Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2000, Blaðsíða 14
í f ó k u s
Hlemmur hefur í gegnum tíöina veriö góður
staður fyrir ógæfumenn og annað misgáfulegt
fólk í henni Reykjavík. Allir þekkja sögur af
strætóferðum frá Hlemmi þar sem þetta fólk
gengur á milli og sníkir smámynt og þó sumir
kunni hreint ekki að meta þetta eru flestir
sammála um að einhvers staðar verði þetta
fólk að vera. Fyrr á tímum var algengt að um-
rætt fólk sæist að mestu á bekkjum Hlemms
snemma morguns meðan beðið var eftir að
Keisarinn opnaði en nú eru þeir tímar liðnir.
Eftir að Keisarinn var keyptur burt virðast sum-
ir ekki eiga I mörg hús að venda og því er
Hlemmur orðinn eitt allsherjar hangout. Hvort
þetta er af hinu góða verður ekki fullyrt hér en
það er alla vega gaman að upplifa gömlu góðu
Hlemmsstemninguna.
ú r f ó k u s
Svo virðist sem þorri afgreiösludama í sjopp-
um sé illa innrættur og guðlaus. Þessi starfs-
stétt, sem áður naut mikilla vinsælda almenn-
ings fyrir ræðni og almenn skemmtilegheit í
viðmóti, hefur undanfarið glatað öllum sjarma.
Það færist I vöxt að afgreiðslukonur sem ráön-
ar eru til starfa í söluturnum séu bæði skap-
bráðar og úrillar. Þetta kemur niður á gæðum
þjónustunnar. Margar hverjar gefa þær sér allt
of nauman tlma til að blanda í poka og velja
jafnvel vísvitandi það sælgæti sem illa selst I
sjálfvali og nálgast óðfluga síðasta söludag.
Það er til skammar fyrir sjoppueigendur lands-
ins að afleitar blöndur og æpandi mótsagnir í
brjóstsykursvali séu það eina sem hundrað-
kallinn færir manni í góðærinu. Annað er það
að hér áður fyrr þótti sjoppukonum sæmd að
& því að vera ávarpaðar fröken, en nú er öldin
önnur. Ávarpinu gegna þær illa og viðskipta-
mönnum er svarað með skætingi og fúkyrða-
flaumi og eru hraktir frá svo dömurnar geti
klárað persónuleg símtöl og sinnt öðru því er
mikilvægara þykir en afgreiðsla sætinda. Skýr-
inguna á breyttu háttalagi er ef til vill að finna
I lækkandi meðalaldri innan starfsstéttarinn-
ar. Þaö er þó vesældarleg afsökun og tíma-
bært að afgreiðslukonur í sjoppum taki á sig
rögg og hristi af sér fyluna, og þá er ekki ein-
ungis átt við steikingarlyktina.
Berglind Magnúsdóttir var í góðum gír um helgina með vinkonu
sinni og lét sig ekki muna um að slengja fram sparibrosinu.
Helga virtist
ekki sakna kær-
astans, sem
beið eflaust
rólegur og
rómantískur
eftir henni
heima.
Nýjasta
sjónvarpsstjarna
SkjásEins,
Snæfríður
Ingadóttir, sveik
Prikið og
skemmti sér á
Skuggabarnum.
Gummi flugmaður og tvíburi laðar alltaf fallega fólkið að sér.
Það var hiti á dansgólfinu á Skuggabarnum á laugardaginn og
fólk virtist ekki á því að fara einsamalt heim.
v V Jr v.
Jóhanna fagnaði 24. afmælinu með stæl með Völu systur sinni
á Gauknum á laugardagskvöldið.
Gunna Dís lét sig ekki vanta á Astró og gerði allt vitlaust ásamt
vinkonu sinni.
Það er aldrei gaman að bíða í röð en Kiddi Bigfoot reynir þó alltaf
að láta röðina á Astró ganga sæmilega.
KR-ingurinn Leifur Grimsson komst aftur á móti fljótt inn þar sem
hann hitti alla félagana.
Fylkismennirnir Þórhallur Dan og frú og Kjartan Sturluson höfðu greinilega ekki áhyggjur af opnunarleiknum við KR í vor.
Að vanda var Nökkvi Svavarsson umvafinn kvenfólki á
Skuggabarnum.
Tíska* Gæöi* Betra verö
langt fram eftir nóttu, Valdi Valhöll lét fara vel
um sig í Gyllta salnum, með starfsmönnum
Glitnis sem voru þarna í boði fyrirtækisins.
Þarna voru líka Sissó, fyrrverandi Skuggi,
ásamt frúnni.
Á Astró um helgina mátti meðal annarra sjá
Popp TTVf-staffið Bússa, Stein Kára, Einar
Ágúst, Sveppa, Jóa og Simma „70 mín" sem
voru þarna samankomnir til að fagna vinsæld-
um stöðvarinnar. Elín, Kolla, Anna Svala,
Jasmín, Nanna og Eydís dansarar voru sjóð-
heitar, sem og Brynj-
ar Örn Evróvisiond-
ansari og Steinarr.
