Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2000, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2000 23 I>V Sport Fjölmiðlakönnun Gallups um lestur dagblaða og tímarita: Lesendum DV-Sports fjölgar um 87,5% DV-Sport í mikilli sókn. 65,9% lesenda DV á mánudögum lesa DV-Sport 70 Lestur á DV-Sport - á mánudögum og fimmtudögum 65,9 61,7 Fjölmiðlakörtnun i_ .. _ 2000 Breyting - í prósentustigum 24,9 lesa íþróttafréttir blaðsins. Á fimmtudögum hefur DV-Sport einnig vinninginn á Morgunblaðið. 61,7% þeirra sem lesa DV lesa DV-Sport en 60,0% þeirra sem lesa Morgunblaðið á fimmtudögum lesa íþróttafréttir blaðs- ins. Aukin fjölbreytni Lögð hefur verið á það áhersla undan- farin misseri að Lesendum DV-Sports hefur fjölg- að um nærri helming frá því í vor. Þetta er niðurstaða fjölmiðlakönn- unar Gallups um lestur dagblaða og tímarita sem gerð var opinber á dögunum. Lesendum DV-Sports á mánudög- um hefur fjölgað um hvorki meira né minna en 87,5% frá því í vor. Hlutfall lesenda DV sem lesa DV- Sport á mánudögum hefur einnig snarhækkað, eða um 60,7%. Mikil aukning hefur einnig orðið á hlutfalli lesenda DV-Sports á fimmtudögum. Hlutfallið hefur hækkað frá því í vor um 55,4%. 65,9% lesa DV-Sport á mánudögum í könnun Gallups nú kemur fram að 65,9% þeirra sem lesa DV á mánudögum lesa DV-Sport. Þetta er hækkun um tæp 25 prósentustig en 41% lesenda DV las DV-Sport í vor. Á fimmtudögum er niöurstaðan sú að 61,7% þeirra sem lesa DV lesa DV-Sport. 81,3% lesenda DV-Sports á mánu- dögum eru karlar en 51,2% konur. Á fimmtudögum er hlutfall kynj- anna þannig aö 86,4% lesenda eru karlar og 47,2% konur. Af þeim les- endum DV sem lesa DV-Sport á mánudögum búa 64,6% í Reykjavík en 68,2% á lansbyggðinni. í könnun Gallups sl. vor var skiptingin hníf- jöfn. Á fimmtudögum skiptast lesend- ur þannig eftir búsetu að 60,8% íbúa á höfuðborgarsvæðinu lesa DV- Sport en 63,2% á landsbyggðinni. Mestur lestur DV-Sports innan einstakra starfsstétta er hjá þeim sem starfa við faglærð iðnaðarstörf, 77,3%. Miimstur er lesturinn hjá sérfræðingum, 52,3%. Á fimmtudögum eru það faglærð- ir iðnaðarmenn sem eru iðnastir við að lesa DV-Sport, eða 80% les- enda. Minnstur er lesturinn á með- al sérfræðinga og skrifstofufólks, 50%. Betra hlutfall DV-Sports en íþróttafrétta Morgunblaðsins Þegar kemur að hlutfalli þeirra sem lesa DV á mánudögum og Morgunblaðið á þriðjudögum og lesa íþróttafréttir blaðanna hefur DV-Sport vinninginn yfir íþrótta- fréttir Morgunblaðsins. 65,9% þeirra sem lesa DV á mánudögum lesa DV-Sport. 62,6% þeirra sem lesa Morgunblaðið á þriðjudögum verið í stórsókn síðustu mánuöina og þeirri sókn verður haldið áfram. Hvergi verður gefið eftir og það haft að leiðarljósi að auka stöðugt og viðhalda mikilli fjölbreytni þegar DV-Sport er annars vegar. Konum gert hærra undir höföi hjá DV-Sporti Síðustu mánuði hefur kvenfólki verið gert mun hærra undir höfði en áður hjá DV-Sporti. Það er skýr stefna DV-Sports að auka enn umfjöllun um íþróttir kvenna og konur sem stunda íþrótt- ir. Til að árétta þetta markmið má nefna að nú