Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Blaðsíða 16
 plötudómur ____________ Buttercup - Buttercup.is Með eindæmum lit- og andlaust Buttercup.is hefst á laginu Hvað er satt? og óhætt er að fullyrða að þar sé með eindæm- um lit- og andlaust lag. Enn fremur kemur það síðan skýrt í ljós að þetta lit- og andleysi ein- kennir reyndar plötuna í heild sinni. Sérhver titill ber einung- is af hinum fyrri hvað tilgerð og fyrirsjáanleika varðar. Hvað er satt? skartar einkar yfir- borðslegum texta sem virðist vera að bera sig eftir einhvers konar tilvistarspeki; predikað er um gegndarlaust og þrúg- andi upplýsingaflæði nútímans, svo og þá óhjákvæmilegu firr- ingu mannsins sem slíku flæði fylgir. Vissulega göfugt við- fangsefni en sökum slakrar framsetningar springur lagið í höndum hljómsveitarinnar en ekki í vitund hlustandans, likt og ákjósanlegra væri. Predikan- ir í dægurlagatónlist eru ákaf- lega vandmeðfarið fyrirbæri - Live er prýðilegt dæmi um hljómsveit sem ferst það vel úr hendi en Buttercup ætti að láta það með öllu eiga sig. íris Kristinsdóttir er snjöll og hrífandi söngkona sem bjargar því sem bjargað verður á ann- ars afleitri plötu. í öðru lagi Buttercup.is, sem nefnist Aldrei! (annars ekki litríkari tónsmíð en annað það sem finna má á plötunni), sýnir íris prýðilegan söng og helst myndi maður vilja sjá hana starfa á einhverjum áhugaverðari grundvelli en raunin er í dag. Aftur er síðan tekið til við pré- dikanir í Hvenær? og maður hlýtur að spyrja sem svo, ef ætl- unin er á annað borð að gagn- rýna ofnotkun lyfja í nútíma- samfélagi, hvort geðlyfjamóðir- in prozac og sýklabaninn penísillín sé ekki fremur und- arlegur kokkteill í ljósi til- gangsins. Inn! er verulega slakt lag sem tekst þó að ljúka upp nýjum víddum í þeim efnum með fá- dæma ósniðugum semi- rapptexta. Quarashi ferst rapp- ið vel úr hendi en Buttercup ætti að láta það með öllu eiga sig. Endalausar nætur er ein af ★ skárri tónsmíðum plötunnar en er þó ekki eftirtektarverð að öðru leyti en því. Frjáls! nær þvi kannski á góðum degi að hljóma líkt og óhörðnuð Cardig- ans og þá einungis að því gefnu að maður geti skellt skolleyrum við afleitum textanum. Lokalag plötunnar, Draumar, er sæmilega sett saman og textagerðin þolanleg en þessi viðleitni tíunda titilsins á loka- sprettinum kemst þó ekki ná- lægt því að bjarga Buttercup.is upp úr þeirri gryfju sem platan eyddi hinum níu í að grafa. Þegar allt kemur til alls - og þá jafnvel á mælikvarða þess froðukennda sveitaballapopps sem sveitin tilheyrir - þá er Buttercup.is alls ekki merkilegt framlagt til íslenskrar tónlist- ar. Hilmar Örn Óskarsson „Þegar allt kemur til alls - og þá jafnvel á mæli- kvarða þess froðukennda sveitaballapopps sem sveitin tilheyrir - þá er Buttercup.is alls ekki merkilegt framlagt til ís- lenskrar tónlistar.“ plötudómur ____________ Bubbi - Sögur 1990-2000 Kærkomin fýrir hörðustu aðdáendur Á síðasta ári kom út safnplatan Sögur 1980-1990 með Bubba og vakti sú útgáfa athygli fyrir þaö hversu vel hún var unnin. Laga- val, niðurröðun og allur frágangur var til fyrirmyndar. Síðasta sumar kom út tvöfaidur safndiskur með efni Utangarðsmanna, Fuglinn er floginn, sem einnig var ágætlega úr garði gerður og nú er svo kom- inn seinni hlutinn af sólósafninu, Sögur 1990-2000. Fyrir utan Egóið og samstarf Bubba með ýmsum listamönnum, sem hvort tveggja gæti verið spennandi verkefni fyrir útgáfu, þá er safnið af bestu lögum Bubba sem sagt komið í hentugar neyt- endapakkningar. t Sögur 1990-2000 eru tvöföld plata sem inniheldur 31 lag. Flest eru lögin af plötunni Trúir þú á engla (7), fimm lög eru af plötunum Von, Lífíð er ljúft og Arfur, þrjú af 3 heimar og Allar áttir, eitt af Sögur af landi og tvö áður óútgefín. Sögur 1990-2000 stendur fyrri hlutanum nokkuð að baki. Fyrir því eru að mínu mati aðallega Það er enginn smápakki sem Megas færir oss fyrir jólin þetta herrans ár 2000, hvorki meira né minna en 18 ný íslensk einsöngslög sem taka tæpa 71 mínútu í flutn- ingi. Ekki er þó jólagleði í titlinum né hátíðarbirta yfir umbúðunum: Svanasöngur á leiði nefnist geisla- diskur þessi og á svarthvítri for- og baksíðu meðfylgjandi bæklings er dimmleit mynd af Megasi við slag- hörpu í alvarlegum, islenskum, klassískum og menningarlegum sönglagastíl. Og áfram heldur „konseptið": Meistari Megas syngur öll þessi nýju einsöngslög með sínu sérstaka nefi við glimrandi píanó- undirleik Jóns Ólafssonar en þessa góðu hugmynd að formi og sam- plötudómur tvær ástæður. Annars vegar sú staðreynd að útgefendur hafa ekki haft fyrir því að leita uppi áður óútgefnar upptökur frá þessu tíma- bili. Lögin eru öll tekin af stóru plötunum hans (sem ansi margir eiga), utan tvö ný lög. Það vantar týndu perluna sem ekki var pláss fyrir á sínum tíma, lagið af safn- plötunni sem er löngu horfin úr öllum búðum eða b-hliðina sem all- ir höfðu gleymt. Aðalástæöan, sem manni verður klárlega ljós þegar maður hlustar á þessar tvær útgáfur hverja á eft- ir annarri, er samt að verk Bubba frá tíunda áratugnum standa verk- um hans frá þeim níunda töluvert að baki. Á níunda áratugnum óð Bubbi eld og brennistein; hann spilaði pönk, nýbylgju, gæðapopp, reggí, trúbadoratónlist og blús, svo nokk- ur dæmi séu tekin, hann var hátt uppi, langt niðri, fullur og allsgáð- ur, ruglaður og skýr, pólitískur og ástfanginn, en í gegnum það allt tókst honum að búa til flotta tón- list. staríi á Eggert Þorleifsson, leikari og tónlistarmaður, sem einnig var upptökustjóri og aðstoðaði Megas við útsetningar með Jóni. Eins og nafn disksins gefur til kynna er Megas samur við sig í textagerð, vitnar í allar áttir i menningararfínn, íslenskan sem út- lendan, snýr út úr honum og not- færir sér á ýmsan hátt og tengir for- tíð, nútíð... og framtíð. Það er held- ur ekki heiglum hent að fylgjast alltaf með... nú týndi ég þræðinum - hvar er frumlagið?... þama! - helvíti er karlinn sniðugur... En á stöku stað skilur hann mann eftir eins og rata, sem ég hef grun um að sé gert af ásettu ráði, með skáldaleyfi, og kannski til að gera grín að alvar- Á tíunda áratugnum var hann jú eitthvað svolítiö að dufla við suöur- ameríska tónlist (með ágætum ár- angri á plötunni Von frá 1992) og hélt áfram að vinna með sumar af þeim tónlistarstefnum sem hann hafði verið að vinna með áður. En ef marka má lagavalið á Sögum 1990-2000 þá þróaðist hann sífellt meira út í einhvers konar staðlað poppsöngvaform. Það eru öll þessi rólegu