Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Page 11
■ ir UiiaA ac cwnna IVCIU vl wVVl ICI karimaður? TiDDið er nauðsynlegt „Ég er búinn að pæla aðeins í þessu. Fyrir svona fimmtíu árum hefði verið auðvelt að svara því hvað karlmennska er, en tippastækkanir, Anna Kristjáns, samkynhneigð og risvandamál eru búin að éta upp hefðbundnar hugmyndir okkar um karlmennsku. Og auðvitað er manni skítsama um það, þótt það sé jafn- framt æðislegt að geta kvartað yfir því í heitu pottunum að síðan Viagra kom á markaðinn viti maður aldrei hver er alvöru karlmaður. Ég gæti trúað því að hefðbundnar hugmynd- ir um karlmennsku hafi verið samd- ar af karlmönnum með svo mikið af vöðvum að þeir gátu varla talað. Menn sem fæddust með vöðva í hausnum til að geta kinkað kolli hraðar. Persónulega fmnast mér ein- kenni karlmennsku til dæmis vera sjálfstæði, ákveðni, hlýja og ábyrgð en þetta er líka það sem mér fmnst einkenna kvenleika. Snýst karl- mennskan þá um vöðva? Þegar ég var á Gay Games Ólympíuleikunum í Amsterdam sá ég alveg fáránlega massaða menn með hnausþykkar hormottur, þeir voru svo loðnir að þeir hafa örugglega verið með hár á tönnunum en samkvæmt hefðbundn- um karlmennskuhugmyndum þá eru hommar minni karlmenn. Ókei, segj- um þá að karlmennska sé það sem minnir mann á að maður sé ekki kona. Það eru til konur með meiri vöðva og skegg en ég. En það gerir þær ekki að meiri karlmönnum. Kona getur verið með þrjú barka- kýli, bakvöðva í hnyklum, mottu, stundað dvergakast og verið áfram kona. En kona með tippi er ekki til, því um leið og hún fær tippi er hún orðin karlmaður. Svo ég set mörkin milli karlmennsku og kvenleika við það sem gerir karlmenn að öðru kyni en konum og það hlýtur að vera tippið. Já, tippið er mjög nauðsyn- legt ef þú ætlar að vera karlmaður. Karlmennska snýst um tippi. Þá skiptir stærðin öllu en líka að nota tippið sem mest, þannig að sem flest- ir geti staðfest karlmennsku þína;“ segir Erpur og dregur augað í pung. Erpur Eyvindarson, sjónvarps- stjarna og rlmnaskáld Karlmennska er ímyndun „Karlmennska er, á sama hátt og kvenleikinn, ímyndun. Til þess að losna við að taka ábyrgð á gerð- um sínum, til þess að losna við þá kvöð að þurfa sjálfur að taka ákvarðanir, framkvæma og standa við það sem maður segir og gerir búa menn sér til afsakanir. Guð er ein slík afsökun, stjörnu- speki önnur, eðli kynjanna hin þriðja. Ekki þarf nema tiltölulega snögga yfirferð yfir birtingar- myndir karlmennsku og kven- leika í tima og rúmi til að sjá að þar er það fjölbreytileikinn sem ræður ríkjum. Komið hafa þeir timar aö kynin hafa verið niður- negld í ákveðin hólf og aðeins mátt gera þetta en alls ekki hitt. Þá eru menn líka með það alveg á hreinu hvert sé „eðli kynjanna". Síðan höfum við önnur tlmabil þar sem fólk hefur haft meira frelsi til að haga sér eftir geðþótta og þá hefur auðvitað sýnt sig að mannlífið er óendanlega miklu fjölbreyttara en svo að fólk verði dregið í tvo dilka. Það er hins veg- ar miklu þægilegra að vera búinn að ákveða að einstaklingur sem maður mætir hljóti að vera