í haust var DV-Sport í Lestur á DV-Sport og íþróttasíðum Mbl. ámánudögum á DV og þriðjudögum hjá Mbl. ogfimmtudögum, bæði blöðin isaa. mánudagur/þriðjudagur Fimmtudagur auka mjög fiölbreytni á síðum DV- Sports. Auk þess aö gera boltaíþrótt- um góö skil er lögð áhersla á akst- ursíþróttir, hestamennsku, veiði- skap, stangaveiði sem skotveiði, svo eitthvað sé nefnt. í nánustu framtíð verður enn aukið við fiölbreytnina á DV-Sporti. Fljótlega hefur göngu sína í mánudagsblaðinu síða sem helguð verður almenningsíþróttum. Þar verður fiallað um almennings- íþróttir, útivist í víðasta skilningi þess orðs, trimm og margt fleira. Þar ættu margir lesendur DV-Sports að fá eitthvað við sitt hæfi. Þessari auknu fiölbreytni hjá DV- Sporti hefur verið frábærlega tekið af lesendum. Nýleg skoðanakönnun Gallups staðfestir aö DV-Sport hefur fyrsta skipti með veglega kynningu á 1. deildarkeppni kvenna í hand- knattleik og körfuknattleik. Birtar voru myndir af öllum leikmönnum allra kvennaliöa í báöum deildun- um i fyrsta skipti hérlendis. Konur hafa verið að sækja 1 sig veðrið í heimi íþróttanna. Hópíþróttir hafa verið í sókn og varla þarf að minna á afrek Völu Flosadóttur og Guðrún- ar Arnardóttur á síðustu Ólympíu- leikum í Sydney. Þá hefur DV-Sport lagt aukna áherslu undanfarið á tölfræði í boltaíþróttum hjá konum og körlum sem gefur lesendum mun meiri upplýsingar en áður hefur tíðkast hér á landi. -SK Íshokkí: Noröanmenn á toppinn SA komst á topp Islands- meistaramótsins í íshokkí með sigri á aðalkeppninautum sínum t SR. Leikurinn var jafn og spennandi og skiptust liðin á að skora fyrri hluta leiksins. Norðanmenn skoruðu fyrsta markið á fimmtu mínútu en þeir sunnlensku jöfnuðu aðeins tæpri mínútu síðar. Stuttu síðar komust SA-ingar aftur yfir en sem fyrr jöfnuðu SR-ingar tæpri mínútu síðar, staðráðnir í að hleypa þeim norðlensku ekki fram úr sér. Akureyringar bættu svo við einu marki fyrir lok lotunnar og var staðan því orðin 3-2 þegar liðin gengu til búningsklefa eftir fyrstu lotu. í annarri lotu voru Akureyringar aðeins sterkari og skoruðu tvö mörk á móti einu frá íslandsmeisturunum og staðan þá orðin 5-3 þegar þriðja lotan hófst. Barist til síðasta blóðdropa Síðustu 20 mínútumar var barist til síðasta blóðdropa og þess má geta að SR-ingar fengu 14 af 16 mínútum slnum í boxinu þama í síðustu lotunni og SA- ingar 14 mínútur af sinum 22. Jafnt var á með liðunum þessar síðustu mínútur og lotunni lauk með einu marki gegn einu; lokastaðan I leiknum var því 6- 4. Eins stigs forusta Með þessum sigri komust norðanmenn á topp deildarinnar með 7 stig. Bjöminn er í öðru sæti með 6 stig og íslandsmeistaramir frá því í fyrra, Skautafélag Reykjavíkur, eru einungis með 1 stig og því ljóst að ekkert minna en kraftaverk getur komið þeim í úrslit í ár. Á botninum er svo lið Gulldrengjanna, stigalaust. Mörk / stoðsendingar: SA: Clark McCormick 3/0, Eggert Hannesson 1/1, Björn Jakobsson 0/2, Rúnar Rúnarsson 1/0, Sigurður Sigurðsson 1/0, Ingvar Jónsson 0/1. SR: James Devine 2/1, Snorri Rafnsson 1/1, Vladimir Baranov 1/0, Elvar Jónsteinsson 0/1, Hallur Ámason 0/1. Brottvísanir: SA, 22 mínútur, SR, 16 mínútur. Aðaldómari: Símon Sigurðs- son. Línudómarar: Árni Arason og Steinar Sigurðsson. Frændinn á Mogganum Ungur laganemi við Háskóla ís- lands ritar grein i Morgunblaðið sl. miðvikudag. Gerir hann að umtals- efhi umfiöllun DV-Sports um mál- efni íslendingaliðsins Stoke City og skrifar undir greinina: „Höfundur er nemi i HÍ.