhann) leggur til þessa flnu bak-
rödd. Þórir Baldursson, mágur Rún-
ars, spilar á Hammond-orgel og
hljómborð listavel, en eins og venju-
lega er hann ekkert að trana sér
fram. Sama má segja um Guðmund
Pétursson gítarleikara - tveir
hæverskir snillingar að störfum.
Rúnar Georgs kemur við sögu með
saxófón, Larry Otis, amerískur vinur
Rúnars síðan á 7. áratugnum, spilar á
gítar í 2 lögum, Gunni Þórðar sér um
undirleik í einu. Synir Rúnars spila
líka með: Baldur á hljómborð og pí-
anó og Júlíus á trommur ásamt Birgi
Baldurssyni; Ásgeir Óskarsson sér
um annan áslátt. Eins og sést á þess-
ari upptalningu er þetta þrusulið,
enda Reykjanesbrautin besta sóló-
plata Rúnars, sem þó eru margar
orðnar. Ég held að vísu að hún væri
sterkari einföld tónlistarlega séð, þ.e.
með einhverjum laganiðurskurði, en
þá myndi hún náttúrulega ekki und-
irstrika „konseptið" eins vel, um tvö-
falda Reykjanesbraut og greiðari lífs-
feril.
Helmingur laganna 20 er eftir Rún-
ar og Þóri, Bjartmar á 2 lög og texta,
Jói Helga 2 lög, Otis 2, Gunni Þórðar
1, Rúnar 3 og 7 texta, Kristján Hreins-
son 8 texta (bestur), Jóhann Árelíuz,
Þorsteinn Eggertsson og Margrét
Jónsdóttir 1 hvert.
Rúnar Júlíusson er einn af ekkert
allt of mörgum (tón)listamönnum
sem bókstaflega verða ekki greindir
frá því sem þeir gera; hann er alltaf
gamla rokkstjamam hvar sem mað-
ur hittir hann, úti á götu eða uppi á
sviði. Ekki að hann slái um sig með
stjömustælum, það hefur hann aldrei
gert, hann er bara Herra Rokk, eins
og Dr. Gunni vissi hér um árið. Þess
vegna koma plötur hans ekki á óvart,
þær eru misgóðar eins og annarra, en
ailtaf einlægar og blátt áfram, í hans
stíl: Rúnar á sviði er eins og Rúnar á
plötu og á Reykjanesbrautinni er
hann í sínu besta sólóformi, enda
kunnugur orðinn...
Andrea Jónsdóttir
Stolið - Allt tekur enda ★★★
Fagmannlega unnið
12
f Ó k U S 1. desember 2000