svona en ekki hinsegin af því hann er með píku en ekki tippi, svartur en ekki hvítur, frá Sauðárkróki en ekki Breiðholti. Hugmyndir um karlmennsku og kvenleika hvíla þess vegna á leti, virðingarleysi fyrir einstaklingum og hræðslu við fjölbreytileika." Ingólfur Gíslason, félagsfrœöing- ur og höfundur bókarinnar Karl- menn eru bara karlmenn „Maður hefur pælt aðeins í þessu. Ég get ekki sagt að ég hafi stúderað þetta fyrir sjálfan mig en maður hefur séð stereótýpumar í Hollywood-myndunum þar sem karlmennskan gengur út á að sýna ekki veikleikamerki, Dirty Harry- fílingurinn sem opinberast helst á gelgjuskeiðinu hjá ungum karl- mönnum. Þeir fara að brenna sig með sigarettum og ýmislegt annað til að vera karlmannlegir," segir Úlfur og hlær. „Sálfræðilegu útgáfuna af þessu sér. maöur stundum hjá körlum þegar allt á alltaf að vera í lagi. Ef það bjátar eitthvað á á alls ekki að tala um það. En sönn karlmennska er alveg til. Það sem er kallað karl- mennska er eitthvað sem er búið að búa til samkvæmt hlutverka- skiptingu kynjanna. Eins og það að karlar griila en sjóða ekki, þeir bora, moka skafla og svona. Mér flnnst líka frekar ljóst að þrátt fyr- ir jafnrétti og svoleiðis þá er ekki hægt að setja það sem flokkast sem karlmannlegt og kvenlegt undir sömu skilgreiningu. Kynin eru ólík, sama hvemig á það er litið. Hins vegar er það bæði karl- mennskulegt og kven- mennskulegt þegar fólk leit- ast við að skilja og bera virðingu fyrir því sem er ólíkt í eöli kynjanna." Úlfur Chaka, nemi vió Listaháskóla íslands og söngvari í Stjörnukisa Sönn karlmennska er til L Hvað er karl- mennska? Er það að rníga í saltan sjó, kunna að skalla, vera fullur og alls- ber, ælandi og hlæjandi digurbarkalega í fjórtán stiga gaddi, vinna eins og hund- ur og geta sex konum sex börn, eða er það að koma heiðarlega fram, vera góður, traustur og trygglynd- ur. Þetta er ekki eins Ijóst í dag og þegar Egill Skalla- grímsson hjó sjö ára gamall sinn fyrsta mann, Grettir kyrkti drauginn og herra Karl var sá sem mátti keyra, kjósa og vinna við annað en barnauppeldi. Margrét Hugrún hitti nokkra ís- lenska karl- menn á kaffi- húsi í bænum og fékk þá til að opna sig. „Ég hef aldrei pælt í því hvað karl- mennska er, en þetta er ágætis tæki- færi til að analýsera það. Þegar ég heyri orðið karlmennska sé ég fyrir mér karlþjóð ís- lands, á Arnarhóli og allt um kring, marserandi við sinn eigin trommutakt. Þeir segja allir hver við annan: „Hvað segiiiir ann? Ekki ágætt bara, þokkaleeeg- ur, ertu ennþá með kerl- ingunni? Viltu í vörina?“ Þessir karlar eru allir að fara að horfa á landsleik íslands og Belgíu í fótbolta. Þegar ég var krakki fannst mér karlmennska snúast um sítt hár og dauðarokk. Ég reyndi eftir veikum mætti að apa þetta eftir en það tókst ekki. Ég náði aldrei tökum á síddinni eða rokkinu," segir Barði og pantar sér spagettí. Hvaða karl- menn fmnast þér vera karlmannlegir? Barði hugsar sig vel um áður en hann svarar; „Ehud Barak finnst mér vera karlmannleg- ur og mikilvægur. Einnig þykir mér Yassir Arafat vera mikill