Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2000, Blaðsíða 3
g f n i Míkael Torfason lýsti því yfir í viðtali hér í Fókus á dögunum að hann ætlaði að sitja rólegur heima í Danmörku meðan jólaösín gengi yfir og ekki koma nálægt kynningu á nýjustu bók sinni, Heimsins heímskasti pabbi. Hann er nú búinn að þverbrjóta yfirlýsingarnar og verður úti um allan bæ um helgina að kynna sig. „Ég er bara kominn hingað í stutt stopp til að kynna bókina sem er reyndar nokkuð sem ég ætlaði alls ekki að gera. Þetta er bara nokkurra daga stopp en útgefandinn minn sá að ég var að fá ágætisdóma og sá ein- hverja vonarglætu um að við gætum selt bókina. Hann vildi ekki að ég væri á bistand úti í Danmörku og bauð mér þess vegna til landsins," segir Mikael þegar hann er beðinn að svara fyrir sig. En hann tekur ekki bara þátt í hefðbundinni kynningu í bókaverslunum meðan hann stoppar: „Ég verð að hita upp fyrir Tvi- höfða á Gauknum á mánudaginn, þar sem ég mun auðvitað lesa upp úr bókinni, en kem einnig fram undir formerkjum hljómsveitar sem ég hef starfrækt síðan ég var átta ára. Þessi hljómsveit heitir Mini Pönks og var þriggja manna sveit en ég hef reynd- ar aldrei hitt trommarann aftur og gítarleikarinn er að læra arkitektúr úti í Þýskalandi þannig að þetta er ekki beint gæfuiegur hópur. Ég hélt reyndar að þetta væri elsta hljóm- sveit í heimi þangað til Dr. Gunni kom fram með Pop Kings sem hann segir vera 25 ára gamla og eyðilagði hugmyndina." En hvernig virkar hljómsveitin fyrst þú ert einn eftir? „Hún virkar þannig að ef það er eitthvert hljóðfæri á sviðinu gríp ég i það og syng og spila frumsamin lög við texta eftir bróður minn sem er bóndi í Biskupstungunum. Þetta er afskaplega einfalt og gott.“ Bók Mikaels hefur fengið fina dóma hvarvetna og hann er sáttur með viðtökurnar. „Allir dómarnir hafa verið lofsam- legir og það skemmir auðvitað ekki söluna.“ Jólabókin í ár? „Ég veit það ekki, það er oft ekkert samhengi á milli góðra dóma og sölu. Það virðist vera buzz í gangi gagn- vart bókum eftir unga höfunda og það gæti ýtt fólki í burtu sem er búið að hanga lengi á bestu dómunum, mestu auglýsingunum og bestu söl- unni.“ Og hvernig kemur svo helgin til meó að líóa? „Þessi helgi líður þannig að Mikki megaplögg kemst í gírinn. Ég verð að lesa upp í bókabúðum og árita í Hagkaupsbúðum. Það er líka flnt að fá að vera eitthvað í smástund áður en maður fer aftur til Danmerkur til að verða ekki neitt, það er bara að vona að maður lendi ekki á Féló.“ Flestir kannast við Heiðrúnu Önnu Björnsdóttur frá því hún var söngkona í hljóm- sveitinni Cigarette og eftir að hún iék annað aðalhlutverkið í kvikmyndinni Nei er ekkert svar. Undanfarið hefur lítið heyrst frá henni enda er hún búsett í Liverpool og hefur búið þar síðustu fjögur árin. Nú er Heiðrún Anna komin með plötusamning víð breska fyrirtækið Nude, sem er með hljómsveitina Suede á sínum snærum. heima „Ég er að gefa út plötu sem var tek- in upp i sumar, við erum núna að klára að „mixa“ en allur nóvember hefur þegar farið í það. Fyrst kemur út smáskífa í mars og svo önnur í júní, en gert er ráð fyrir að platan komi út einhvern tímann í júnf eða júlí á næsta ári,“ segir Heiðrún Anna þegar hún er spurð hvað hún sé að gera þarna úti og ekki er laust við að megi greina hjá henni örlítinn bresk- an hreim. Internasjónal grúppa Heiðrún Anna fór upphaflega út til að fara í tónlistarháskóla en kláraði bara eitt ár þar. „Æ, ég hafði hvorki tíma fyrir þetta né efni á þessu þannig að ég hætti bara og ætlaði fyrst að reyna fyrir mér sóló en stofnaði svo hljómsveit. Ég kynntist enskum manni í gegnum vin en hann er í dag bæði umboðsmaður- inn minn og gítarleikarinn í hljóm- sveitinni.“ Hljómsveitin heitir Gloss og eru hljómsveitarmeðlimir fimm talsins og koma úr öllum áttum. Ég kynntist hljómborðsleikaranum í skólanum en hina náðum við í með „audisjóni". Við fórum á alls konar tónleika og völdum úr gott fólk. Gít- arleikarinn og ég semjum öll lög sam- an en tónlistin sem við erum að fást við er svona „melodic popp“. Hljóm- borðsleikarinn er norskur og ég nátt- úrlega íslensk, hinir eru breskir þannig að við erum svona „interna- sjónal band“. „Það var „managerinn" minn og gítarleikarinn sem kom okk- ur fyrir um það bil ári í kynni við breska plötufyrirtækið Nude, sem við erum nú á samningi hjá. Við tók- um upp þrjú lög sem við spiluðum fyrir hin og þessi fyrirtæki og Nude leist bara svona vel á okkur.“ Er þetta stór samningur? „Já, svona flmm eða sex plötur. Nude er lítið en mjög virkt plötufyr- irtæki sem er meðal annars með hljómsveitina Suede. Það að fyrir- tækið sé svona lítið gerir það verkum að það er mjög persónulegt. Eigand- inn er sá sem sér mest um okkur og má segja að við séum eins og börnin hans.“ Aðspurð hvort platan hennar eigi eftir að fást hér á landi seg- ir hún það vera nokkuð víst. „Ég held að það sé alveg bókað. Hún kemur líklega um leið eða fljótlega eftir að hún kemur út í Englandi. Svo gerum við auðvit- að tónlistarmyndband líka, það verð- ur tekið upp í byrjun næsta árs.“ íslensk jól Heiðrún Anna ætlar að koma heim til íslands og halda jólin í faðmi fjölskyldunnar. En svo fer hún aftur út að vinna meira í ferli sínum sem virðist vera á uppleið. Ertu endanlega flutt til Englands? „Nei, það held ég ekki. Ég er alltaf með annan fótinn heima og fer heim með reglulegu millibili að hitta fjöl- skyldu mína og vini. Þegar ég flutti fyrst út var ég ákveðin í að vera bara eitt ár, svo leið það og maður hugs- aði með sér: ókei, bara eitt ár í við- bót og svo framvegis og svo allt í einu fattar maður að maður er búin að vera heil fjögur," segir söngkonan unga. Sólmaj Fjörðoy Niclasen: Færeyingur í verðbréfabransa Dagbjört Ylfa Geirsdóttir: Vill bara lifa lífinu 69 atriði sem benda til: Að þú sérl að breytast í Kana Kristbjörg og Hugrún: Þýddu Píkutorfuna Erykah Badu: Hugsar eins og rappari BHljómsveitin Blur: Nógu gamlir fyrir safn- Uppboð hjá tollstjóra: Hverjir bjóða í draslið? Hverjir voru hvar: Myndir af djamminu I# jm » 1 r 10 Klámkvöldin bvria aftur Gun Shv komin í bíó Óvænt í bólinu í síðasta sinn Penelope Cruz er á toopnum f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíöumyndina tók Hilmar Þór af Dagbjörtu Ylfu Geirsdóttur 1. desember 2000 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.