Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2000, Blaðsíða 11
1 Ein er sú hljórnsveít er setti mark sitt eftirmínnílega á tíunda áratug- inn; sú hefur lengst af gegnt nafninu Biur og iifaö þónokkrar stefnubreyt- ingar sem slík. Á dögunum gáfu þeir út safn sirma bestu laga og renndí Kristján Már Ólafsson yfir söguna af því tilefni. ist heiftarlega og eftir The Great Escape-plötuna munaði minnstu að þeir slitu samstarfmu, ég minni þó á að það er merki um góða vináttu að geta rifist almennilega. Graham var á tímabili alræmdur róni og drykkjumaður en hefur í seinni tíð virkjað þá orku á jákvæð- ari hluti; sérstæðar sólóplötur og hjólabrettaiðkun. Hann á líka barn, sjálft bamið, og er áreiðanlega fyrir- myndarfaðir. Lífskúnstnerinn Alex James: Bassaleikari og lífskúnstner sveitarinnar. Ég man að þegar ég sá hann fyrst á tónleik- um þá fannst mér eins og honum þætti mun skemmtilegra að reykja svo furðulegur... Damon lét ein- hverju sinni svo um mælt að þeir gætu ekki verið lengi í tónleikaferð- um því Dave fríkaði út. Mig grunar að hann sé launsonur Charlie Watts, atgervið og yfirvegunin er slík. Dave hafði lengi vel flugið sem aðaláhugamál, utan hljómsveitar- innar, en í seinni tíð spilar tölvan æ stærri þátt og hann þykir ansi slunginn graíiker. Skemmtileg nýjung Heimasíður hljómsveita eru skemmtileg fyrirbæri en oft á tíðum ansi einsleitar, efnisflokkamir væg- ast sagt staðlaðir. í tilefni safnplöt- unnar hafa Blur-liðar hins vegar bryddað upp á skemmtilegri nýjung. Blur Komnir á safnplötualdur... Það var árið 1991 að platan Leisure markaði fyrstu skref Blur-liða í hljóm- plötuútgáfu. Ekki urðu þau nú áber- andi djúp í fyrstu, þó svo vissulega gæfu menn sveitinni auga og smáskíf- ur gægðust inn á lista. Líklega hefur engan órað fyrir að þessi sveit ætti bæði eftir að ala og enda britpopp- stefnuna svokölluðu. Sú var eins og flestir líklega muna í nokkur ár svo fá- dæma vinsæl að um þverbak keyrði. Enda vom átökin þegar það ævintýri tók dauðateygjumar slík að minnstu munaði að Blur legði upp laupana. Hljómsveitir snúast ekki alfarið um tónlistina, ótrúlegt en satt. Nærtæk- asta dæmið því til stuðnings er að sjálfsögðu framleiðslupoppið; stráka- bönd og stelpu. Hljómsveitin Blur finnst mér eitthvert skemmtilegasta samsafn karaktera sem ég hef kynnst í seinni tíð. Meðlimimir fjórir em af- skaplega ólíkar manneskjur en vinna ákaflega vel saman sem heild og em gríðarlega hæfileikarikir hver á sínu sviði. p1ötudómar Andlitið út á við Damon Albarn: Söngvarinn, hljómborðsleikarinn og aðallagahöf- undur sveitarinnar. Reyndar er skráningin oftast þannig að Damon á lögin, Blur tónlistina. Auk þess hefur pilturinn alla tíð verið andlit- ið út á við, enda átt upp á pallborð- ið hjá kvenþjóðinni. Þegar frægðin og lífsstíllinn sem henni fylgdi fór úr böndunum lenti Damon í tals- verðum hrakningum og skolaði eins og frægt er orðið upp á ísland. Eftir að stormasömu sambandi við Justine Frischmann lauk virðist Damon hafa fundið jafnvægið sem hann leitaði langt yfir skammt, á orðið bam og dundar sér í tónlist í heimastúdíóinu sínu. Mótvægið við popparann Graham Coxon: Gítarundur og mótvægið við popparann Damon innan Blur-hópsins. Graham og Damon em andstæðir pólar í nær öllum málum en tónlist sveitarinnar nýtur nær undantekningalaust góðs af því. í gegnum tíðina hafa þeir rif- Þeir reka eigin útvarpsstöð inni á síðunni sem leikur einungis efni þeim tengt. Þar er að finna hinar ýmsu tónleikaupptökur, sjaldgæfar og óútgefnar upptökur og þætti og viðtöl úr hirslum BBC. Eins hafa bæði Alex James og Graham Coxon gert þætti þar sem þeir varpa eigin ljósi á lífshlaup sveitarinnar, í tali og tónum. Slóðin er www.blur.co.uk. sígarettur