Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 2
26
MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000
Sport unglinga____________________________________________________________pv
Handbolti drengja:
- 20 efnilegustu handknattleiksstrákar landsins, að mati Heimis Rikharðssonar
—
Hér sést Asgeír
Hallgrtmsson í leik meö
Unglingasíöan heldur áfram aö
birta lista yfir efnilegasta íþrótta-
fólk landsins og í dag birtum við
lista yfir 20 efnilegustu drengi í
handknattleik. Unglingasiðan fékk
tii liös við sig Heimi Ríkharðsson,
þjáifara unglingalandsliðsins.
„Það eru bjartir tímar fram undan
í handboltanum. Þeir árgangar
sem eru í 2. flokki núna eru sterkir
en síðan virðist vera örlítil eyða.
Umsjón
Benedikt Guðmundsson
Betri þjálfun
Það er eðlilegt en á heildina litið
er nóg af leikmönnum að koma
upp. Það er greinilegt að það er
unnið betur í þjálfuninni hjá
félögunum og það skilar sér í
góðum leikmönnum. Það sem
kannski vantar eru fleiri iðkendur
i hvern flokk. Unglingar í dag hafa
miklu meira framboð af afþreyingu
en áður fyrr og verða félögin að
bregðast við því. Það verður
einfaldlega að ná í þessa krakka og
rífa þau frá tölvunum. Við verðum
að fá fleiri iðkendur í hvern flokk.
Félögin aö skila góöri vinnu
Annars eru félögin að skila góðri
vinnu og það sýnir best árangur
þeirra erlendis. Einnig hafa yngri
landsliðin verið að gera það gott á
erlendri grundu þrátt fyrir að við
höfum ekki fjöldann sem aðrar
þjóðir hafa. Þetta undirstrikar þá
góðu vinnu sem er unnin.
Lykillinn er góð þjálfun og hún er
góð á flestum stöðum og mjög
fjölbreytt. Ég yrði ekki hissa ef
einhverjir af þessum lista færu út í
atvinnumennska því þeir hafa
þann metnað sem þarf, fyrir utan
hæfileikana.
Öflugt starf hjá HSÍ
HSÍ hefur reynt að halda úti
öflugu starfi fyrir unglinga-
landsliðin og hefur t.d. ‘82-liðið
farið í gegnum 4 ára ferli. Við
byrjum alltaf þegar krakkarnir eru
13-14 ára og þá komum við þeim
saman í handboltaskóla HSÍ. Það
er fyrr en flest önnur sérsambönd.
Síðan eru búin til verkefni fyrir
þessi lið og reynt að hafa alltaf
eitthvað í gangi, segir Heimir. Hér
til hliðar má sjá 10 efnilegustu
drengi landsins sem eru fæddir
1981 og síðar, að mati Heimis.
Listinn er eftir stafrófsröð og síðan
koma næstu tíu þar á eftir.
-BG
Einar Hólmgeirsson hefur leikiö vel meö ÍR í vetur þrátt fyrir aö vera einungis 18 ára gamall.
Topp tíu listi Heimis
Arnór Atlason (1984) vinstri skytta úr KA
Arnór er mjög metnaðarfullur leikmaður sem ávallt leggur sig fram
í leikjum. Góður varnarmaður og sterkur í gegnumbrotum. Hefur
veriö að leika með þremur flokkum og hefur karl faðir hans, Atli
Hilmarsson, þjálfari meistaraflokks KA, verið óhræddur við að nota
strákinn í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur.
Ásgeir Hallgrímsson (1984) hægri skytta úr Haukum
Góður í sókn og er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið í stöðu
hægri skyttu sem og hægra horn. Hefur yfir að ráða geysilegum
stökkkrafti og hefur einnig fjölhæf skot. Eins og Arnór hefur Ásgeir
verið að leika með þremur flokkum, 3. flokki, 2. flokki og
meistaraflokki.