og oft á tíðum angurværu lög eins og t.d. „Með þér“, „Þú ert ekki lengur", „Með vindinum kemur kvíðinn" og „Syndir feðranna" sem ég á erfitt með að sætta mig við. Textalega séð hefur mér alltaf fundist Bubbi bestur þegar honum liggur eitthvað á hjarta. Hann nýtur sín í textum sem eru frekar einfald- ir og beint út. Textarnir á smásögu- plötunum hans (3 heimar frá 1994, Allar áttir frá 1996 og Trúir þú á engla frá 1997) eru hins vegar ein- hvers konar samfélagsmyndir sem bæði eru misáhugaverðar og eins misvel skrifaðar. Það er stundum mikið haft fyrir litlu og stutt í klaufalega alþýðuháfleygu. legu sönglagahefðinni; nema maður verði að kannast við að manns eig- ið vit er ekki meira en guð gaf...? Efnislega eru textarnir flestir um heldur kuldaleg samskipti eða sam- skiptaleysi í sambandi við kynferð- ismál, dóp, kerfið, barnæsku... lífs- baráttuna, sumir sennilega sjálfsævisögulegir og líklega hægt að þekkja fólk af lýsingum. Hins vegar er málnotkun Megasar slík að hið nöturlega verður kaldhæðnis- legt og jafnvel fyndið, sem dregur úr ónotum umhverfísins í textan- um. Ekki hef ég pláss hér til að vitna mikið í Svanasöng (vonandi öfug- mæli) Megasar á leiði, langar bara að sýna hér hendingar úr sönglag- 1-91 árs Hann er þannig prýðilegur uppalandi sem getur nálgast börnin út frá þeirra eigin grundvallarforsendu: að allt sé fyrst og fremst gaman í tætlur. Það er þó vissulega áhugavert að spá dálítið í „Palla“ svo og Algjörum sveppi með hliðsjón af heimi hinna fullorðnu: Hvers vegna hættir dreng- urinn aldrei að tala um sveppi? Það er eins og hann sé haldinn einhverri sveppafixasjón sem nær síðan algjöru hámarki sínu i Pappírstungli, einu skemmtilegasta lagi plötunnar en engu að síður nokkurs konar Lucy in the Sky with Diamonds fyrir börnin, þar sem sveppirnir beinlínis vaxa á trjánum. I framhaldi af þessu hlýtur maður síðan óhjákvæmilega að ★★★ Það er auðvitað alveg á hreinu að þegar það er verið að gefa út safn laga jafn afkastamikils listamanns og Bubbi er, frá heilum áratug þá er fullt af flottum lögum inn á milli. Lögin af Von (t.d. „Kossar án vara“, „Þingmannagæla" og „Þínir löngu grönnu fingur") eru frábær og lögin af ástarplötunni hans Lífíð er ljúft („Það er gott að elska“, „Afkvæmi hugsana minna“ og „Sem aldrei fyrr“) eru á meðal þess allra besta sem Bubbi hefur sent frá sér. Nýju lögin tvö, „Pollýanna" og „7 daga víma“, eru þokkaleg. Þetta er fint sánd, flottur hljóðfæraleikur og lagasmíðar sem sleppa alveg en það er samt ekkert að gerast í þessum lögum. Á heildina litið er Sögur 1990-2000 ágæt safnplata. Góðu lögin eru vissulega fleiri en þau slæmu. Plat- an er örugglega kærkomin fyrir hörðustu aðdáendur kappans. Aðrir ættu fyrst að kynna sér Sögur 1980-1990 og safnplötu Utangarðs- manna. Ég verð að viðurkenna að ég átti von á skemmtilegri pakka en kannski gerir maður bara svona miklar kröfur þegar kóngurinn sjálfur á í hlut. Trausti Júlíusson ★★★★ inu Klappað í stiginn, þar sem Meg- as notar málvillur í skáldskapnum: „ég er á leiðinni heim með heiminn innan klæða/í hellirinn gamlasta minn“....