Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Síða 12
36
MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000
Sport
rr** spánn
Úrslit:
Alaves-Deportivo............3-1
0-1 Victor Sanchez (17.), 1-1 Javi
Moreno (21.), 2-1 Javi Moreno, víti
(26.), 3-1 Ivan Alonso (73.).
Espanyol-Real Madrid........1-2
0-1 Fernando Morientes (4.), 0-2 Luis
Figo (12.), 1-2 Mauricio Pochettino
(21.).
Rayo Vallecano-Barcelona . . . 2-2
1-0 Elvir Bolic (5.), 1-1 Gerard Lopez
(8.), 1-2 Frank de Boer (66.), 2-2 Pablo
Sanz, viti (73.).
R. Sociedad-ViUareal.........0-2
0-1 Unai Bergara (21.), 0-2 Jorge
Lopez (89.).
R. Zaragoza-Las Palmas......3-1
1-0 Jose Ingacio (65.), 1-1 Tomas
Olias, viti (69.), 2-1 Juan Esnaider
(74.), 3-1 Yordi Gonzalez (82.).
Celta Vigo-Mallorca..........2-2
1-0 Catanha (14.), 1-1 Ariel Ibagaza
(24.), 2-1 Goran Djorovic (77.), 2-2
Javier Olaizola (89.).
Osasuna-Numancia ............2-0
1-0 Mariano Armentano (64.), 2-0
Sabino Sanchez (90.).
Oviedo-R. Santander..........1-0
1-0 Ivan Tomic (35.).
Valencia-Malaga .............2-0
1-0 John Carew (42.), 2-0 Ruben
Baraja (73.).
Valladolid-A. Bilbao ........0-0
Staöan:
Valencia 15 9 4 2 27-9 31
R. Madrid 14 9 2 3 31-17 29
Deportivo 15 8 4 3 25-14 28
R. Vallec. 15 6 6 3 32-22 24
Alaves 15 7 3 5 23-15 24
FRAKKLAND
Úrslit:
Bastia-Paris St. Germain.....1-1
Guingamp-Marseille ...........1-0
Lens-Bordeaux ................2-2
Metz-Lille ...................1-1
Mónakó-Rennes.................1-2
Nantes-Toulouse . ............3-2
Sedan-Strasbourg .............1-0
St. Etienne-Auxerre...........2-0
Troyes-Lyon ..................1-0
Staða efstu liða:
Sedan 21 10 6 5 31-21 36
Nantes 21 11 3 7 36-28 36
HOLLAND
Úrslit:
NAC Breda-Vitesse ............1-1
Willem II-Fortuna Sittard ....3-1
Ajax-Twente ..................5-1
AZ Alkmaar-PSV Eindhoven ... 0-5
Graafschap-Utrecht............0-3
Groningen-Feyenoord ......... 1-0
Nijmagen-Roda ................0-2
Waalwijk-Sparta ..............2-0
Jóhannes Karl Guójónsson skoraði
fyrra mark RKC Waalwijk.
Roosendaal-Heerenveen.........0-3
Staða efstu liða:
Feyenoord 15 13 1 1 39-15 40
Vitesse 17 11 4 2 36-23 37
BELGÍA
Úrslit:
Anderlecht-Aalst...............3-0
Beveren-Harelbeke .............2-1
Siguröur Ragnar Eyjólfsson var í
byrjunarliði Harelbeke en fór út af á
21. mínútu.
Charleroi-Westerlo ............2-2
Antwerpen-St. Truiden .........2-0
Gent-Beerschot ................3-1
Lierse-Mechelen ...............1-1
Lokeren-Standard Liege ........2-1
Auöun Helgason, Arnar Þór Viö-
arsson, Rúnar Kristinsson og Arn-
ar Grétarsson voru allir í byrjunar-
liði Lokeren og skoraði Arnar Grét-
arsson fyrsta mark Lokeren. Rúnari
Kristinssyni var skipt út af á 90.
mínútu.