en að spila á bassa. Hann er þó með eindæmum lipur á það tæki, það verður ekki af honum tek- ið. Alex er og ansi lunkinn penni, skrifar meinfyndna pistla fyrir Q tímaritið þar sem hann veltir sér upp úr því hve erfitt sé að drekka ekki og hvað bassaleikarar geri þeg- ar þeir eru ekki að spila með hljóm- sveitinni. Þeir sitja náttúrulega ekki heima og spila á bassann, þannig að hann á oröið flugvél með trymblinum Dave. Viðundrið Dave Rown- t r e e : Trommari og óútreiknanlegt viðundur. Ekki misskilja mig, Dave er einn af mínum uppá- haldstrommu- leikurum en hann er bara Ovissa um Durst Mikil óvissa rikir nú um áfram- hald tónleikaferðalags Limp Bizkit um Bandaríkin eftir að aflýsa varð fimmtu tónleik- unum í þessum mánuði vegna hálseymsla söngvarans Fred Durst. í vikunni áttu að vera aðr- ir tónleikarnir með nýju að- stoðarmönnun- um, DMX og Godspeed, sem komu í stað Eminem, Xhibit og Papa Roach, en talsmaður Durst sagði á miðvikudag að ástand hans væri þess eðlis að óvist væri um framhald tónleikaferðarinnar. Þetta tónleikaferðalag er annað ferðalag sveitarinnar á árinu og virðist það hafa verið of mikið fyrir söngvarann sem greindist fyrst með bólgin radd- bönd í október. Samkvæmt upphaf- legu áætluninni átti túrnum að ljúka 19. desember í heimabæ Durst, Jacksonville í Flórída, en þetta á allt eftir að koma í ljós. U2 verð- launaðir Nú hefur verið ákveðið að hljóm- sveitin U2 hljóti heiðursverðlaun fyr- ir framlag sitt til tónlistarinnar við af- hendingu Brit-verðlaunanna á næsta ári. Hljómsveitin fetar þar með í fót- spor ekki ómerkari nafna en David Bowie, Eurythmics, Bee Gees, Spice Girls (ha?), Rod Stewart, Queen, Van Morrison og Who. Þá hyggst U2 einnig koma fram á verðlaunaafhend- ingunni. Verðlaunaafhendingin fer fram 26. febrúar og verður henni sjón- varpað víða um heim. Af hljómsveit- inni er það annars að frétta að söngv- arinn Bono á von á sínu fjórða barni með eiginkonu sinni, Ali Hewson, í júní á næsta ári. Næsta smáskífa U2 verður Stuck in a Moment (that you can’t get out of) og verður hún gefln út í janúar. hvaöf fyrir hvernf Á^Áa^ðVeVnÁPÁÁ niöurstaöa ★★★★ Fiytjandi: Timo Maas Platan: MuSÍC for the Maases Útgefandi: Kinetic/Þruman Lengd: 134,59 2 diskar mín. Timo Maas er pródúser og plötusnúó- ur frá Hanover T Þýskalandi. Hann er ein skaerasta nýja stjarnan I danstón- listlnni á árinu. Þessi plata inniheldur safn af hans framleiðslu, bæði eigin lög og remix. Tlmaritið Mixmag valdi plötuna sem eina af plötum ársins 2000. Auk laganna hans Timo sjálfs eru á henni remixin hans á lögum meö Azzido da Bass, Muse, Mad Dogs, Green Velvet, Paganini Trax ofl. Þetta er mistransskotiö, allt frá því að vera teknó/breakbeat úti hreint trans. Þetta er samt ekkert „trans lite" á borð við Sash eða ATB, þetta er alvöru tónlist. Remix Timo Maas af laginu „Dooms Night“ með Azzido Da Bass er upphaf- slag disksins. Timo gerði fyrst annað remix, en því var hafnað og þá gerði hann þetta T fússi eitt kvöldið. Mixiö, sem á litið skylt við orginalinn, er al- gjört dúndur og lag ársins að mati margra, þ. á m. Mixmag og Fatboy Slim. Þetta er fín plata. Það sem gengur T gegnum öll lögin er fiott sánd og kraft- ur. Platan er ekki mixuð, en lögunum er skeytt saman þannig að úr verður samfelld tónlist. Á meðal hápunkta eru „Dooms Night", „Der Schrieber" og „City Borealis" með Timo og remix- in hans af „Rash" með Green Velvet og „Mama Konda" með Orinoko. trausti júliusson ★ ★★★ Fiytjandi: Grandaddy piatan: The Sophtware Slump Útgefandi: V2/Japis Lengd: 46:50 mín. Amerískt band sem er með því skemmtilegra sem undirrltaöur hefur heyrt að vestan um skeið. Þessi fimm manna sveit rekur rætur sínar til Modesto í Kaliforntu og þar virðist