Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Blaðsíða 13
Hljómsveitin Godspeed You Black Emperor! hóf feril sinn sem þriggja manna eining er samanstóð af tveimur gítarleikurum og bassaleikara. Það var árið 1994 og síðan hefur hún vaxið svo að nú eru að lágmarki níu hljóðfæra- leikarar á sviði er þau koma fram. Kristján Már Ólafsson skoðaði sveitina. plötudómar Nýja plata Godspeed You Black Emperorl, „Lift yr. sklnny flsts like antennas to heaven", er rökrétt þróun í tónsmíöum og þykir víkka enn frekar þann sjón- deildarhring sem þau hafa nánast skapað á eigin spýtur. Guð, hraðj og sorta Ræturnar liggja til Montreal í Kanada og það voru þeir Dave, Efrim og Moya sem hnoðuðu litla snjóboltann er varð að þess- um ógurlega snjómanni sem hljómsveitin er í dag. Hún hefur á sínum snærum þrjá gítarleik- ara, tvo bassaleikara, franskt horn, víólu, selló og ásláttarleik- ara. Einnig er starfrækt marg- miðlunardeild innan sveitar- innar, svona til að gefa áheyr- endum kost á að horfa á eitt- hvað annað á tónleikum en hljómsveitina, eins og einn meðlima orð- aði það. Dáleiðsla Tónlistin er eingöngu leik- in þó notast sé við talaða kafla og fyrstu við- brögð manna voru að kalla þetta dáleiðslurokk þar sem notast var við „fundin hljóð“ að sögn með- lima og þau látin endurtaka sig í sífellu. Fyrstu kynni manna af list sveitarinnar voru í formi af- skaplega takmarkaðrar útgáfu af snældu sem kallaðist All lights fucked on the hairy amp drool- ing og var gefín út í einum 33 eintökum. Sú kom út sama ár og sveitin fæddist og var gerð og dreift á eigin spýtur. Þrátt fyrir hið takmarkaða upplag komst hún í hendur sem ákváðu að koma að næstu útgáfu. Það var útgáfan Constellation sem gaf út F#A#(Infinity) breið- skifuna í heilum 550 eintökum, meðalskammti á íslenska vísu en ansi hreint naumum á kanadísk- an mælikvarða. Sú reyndist þó skref fram á við, enda kom Kranky-útgáfan í kjölfarið til skjalanna og smellti stykkinu á geisla og dreifði víðar. Nafnleyndar óskað Það kann að koma spánskt fyrir sjónir en hljómsveitin hafði fullan hug á að láta lítið fyrir sér fara. Það varð þó ljóst eftir útkomu EP-plöt- unnar Slow riot for new zero kanada að þau áform væru við það að fara í vaskinn. Áhugi fór vaxandi á meðal fólks er leitaði nýrra hluta í tónlist og The Wire tímaritið tók sveitina svo að segja upp á sína arma. Þegar bandið svo fór í tón- leikaferð yfir til Evrópu holaði út- varpsgæðingurinn John Peel því inn í stúdíó hjá BBC í eitt af sínum víðfrægu „sessjonum" svo slett sé í þágu listarinnar. Hvarvetna sem þau komu var þeim tekið með kostum og kynjum. Hvert skal haldið? Nýja platan, „Lift yr. skinny fists like antennas to heaven“, er rök- rétt þróun í tónsmíðum og þykir víkka enn frekar þann sjóndeildar- hring sem þau hafa nánast skapað á eigin spýtur. En forvitnilegt er að velta fyrir sér hvað rekur tríó til að hlaða svo utan á sig að um tíma voru meðlimir orðnir 13 talsins. Stofnend- umir segjast í raun ekki geta svarað því á einfaldan hátt, en vilja þó meina að í fyrstu hafi verið um að ræða uppreisn gegn vers - viðlag - vers forminu sem ræður að mestu ríkjum í nútíma tónlist - sú uppreisn hafi orðið vegna þess hve pirraðir þeir hafi verið orðnir á norminu. Hins vegar geta þeir ómögulega dreg- ið línu frá upphafspunktinum og að þeim stað sem þeir eru á í dag, í fyrstu hafi þeir einfaldlega sankað að sér fólki sem var til í að spila með þeim og dáðst að því hvernig þetta lafði allt saman. Tónlistarbakgrunn- ur meðlima er mismunandi, jass, þjóðlagatónlist og klassík til að mynda, í bland við pönkrætur þeirra sem lögðu af stað i upphafi. í