Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Page 3
e f n i
Margrét Lóa Jónsdóttir er ritstjórí hins glæslega 10. heftis menningartímaritsins
Andblæs sem nýlega kom út. Ólíkt mörgum öðrum íslenskum menningartímaritum
er áherslan ekki öll á hið skrifaða orð heldur einnig á hið sjónræna, myndlistina.
Þolinm00ði ©r sksilduvwi
„Að þessu sinni er það Guilni pens-
illinn, felagsskapur nokkurra listmál-
ara, sem sýnir í Galleríi Andblæs,"
segir Margrét Lóa, ritstjóri 10. heftis
Andblæs. Hún segir gríðarlegan tíma
hafa farið i ritið, sem er afar metnað-
arfullt, en segist jafnframt aldrei
nenna að standa í þessu á öðrum for-
sendum. Galleríið er litprentað og
kemur mjög vel út. „Eftir að tímaritið
Teningur hætti er áhersla okkar á
myndlist vonandi kærkomin. Á ís-
landi hefur ekki verið til myndlistar-
rit árum saman, en enginn hefur sagt
neitt við því. Upp á síðkastið hef ég
fundið fyrir stigvaxandi áhuga á
tímaritinu, og þá held ég reyndar að
það sé ekki síst út af myndlistargaller-
íinu.“
Dularfullar kvöldvökur
Tímaritið Andblær spratt upp úr
dularfullum kvöldvökum sem farið
var að halda reglulega árið 1994 í húsi
á Hverfisgötunni. „Þar kom fólk sam-
an og borðaði popp, kökur og kaffi og
hlustaði á upplestur þess sem sat í
svokölluðum húsbóndastól. Timi upp-
lesarans var ótakmarkaður og að
lestri loknum gafst tími fyrir spurn-
ingar,“ segir Margrét Lóa sem sjálfri
var eitt sinn boðið að sitja í stólnum
góða. Margrét Lóa tók við Andblæ í
fyrra og hefur nú ritstýrt tveimur
heftum. Hún segir Andblæ hafa kom-
ið út oftar á ári til að byrja með, en
hún hafi frekar viljað hafa ritið efnis-
meira og leggja jafnframt sérstaka
áherslu á myndlistarumfjöllun í tíma-
ritinu.
Skáld frá Samalandi
En ekki er bara fjallað um myndlist
í Andblæ, þar skipa einnig ljóðin stór-
an sess. í nýjasta heftinu er að flnna
mikið af ljóðum eftir ung og eldri ljóð-
skáld, íslensk sem erlend. Margrét
segist hafa haft mjög gaman af því að
finna og velja ljóð í heftið, enda sjáif
ljóðskáld. Þrátt fyrir að hún hafl fund-
ið fyrir minnkandi áhuga á ljóðum
síðastliðin ár segir hún ekki hafa ver-
ið erfitt að safna saman efninu í nýja
heftið. „Ég finn að það er heilmargt
að gerast í ljóðlistinni í dag, bæði hjá
ungu sem eldri skáldunum. Tímaritið
Andblær var upphaflega hugsað sem
vettvangur fyrir ungt fólk til að koma
sér á framfæri og við reynum að
halda í þá stefnu. í heftinu núna eru
líka þýðingar frá Samalandi,
arabalöndum, Ítalíu og viðar. Skáldið
Einar Bragi þýðir meðal annars ljóð
eftir Stinu Ingu, skáldkonu frá Sama-
landi sem er fædd árið 1974, svo eitt-
hvað sé nefnt. Okkur er síðan heiður
að kynna Nicolaj Stochholm, sem er
frábært danskt ljóöskáld, en í heftinu
eru átta þýdd ljóð úr heildarsafhi
verka hans sem kom út á þessu ári.
Stochholm kom hingað og las upp á
útgáfuhátíð Andblæs og vakti mikla
hrifningu, las til dæmis upp blaðlaust
og með lokuð augun."
