Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Síða 14
 Sport MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 r>v 1 r Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve. Atvinnudansparið Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve: pumeistarar í tíu dönsum - orðin eitt besta danspar heims Það var ekki bara í sundinu sem íslendingar eignuðust Evrópumeist- ara þvi atvinnudansparið Karen Björk Björgvins- dóttir og Adam Reeve urðu Evrópumeistarar i tíu dönsum á laugardag- inn. Evrópumeistaramótið i 10 dönsum í flokki at- vinnumanna var haldið í Bonn í Þýskalandi og tóku þau Karen og Adam þátt yrir íslands hönd. 5. sæti á HM Um síðustu helgi kepptu þau á heimsmeist- aramótinu í 10 dönsum sem fram fór í París sl. laugardag og þá gerðu þau sér lítið fyrir og end- uðu i 5. sæti. Á einni viku hafa þau því náð frábær- um árangri á tveimur stærstu mótunum og sannað sig sem eitt besta danspar heimsins sem stendur. Það var því mikil spenna fyrir Evrópu- mótið hjá þeim, ekki síst þar sem þau náðu svo góðum árangri á heims- meistaramótinu. Þetta var mjög sterk keppni, sterkustu danspör Evr- ópu mætt til leiks. Karen og Adam dönsuðu alveg einstaklega vel og náðu þeim frábæra árangri að vinna mótið og eru því Evrópumeistarar í 10 dönsum i flokki atvinnumanna árið 2000. Óvæntur sigur Að sögn Karenar var sigurinn mjög óvæntur. „Við ætluðum okkur að vera inni í úrslitum og helst ná betri árangri en um síðustu helgi en þorð- um ekki að vona að við myndum sigra.“ Þekkt par í ööru sæti „í öðru sæti var geysi- sterkt þýskt par sem er mjög þekkt í heiminum. Við erum nýtt par og ekki eins þekkt og þau og átt- um því síður von á þvi að sigra á mótinu í Þýska- landi. Við erum ákaflega glöð og ánægð með sigur- inn.“ Aldrei hafa íslend- ingar náð svona góðum árangri í samkvæmis- dönsum áður, hvorki í flokki atvinnumEmna né áhugamanna. -ÓÓJ Guðmundur Harðarson sundfræðingur um framgöngu Arnar á Evrópumótinu um helgina: Enginn meö tærnar - þar sem Örn Arnarson hefur hælana í íslenskri sundsögu Guðmundur Harðarson sundsér- fræðingur gladdist eins og allir ís- lendingar yfir hinum frábæra ár- angri Arnar Arnarsonar um helg- ina. „Enginn íslenskur sundmaður hefur náð með tæmar þar sem Örn er með hælana. Eðvarð Þór Eðvalds- son varð sjötti á Evrópumóti á löngu brautinni og þriðji í Evrópubikar- keppni á sama árinu og það var það besta áður en Örn kemur svo sterk- ur inn og Örn á núna ekkert annað en framtíðina fyrir sér til að gera betur.“ Er það taktlk hjá Emi að vinna bara úrslitasundin en vera í næstu sætum á eftir í undanúr- slitum og milliriðlum? „Undanrásimar eru eins og póker hjá þessum bestu og þeir sem eiga að vera ömggir í hópi þeirra 16 bestu reyna að sleppa sem auðveld- ast í gegnum undanrásimar. Síðan reyna menn líka að sýna keppinaut- unum sem minnst. í milliriðlunum reyna menn mun meira en eiga samt alltaf eitthvað auka inni í úrslita- sundinu. Þaö er tvimælalaust einn af kostum Arnar hversu vel hann út- færir sín sund.“ Öm kemur einnig sterkur inn þegar liður á sundin: „Öm er alltaf sterkur á seinni hlutunum og síðasta fjórðungi vega- lengdanna. Hann nær bæði forust- unni í 100 og 200 metrunum í snún- ingnum og kafsundstakinu fyrir síð- asta fjórðung sundsins." Mátti búast við að Örn bætti sig svona á mótinu? „Það er oft með þessa ungu sund- menn aö þeir bæta sig á hverju móti og eftir jœssar framfarir hjá Erni í löngu brautinni í sumar gat maður alveg búist við að hann gæti bætt sig um hálfa til eina sekúndu, sem hann og gerði.“ Hver stendur Örn í heiminum? „Það má reikna með að allir þeir þrír sem voru á undan Erni á Ólympíuleikunum verði með á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug næsta sumar. Örn er vissulega meðal fimm bestu baksundsmanna í heiminum en sú röð getur breyst hvenær sem er. í Sydney var Öm besti Evrópubúinn í 200 metra baksundi og sannar það á þessu móti að enginn annar Evrópubúi sem situr heima á þessu móti getur unnið hann, það er alveg klárt. Það vantar þannig fullt af góðu sundfólki á þetta Evrópumót en samt hefði enginn sundmaður í 100 og 200 metra baksundi getað komið og unn- ið örn núna.“ Nú er mikið álag á Emi og hann er búinn að vera að í 10 mánuði. Er þetta ekki of mikið? „Öm keppir ekki mikið en þetta er bara það sem allt þetta sundfólk gerir. Það æfir í 11 mánuði á ári og flestir keppa miklu meira en hann. Margir þeirra bestu slepptu mótinu nú til að taka sér frí og eru síöan byrjaðir að æfa núna til að undirbúa mótið í sumar. Það er þeirra val en þetta er bara það sem þeir bestu verða að geta, annars eru þeir ekki bestir. Keppni á Evrópumóti snýst bara um það hver er bestur i hverri grein á hverjum tíma og Öm er besti baksundsmaðurinn á þessu móti,“ sagði Guðmundur að lokum. -ÓÓJ Örn Ólafsson, faðir Arnar: 50 m sundiö * - ásamt Evrópumetinu kom mest á óvart öm Ólafsson, faðir Evrópumeist- arans og -methafans Arnar Arnar- sonar, hefur staðið þétt að baki son- ar síns allan hans feril enda mikill sundmaður sjálfur. Hann var auð- vitað kampakátur með árangur stráksins þegar DV náði tali af hon- um. - Kemur þessi árangur Arnar ykk- ur í Firöinum á óvart? „Það að hann fór svona vel undir Evrópumetið og náði einnig eins v góðum árangri í 50 m sundinu og raun bar vitni er kannski það sem mest kom á óvart. Ég átti von á því að hann yrði sterkur í 100 og 200 m greinunum." - Hann viróist vera í mjög góðu formi, hvaö hefur hann œft mikið síöan Ólympíuleikunum lauk? „Hann vinnur þetta i svokölluð- um æfingahringjum. Hann náði einmitt einum hring í undirbún- ingnum fyrir mótið, mjög góðum sem var laus við öll meiðsl og ann- að slíkt. Það er skiptir sköpum. Hann hefur æft mjög vel, það hefur ekki verið betra síðan í mars.“ - Þannig aö nœst á dagskrá er langþráö jólafrí? „Já, hann hefur ekki átt fri síðan í febrúar og því verður jólafríið ef- laust kærkomið. En svo hefst undir- búningurinn fyrir heimsmeistara- mótið i sumar strax í janúar. Hann fer reyndar aftur í skóla eftir ára- mót - það er ef verkfallið leysist - eftir að hafa tekið sér ársfrí." - Nú er Örn einungis 19 ára. Hvernig séröu nánustu framtíö hjá honum? „Maður veit auðvitað ekkert, ætli það fari ekki allt eftir hugarfari og árangri hverju sinni. Þetta er auð- vitað kostnaðarsamt allt saman og því að mörgu að huga.“ -esá / / $Æ$jup % Á;W • . yJ Foreldrar Arnar Arnarsonar, Örn Ólafsson og Kristín Jensdóttir, fögnuðu vel frábærum árangri sonarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.