Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Síða 11
I
MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000
35
Sport
DV
ENGLAND
Danny Murphy skoraði sigurmark Liverpool gegn Manchester United. Hér sést hann fagna markinu mikilvæga ásamt félögum sínum, Króatanum Igor Biscan
og Steven Gerrard. Reuters
Enska knattspyrnan:
Manchester United tapaði á heimavelli í fyrsta sinn í tvö ár
Danny Murphy tryggði Liverpool
gríðarlega mikilvægan sigur á
Manchester United á Old Trafford í
gær með marki beint úr auka-
spyrnu á 43. mínútu. Þetta var
fyrsta tap Manchester United á
heimavelli í tæp tvö ár en liðið
hafði leikið 36 leiki á Old Trafford
án þess að bíða ósigur. Leikmenn
ensku meistaranna náðu sér aldrei
á strik og máttu greinilega ekki við
því að liðið vantaði Teddy Shering-
ham, Andy Cole og Dwight Yorke.
Ginola með stórleik
Frakkinn David Ginola vann
hugi og hjörtu stuðningsmanna
Aston Villa þegar hann skoraði eitt
mark og lagði upp annað í leiknum
gegn Manchester City um helgina.
Ginola lagði upp mark fyrir Dion
Dublin á 71. minútu og jafnaði siðan
2-2 á 86. minútu með stórglæsilegu
skoti af 25 metra færi, óverjandi fyr-
ir Nicky Weaver, markvörð
Manchester City. John Gregory,
knattspyrnustjóri Aston Villa, sem
hefur gagnrýnt Ginola upp á
síðkastið fyrir að vera of þungur,
var ánægður með sinn mann að leik
loknum. „Markið sem hann skoraði
var frábært. Hann verður betri og
betri með hverjum leiknum sem líð-
ur,“ sagði Gregory.
Di Canio ieynir á sér
Paolo Di Canio stal senunni í leik
Everton og West Ham. Di Canio
hefði getað tryggt West Ham sigur-
inn á lokasekúndum leiksins þegar
hann stóð einn fyrir opnu marki Ev-
erton en í ljósi þess að Paul Gerr-
ard, markvörður Everton, lá óvígur
við vítateiginn ákvað Di Canio að
taka boltann með höndum. Einstak-
lega íþróttamannsleg framkoma frá
manninum sem hefur veriö þekkt-
ari fyrir annað háttalag á knatt-
spyrnuvellinum. Áhorfendur Ev-
erton voru hæstánægðir með ítal-
ann en Harry Redknapp var forviða
í leikslok. „Samherjar hans eru enn
að sparka í hann. Þetta var óvenju-
legt. Ég hef aldrei annað eins á
knattspymuvellinum. Ég hélt að
hann myndi skora,“ sagði Harry
Redknapp.
Armstrong byrjaði vel
Framherjinn Alun Armstrong,
sem Ipswich keypti frá Middles-
brough í siðustu viku, var ekki
lengi að vinna stuðningsmenn
Ipswich á sitt band. Hann kom inn
á sem varamaður í hálfleik gegn
Southampton og skoraði tvö mörk
sem tryggðu Ipswich sigurinn og
þriðja sætið í deildinni. Hermann
Hreiðarsson spilaði að vanda allan
leikinn í vörn Ipswich.
Arnar skoraði gott mark
Arnar Gunnlaugsson kom inn á
sem varamaður á 67. mínútu í leik
Leicester og Charlton og rak
jr
ENGLAND
allan tímann.
Stoke er í sjöunda
sæti deildarinnar
með 33 stig eftir 20
leiki.
Stoke City vann góðan útisigur
á Bristol Rovers, 3-0, í ensku 2.
deildinni á laugardaginn. Marka-
hrókurinn Peter Thorne skoraði
öll mörk Stoke í leiknum. Brynjar
Björn Gunnarsson, Bjarni Guó-
jónsson og Birkir Kristinsson
voru allir í byrjunarliði Stoke,
Rikhardur Daöason kom inn á
sem varamaður á 67. mínútu en
Stefán Þórdarson sat á tréverkinu
Ólafur Gottskálksson og ívar
Ingimarsson voru í byrjunarliði
Brentford sem tapaði fyrir Wrex-
ham, 2-1. Ólafur spilaöi allan leik-
inn en ívar fór út af á 58. mínútu.
Bjarnólfur Lárusson spilaði
allan leikinn fyrir Scunthorpe þeg-
ar liðið tapaði fyrir Barnet, 4-2.
Bjarki Gunn-
laugsson spilaði
allan leikinn fyr-
ir Preston sem
tapaði stórt fyrir
Gillingham, 4-0.
Guðni Bergs-
son átti frábæran leik í vörn
Bolton sem vann góðan útisigur á
Wimbledon, 1-0.
Heiðar Helguson sat á vara-
mannabekknum hjá Watford þegar
liðið gerði jafntefli við West Brom
á heimavelli, 3-3. -ósk
smiðshöggið á góðan sigur Leicester
með fallegu marki á síðustu mínútu
leiksins. Arnar fékk sendingu frá
Tim Flowers, markverði Leicester,
stakk vörn Charlton af og vippaði
boltanum yfir markvörð Charlton,
Dean Kiely. Þetta var þriðja mark
Arnars fyrir Leicester í vetur. Þetta
mark Arnars féll í góðan jarðveg hjá
stuðningsmönnum Leicester sem
kalla hann „Tortímandann".
