Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2000, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000
Fréttir
DV
Danska skipið sem LÍÚ fékk til landsins dælir tæpum 3 þúsund tonnum í tugi skipa:
Um 20 milljónir sparast
á danska olíuskipinu
- olíufélögin þrjú hyggjast öll lækka um áramótin til samræmis við lækkanir og gengi
Hagfræðingur LÍÚ segist telja að
olíuspamaður útvegsmanna af
danska olíuskipinu sem hefur verið
að dæla hátt í þrjú þúsund tonnum
af olíu á tugi íslenskra skipa sé um
tuttugu milljónir króna.
Talsmenn íslensku olíufélaganna
þriggja sögðu í samtali við DV að fé-
lögin mundu lækka olíuverð til
skipa um áramótin enda verði þá
tekið tillit til lækkunar meðalverðs
í desember og lækkunar gengis und-
anfarið.
Geir Magnússon, forstjóri Olíufé-
lagsins hf. Esso, segir að félag hans
muni lækka olíuverð um áramótin
af sömu ástæðum og danska olíufé-
lagið gat lækkað verð á sínum
farmi. „Ef LÍÚ finnur einhverjar
ásættanlegar leiðir til að gera þetta
ódýrara til frambúðar munum við
örugglega skoða það líka,“ sagði
Geir og átti við að „danska lausnin"
sé sprottin af fallandi verði í mán-
uðinum og því að íslensku olíufélög-
in þurfi að halda úti birgðastöðvum
á ótal stöðum á landsbyggðinni all-
an ársins hring.
„Það er alveg ljóst að talsverð
lækkun er í farvatninu um áramót-
in,“ sagði Samúel Guðmundsson,
forstöðumaður áhættusviðs Olís,
við DV. Talsmaður Skeljungs segist
telja að olíuverð félagsins muni
lækka niður í sama verð og selt var
úr danska skipinu.
„Við verðbreytum um áramótin
og verðum örugglega meö svipuð
verð og danska skipið þegar upp er
staðið. Það hafa verið það miklar
lækkanir undanfarið og dollarinn
hefur gefið eftir þannig að þetta lá
alveg fyrir,“ sagði Reynir Guðlaugs-
son, innkaupastjóri Skeljungs.
Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag-
fræðingur hjá LÍÚ, sagði í samtali
við DV að sambandið hefði ekkert
heyrt í olíufélögunum. „Menn eru
alltaf að leita leiða til að gera út á
sem hagkvæmastan hátt og reyna að
spara alls staðar."
Sveinn Hjörtur sagði aö olíufarm-
ur danska skipsins Sofie Theresa
hafi kostað upp undir 100 milljónir.
Með hliðsjón af því að útgerðar-
menn telja sig spara 22 prósent af
kaupum á þeirri olíu hver segir
hann aðspurður ekki fjarri lagi að
ætla að heildarolíusparnaður þeirra
útgerða sem kaupa oliuna á á þriðja
tug skipa sé um 20 mUljónir króna.
- Hyggist þið halda þessum við-
skiptum áfram?
„Við höfum ekki hugsað okkur
að fara í langtímasölu á olíuvör-
um. Þetta fyrirtæki er með útibú
hérna og er nýr samkeppnisaðili á
markaðnum sem við höfum kynnt
sem valkost. Það er mikil stemn-
ing meðal útvegsmanna vegna
þessa,“ sagði Sveinn Hjörtur. -Ótt
23.500 búa
í Kópavogi
íbúum í Kópavogi fjölgaði á síðasta
ári um 4,2 prósent samkvæmt bráða-
birgðatölum Hagstofunnar. Þann 1.
desember voru 282.845 einstaklingar
búsettir á íslandi samkvæmt þjóð-
skrá, karlar voru 141.593 en konur 340
færri eða 141.252. Fjölgun landsmanna
milli ára er sú mesta í 9 ár og nemur
hálfu öðru prósenti.
