Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2000, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2000 35* Sport DV Ekki þarf að fara í neinar graf- götur með að laxveiðin er að breytast, fleiri og fleiri hætta við maðkinn og hefja fluguveiði. Magnið skiptir ekki eins miklu máli Síðustu 4-5 ár hefur þetta breyst og magnið skiptir menn ekki eins miklu máli og var í veið- inni. Maðkurinn hverfur úr fleiri og fleiri laxveiðiám. Hreinum fluguveiðiám fjölgar og erlendum veiðimönnum fjölgar líka. Flestir þeirra vilja ekki sjá maðkinn, bara fluguna, og fjöldi laxa er ekki eins mikið atriði og áður var. „Okkur finnst rétt að leyfa ein- göngu fluguveiði í Miðfjarðará strax í byrjun júlí en þá byrja er- lendir veiðimenn veiðina hjá okk- ur,“ sagði Árni Baldursson hjá Veiðifélaginu Lax-á í vikunni við DV-Sport. „Við höfum verið með þetta í bí- gerð og núna ætlum við gera þetta I samráði við landeigendur." Verða kannski fleiri ár hjá ykkur með fluguveiði ein- göngu? „Þessu er ekki hægt að svara núna en það gæti jafnvel orðið, þetta hefur verið rætt og við skul- um sjá til. Þetta er það sem koma skal í laxveiðinni," sagði Árni enn fremur. En þeim fjölgar, laxveiðiánum, sem leyfa eingöngu fluguveiði. Núna síðast var það Miðfjarðará í Húnavatnssýslu og næst kemur.... Leyfa bara fluguveiði Þær fara að nálgast tuginn, ám- ar þar sem eingöngu er leyfð fluguveiði. Stangaveiðifélag Reykjavíkur gerði þessa breytingu í tveimur laxveiðiám fyrir skömmu, Norð- urá i Borgarfirði og Hítará á Mýr- um, stóran hluta sumars. Það kæmi ekki á óvart að þetta yrði gert í fleiri veiðiám núna á næstum vikum. Þetta er það sem erlendir veiðimenn vilja og hluti þeirra íslensku, allvega meðan laxveiðin er ekki betri en þetta, hvað sem það verður svo lengi; maðkurinn hefur allavega ekki „eytt“ laxastofnum. Það er eitt- hvað annað sem hefur gert það. G.Bender Fyrsta opna hús vetrarins hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur var á fostudagskvöldið og byrjaði kvöldið með jólahugvekju. Þá var kynning á Skógaá undir Eyjaijöll- um og síðan kynnti Ásgeir Heiðar laxveiðar í Kanada. En Ásgeir var við veiðar þar á síðasta vori. Góð mæting var á þetta opna hús vetr- arins. Árshátið félagsins verður haldin á Hótel Sögu i febrúar. Veióimálastofnun stóð fyrir myndakeppni í sumar og þeir sem tóku þátt i henni eru að fá verð- launin sín þessa dagana. Tiu ungir veiðimenn fengu sérstök verðlaun fyrir góðar myndir en allir fengu eitthvert góðgæti fyrir að taka þátt 1 keppinni. Verður þetta vonandi á dagskrá áfram á hverju ári hjá stofnuninni. Rjúpnaskytta ein gekk lengi um Borgarfjörðinn á dögunum en fékk ekkert. Þegar maðurinn kom heim í bústaðinn þar sem hann bjó voru 10 rjúpur þar fyrir utan. Næsta dag þegar hann vaknar voru rjúpumar á bak og burt og þann daginn gekk hann enn lengi en fékk aðeins eina rjúpu. Um kvöldið, þegar hann kemur í bústaðinn, eru rjúpumar tiu komnar aftur og morguninn eftir, þegar hann ætlaði heim með eina rjúpur i skottinu, vom rjúp- umar enn við bústaðinn og gáfu honum auga meðan hann pakkaði i bílinn. Veiðin er kanrtski nokkuð sem ekki tekur enda á einhverjum tímapunkti. Það sannaðist allavega fyrir fáum dögum þegar veiðimenn voru að ganga frá fyrir veturinn. Veðurfarið var gott og aðeins is á ánni en rétt fyrir neðan veiðihúsið var lax að vaka. Þetta var kannað í hvelli og kom þá í ljós að laxinn var enn að ganga þótt komið væri fram í nóvemberlok. Verst var að stöngin var ekki með enda átti eng- inn von á fiski á þessum árstíma. -G.Bender Jón Þorsteinn Jónsson og Árni Heiðberg með 15 laxa veiði úr Norðurá í Borgarfirði, en fluguveiði veröur nú stóran hluta sumars í ánni. - það sem koma skal í laxveiðinni á íslandi * »*» tlfmiii Önnu Ragnaisson, nýkjörinn forntnöur SVFR, oskm önrni Mniíti Clítusen tíi hmvtingju nteð kosningune i stjui n fúlítgriiittí. I>V ntvntf ö, Bendei Brjóta öll lög á rjúpnaveiðum „Þetta gengur ekki, maður er kannski búinn að flnna rjúpnahóp og þá kemur vélsleöinn. Þá þarf ekki að spyrja að leikslok- um. Ákveðnir veiðimenn virðast alls ekki nenna að labba lengur til rjúpna," sagði Stefán Ingi Sigurðs- son, rjúpnaskytta á Sauð- árkróki, í samtali við DV- Sport. Stefán Ingi segist hafa stundað rjúpnaveiði í fjölda ára og virðast ferðir veiðimanna á vélsleðum aukast með hverju tíma- bilinu sem líður. „Ég fer mikið hérna í kringum Sauðárkrókinn og í öll þau skipti sem ég hef farið verður maður var við rjúpnaveiðimenn á vélsleðum. Þeir keyra um allt og virða engar reglur, bara að komast yfir sem mest svæði til að fá líklega sem mest. Það hefur verið talað við lögregluna en hún ger- ir litið, meira að segja buðu einhverjir henni að fara með hana til fjalla en hún þáði ekki boðið. Núna hefur verið þónokkur snjór hér um slóðir og þá fara menn á vélsleðum. í fyrra var frekar lítill snjór og þá voru fáir á sleðum. Ég hef fengið lítið núna af rjúp- um og veiðimenn sem ég frétti af fengu lítið. Maður hefur ekki heyrt neinar miklar veiðitölur," sagði Stefán Ingi enn fremur. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.