Mouscron-La Louviere .......0-0
Genk-Club Brúgge............0-1
Staða efstu liða:
Cl. Brúgge 17 16 0 1 55-10 48
Anderlecht 17 14 3 0 50-13 45
-ósk
RAUÐU DJOFLARNIR
(Kn.Tttspyrniistjóriiuin.ii i sögu IVkmchester Unitcd *
Luis Figo skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Real Madrid vann góðan útisigur á Espanyoi.
Skoska knattspyrnan:
Leikandi Larsson
- skoraði þrennu gegn Aberdeen
Sænski sóknarmaðurinn Henrik
Larsson fór á kostum gegn Aber-
deen og skoraði þrennu í 6-0 sigri
Celtic. Larsson hefur þar með skor-
að 26 mörk í 21 leik það sem af er
keppnistímabilinu. Svisslendingur-
inn Ramon Vega, sem er í láni frá
Tottenham, kom einnig sterkur inn
í sínum fyrsta leik fyrir félagið.
Vega skoraði tvö mörk í leiknum.
Celtic hefur nú 54 stig á toppi deild-
arinnar, sjö stigum meira en Hi-
bernian sem er í öðru sæti.
Hibernian heldur áfram
Hibernian, sem komið hefur liða
mest á óvart í skosku úrvalsdeild-
inni i vetur, heldur áfram góðu
gengi. Hibemian vann öruggan sig-
ur á St. Johnstone, 2-0, og virðist
vera eina liðið sem ætlar að veita
Celtic einhverja keppni í baráttunni
um meistaratitilinn.
Slæmt hjá Rangers
Rangers missti af dýrmætum stig-
um í toppbaráttunni i skosku úr-
valsdeildinni í gær þegar liðið gerði
1-1 jafntefli gegn Dundee á útivelli.
Þessi úrslit þýða að Rangers er tólf
stigum á eftir Glasgow Celtic sem er
í efsta sæti og fimm stigum á eftir
Hibernian sem er í öðru sæti.
-ósk
Henrik Larsson skoraöi
þrennu gegn Aberdeen.
DV
Út er komin bókin íslensk knattspyrna
2000 eftir Viði Sigurðsson.
Þetta er tuttugasta bókin í þessum bóka-
flokki sem hóf göngu sína árið 1981 en eins
og áður eru raktir allir innlendir viðburð-
ir í knattspymunni á árinu sem senn lýk-
ur. Bókinni er skipt niður i kafla þar sem
fjallað er um keppni í hverri deild íslands-
mótsins fyrir sig, bæði í karla- og kvenna-
flokki, um keppni yngri flokka, bikar-
keppni KSÍ, landsleiki íslands, Evrópuleiki
félagsliða og um atvinnumenn íslands á er-
lendri grundu. Að auki eru í bókinni marg-
víslegar upplýsingar um félög og leikmenn
og fjölmargt annað sem viðkemur knatt-
spyrnunni á Islandi. Þá eru í bókinni við-
töl við Þormóð Egilsson, fyrirliða íslands-
meistara KR, Margréti Ólafsdóttur, leikja-
hæstu landsliöskonu íslands, Bjarna Jó-
hannsson, þjálfara Fylkis, og Ríkharð
Daðason, landsliðsmann og leikmann
Stoke City, og við leilonenn úr öllum liðum
í úrvalsdedd karla. í bókinni eru um 230
myndir af liðum og leikmönnum, margar
þeirra í lit. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin
er 176 bls., prentuð í prentsmiðjunni Jana
Seta í Lettlandi. Leiðbeinandi verð: 4.480
krónur.
Út er komin bókin Raudu djöflarnir
- knattspyrnustjörnurnar i sögu
Manchester United eftir Agnar Frey
Helgason og Guðjón Inga Eiríksson.
í bókinni eru helstu stjörnur
Manchester United í gegnum tíðina
kynntar. og má þar nefna David Beck-
ham, Ryan Giggs, Bobby Charlton og Er-
ic Cantona. í hverri bók er happdrættis-
númer og fær einn heppinn eigandi bók-
arinnar ferð fyrir tvo á Old Trafford.