Meginskýringin er sú að um 1.600
fleiri fluttust búferlum til landsins en
frá því, um 4.300 böm hafa fæðst síð-
ustu 12 mánuði en rúmlega 1800
manns hafa látist. Fjölgunin er að
venju mest suðvestanlands. Á höfuð-
borgarsvæðið bættust tæplega 3.500
manns sem er 2% fjölgun. í Kópavogi
búa 23.500 manns, þar fjölgaði um
4,2%, í Hafnarfirði búa 19.600 manns,
á Akureyri liðlega 15 þúsund og í
Reykjanesbæ búa tæplega 11 þúsund
manns. -DVÓ
Fór á tveimur
hjólum milli bíla
Mikil mildi þykir að engin slys skuli
hafa orðið á fólki er þrír bílar skullu
saman í Vestfjarðagöngunum á ellefta
tímanum í gærmorgun. Að sögn lög-
reglunnar á ísafirði varð slysið með
þeim hætti að jeppabifreið, sem kom
úr Breiðadal á leið til ísafjarðar, bilaði
á einbreiðum kafla 500 til 600 metra
innan við gangamunnann. Bilstjóri
annars bíls, sem kom aðvifandi, lagði
sínum bíl í útskot við hlið jeppans.
Ökumaður þriðja bílsins, sem kom úr
sömu átt og hinir tveir, sá ljósin á bíln-
um í útskotinu en ekki jeppann. Þriðji
bíllinn keyrði aftan á jeppann, fór svo
á tveim hjólum á milli bilanna tveggja
og straukst þak hans við bílinn sem
var í útskotinu.
Að sögn lögreglunnar á Isafirði er
skyggni slæmt fyrsta kílómetrann í
göngunum þegar bílar koma inn í
göngin bæði vegna hríms sem mynd-
ast á rúðum bílanna í frosti og vegna
birtumismunarins í göngunum og fyr-
ir utan. -SMK
Sæmi rokk fékk kveöju frá Bobby Fischer í DV:
Yndislegt að heyra
frá gömlum félaga
- segir Sæmundur Pálsson og vonast til aö hitta hann á ný
Sæmi rokk
Lögreglumaöurínn góökunni á Seltjarnarnesi fékk
kveöju frá félaga sínum, Bobby Fischer,
eftir tæpa þrjá áratugi.
heimfarar og var
kominn á flugvöll-
inn ætlaði hann á
eftir mér og trúði
því hreinlega ekki
að ég ætlaði að yfir-
gefa hann. Fischer
er sérvitringur og
að umgangast hann
er eins og að spila á
hljóðfæri eftir nót-
um. Maður verður
bara að kunna á sál-
fræðina því stund-
um er hann eins og
eldfjall og ekkert
má segja við hann,“
segir Sæmundur.
I samtali sínu við
Birgi Berndsen reif-
aði Fischer hug-
myndir sínar um
nýlega yfirstaðið
einvígi Anands og
Shirovs. Hann vildi
að sigurvegarinn
tæki allt verðlaunaféð en sá sem
tapaði fengi ekkert og myndi þetta
gera skákíþróttina meira spennandi
en ella. Sæmundur segist þekkja fé-
laga sinn á þessu tali.
„Þetta er nákvæmlega i takt við
Fischer. Það var hann sem kom með
verulegar fjárhæðir inn í skák-
íþróttina og hann vildi hana sem
mest spennandi og skemmtilega.
Það kemur mér heldur ekki á óvart
að hann skyldi spyrja um Keflavík-
urflugvöll en þar spiluðum við oft
saman keilu og annað sport að
nóttu til meðan á einvíginu árið
1972 stóð,“ segir hann.
Sæmundur er vongóður um að hitta
Fischer á ný en hann hefur verið eftir-
lýstur í aðildarríkjum Sameinuöu þjóð-
anna síöan hann tefldi við Spasskí áriö
1992 í Belgrad í trássi við þær.
„Það væri frábært að hitta hann aft-
ur en ég lái honum ekki að forðast
Bandaríkin og Vestur-Evrópu. Þegar
hann varð heimsmeistari varð hann
skyndilega hetja Bandarikjamanna
sem vilja svo ekki sjá hann nú. Þessi
riki hljóta að fara að hætta þessari vit-
leysu og vonandi efhir hann þá gamalt
loforð og kemur í heimsókn til min,“
segir Sæmundur Pálsson um félaga
sinn, Bobby Fischer. -jtr
„Það var yndislegt að fá kveðju
frá Bobby Fischer eftir tæp 30 ár og
þetta gefur mér von um að hann sé
að opna sig meira,“ segir Sæmund-
ur Pálsson, lögreglumaður á Sel-
tjarnarnesi, sem gengur undir nafn-
inu Sæmi rokk. Vinskapur tókst
með Sæma og Fischer þegar „ein-
vígi aldarinnar" stóð yfir í Reykja-
vík 1972 en síðan hafa þeir ekki sést,
á þriðja áratug. I DV í gær barst
Sæma hins vegar kveðja frá Fischer
í gegnum áhugaskákmanninn Birgi
Berndsen sem tefldi 15 netskákir
við snillinginn sérvitra.