dag má segja að sveitin sé að búa til tónlist viö ímyndaðar bíómyndir eða jafnvel lágfitls sinfóníur, hvað verður á morgun er ómögulegt að segja, og þar liggur líka undrið. Túra heiminn & Hin hundgamla rokksveit Gims n’ Roses mun gefa út __ fyrstu plötuna sína með nýju I efni siðan 1991 í J júní á næsta ári. Nýjustu fregnir af sveitinni herma að stefn- an sé nú tekin á að fylgja henni eftir með tón- leikaferð um all- an heiminn. Þegar hefur verið ákveðið að hljómsveitin spili á tón- leikum á gamlárskvöld í Las Vegas en svo taka við tónleikar á Rock in Rio tónleikahátíðinni 14. janúar. Um nýju plötuna segir forsprakkinn, Axl Rose: „Við erum með frekar þung lög þarna, sum mjög aggressíf, en það eru mjög mismunandi stílar í gangi. Þetta er í raun algert kraðak en upp- haflega langaði mig til að gera hefð- bundna plötu eða snúa að sömu hlut- um og á Appetite vegna þess að það hefði verið mjög auðvelt fyrir mig.“ Endurkoman söltuð Dr. Dre hef- ur nú saltað áform um fyr- irhugaða end- urkomu NWA og segir að fyrstu tilraun- ir meðlimanna hafi verið lé- legar og þeir séu of upp- teknir við að vinna að eigin verkefn- um. Upprunalegu meðlimirnir Dr. Dre, Ice Cube og MC Ren ætluðu að koma saman aftur með Snoop Dogg sem staðgengil Eazy-E sem lést fyrir nokkru. Ice Cube hafði lýst því yfir að endurkoman væri yfirvofandi en Dre sló á þær yfirlýsingar í nýlegu viðtali og sagði alls óvíst hvenær plata væri væntanleg. „Ég veit ekkert hvenær platan kemur, ef hún kemur þá nokkum tímann," sagði hann. NWA var stofnuð árið 1986 og gaf út hina stórgóðu plötu Straight Outta Compton árið 1988. Ice Cube hætti 1989 og hóf sólóferil sinn en hljóm- sveitin hætti árið 1992 þegar Dre sneri sér að upptökum á fyrstu sólóplötu sinni, The Chronic, sem markaði einnig upphafið að ferli Snoop Dogg. hvaöf fyrir hvernf’ ★★★★ Fiytjandi: Rage Anainst the Machine piatan: Renegades Útgefandl: Sony/Skífan Lengd: 51:25 mín. Bandariska hljómsveitin Rage Against the Machine gerir hér sína útgáfu af ýmsum þekktum lögum bæði úr rokk og hip hopgeirunum. Platan inniheldur m.a. hennar útgáfur á lögum með Roll- ing Stones, Stooges, Afrika Bambaataa, Cypress Hill, Eric B & Rakim og Bruce Springsteen. Allt frá því Rage Agalnst the Machine gerði allt vitlaust í Kaplakrika hér um árið þá hafa þeir félagar notið mikilla vinsælda á íslandi: Þessi plata ætti ekki að valda aðdáendunum vonbrigö- um en þar aö auki gætu áhangendur Stones, Springsteen og Bob Dylan haft gaman aö því að heyra hvernig þeir fara með lög þessara listamanna. ★★ Fiytjandi: Marilyn Manson piatan: Holy Wood (in the shadow of the valley of death) Útgefandi: Interscope/Skífan Lengd: 68:17 mín. Það var einu sinni lítill strákur sem hét Brian Warner og hann ummyndaðist einhver staðar á leiðinni í veru sem kallar sig Marilyn Manson. Sem slík hefur hann gefið út nokkrar plötur, stungiö hendinni upp í rassgatiö á sér á sviöi og rifist við heilu fylkin í einu. Ekki slæmt fyrir aula frá Ohio. Það birtist klárlega mynd af dæmi- geröum aðdáanda í höföi mér þegar þessari spurningu er velt upp. En eng- in tónlist skyldi merkt þeim stimpli að hún höfði einungis til ákveðinna mann- gerða. Þetta er einfaldlega rokk f einni af sínum flölmörgu myndum, það er ekki flóknara. ★★★★ Fiytjandi: DJ Margeir Platan: DÍSkÓkvold Margeirs Útgefandi: Japis Lengd: 73:47 mín. DJ Margeir, einn dáðasti plötusnúður landsins, mixar saman 18 diskólög frá árunum 1976-1986. Platan heitir eft- ir margrómuðum diskókvöldum hans sem haldin hafa veriö reglulega und- anfarin ár. Á meðal flytjenda á plötunni eru Raw Silk, Indeep, D-train, Steph- anie Mills og