Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2000, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000
5
DV
Fréttir
DV-MYNDIR ÓRN ÞÓRARINSSON
Slysagildra hverfur
Brúin á Víöidalsá - viö hana hafa oröiö slys á undanförnum árum. Vonandi veröa þau úr sögunni meö þessari framkvæmd.
Breikkun Víði-
dalsárbrúar lokið
-70 metra löng og kostaði 70 milljónir
DV, HUNAÞINGI VESTRA:______________
Fyrir nokkru lauk vinnu við
breikkun brúarinnar á Víðidalsá í
Vestur-Húnavatnssýslu. Þarna var
um mikið verk að ræða því byggð
var ný brú við hlið þeirrar eldri og
gamla brúargólfið síðan hækkað um
15 sentímetra. Brúin er 70 metra löng
og eftir breytingu 8 metra breið, var
áður 4 metrar. Jafnhliða þessu var
steypt utan um gömlu endastöplana.
Kostnaður við brúarsmíðina var 55
milljónir króna en með breytingum á
veginum og fleiru nam heildarkostn-
aður um 70 milljónum króna. Það var
brúarvinnuflokkur Guðmundar Sig-
urðssonar á Hvammstanga sem vann
verkið og tók vinna við sjálfa brúar-
gerðina fjóra og hálfan mánuð. Að
sögn Guðmundar gekk verkið vel.
Það tafði hins vegar verulega fyrir að
öll umferð varð að fara um brúna á
meðan framkvæmdin stóð yfir. Að
sögn Guðmundar verður hafist
handa í vor við breikkun brúarinnar
yfir Gljúfurá sem er á mörkum Aust-
ur- og Vestur- Húnavatnssýslu. Það
er mjög svipuð framkvæmd en sú
brú er þó 10 metum styttri en yfir
Víðidalsána. -ÖÞ
Klára verkið
Stefán Grétarsson til vinstri og Sig-
uröur Hallur Sigurösson. Þeir voru
aö ganga frá viö brúna, fjær sér i
elstu brúna yfir ána sem enn er
uppistandandi.
Akraneshöfn vill
þjónustusamning
við Grundar-
tangahöfn
DV, GRUNDARTANGA:______________
A síðasta fundi hafnarstjómar
Akraness var lagt fram bréf hafnar-
stjóra Akraneshafnar þar sem óskað
er eftir viðræðum við stjórn Grund-
artangahafnar um gerð þjónustu-
samnings milli Akraneshafnar og
Grundartangahafnar, um rekstur
hafnarinnar á Grundartanga.
Hafnastjóri segir í samtali við DV
að um nokkurt skeið hafi það legið
fyrir að ákveða þurfi framtíðar
rekstrarform Grundartangahafnar
ekki síst í ljósi aukinnar umferðar
um höfnina.
„Akranes er 35% eigandi að höfn-
inni og á einnig Akraneshöfn. Æski-
legt væri að geta samnýtt þann
mannskap sem vinnur við Akranes-
höfn, en að sjálfsögðu yrði fjárhag
hafnanna haldið aðskildum, enda
eignarhaldið ólíkt. Grundartanga-
höfn er lykill að framþróun í at-
vinnumálum á svæðinu frá Borgar-
byggð í Hvalfjarðarbotn og eigendur
Grundartangahafnar verða að vera
samstíga í þvi að nýta alla kosti
svæðisins með öflugu og traustu
starfi Grundartangahafnar." -DVÓ
DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON
Öflug höfn
Frá uppskipun í Grundartangahöfn
sem menn telja lykil aö framþróun á
stóru svæöi.
Síldaraflinn kominn
í 66 þúsund tonn
DV, AKRANESI:
Búið er að landa rúmlega 66 þús-
und tonnum af síld á vertíðinni og
samkvæmt því eru alls um 55.500
tonn óveidd af heildarkvóta ársins.
Lítill kraftur hefur verið í síldveið-
unum síðustu daga. Stafar það af
brælu á miðum fyrir vestan landið,
tregri veiði fyrir austan og lokunum
á síldarmiðunum á Eldeyjarsvæð-
inu. Þar hefur síldin verið blönduð
og mikið af smásíld í afla bátanna
þannig að gripið hefur verið til
svæðalokana. -DVÓ
Tungurótartöflur
SÍS«rWutía>
n,rH
Ser»þ«S
sigdrett!
annarrar (0) [jj
^irþft
"“fyrríhft
sei”»ihlt,
Taktu prófið
Hér er skema, sem getur verið gagnlegt til að
meta hvaða lyfjaform hentar þér best. Skemað er
þróað af einum helsta rannsóknarmanni á sviði
reykinga, dr. phil. Karl Olov Fagerström, og gefur
mynd af reykingamynstri þmu. Svaraðu spuming-
unum, skrifaðu stigin í gulu fletina og leggðu þau
síðan saman. Stigafjöldinn gefur til kynna hvaða
Nicorette lyfjaform hentar best.
Val á Nicorette lyfjafomii þegar hætta skal reykingum
NefiiSalyf
Twigurótortöflur 2 stk.
Tyggigianmí 4 nig
Forðaplóstur 16 klsL 15 mg
Imisogslyf
Tyggigúmmí 2 mg
Tungwvtartöflur 1 stk.
. Hentarvel Hentugt getur veriiS að nota anrnð
eða sterkora lyfjaform
Hjálpartæki sem inniheldur nikótín sem kemur í stað nikótíns við reykingar og dregur þannig
úr fráhvarfseinkennum og auðveldar fólki að hætta að reykja eða draga úr reykingum. Gæta
verður varúðar við notkun lyfjanna hjá sjúklingum með alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma.
Reykingar geta aukið hættu á blóðtappamyndun og það sama á við ef nikótínlyf eru notuð
samtfmis lyfjum sem innihalda gestagen-östrógen (t.d. getnaöarvarnatöflur). Þungaðar kon-
ur og konur með barn á brjósti ættu ekki að nota nikótínlyf án samráðs við lækni. Þeir sem
eru með sykursýki, ofstarfsemi skjaldkirtils eða krómflklaæxli eiga að fara varlega I að nota
Nicorette tungurótartöflur. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráði við
lækni. Nicorette er til sem tyggigúmmí, forðaplástur sem er llmdur á húð, nefúöalyf, töflur
sem settar eru undir tungu og sem sogrör. Skömmtun lyfjanna er einstaklingsbundin. Leið-
beiningar um rétta notkun eru í fylgiseðli með lyfjunum. Brýnt er að lyfið sé notað rétt og í til-
ætlaðan tlma til að sem bestur árangur náist. Með hverri pakkningu lyfsins er fylgiseðill með
nákvæmum upplýsingum um hvernig nota á lyfin, hvaða aukaverkanir þau geta haft og fleira.
Lestu fylgiseðilinn vandlega áður en þú byijar að nota lyfið. Markaðsleyfishafi:
Pharmacia & Upjohn AS, Danmörk - Innflytjandi: Pharmaco hf. Hörgatúni 2,210 Garðabær.
NICDRETTE
...veldu rétt