Sú sem náði hins
vegar allri athyglinni
á dansgólfinu var
Björk Guðmunds-
dóttir. Inga, Hrund
og allar hinar stelp-
urnar hjá Samvinnu-
ferðum skemmtu sér
vel eins ogvanalega,
Gussi Arngríms sat
prúður með stóran vindil í hendi, Margrét Rós
og vinkonur voru í banastuöi og Frikki Weis-
happel mætti Andreu Róberts laus. Torfi Geir-
mundsson á Hári horninu og Nonni Quest kíktu
inn eins og ívar Guðmunds Bylgjumaður, Krist-
ófer Helga, Erla Friðgeirsdóttir, Þór Bæring,
Kalli Lú, Maggi Magg, Bjarki og Þröstur á
Helga og Tobba, slatti af módelum úr tískusýn-
ingunni, Ingvar og Baltasar, Steph gussari,
Hrafnhildur aftur-gella, Árni Vigfússon sjón-
varpsstjóri og Chloe
Ophetia, Tommi
Hvíti, Bjarni Gríms,
Adam Sandler, Jói B
forseti og Júlli Kemp
framleiðandi.
Á Skuggabarnum
sást til Vigga Lottó-
drengs og módel-
manns, Stefáns
Kjærnesteds, fram-
kvæmdastjóra Atl-
antsskipa, Einars
Vilhjálmssonar, fyrrverandi spjótkastara,
Gunnleifs markvarðar með meiru. Þangað villt-
ist líka Björk Guð-
mundsdóttir, allt
staffið úr Tekk Vöru-
húsi, sem skemmtl
sér víst konunglega,
Ásgeir Ólafs, sem er
í átaki með honum
Erling á Rnum miðii,
og Antonio frá
lcelandic Models
dansaði við dömurn-
ar slnar. Kokkarnir af
Borginni tjúttuðu
Á Orgaslmo-kvöldi á
Thomsen var villt
stemning undir stjórn
Margeirs og Herb
Legowitz. Þar voru
meðal annarra Anna
FM957. Þarna voru
Itka Rúnar Róberts,
Svavar Örn, alltaf
jafn flottur á dans-
gólfinu, og Geirþrúð-
ur og vinkonur, einka-
þjálfararnir Raul
Rodriques og Haili á
FM957 og hr. ísland
strákarnir sem höfðu
aldur tii að fara inn,
Guðmundur Andri
sölukennari, Halla á
Gullsól og vinkonur og Júlli Kemp, Siggi Kaldal
og Árni létu sig ekki vanta frekar en aðra daga.
Fótboltahetjan Tryggvi Guðmundsson, Anthony
Karl Gregory og KR-ingarnir Björn og Sigursteinn
Gísla voru á kantinum eins og Guðmundur Jóns
Sálarmaður og félagar. Inn kíktu lika Siggi Bolla
og Maggi Ármann Outlet-félagar, Árni og Krist-
ján Ra, Tommi jr. á Brennslunni, Harpa fyrrver-
andi hans Ástþórs og Siggi Hlö, Dóri og Dóra,
Benni í Rton, Pétur Ottesen, ZINK-gellan, Kolli í
Bilar & List, Vllli Vill, Hallur Deluxe, Gísla Gísla,
Kiddi Haag og Láki, eigandi Astró, mættu í
smóking ásamt veiðifélögum. Einnig létu sjá sig
Bjarni Brands, Ingvar Karisson, Garðar á Óðali,
Sigurður Kári SUS-ari, Fjölnir og Manda alltaf
jafn hress, Viggó í Eldhúsinu, Ragnar Már I OZ,
Villi í Svefn&Heilsa, Andrés Pétur á Eign.is,
Heiða Valmiki og vinkonur.
Á Vegamótum var um helgina brjáluð stemning
með Tommi White og sjá mátti þar Gunnlaug
Jónsson, Díönnu Dúu og vinkonu hennar, Gurrý,
Kidda rokk og félaga.
Dóri úr fc Kidda kom
aftur þessa helgi
ásamt Daða hand-
boltakappa. Eggert
fyrrum Prik var þar I
góðum gír og Sess-
elja hélt upp á 25 ára
afmælið sitt og
skemmti sér vel.
Ófeigur hjá Lind
slapp aftur fram fyrir
röðina.
Á Prikinu sátu Björn Jörundur, Eggert i Maus,
Heiðar úr Botnleðju og Linda GK, Maggi Har-
alds og Vigdís Þor-
móðsdóttir úr OK.
Sama kvöld mátti sjá
grilla í á Píanóbarn-
um Sölva Blöndal,
Ómar og Johnny
Nash.
14
f Ó k U S 1. desember 2000