“ í grein laganemans, Borgars Þórs Einarssonar, segir eftirfar- andi: „Þótt sumt sé ekki svaravert veröur stundum ekki komist hjá því að benda á samhengi hlutanna. Annars gætu tilhæfulausar dylgjur orðið til þess að grandalausir gerðu sér margvislegar ranghugmyndir.“ Rétt er að upplýsa, áður en lengra er haldið, að Borgar Þór Einarsson, umræddur laganemi, er blaðamaður á Morgunblaðinu og að auki frændi Guðjóns Þórðarson- ar, nánar tiltekið systursonur. Þessar staðreyndir gera Borgar Þór auðvitað ómarktækan þegar fiailað er um Stoke og Guðjón Þórðarson. Greinina skrifar laganeminn undir fólsku flaggi og skýtur fóstum skot- um að kollegum sínum á öðrum fiölmiðli imdir því yfirskini að hann geri ekki annað en að nema lög við Háskólann - og leynir auð- vitað frændseminni við knatt- spymustjórann hjá Stoke. í grein Borgars Þórs segir einnig: „Umræddum skrifum er leynt eða ljóst ætlað að kasta rýrð á störf Guðjóns Þórðarsonar hjá Stoke City og um leið að vekja efa- semdir hjá hluthöfum i félaginu og öörum um stöðu og framtíð félags- ins.“ Hér ásakar laganeminn DV um að stuðla að því með ásetningi að lækka gengi hlutabréfa í Stoke. Ég hef ekki betur séð síðustu vikur en að leikmenn Stoke og Guðjón Þórðarson séu alveg færir um þá hluti sjálfir. Eða varð tapið gegn lið- inu utan deilda og 0-8 ósigurinn gegn Liverpool til þess að hækka gengi hluta- bréfanna? Reiði frændans á Mogg- anum í umræddi grein beinist ekki hvað síst að Óskari Hrafni Þorvaldssyni, íþróttafréttamanni DV-Sports. Óskar Hrafn hefur það umfram flesta aðra Iþróttafrétta- menn i dag að hann þorir að skrifa greinar í DV-Sport þótt vitað sé að í kjölfarið fækki vinunum sem þola ekki að staðreyndir liti dagsins ljós. DV-Sport þorir að birta slíkar grein- ar og mun halda slíku áfram í framtíðinni. Aðrir fiölmiölar munu svo jafn örugglega slá upp stórfréttum þegar vel gengur hjá Stoke en bjóða síðan lesend- um sinum upp á að leita að smá- fréttum þegar illa gengur hjá lið- inu. Öll umfiöllun DV-Sports um Stoke City og Guðjón Þórðarson hefur byggst á bláköldum stað- reyndum. Auðvitað er það frétt þegar einn besti leikmaður Stoke lendir í útistöðum við þjálfarann. Frétt fyrst og fremst vegna þess að Islendingar eiga meirihluta í þessu félagi og knattspyrnustjórinn er ís- lenskur. DV-Sport mun í framtíðinni birta fréttir og umfiöllun um Stoke og Guðjón Þórðarson, bæði þegar vel gengur og illa. Þær fréttir verða sem hingað til byggðar á stað- reyndum. Hvort fleiri skyldmenni þjálfarans hlaupa síðan á sig í vamarræðum í Mogganum verður að koma í ljós. Stefán Kristjánsson. íþróttaljós Stefán Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.