„Ég hef ekki séð hann síðan ég
dvaldist hjá honum í Bandaríkjun-
um í nokkra mánuði eftir einvígið í
Reykjavík. Þegar ég bjó mig til
Fischer og Sæmi.
Ekki sett tímamörk
„Nefndin fékk ekki
nein ákveöin tima-
mörk þegar hún var
skipuð og þess vegna
eru engin formleg
tímamörk i gildi íyrir
hennar störf," sagði
Jón Steinar Gunn-
laugsson sem er for-
maður fjögurra manna nefndar sem
skoða á nýlegan dóm Hæstaréttar. -
Dagur greinir frá.
Þriöji hver á hlutabréf
Veröbréfamarkaðurinn og verð-
bréfafyrirtæki eru í sérstakri við-
bragðsstöðu vegna einstaklinga sem
eru að kaupa hlutabréf til að nýta
skattaafslátt samkvæmt lögum. 36,5%
framteljenda eiga hlutabréf og hefur
fjöldi þeirra einstaklinga sem íjárfesta í
hlutabréfúm aukist um 100% á síðustu
10 árum.
Hert lög um skotelda
Lagt hefur verið fram á Alþingi
frumvarp til laga um breytingu á
vopnalögum sem felur í sér að bannað
verði að selja eða aíhenda skotelda
bami yngra en 18 ára en þó er gert ráö
fyrir því að heimilt verði að selja böm-
um eldri en 15 ára skotelda til notkun-
ar innanhúss.
íþróttamaður Hafnarfjaröar
Öm Amarson
sundkappi var kjör-
inn íþróttamaður
Hafnarfjarðar árið
2000. Sem kunnugt er
var hann einnig kjör-
inn íþróttamaður árs-
ins af DV-Sporti.
Breytingar á skipastóli
Samheiji hf. hefur nýtt sér rétt, sam-
kvæmt kaupsamningi sem gerður var
við færeyska útgeröarfélagið E.M.
Shipping, að láta kaup félagsins á nóta-
veiðiskipinu Jóni Sigurðssyni ganga til
baka.
Fíkniefnaneysla í verkfallinu
Aðgerðaleysi margra framhalds-
skólanema vegna verkfalls kennara
ýtir undir eiturlyfjaneyslu þeirra, sagði
Jóhann Thoroddson, sálfræðingur hjá
SÁÁ, i samtali við RÚV.
Ekki allir á tekjutryggingu
Talið er að einhver hluti öryrkja
sem eiga samkvæmt dómi Hæstaréttar
rétt á fullri tekjutryggingu hafl aldrei
sótt um tekjutryggingu, m.a. vegna
þess að þeir hafl gert sér grein fyrir að
miðað við gildandi reglur ættu þeir
ekki rétt á bótunum.
úrskurð
Umhverfisráð-
herra, Siv Friöleifs-
dóttir, feUdi í gær úr
gildi úrskurð skipu-
lagsstjóra ríkisins frá
28. júní 2000 vegna
mats á umhverfisá-
hrifúm Hallsvegar
frá Fjallkonuvegi að
Víkurvegi samkvæmt lögum nr.
63/1993.
Árás á vélstjóra
Félagsfundur Vélstjórafélags Islands
með vélstjórum af fiskiskipum í gær
lýsti furðu sinni á þeirri ákvörðun
samgönguráðherra að taka heils hugar
undir sjónarmið talsmanna LÍÚ um
stórfelida fækkun vélstjóra á fiskiskip-
um. Um sé að ræða hreina árás á hags-
muni vélstjóra.
Dregur ekki úr öryggi
Samgönguráðherra segir fúllyrðing-
ar Vélstjórafélags Islands rangar um að
ráðuneytið hafi eingöngu tekið tillit til
tillagna útgerðarmanna við gerð frum-
varps um áhaínir skipa. Hann segir að
það sé faglegt mat ráðuneytisins og sér-
fræðinga að tiilögur frumvarpsins
dragi ekki úr öryggi sjómanna. -HKr
Felldi ur gildi