Fyrsti heimasigurinn
Middlebrough vann sinn fyrsta
heimasigur á tímabilinu þegar
Eiður Smári Guðjohnsen og félagar
hans í Chelsea komu í heimsókn.
Eiður Smári átti ágætan leik í liði
Chelsea og var nokkrum sinnum
nálægt þvi að skora. Middlesbrough
náði einnig þeim áfanga í leiknum
að halda marki sínu hreinu í fyrsta
sinn í vetur. Claudio Ranieri,
knattspymustjóri Chelsea, var ekki
sáttur við tapið. „Við sköpuðum
næga möguleika til þess að skora i
leiknum en nýttum þá ekki. Það
gerðu aftur á móti leikmenn
Middlesbrough og því fór sem fór,“
sagði Ranieri. -ósk
Úrvalsdeild
Aston Villa-Man. City.......2-2
0-1 Alf Inge Haaland (65.), 1-1 Dion
Dublin (71.), 1-2 Paolo Wanchope
(73.), 2-2 David Ginola (86.).
Derby-Coventry...............1-0
1-0 Malcolm Christie (8.).
Everton-West Ham ............1-1
1-0 Steve Watson (75.), 1-1 Frederick
Kanoute (84.).
Ipswich-Southampton .........3-1
0-1 James Beattie (3.), 1-1 James
Scowcroft (48.), 2-1 Alun Armstrong
(51.), 3-1 Alun Armstrong (90.).
Leeds-Sunderland ............2-0
1-0 Lee Bowyer (23.), 2-0 Mark
Viduka (77.).
Leicester-Charlton...........3-1
0-1 Jonatan Johansson (5.), 1-1 Ade
Akinbiyi (35.), 2-1 Matt Elliott (78.),
3-1 Arnar Gunnlaugsson (90.).
Middlesbrough-Chelsea.......1-0
1-0 Dean Gordon (71.).
Newcastle-Bradford...........2-1
1-0 Gary Speed (13.), 2-1 Kieron Dyer
(70.), 2-1 Robert Molenaar (86.).
Man. Utd.-Liverpool .........0-1
0-1 Danny Murphy (43.).
Staðan í úrvalsdeild
Man. Utd. 18 12 4 2 44-14 40
Arsenal 17 10 4 3 29-13 34
Ipswich 18 10 3 5 27-18 33
Leicester 18 9 5 4 20-14 32
Liverpool 18 9 3 6 33-24 30
Sunderland 18 8 5 5 18-18 29
Newcastle 18 8 3 7 20-22 27
WestHam 18 6 8 4 24-19 26
Aston Villa 18 6 8 4 21-16 26
Leeds 17 7 4 6 24-23 25
Tottenham 17 7 3 7 25-26 24
Chelsea 18 6 5 7 32-25 23
Charlton 18 6 4 8 25-30 22
Everton 18 6 4 8 20-29 22
Southampt. 18 5 5 8 23-31 20
Man. City 18 5 3 10 25-32 18
Derby 18 3 7 8 21-35 16
Coventry 18 4 3 11 16-33 15
Middlesbr. 18 3 5 10 20-28 14
Bradford 18 2 6 10 13-30 12
1. deild:
Crewe-Crystal Palace.........1-1
Fulham-Tranmare..............3-1
Gillingham-Preston............4-0
Grimsby-Norwich...............2-0
Portsmouth-Huddersfield......1-1
QPR-Nott. Forest..............1-0
Sheff. Utd.-Sheff. Wed.......1-1
Stockport-Barnsley ...........2-0
Watford-West Brom.............3-3
Wimbledon-Bolton..............0-1
Burnley-Blackburn ............0-2
Wolves-Birmingham ............0-1
Staöan:
Fulham 22 17 4 1 53-16 55
Bolton 23 13 6 4 38-22 45
Birmingh. 22 13 4 5 33-21 43
West Brorn 23 12 5 6 32-27 41
Watford 21 12 4 5 41-25 40
Blackburn 22 11 6 5 33-22 39
Nott. For. 23 12 3 8 34-26 39
Preston 22 11 5 6 28-26 38
Burnley 22 11 5 6 25-24 38
Sheff. Utd. 23 10 6 7 25-23 36
Wimbledon 23 8 7 8 32-26 31
C. Palace 23 7 6 10 32-34 27
Portsm. 23 6 9 8 25-29 27
Barnsley 23 7 5 11 26-34 26
Gillingh. 23 6 7 10 29-34 25
Wolves 23 5 8 10 22-27 23
Tranmare 23 6 5 12 27-36 23
Norwich 22 6 5 11 19-29 23
Stockport 23 5 7 11 30-41 22
Grimsby 22 6 4 12 20-32 22
Sheff. Wed. 23 6 4 13 29-43 22
Crewe 23 6 4 13 18-32 22
QPR 22 3 11 8 24-35 20
Huddersf. 23 4 6 13 22-33 18
RADÐD DJÖFLARNIR
Knattspyrnustjörnurnar í sögu
Manchester United
Ómissandi bók fyrir aila Rauða Djöfla.
Ferð þú á Old Trafford?
Sjá nánar á kápu bókarinnar.
BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR_