Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2000, Blaðsíða 10
MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2000 30 Sport Paul Scholes kom United a bragðið gegn Tottenham þegar hann skoraði fyrra mark liðsins. A hinm myndinm fagnar Eiður Smári Guðiohnsen Gianfranco Zola sem skoraði fyrra mark Chelsea. Reuter Enska knattspyrnan: Martró - ósigur hjá Leeds og Rio Ferdinand Chelsea sigraði Manchester City á heimavelli í ensku úrvalsdeUdinni í gær. Lengi vel leit út fyrir auðveldan sigur heimamanna og 2-0 staða í hálfleik styrkti þá trú manna. Gestirnir komu hins vegar hressari tU baka í síðari hálfleiknum og náðu að minnka muninn undir lokin og áttu nokkrar góðar sóknir sem vel hefðu getað endað með marki. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea í leiknum en fór út af á 59. mínútu. Leicester tók Leeds með trompi á fyrsta hálftímanum í leik liðanna á laugardag og fyrsti leikur Rios Ferdinands, heimsins dýrasta vamar- manns, með Leeds varð að martröð. Mark Viduka skoraði eina mark Leeds í leiknum, hans ellefta á tima- bUinu. Arsenal er komið aftur á sigur- braut eftir að hafa tapað fimm af síð- ustu sjö leikjum sínum fyrir leiki helgarinnar. Liðið vann Southampton á heimaveUi á laugardag en sigurinn var fjarri því að vera öruggur. Sigur- markið virtist aldrei ætla að koma en kom þó undir lokin frá Patrick Vieira. David Ginola var í byrjunarliði Aston ViUa i fyrsta skipti í tvo mán- uði þegar liðið gerði jafntefli við Newcastle á VUla Park. Botnlið Bradford vaknaði af vær- um blundi þegar það mætti Coventry og vann sinn fyrsta sigur í fiórtán leikjum og bætti enn á vandræði Gor- dons Strachans, stjóra Coventry. Þeir heiðbláu eru nú aðeins einu stigi frá botnsætunum. Derby County vann annan sigur sinn á tímabUinu gegn Ipswich og varð fyrsta liðið til að halda hreinu gegn Hermanni Hreiðars- syni og félögum á timabilinu. Svo virðist sem vörnin hjá Derby sé eitt- hvað að lagast en það hefur haldið fjórum sinnum hreinu á leiktímabil- inu og það í fjórum af síðustu fimm leikjum. Liverpooi átti ekki í neinum vand- ræðum með Charlton á Anfield þótt það þyrfti hjálp frá gestunum til að opna markareikninginn. Meistarar Manchester United halda áfram sigurgöngu sinni og eru átta stig fyrir ofan Arsenal eftir þægi- legan sigur á slöku liði Tottenham. Mörkin hefðu auðveldlega getað orðið fleiri en tvö og er greinUegt að ef Steven Carr leikur ekki vel hjá Tottenham þá gengur liðinu erfiðlega að fóta sig á veUinum. West Ham er á góðri siglingu þessa dagana en liðið vann fjórða leikinn í röð gegn Midd- lesborough á laug- ardaginn. Það hefur nú ekki tapað í síðustu sex leikjum sínum en slíkt verður ekki sagt um Bryan Robson og lærisveina hans sem hafa aðeins unn- ið tvo leiki á tímabUinu og var ósig- urinn sá sjöundi í síðustu átta leikj- um. Sunderland og Everton mætast í kvöld á Stadium of Light. íslendingafiðin Bolton og Bradford áttust við í 1. deildinni í gær og