karlmað- ur. Þetta eru töff, alvarlegir menn. Ókarlmannlegir karlmenn eru til dæmis hann Venus, þjónn á Thomsen, Steingrimur J. Sigfús- son og Moby. Ruddaskapurinn sem einkennir karlmennsk- una á ekki við um þessa menn. Að lokum langar mig að segja að mér finnst að karlar eigi að standa saman og gefa út bók eins og þessa þarna „Físu- þúfuna“. For- síðan væri svona mynd af sveittum pung í skítugum nærbuxum gulum hlandbletti," segir Barði al- varlegur á svip og horfir hugs- andi á spagettíið sitt. Barói Jóhannsson tón- listarmaður Lcfi ©r hluti af karlmennskurmi „Ég upplifi sjálfan mig mjög miskarlmannlegan. Ég efast líka einhvern veginn um að konum finnist þær alltaf jafn kvenlegar. Karlmennska er örugglega eitt- hvað í þá átt að þú ert að gera þinn hlut og þú veist að þú ert að gera hann vel. Á svoleiðis mómentum fmn ég til karlmennsku minnar. Þetta hlýtur að vera sami kraftur og þegar ísklifrari getur klifið ein- hvern jökul, hann nær settu marki. Mörkin geta verið mjög misjöfn, lítil og stór, líkamleg eða huglæg. Þegar ég var lítill ætlaði ég að verða lögga fyrir hádegi og slökkvi- liðsmaður eftir hádegi. Svo ætlaði ég aö vera forseti í hádeginu og um helgar. Þetta var planið, hlýtur að hafa eitthvað með karlmennsku að gera. Leti er hluti af karlmennsk- unni. Þú mátt vera latur eftir að einhverju takmarki er náð. Þarna liggur stór misskilningur á milli karla og kvenna. Ég var að lesa eitt- hvert karlmennskutímarit um dag- inn og rakst þar á viðtal við gaml- an mann. Hann var áttatíu ára eða meira og það var verið að spyrja hann hvað það væri að vera góður mað- ur. Eftir mikla umhugsun og pæl- ingar svaraði hann; Að reyna að skilja konur betur. Ég tek undir þessi orð öldungsins. Þetta er sönn karlmennska," segir Reynir ákveð- inn og sýpur hraustlega á kaffmu. Reynir Lyngdal leikstjóri f Ó k U S 15. desember 2000 15. desember 2000 f ó k u s mikael torfason heimsins heimskasti pabbi bók ársins" „Þetta er lang þroskaðasta og besta verk Mikaels til þessa, hér hefur honum tekist að sameina þann ofsa og stílkraft sem einkenndi fyrstu skáldsögu hans og þroskaða en óvenjulega gagnrýni í alveg glænýja tegund af heimsádeiluf Jón Yngvi Jóhannsson/DV „Mikki refur, til lukku með nýju bókina, þér tókst að koma út á mér tárunum oftar en emu sinnif Kristín Heiða Kristinsdóttir/strik.is „Bókin er afskaplega áhrifamikil, hjartnæm, kraftmikil og gríðarlega vel skrifuð... Heildaráhrifin af lestri hennar eru svo sterk að sú tilfinníng er áleitin að hér sé komið fram stórvirki og mikill höfundur þó að ungur sé.“ Ágúst Borgþór Sverrisson/visir.is „Marteinn er hvorki áhugaverð né skemmtileg persóna þótt hann sé stómasjúkhngur og lykti alltaf af kúk.“ Björn Þór Vilhjálmsson/Mbl. „Þetta er kraftmikil saga sem eflaust á eftir að hneyksla marga en að mínum dómi hittir hún beint í mark.“ Hrafn Jökulsson/Kastljós „Það er auðséð að Mikael hefur tekið stórstígum framförum sem rithöfundur íþessari þriðju skáldsögu sinni... Grenjaðu þessa í jólagjöf.“ alltaf.is 10 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.