The Supremes. Platan ætti að höfða til allra unnenda gleðitónlistarinnar eilífu. Það ættu margir aö kannast við eitthvað af þessum lögum en þetta er samt ekki enn ein endurútgáfan á sömu Anita Ward/Glorya Gaynor/Donna Summer- slögurunum. Rnt efni til þess að hita upp áramótapartíiö. ★ ★ Fiytjamdi: The Animal- house piatan: Ready to receive Útgefandi: BMG/Japis Lengd: 58:20 Þótt hljómsveitin Ride sé ekki nálægt því eins þekkt og Stone Roses hér uppi á islandi þá þekkja hana flestir sem eitthvaö vita. Tveir meðlima hennar, Mark Gardner og Laurence „Loz" Colbert. villtust inn í þennan dýragarð sem inniheldur líka Sam nokkurn Williams, hjálparhellu Supergrass til langs tíma. Þetta er fyrsta platan. Ja, allavega ekkl vitleysínga eins og mig sem stökk til vímaður af nostalgíu og taldi að loksins hefði snillingurinn í Ride snúið aftur. Það er hugsanlegt að þeir sem nálgast þessa plötúán sögu- legs samhengis geti metið hana að veröleikum. Ég setti hreinlega lág- markskröfur og hún stóð ekki undir þeim. skemmtileqar staöreyn cfi r Rage Against the Machine hafa löng- um verið þekktir fyrir harða pólitík. I plötubæklingnum sem fylgir Renega- des eru kaupendur disksins hvattir til þess aö skrifa pólitísk skilaboð á pen- ingaseöla. „Pappírsblöð sem enginn hendir og sem berast til allra þjóðfé- lagshópa." Ekki galið. Holy Wood segir Manson lokakafla þrenningar sem spannar einnig plöt- urnar Antichrist Superstar og Mechan- ical Animals. Heilmikil þemavinna er umhverfis stykkið: Jesús Kristur sjálf- ur greindur sem fyrsta rokkstjarnan, moröiö á JFK notað í myndband og hugsanlega samofin bók á leiðinni. Það segir sitt aö diskóiö, sem varð til í homma- og svertingjaklúbbum New York í upphafi áttunda áratugarins og sem á sínum tíma var hataö af meiri ástríðu en flest önnur tónlist í sög- unni, sé enn í fullu fjöri og sennilega vinsælla en nokkru sinni fyrr. Gleöin verður ekki stöðvuð. Stuöiö er eilift. Framleiðendur kvikmyndaseriunnar National Lampoon voru ekki par hrifn- ir af þvi þegar bandið tók upp á því síöla árs 1997 að kalla sig Animalhou- se. Sá vandi var leystur meö því að skella ákveðnum greini framan við og kalla sig The Animalhouse. niöurstaöa Á heildina litiö er þetta fín plata. Það er enn kraftur í bandinu. Mörg laganna fá nýtt líf við meðferð þeirra félaga. Hún sýnir líka rætur þeirra, rokk, pönk og rapp. Flest laganna eru góð, en einna skemmtilegast er samt að heyra meðferðina á Stones og Dylan. „Street Rghting Man" hefur aldrei ver- ið kraftmelra. traustl júlíusson Hér fer 16 laga bræðingur Reznor-iðn- aöarfilingsins sem einkenndi A.S. og glamstemningarinnar á M.A. Hittarinn Disposable Teens er þvengstolin af- bökun lagsins Beautiful People og á heildina litið virkar þetta hreinlega úr- elt. Maður hefði haldið aö skrattinn gæti skaffað honum ferskari riff. kristján már ólafsson Þetta er hörkumix. Þaö er hægt aö treysta Margeiri til þess byggja þetta upp og blanda þannig aö það sýður á og pústar. Þetta er ekta diskógleöi með greddulegum slap bassa, sól- heimabíti, rífandi syntum og korní strengjasándi. Mixiö nær hámarki með laginu Can't Live Without Your Love meö Tamiko jones. Þvílík orgía. trausti júlíusson Þetta er undarlegur kokkteill rafrænu og skynörvunar með gleðipoppsyfir- bragði. Cast á sveppum væri ekki fjarri lagi, eins sorglega og það hljóm- ar. Enda er þetta sorglegt og ég, sem hélt að Bell væri asninn og Gardner snillingurinn, verð að kyngja því að The Animalhouse er alvegjafn slæmt band og Hurricane #1. kristján már ólafsson 4 v 15. desember 2000 f Ó k U S 13 v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.