Þolinmæði Bunkers
í haust gafst Margéti Lóu, ásamt
Óttarri Proppé, tækifæri til að tala
við rithöfundinn og fyrrverandi
glæpamanninn Edward Bunker
þegar hann kom hingað á bók-
menntahátið. „Mér fannst fróðlegt
að tala við hann og hressileg
áminning um það hversu nauðsyn-
leg þolinmæði er skáldum. Bunker
skrifaði jú flmm skáldsögur áður
en hann fékk útgefna bók og gafst
aldrei upp, þó svo hann dveldi í 17
ár innan fangelsismúra við mjög
svo misjafnar aðstæður. Hann
sagðist hafa skynjað þetta sem ör-
lög. - En hvað getur mögulega ver-
ið betur til þess fallið að drífa höf-
und áfram?“
Hinn 14 ára Grímur Helgi Gíslason er nemandi í 9. bekk í Hagaskóla. Hann var ekki
hár í loftinu þegar söngferill hans hófst en hann hefur sungið síðan hann var í
vöggu. Hann hefur leikið í leikritum og komið fram í ógrynni sjónvarpsþátta. Nú er
hann búinn að gefa út djassdiskinn Nýklipptur en það er fyrsta sólóplatan hans.
hic^ Id
í f V2IA#III ■#*
I 11
„Á diskinum
5 eru venjuleg góð
| I lög sem hljóm-
" § sveitin djassar
svo upp. LÖgin
valdi ég sjálfur með
hjálp pabba og
Hirti Grétarssyni
umboðsmanni mín-
um. Ég er bara
mjög ánægður með
útkomuna," segir
Grímur Helgi um
nýja diskinn sinn.
Grímur er nemandi
í 9. bekk í Haga-
skóla og helsta
áhugamál hans
fyrir utan tónlist er fótbolti. Hann
segist hlusta á næstum því alla tón-
list en hljómsveitin Blinkl82 er í
mestu uppáhaldi eins og er.
Diskurinn Nýklipptur
„Þegar við vorum nýbúnir að taka
diskinn upp fórum við i það að mixa
hann. Hjörtur kom meö röff mix af
diskinum og kallaði hann Nýklippt-
an, það nafn festist svo bara einhvern
veginn."
Á diskinum eru 12 vinsæl lög frá
ýmsum tímum, allt frá Smile eftir
Chaplin til Ben sem Michael
Jackson gerði frægt á sínum tíma.
Það er landsliðið í djassundirleik sem
spilar undir söng Gríms Helga.
Grimur er enginn nýgræðingur í
tónlist en hann var kornungur þegar
hann byrjaði að syngja. „Ég vann
söngvakeppni á þjóðhátið í Vest-
mannaeyjum þegar ég var niu ára en
ég hef samt sungið nánast síðan ég
var í vöggu.“ Þegar hann var 11 ára
lék hann í Bugsy Malone i Loftkastal-
anum og fékk svo aðalhlutverk í
Bróðir minn Ljónshjarta sem Þjóð-
leikhúsið setti upp.
Finnur ekki fyrir
frægðarljómanum
„Ég held ekki að ég sé frægur, að
minnsta kosti hef ég ekki tekið mikið
eftir þvi. Það kemur fyrir að krakkar
komi upp að mér og segi að þau hafl
séð mig í sjóvarpinu og svoleiðis. Það
er sjaldgæft að ég finni fyrir einhverj-
um leiðindum, fólk er yfirleitt mjög
jákvætt í sambandi við það sem ég er
að gera,“ segir söngvarinn hógværi.
Hann segist ekki eiga kærustu og vill
ekkert tjá sig nánar um þau mál.
Framtíðin er óskrifað
blað.
„Ég veit ekki hvað ég ætla að verða
en ég hugsa að ég vilji annaðhvort
verða tónlistarmaður eða fótbolta-
maður. Kannski eru þetta óraunhæf
plön,“ segir hann svo hugsandi.
„Nei,“ bætir hann svo við, „maður
getur allt ef maður bara vill og leggur
metnað i það“.
Hljómsveitin
Godzpeed:
Kynntust í
Fíladelfíu-
söfnuðinum
Linn Ericson:
Deitmenning á
íslandi
Sniðugar
jólagjafir:
Uppástungur
Fókuss
Pitsustaðir í
Reykjavík:
Hverjir
eru
bestir?
íslenskir karl-
menn:
Hvað er karl-
mennska?
Godspeed You
Black
Emperor!:
Kaldrifjaðir
Kanada-
menn
Söngkonan
Sade:
Semur
bara skökk
Andrea Unnarsdóttir:
Þeir sem biðja fá
ekki meira
rlí f iö
Fókus bvður á óvissusvninau í bíó
Reverb á Gauknum
Hvað verður i bíó 2001
Urban Leaends 2 frumsvnd
Ifókus
vH fylgir DV á
llp ' föstudögum
Forsíðumyndina tók Hilmar Þór
af Andreu Unnarsdóttur
15. desember 2000 f ÓkUS
J