Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Blaðsíða 8
Sagan segir að flatbakan eigi rætur sínar að rekja til fátæklinga Napólíborgar, en þessi lífréttur ítalskra smáglæpamanna hefur sigrað vestrænan heim og er orðinn uppistaðan í fæðu ungs fólks. Sumir vilja ganga svo langt að kalla kynslóðina, sem stundum er kennd við X, pitsukynslóðina. Blaðið fékk fjóra pitsuþekkjara til að kýla vömbina á pitsum frá hinum ýmsu stöðum og leggja þær fyrir dóm bragð- á laufabrauði Þau Úlfar, Mariko, Samúel og Hulda stóðu við gefln loforð um að svelta sig fyrir smökkunina og voru orðin glorsoltin þegar þau mættu i hús. Pantaðar voru átta pitsur, með rúmlega þriggja klukkustunda fyrir- vara. Aðeins voru teknir vinsælustu staðimir í Reykjavlk og eingöngu þeir sem bjóða upp á heimsendingu. Sendl- amir vora merkilega stundvísir, en ekki sér fyrir endann á biðinni eftir flatbökunni sem pöntuö var frá Hróa Hetti og er færðinni ef til vill um að kenna. Álegginu á pitsunum var skipt i helminga. Öðram megin réð pepp- eróníkryddpylsan ferðmni og sveppir. Hinum megin var það skinka og hinn sæti ananas sem áreittu bragðlauk- ana. Viðþolslausum af hungri, leiddist flórmenningunum ekki þegar ráðist var á fyrstu sneiðamar, og eins og lög gera ráð fyrir fengu stelpumar að af- meyja kvikindið. Ú:4 + M:3 + S:3.5 + H:4 = 14,5 Eins og vínsmökkun Hulda: „Þessi er þokkalega júsí, ekkert þurr.“ Hún er búin að setja sig í stellingar og hin hlæja yfir fagmennskunni strax á fyrsta bita. Sammi: „Þessi skriður í fjórar, eða þrjár og hálfa ef það má.“ (Það má) Úlfar: „Ef ég fengi ráðið myndi ég bara éta miðjuna. Því ég vil nefnilega hafa þær þunnar." Af kurteisisástæðum kinkar Mariko aðeins kolli og virðist ekki ósátt við munnfyllina. Ekki er hægt að ætlast til þess að allar sneiðarnar séu kláraðar og þeim er kastað aftur í tóman kassann. „Skola á milli, eins og í vínsmökkun," segir Hulda og teygar úr glasinu. Að sjálfsögðu er kóla- drykk hellt i það, enda þykir flestum ómögulegt að slafra í sig blauta sneið öðravísi en að slíkur fylgi. Pitsa með karakter Umræðan leiðist út í það hvað ger- ir pitsu góða. Samma þykir sósan spila þar stóra rullu og ekki verra ef pitsan er eldbökuð. Hulda hallast að því að jafnvægi í botninum, álegginu og ostinum sé málið. „Mér finnst bara Mariko Margrét Ragnarsdóttir, stjórnandi Djúpu laugarinnar á Skjá einum. eigirdega allar pitsur góðar, en ég borða ekki skorpuna," viðurkennir Mariko við mikinn fögnuð. „Góð sósa og gott hráefni. Maður er líka að kaupa vinnubrögðin og það þýðir ekki að horfa á leik þegar er verið að baka.“ segir Úlfar, fagmaðurinn í hópnum. „Þegar maður er að meta mat, byrjar augað fyrst, svo er það hitinn, en síðan kemur bragðið. Hon- um þykir furðulegt að pitsustaðir skuli rukka upp undir hundrað krón- ur fyrir skammt af hvítlauksolíu þeg- ar einn lítri kostar ekki nema 87 krónur úr heildsölu. Hið sama segir hann eiga við um margt grænmeti. Sjálfur hefur hann serverað pitsur með saltfiski og hugðist meira að segja flytja þær á erlendan markan. „Ég fékk til mín fólk 40, 50 ára, eða á milli fimmtugs og dauða. Það hámaði í sig pitsumar og var sko aldeilis til- búið að fara með krakkana á pitsu- staði eftir þetta. En svo sagði mér einn viðskiptavinur að hann hefði far- ið á pitsustað eftir að hafa borðað svona saltfiskspitsu og orðið alveg brjálaður, því þá var