sól- in skína eitthvaö ööruvísi en annar staöar í því ágæta fylki. Altént eru lagasmíðar Jason Lytle ansi sér á parti. Það er best ég hamri á því aö þeir eru gjarnan nefndir 1 sömu andrá og öðlingarnir í Flaming Lips, sem vermdu klakann fyrir skemmstu. Sveit- irnar myndu þá eiga andrúmsloftið sammerkt og nú þegar skammdegiö er brostið á mæli ég hiklaust með tón- list þeirra, því eins og allir vita má finna gleði í drunganum. Tækniöldin er áberandi T umbúðum og yrkisefnum plötunnar. Hraöinn er skáldinu sérstaklega hugleikinn og það hvernig það sem þykir helvíti gott í dag er úrelt á morgun, svo aðeins sé öfgað. Kannski er hér komin heimild sem komandi kynslóöir geta sótt T fróöleik um ITfið til forna. Kannski. Frábær plata, það er ekkert flóknara en það. Þaullæröum spekingum þætti eflaust nóg um óhóflega „effekta" notkun hér og þar en hún myndar að mínu mati ákjósanlega umgjörö um sérstakar lagasmíðar Lytle. Sem heild er platan óaðfinnanleg og mælist ég reyndar til þess að hún sé notuö sem slík. Amen. krlstján már ólafsson ★ ★★★ Flytjandi: Talib Kweli & HÍ Tek piatan: Reflection Eternal Útgefandl: Rawkus/Skífan Lengd: 70:50 mín. Ein af aðal hip-hop plötum síðasta árs var sólóplata Mos Def úr Black Star. Hér er komin plata frá hinum Black Star-meðlimnum, Talib Kweli, sem hann gerir í samvinnu við pródúserinn Hi-Tek frá Cincinnati í Ohio, en hann hefur m.a. unnið með Black Star, Common og Phife. Eins og margt af því sem Rawkus-út- gáfan hefur verið að senda frá sér er þetta hágæða hip-hop, sem allir þeir sem hafa gaman af hip-hoppi ættu að kynna sér. Mos Def, De La Soul, Rah Digga, Xzibit, Kool G Rap, Vinia Mojica og frönsku r&b skvísurnar Les Nubi- ans koma fram á plötunni. Talib er virkur baráttumaður fyrir rétt- indum svartra. Þeir Mos Def keyptu bókabúö í Brooklyn sem sérhæfir sig í svertingjabókmenntum. Þeir höfðu unnið í henni áður en þeir fóru út í tón- listina og þegar þaö fór að halla und- an fæti hjá búöinni þá keyptu þeir hana og reka í dag með góðum ár- angri. Þeir sem efuðust um að Talib gæti gert jafn magnaða plötu og Mos þurfa ekki aö efast lengur. Platan er ennþá betri en plata Mos Def T fyrra. Það hjálpast allt aö, frábært (og fjölbreytt) sánd, gott flæði (Talib hefur einstakt mjúkt flæði) og svo er hvergi dauður punktur. Umfram allt grúví og skemmtileg plata. traustl júliusson ★ ★★ Fiytjamdi: Trans Am piatan: Red Line Útgefandi: Thrill Jockey/Hljómalind Lengd: 73:28 mín. Hin mjög svo fjölbreytilega Trans Am er mörgum landsmanna að góðu kunn og spilaði fyrir skömmu á ansi hreint mögnuöum tónleikum á Gauki á Stöng. Þá var platan sem hér um ræö- ir einmitt nýdottin í búðir. Hún er sú fimmta t röðinni af eiginlegum stúdíó- plötum sveitarinnar. • Það er nú svo skemmtilegt með Trans Am aö þar ægir saman áhrifunum og þvi getur ólíkasta fólk, meö ólíkasta tónlistarsmekk, fundið hjá þeim hluti sem því geðjast. Þetta er allavega eina sveitin sem ég þekki sem menn telja undir áhrifum frá ZZ Top, Rush og Kraftwerk. Á vefsíöu sem ég skoðaði og hafði með sveitina að gera var talað um að bandið notaðist við trommumynstur og demólög úr gömlum, ódýrum hljóm- borðum í leit að innblæstri. Ætli það sé raunin, að nýir vinklar! dægurtón- list liggi læst í fermingarskemmtaran- um sem safnar ryki ofani kjallara? Red line inniheldur eins og 21 lag og fer svo víöa aö á köflum þótti mér nóg um. Fjölbreytnin er af hinu góöa en ég missti þó sjónar á þræöinum annað slagiö. Ég leyfi mér að fullyröa að vel hefði mátt sníða til hér og þar án þess að heildin hefði liðið fyrir. Rn plata samt sem áður, tek það fram. kristján már ólafsson aBBaasitiB ■■■■■ X. desember 2000 f ÓkllS 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.