Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2000, Blaðsíða 7
ý
Wm--y '&j
'■iggm
Fáir jafnaldrar
Dagbjartar Ylfu
Geirsdóttur hafa
sömu lífsreynslu
og hún og fá lík-
lega aldrei tækifæri
til að kynnast
heiminum á sama
hátt. Ylfa hefur
verið að sitja fyrir
síðan hún var 13
ára gömul, bæði á
íslandi og úti í
heimi. Nú er
stefnan að fara til
Tókíó í janúar ef
það tekst að finna
góða skrifstofu fyrir
þessa ungu
heimskonu.
„Ásta hjá Eskimo hitti mig fyrir
tilviljun í bakaríi þegar ég var 12
ára og spuröi mig hvort ég vildi
ekki koma á módelnámskeið hjá
Eskimo. Stuttu seinna sló ég til og
fór á námskeið og í kjölfarið tók ég
þátt í Ford-keppninni þegar ég var
14 ára og varð í öðru sæti. Eftir
keppnina fór ég til London að vinna
og var þar í sjö vikur,“ segir Ylfa
þegar hún er spurð hvernig módel-
ferillinn hafi haflst hjá henni.
Til Japans í janúar
Dagbjört Ylfa er 16 ára gömul og
var nemandi í almennu námi í Iðn-
skólanum þar til verkfallið skall á.
Eins og er afgreiðir hún í Gallerí
Sautján á Laugaveginum en hún
stefnir á mjög langt ferðalag eftir
áramót. „Eskimo er að reyna að
finna góða skrifstofu fyrir mig í
Tókíó. í janúar eru sýningar þar
sem eru víst mjög vel borgaðar og
ég myndi reyna aðeins fyrir mér
þar í svona fjórar vikur. Eftir það
færi ég líklega til London og verð
þar fram á haust, en þá er ég ákveð-
in í að fara til New York í þrjá mán-
uði. Það verður örugglega mjög
gaman, New York er frábær borg.“
Hefur þú oft fariö út i heim aö
módelast?
„Já, síöustu þrjú sumur fór ég út
að vinna í London og New York,“
segir fyrirsætan unga. „Svo hef ég
skroppið i styttri ferðir til Parísar,
London, Þýskalands og Los Angeles,
en þá fer ég til að taka að mér ein-
hver smærri verkefni. Ég get fengið
verkefni hvenær sem er, það getur
þess vegna verið að það sé hringt í
mig núna og mér sagt að fara að
pakka því ég sé að fara til London á
morgun. Það gengur þó ekki alltaf
samhliða skólanum og vinnunni,
sem ég læt ganga fyrir. Stundum
verður maður bara að segja nei.“
Þar sem Ylfa var mjög ung þegar
hún fór að sitja fyrir og ferðast út í
heim voru foreldrar hennar að sjálf-
sögðu svolitið smeykir um hana.
„Ég held að mömmu hafi ekkert lit-
ist á þetta, en hún treystir mér og
veit að ég er skynsöm og geri ekkert
rangt eða óskynsamlegt."
Strákar spenntari fyrir
módelum
„Ég sá það þegar ég byrjaði að
strákar eru oft spenntari fyrir stelp-
um sem eru módel. Mér finnst það
frekar fáránlegt en maður fær viss-
an stimpil við það eitt aö vera að
módelast. Áður en ég fór út í þetta
var ekkert að gerast með stráka en
svo eftir að ég var búin að vera í
Ford-keppninni og búin að vinna
einhver verðlaun vildu allt í einu
allir kynnast manni og vera i kring-
um mann. Stundum gerist það að
einhverjir strákar eru að hringja í
mann og vilja spjalla, þó maður
þekki þá ekki neitt. Af og til heyri
ég einhverjar kjaftasögur um mig-
sem eiga sér enga stoð í raunveru-
leikanum. Það að ég sé með anorex-
iu er eitthvað sem ég hef ósjaldan
heyrt, en sannleikurinn er sá að ég
borða eins og svín og hef aldrei á
æfmni stundað líkamsrækt, Kjafta-
sögurnar koma allar frá fólki sem
ég þekki ekki neitt, þannig að ég
passa mig á að láta þær ekki hafa
áhrif á mig. Aðalbreytingin er samt
líklega á sjálfri mér. Ég hef fengið
meira sjálfstraust, ekki svo að skilja
að maður sé eitthvað sjálfselskur en
maður þekkir sjálfan sig betur og á
annan hátt. Maður kynnist miklu af
nýju fólki og maður kynnist heim-
inum á allt annan hátt heldur en
venjulegur ferðamaður. Þetta er
mjög mikil lífsreynsla."
Ætlar þú aö halda fyrirsœtustarf-
inu áfram?
„Maður endist ekki í þessum
bransa til fertugs, í mesta lagi til 25
ára aldurs, myndi ég segja, nema
manni gangi sérstaklega vel, þá
kannski til þrítugs. En til að byrja
með langar mig aðeins að halda
áfram að sitja fyrir. Framtiöin er
óráðin og eitthvað sem ég þarf að
hugsa áður en ég tek ákvörðun. Ég
ætla allavega að klára menntó en
svo veit ég ekki hvað ég geri. Mér
finnst gaman að ferðast og kynnast
nýju fólki og því hentar þessi bransi
vel. Þegar Ylfa er spurð um áhuga-
mál fyrir utan fyrirsætuheiminn,
brosir hún og segir: „vera með vin-
um mínum og bara lifa lífinu."
Fokusmynd: Hilmar Þor
Fatnaður: Galleri Sautjan
v
1. desember 2000 f Ókus
7