ekkert varið í þetta. Þetta var æla á laufabrauði, eins og hann sagði. Ég hafði sett svo mikið á pitsuna að það var heil mál- tíð,“ segir Úlfar og brosir. Hulda er sammála honum um útlitið. „Það fer rosalega í taugarnar á mér að þurfa að raða álegginu aftur á sneiöamar," segir hún. „Þær mega ekki vera of gervilegar, með of mikið verk- smiðjulúkk. Hver pitsa verður að hafa tvífarar #--9 Elna Katrín Jónsdóttir, formaöur Fé- Trölli, jólaþjófur. lags framhaldsskólakennara. Þetta er ein augljósasta tvíferð fyrr og sfðar. Trölli (e. The Grinch) er aðalpersónan í nýlentri kvikmyndaútgáfu sögunnar frægu eftir dr. Seuss. Hann er lítið grænt skoffín sem er utanveltu í jólagleöi mann- anna og ætlar að stela jólunum til að kenna þeim lexíu, veita þeim ær- lega ráöningu og vekja á sér athygli. Og allt á kostnað bamanna. Elnu Katrínu Jónsdóttur flnnst eins og henni sé meinaður aðgangur að upp- skemhátíð góðærisins, jólaglögginu, og ætlar að stela jólunum (eða í það minnsta jólaprófunum). En ólíkt Trölla heimtar hún athygli með því að neita að kenna nokkrum manni lexíu þar til henni og þjáningar- systkinum hennar hefur veriö veitt ærleg ráöning. Og allt á kostnað bamanna. f Ó k U S 15. desember 2000 sinn karakter," bætir Sammi við. Sammi og Úlfar vilja pitsurnar sínar þunnar, Hulda er fyrir fiölbreytnina, en Mariko vill hafa sínar sneiðar bæði þykkar og löðrandi í hvít- lauksolíu. Ú:3,5 + M:3,5 + S:3 + H:3 = 13 Gervi eða alvöru? Sammi: „Við ættum að dæma skurðinn líka, ég þoli ekki þegar þetta er ekki symmetrískt skorið,“ hin taka undir þau orð þegar þau berja gripinn augum. Sammi: „Það er eitthvað sem bögg- ar mig við þessa, osturinn eða eitt- hvað.“ Úlfar: „Það er gervibragð af þessu. Þeir era kannski með gerviost. Það er hægt að fá bæði sérstakan pitsuost sem er gervi og alvöruost sem er dýr- ari.“ Hulda: „Þetta er ábyggilega einhver innflutt blanda og svo er botninn rosablautur." Úlfar Eysteinsson, matgæðingur frá Þremur Frökkum. JL JL ,. jSÉl fMfiT Puzaftuv Ú:2,5 + M:2,5 + S:3 + H:2 = 10 Svampkennt kanilbragð Mariko: „Þetta er furðuleg pitsa." Hulda: „Þetta er svona svamp- kenndur botn.“ Úlfar: „Eins og væri búið að raða einhverju ofan á snúð, eitthvert kanil- bragð.“ Hulda: „Það er eitthvað að bæði botninum og því sem ofan á er.“ Sammi bendir á að pitsur eldist misvel, eftir að mesti hitinn er farinn úr þeim, og stingur upp á að pitsurn- ar verði dæmdar aftur þegar þær era orönar alveg kaldar. Pitsan ber einmitt af í skyndibitaflórunni, af því að hægt er að japla á henni daginn efl- ir án þess að verða meint af. Jgu* Mp. ^cj, Sík. Ú:3 + M:3,5 + S:3 + H:3 = 12,5 Misskipting gæða Mariko þekkir pitsuna frá Jóni Bakan á útlitinu einu saman. Pepp- eróníinu er mjög misskipt á milli sneiða og pitsan er ekki nógu vel skorin að mati gagnrýnenda. Sammi fær aðeins eitt pepperóní á sína sneið og er vitaskuld ofurlítið svekktur yfir þvi að þrjú skuli hafa lent á sneið Úlf- ars. „Hver pitsa verður að hafa sinn karakter." Samúel Jón Samúelsson tónlistar- maöur. Úlfar: „Þetta era óvönduð vinnu- brögð. Hugsið ykkur bara slagsmálin sem yrðu ef þessi pitsa yrði lögð á borðið hjá fiölskyldu." Sammi: „Já, þetta væri hrikalegt í bamaafmæli." Hulda: „Hún er svolítið þurr.“ Sammi: „Samt er hún ógeðslega sveitt.“ Úlfar: „Útlitið er fráhrindandi." Framhaldsskóiakennarar í bransann Allir era gæðingamir sammála um að framkoma sendla og biðtími skipti miklu máli þegar pöntuð er pitsa og þau vilja gjarnan að sendlamir séu í einkennisbúningi og á merktri bif- reið. Sammi: „Maður vill ekki fá pitsu keyrða heim á einhverjum bíl sem er að hrynja, Daihatsu ‘86 án púströrs." Úlfar: „Ég þoli ekki að sjá grút- skítugan bil sem verið er að taka mat- væli úr.“ Hulda: „Ég vorkenni sendlunum rosalega að vinna þetta starf." Úlfar: „Það hefði verið hægt að sefia alla sendlana sjö, sem komu með þessar pitsur, á safn. Þeir vora svo ólíkir. En þetta hlýtur að vera rosa- lega óeigingjarnt starf.“ Sammi: „Geta framhaldsskólakenn- arar ekki tekið þetta að sér?“ Hulda: „Sumir sendlanna era svo feimnir að þaö liggur við að þeir hörfi þegar maður kemur til dyra. Það ætti að senda þá á námskeið í framkomu." Mariko: „Ég verð ofboðslega ánægð þegar þeir biðja mann vel að njóta." *. *. 0 Æ ÉiÉfék Vttáák Ú:3,5 + M:4 + S:2.5 + H:4 = 14 Allt í einum graut Þessar umræður spinnast út frá því að Dómínóspitsan hefur runnið til í meðfóram bílstjórans og áleggið er nánast allt komið á annan helming- inn. Úlfar: „Hann hefur þurft að nauð- hemla, drengurinn, þetta er allt í ein- um graut." Mariko: „Mér finnst langbesta pepperóníið frá Dómínós." Úlfar: „Hún var svo illa unnin, en það góða við þessa var það að þarna vora fallega skomir sveppir og ríku- lega látið af þeim.“ Mariko: „Mér finnst hún ekki nógu góð, miðað við Dómínóspitsu." Þynnkumatur í barna- bornin Misjafnt er hversu oft gæðingarnir panta sér pitsu. Sammi gengst strax við því að pitsan sé oft valin fljótleik- ans vegna. „Maður lifir á pitsum og sambærilegum mat. Ég er sjaldan heima á matmálstímum," svarar tón- listarmaðurinn og segist sérstaklega tryggur viðskiptavinur Devito’s pizza við Hlemm. „Mig langar í pitsu einu sinni í viku og alltaf eftir djamm, en þá nennir maður ekki að bíða eftir henni," segir Mariko." Þetta er þynnkumatur á mínu heimili og á fundum í vinnunni er alltaf borðuð pitsa," segir Hulda. Aldursforsetinn og listakokkurinn Úlfar er ekki jafn fikinn í flatbökurnar. „Ég panta aðal- lega þegar ég er með bamabörnin í heimsókn. Samt borða ég miklu meiri pitsu sem svona snarl,“ segir hann og tekur lítinn bita af sneiðinni, í pottun- um heima bíður eftir honum lamb í karrí. iittíA. oaiéu.. Ú:3 + M:5 + S:3 + H:3,5 = 14,5 Löðrandi I olíu Úlfar: „Þetta er sama bragðið og af botninum hjá Pizza inn, svamptertu- bragðið." Hulda: „Hún fær mínus fyrir það að vera öll löðrandi i olíu, ef þið kík- ið á puttana ykkar eftir að hafa hald- ið á henni, sjáiði olíuna." Sammi: „Þessi er pönnusteikt, er það ekki?“ Mariko: Mér finnst þessi ekkert spes, en ég vil samt hafa þær svona ol- íukenndar." Hulda Bjarnadóttir, dagskrárgeröar- maöur á FM95.7 (Trubbluð tilvera). Pi^a 4iut * * *S 4i & # 0 0 Ú:4,5 + M:3,5 + S:4.5 + H:4,5 = 17 Ljótt útlit, gott bragð Hulda: „Þessi er mjög illa skorin." Úlfar: „Sveppirnir á þessari eru ekki fallegir, þá verður útlitið ljótt." Sammi: „Ég held að þessi sé alveg geðveik þegar hún er vel heit.“ Hulda: „Ég er sammála því, þessi endist ábyggilega rosalega vel.“ Sérfræðingarnir eru afvelta af áti þegar þeir kveðja og ekkert hinna fiögurra getur hugsaö sér að innbyrða svo mikið sem bita til viðbótar. Þeir munu þó varla láta af pitsupöntunum í bráð, frekar en hinir íslendingamir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.