ég vakna á blá-morgnana á mæðralaunum/og mjólka jafn- skjótt kýrina Berglindi“... „það er sjálfhættast þegar hæstast stend- ur“... og hér fer ég að hætta, en gaman væri að heyra íslenskan klassískt skólaðan söngvara í sönglögum flytja þetta efni. Ég er viss um að lögin mundu falla slíkri manneskju eins og flís við rass en textarnir gætu sumum fundist óvenjulegir í munni. Hins vegar er ég sammála undirleikaranum um að þessi plata Megasar eigi eftir að þykja merkt innlegg í vora menn- ingu, ef ekki fyrr, þá að minnsta kosti síðar. Andrea Jónsdóttir spyrja sjálfan sig hvar Gísli Rúnar hafi fengið sveppinn sem hann býður manni saklaus og vinalegur framan á plötunni. Algjör sveppur er þó, þegar allt kemur til alls, eiguleg plata fyrir börn „á aldrinum 1-91 árs“ líkt og Svavar Gests fullyrðir. „Palli" er einkar hress og hrífandi persóna sem getur auðveldlega staðið, gengið og hlaupið á eigin fótum - með öllu óstuddur af Sjónvarpi þessa ríkis. Ríleited línks: Dr. Gunni og félagar - Abbababb, Hrekkjusvín - Lög unga fólksins og svo síðast en ekki síst Eniga meniga. Fleira mætti vafalaust tína til en fyrrgreindir titlar eru allir nánast ómissandi, hvort sem maður er fullorðinn, krakki, eða fullorðinn krakki. Hilmar örn Óskarsson Gísli Rúnar Jónsson - Algjör sveppur ★★★ Eiguleg plata fyrir börn „Gísli Rúnar Jónsson kom öllum íslenskum börnum á aldrinum 1-91 árs í gott skap þegar hann lagði sjón- varpsdúkkunni Palla til rödd sína. Þessa sömu rödd heyrum við á þess- ari plötu þar sem Gísli Rúnar flytur efni eftir sjálfan sig.“ Þetta ritar Svavar Gests árið 1976 og fer gletti- lega undir eða yfir staðreyndir máls- ins. Ég var svo heppinn að vera við- staddur núna nýverið þegar endurút- gáfustjóri verksins, Eiður Amarsson, fór gróflega í gegnum sköpunarsögu þess. Raunin er nefnilega sú að nokk- urs konar forræðisdeila átti sér stað milli Gisla Rúnars og Sjónvarpsins sem endaði með þessum hætti - Gísli Rúnar gaf út „Palla-plötu" án þess þó að gera það. Röddin er slík að ekki nokkurt mannsbarn hefur verið í vafa um hver væri þar á ferð - vegg- spjaldið á framhlið plötunnar hefur síðan tekið af öfl tvímæli. Ég hló þá og ég hlæ enn. Algjör sveppur Gísla Rúnars á ótvírætt er- indi til islenskra barna enn þann dag í dag. „Palli" er fyndinn, forríkur af persónutöfrum, hæfilega villtur en samt góður strákur. Ekki spillir síðan fyrir að hann veit að vatnið úr kran- anum er gott og ókeypis, þekkir gildi námsins, tannburstunar, fegurðar ís- lenskrar sveitar, kann að nota stræt- isvagna og getur um fram allt sýnt manni skilning þegar maður annað hvort vill eða getur ekki farið að sofa. f Ó k U S 15. desember 2000 plötudómur ____________ Megas - Svanasöngur á leiði Svanasöngur af heiði á leiði „Platan er örugglega kær- komin fyrir hörðustu að- dáendur kappans. Aðrir ættu fyrst að kynna sér Sögur 1980-1990 og safn- plötu Utangarðsmanna. Eg verð að viðurkenna að ég átti von á skemmtilegri pakka en kannski gerir maður bara svona miklar kröfur þegar kóngurinn sjálfur á í hlut.“ „Hins vegar er ég sam- mála undirleikaranum um að þessi plata Megasar eigi eftir að þykja merkt innlegg í vora menningu, ef ekki fyrr, þá að minnsta kosti síðar.“ „Ég hló þá og ég hlæ enn. Algjör sveppur Gísla Rún- ars á ótvírætt erindi til ís- lenskra barna enn þann dag í dag.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.