Bókin er 170 bls. og prentuð í
prentsmiðjunni Hólum á Akureyri.
Leiðbeinandi verð: 3.680 krónur.
Út er komin bókin Stoke City - i máli
og myndum eftir Guðjón Inga Eiríksson.
íslendingaliðið Stoke City hefur verið
mikiö í sviðsljósinu að undanförnu.
Ástæðan er augljós. íslendingar eiga
meirihluta í liðinu, auk þess sem knatt-
spyrnustjórinn er íslenskur og fjölmarg-
ir leikmanna liðsins einnig. í bókinni er
saga félagsins rakin með sérstakri
áherslu á „íslenska tímabilið". Bókin er
70 bls. og prentuð í prentsmiðjunni Hól-
um á Akureyri. Leiðbeinandi verð: 2.680
krónur.
Spænska knattspyrnan:
Upprisa
- Real Madrid vann um helgina eftir niðurlægjandi tap i vikunni
Real Madrid rétti úr kútnum
eftir niðurlægjandi tap í spænsku
bikarkeppninni fyrir 3. deildar
liðinu Toledo í síðustu viku. Evr-
ópumeistararnir unnu góðan úti-
sigur á Espanyol, 2-1, og hafa tap-
að fæstum stigum allra liða i
deildinni. Fernando Morientes
skoraði fyrsta markið eftir góðan
undirbúning Steve McManaman
og Luis Figo bætti við öðru marki
með glæsilegri aukaspyrnu.
Valencia á toppinn
Valencia komst á topp spænsku
1. deildarinnar með öruggum sigri
á Malaga, 2-0. Norðmaðurinn
John Carew skoraði fyrra mark
Valencia en spænski landsliðs-
maðurinn Ruben Baraja gull-
tryggði sigurinn með marki á 73.
mínútu. Valencia, undir stjórn
Argentínumannsins Hector
Cuper, hefur gengið allt í haginn á
þessu keppnistímabili og virðist
liðið ætla berjast um titla á öllum
vígstöðvum.
Fjórir án taps
Barcelona virðist vera að rétta
úr kútnum eftir heldur skrykkjótt
gengi í upphafi tímabils. Liðið hef-
ur nú leikið fjóra leiki í röð án
taps og um helgina gerði liðið 2-2
jafntefli gegn spútnikliðinu Rayo
Vallecano á útivelli. Barcelona
var án Brasilíumannsins Rivaldo
en hefði samt sem áður átt að
sigra í leiknum ef mið er tekið af
færum liðanna.
Moreno skorar enn
Deportivo La Coruna tapaði sín-
um fyrsta leik eftir fimm leikja
sigurgöngu þegar liðið sótti Ala-
ves heim. Það kom þó fæstum á
óvart því Deportivo La Coruna
hefur aldrei unnið leik á heima-
velli Alaves. Framherji Alaves,
Javi Moreno, heldur áfram að
raða inn mörkum. Hann skoraði
tvö mörk og hefur þar með skorað
12 mörk það sem af er keppnis-
tímabilinu og er markahæstur i
deildinni. Alaves gengur flest í
haginn þessa dagana. Ekki er
langt síðan liðið sló norska liðið
Rosenborg út úr Evrópukeppni fé-
lagsliða og gengi liðsins í
spænsku deildarkepnninni hefur
heldur ekki verið slæmt. Liðið er
í toppbaráttunni og þetta litla lið
virðist vera að festa sig í sessi
sem eitt af betri liðum Spánar.
Enn tap hjá Las Palmas
Las Palmas, lið Þórðar Guðjóns-
sonar, tapaði sínum þriðja leik í
röð þegar sótti Real Zaragoza
heim. Argentínumaðurinn Juan
Esnaider, sem Zaragoza keypti frá
Juventus í síðustu viku, skoraði
eitt af mörkum heimamanna.
Þórður Guðjónsson var ekki í
byrjunarliði Las Palmas en kom
inn á sem varamaður á 77. mín-
útu.
-ósk