höfðu Guðni Bergsson og félagar betur, þökk sé fyrirliða Watford, Robert Page, sem gerði tvisvar afdrifarik mistök sem kostuðu mörk. Stoke tapaði fyrir Luton, 1-3, á heimaveUi í 2. deUdinni. Þetta var fyrsti útisigur Luton á tímabUinu og aðeins þriðji sigur þeirra í 19 leikjum. -ÓK Bjarnólfur Lárusson var í byrjunarliði Scunthorpe sem tapaði á heimaveUi fyrir Hull City, 0-1, i 3. deUdinni. Bjarki Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður á 69. mínútu þegar Preston gerði jafntefli heima við Fulham, 1-1. ívar Ingimarsson og Ólafur Gott- skálksson voru báðir í byrjunarliði Brentford sem gerði jafntefli, 2-2, við Wigan í 2. deildinni. Þeir áttu ekki góð- an leik og mistök þeirra urðu til þess að Wigan skoraði mörk sín tvö. Arnar Gunnlaugsson er að ná sér af meiðslum sínum og var á varamanna- bekk Leicester sem sigraði Leeds, 3-1, í úrvalsdeildinni. Hann kom ekki við sögu í leiknum. Hermann Hreidarsson var að vanda í byrjunarliði Ipswich í tapleiknum gegn Derby. Þetta var fyrsti leikur Ipswich 1 vetur þar sem liðinu tókst ekki að skora. Brynjar Björn Gunnarsson var í byrjunarliði Stoke sem tapaði á heimaveUi fyrir Luton, 1-3. Hann fór út af fyrir Henrik Risom á 68. mínútu. Rikhardur Daóason kom inn á fyrir Tony Dorigo á 79. mínútu og Stefán Þóröarson kom inn á fyrir nýjasta leikmann liðsins, Andy Cooke, á 56. mínútu. Birkir Kristinsson var einnig á varamannabekk Stoke. James O’Connor, miðjumað- ur Stoke, og Guöjón Þóröar- son, stjóri liðsins, hafa náð sáttum að því er fram kemur á netmiðlinum thesentin- el.co.uk. O’Connor hafði ekki verið í náðinni hjá Guðjóni um nokkurt skeið en hann var kominn í byrjunarliðið á laugardag gegn Lufon. Háft er eftir leikmanninum að hann sé ánægður með að málið skuli leyst og að hann hlakki tU að spUa fyrstudeildarfótbolta, þ.e. með Stoke. Guðjón er einnig ánægður með málalok og segir að ekki aðeins hafi þeir keypt Andy Cooke fyrir helgina heldur sé O’Connor einnig kominn aftur f liðið. „Málið er leyst,” segir Guðjón. „Það varð smámisskUningur en nú verðum við að snúa okkur aö öðrum málurn.” Andy Cooke kostaði Stoke 300 þúsund pund og hefur fé- lagið nú eytt 1,3 milljónum punda til leikmannakaupa síðan íslendingar tóku völdin á Brittannia-leikvanginum. Á The Sentinel er haft eftir Gunnari Gisla- syni stjómarformanni að þeir hafi sýnt það að þeir kaupi aðeins nýja leikmenn þegar víst sé að þeir fái eitthvaö fyrir peningana. Cooke hafi komist upp um deild með Burnley nýlega og vonandi gæti sú reynsla hans smit- að aðra hjá félaginu. Guðjón er ánægður með kaupin og segist nú hafa nógu marga fram- herja til þess að tr.enn slái ekki slöku við. Guöni Bergsson var í byrjunarliði Bolton í sigrinum á Watford. Heiöar Helguson kom inn á í liði Watford á 69. mínútu. -ÓK DV ENGLAND Úrvalsdeild: Arsenal-Southampton.........1-0 1-0 Vieira (85.). Aston Villa-Newcastle.......1-1 1- 0 Dublin (4.), 1-1 Solano (80.) Bradford-Coventry ...........2-1 0-1 Aloisi (64.), 1-1 Collymore (80.), 2- 1 Beagrie (83.). Ipswich-Derby................0-1 0-1 Delap (28.). Leicester-Leeds .............3-1 1-0 Savage (8.), 2-0 Akinbiyi (17.), 3-0 Taggart (29.), 3-1 Viduka (75.). Liverpool-Charlton ..........3-0 1-0 Fish (40., sjálfsm.), 2-0 Heskey (78.), 3-0 Babbel (90.). Man United-Tottenham........2-0 1-0 Scholes (40.), 2-0 Solskjær (84.). West Ham-Middlesborough . . 1-0 1-0 Di Canio (42.). Chelsea- Man City............2-1 1- 0 Zola (28.), 2-0 Hasselbaink (44.), 2- 1 Dickov (81.). Staðan Man Utd 16 12 3 1 41-10 39 Arsenal 16 9 4 3 24-13 31 Leicester 16 8 5 3 17-12 29 Liverpool 16 8 3 5 32-23 27 Ipswich 16 8 3 5 23-17 27 West Ham 16 6 6 3 18-13 24 Aston Villa 15 6 6 3 18-13 24 Newcastle 16 7 3 6 18-16 24 Tottenham 16 7 2 f 22-23 23 Sunderland 15 6 5 4 15-16 23 Leeds 15 6 4 5 22-22 22 Everton 15 6 3 6 19-21 21 Charlton 16 6 3 7 20-24 21 Chelsea 16 5 5 6 28-23 20 S’hampton 16 4 5 7 21-28 17 Man City 16 4 2 10 18-30 14 Derby 16 2 7 7 19-31 13 Coventry 16 3 3 10 15-32 12 Middlesboro 16 2 5 9 19-27 11 Bradford 16 2 5 9 9-25 11 1. deild: Burnley-Nottingham Forest . . 1-0 1-0 Payton (79., víti). Gillingham-Birmingham .... 1-2 1-0 King (26.), 1-1 M. Johnson (78.), 1-2 Horsfield (90.). Grimsby-Crystal Palace......2-2 0-1 Forssell (42.), 0-2 Morrison (81.), 1-2 Jeffrey (85.), 2-2 Donovan (88.). Huddersfield-Crewe..........3-1 0-1 Cramb (43.), 1-1 Baldry (46.), 2-1 M. Smith (62.), 3-1 Gallen (68.). Portsmouth-Norwich..........2-0 1-0 Panopoulos (13.), 2-0 Quashie (57.). Preston-Fulham..............1-1 1-0 Jackson (xx.), 1-1 Davis (60.). Sheffield W.-QPR............5-2 1-0 Sibon (6.), 1-1 Crouch (11.), 2-1 Sibon (39.), 3-1 Morrison (45.), 4-1 Sibon (51.), 5-1 Ekoku (61.), 5-2 Crouch (71.). Stockport-Sheffield United . . . 0-2 0-1 Devlin (45.), 0-2 Quinn (88., víti). Tranmere-Blackbum...........1-1 0-1 Dunn (47.), 2-0 Parkinson (59.). Wimbledon-WBA...............0-1 0-1 Hughes (70.). Wolves-Bamsley..............2-0 1-0 Robinson (28.), 2-0 Dinning (59.) Bolton-Watford..............2-1 0-1 Smith (4.), 1-1 Gardner (71.), 2-1 Marshall (79.). Staða efstu liða Fulham 20 15 4 1 47-14 49 Birmingham 20 12 4 4 32-18 40 WBA 21 12 4 5 28-21 40 Watford 19 12 3 4 38-21 39 Bolton 21 11 6 4 33-21 39 Burnley 20 11 5 4 24-20 38 Nott. Forest 20 11 3 6 31-22 36 Blackburn 20 10 5 5 31-22 35 Preston 20 10 5 5 26-21 35 Sheff. Utd 21 10 4 7 24-22 34 Wimbledon 19 7 6 6 26-20 27 Portsmouth 21 6 8 7 24-26 26 Barnsley 21 2. 7 4 10 deild: 26-32 25 Stoke City-Luton...........1-3 0-1 McLaren (15.), 1-1 Mohan (35.), 1-2 Thomson (50.), 1-3 Thomson (61.). Stoke er sem stendur í sjöunda sæti 2. deildar með 30 stig, 11 stigum á eftir Walsall sem er í efsta sætinu. Bristol City er með 31 stig, Reading 35, Wigan og Milwall 39 stig og Rotherham i öðru sætinu með 40 stig. Þriöja til sjötta sæti gefa rétt til aö spila um sæti í 1. deild.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.