Einar Hólmgeirsson (1982) hægri skytta úr ÍR
Einar er mjög efnilegur og er griðarlega fylginn sér. Hefur verið að
leika með meistaraflokki ÍR í vetur og staðið sig vel. Einar spilaði
með landsliði drengja sem eru tveimur árum eldri en hann en þrátt
fyrir þaö lék hann stórt hlutverk í liðinu. Þetta lið varð
Norðurlandameistari.
Hjalti Pálmason (1981) vinstri skytta úr Víkingi
Hjalti er öflug skytta og voru miklar væntingar gerðar til hans þar
til hann lenti í slæmum meiðslum. Hann virðist vera á góðri leiö með
aö vinna sig út úr þeim. Er líkamlega sterkur ieikmaður og er fastur
fyrir í vöm.
Ingólfur Axelsson (1983) miöjumaður úr Fram
Ingólfur er einstaklega mikill keppnismaður og ákveðinn að ná
langt i handknattleiksíþróttinni. Ber ekki virðingu fyrir neinum
andstæöingi. Mjög íjölhæfur leikmaöur og getur nánast spilað allar
útleikmannastöður á vellinum. Hefur yfir að ráða fjölbreyttum
skotstíl og er auk þess sterkur í gegnumbrotum.
Markús Mikaelsson (1981) vinstri skytta úr Val
Markús hefur sýnt undanfarin ár að þar fer eitt mesta efni á
íslandi í dag. Metnaðarfullur leikmaður og var valinn efnilegasti
leikmaöur Nissandeildarinnar 1999-2000. Hefur yfir að ráöa miklum
skotkrafti og góðum skotum.
Níels Benediktsson (1981) vinstri skytta úr Fram
Níels hefur átt í meiðslum undanfarið ár en var farinn að banka á
? meistaraflokksdymar áður en hann meiddist. Virðist vera að vinna
I sig út úr meiðslunum og verður öflugri með hverjum leiknum. Er
mjög skotfastur og hefur gríðarlega góða fótavinnu. Leikur einnig vel
Ólafur Víöir Ólafsson (1983) miöjumaöur úr HK
Samviskusamur leikmaður og góður leikstjórnandi. Hefur njög
gott auga fyrir spili og leikur samherja sína vel uppi. Er með góð
skot og fjölbreytt gegnumbrot. Hefur verið að leika með
meistaraflokki HK þrátt fyrir að vera enn þá i 3. flokki.
Snorri Steinn Guöjónsson (1981) miðjumaöur úr Val
Snorri er sonur íþróttafréttamannsins kunna Guðjóns
Guðmundssonar og greinilegt að strákur hefúr fylgst vel með er hann
fylgdi fóður sínum á landsliðsæfingar á fyrri árum. Er góð skytta og
em undirhandaskotin stórhættuleg. Snorri er mikill leikstjómandi
og hefur þrátt fyrir ungan aldur verið að leika sem aðaileikstjómandi
meistaraflokks Vals.
Vilhjálmur Halldórsson (1983) vinstri skytta úr
Stjörnunni
Vilhjálmur er mjög hávaxinn leikmaður og mikil skytta auk þess
að vera sterkur vamarmaður. Er mjög samviskusamur og vill ná
langt í íþróttinni. Er góður karakter sem þjálfari veit að leggur sig
ávallt 100% fram.
Nœstir inn á listann: Jón Þorbjöm Jóhannsson (1982) línumaður úr Fram,
Lárus Jónsson (1982) miðjumaöur/vinstri skytta úr Fram, Elías Már Halldórsson
(1982) hægri homamaður úr Aftureldingu, Kristján Andrésson (1981) miðjumaöur úr
GUIF, Sigurður Eggertsson (1982) vinstri homamaður úr Val, Ólafur H. Gíslason
(1981) markvörður úr Aftureldingu, Baldvin Þorsteinsson (1982) vinstri hornamaður
úr KA, Fannar Þorbjömsson (1981) línumaður úr Val, Jón Björgvin Pétursson
(1982) hægri hornamaður úr Fram, Kári Garðarsson (1981) markvörður úr KA,
-BG