Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000 Skoðun x>v Fötlun er erfiöur förunautur „Förunautur, sem misvel tekst aö bera.“ öryrkjar að aumingjar? Fórstu í mörg jólaboð? Þóra Magnúsdóttir afgreiösludama: Eg fór í þrjú jólaboö. Haraldur Haraldsson nemi: / þrjú. Víöir Orri Reynisson nemi: Ég fór í þrjú. Erla Bogadóttir nemi: Nei, ég fór í tvö jólaboö. Stefán Guönason nemi: í tvö jólaboö. Hjálmar Friöriksson nemi: Nei, ég fór í eitt. Eiga vera Magnús Einarsson skrifar: Lífið er margbreytilegt, en það sem hvað mest vefst fyrir manni er hvað gæðunum er misskipt. Sumir fæðast með silfurskeið í munni og lífið ligg- ur eins og rauður dregill fyrir þá æv- ina alla. Aðrir hafa varla tíma til að tefja í mannheimi og deyja drottni sínum án þess á fá móðurmjólkina né annað að borða. Þeir sem eru enn óheppnari lifa allt sitt lif í stöðugri vosbúð og dauðastríði alla ævi. Svo eru það hinir sem vinna fyrir lífinu alla ævi og lesa um þá fyrrnefndu í blöðum og bókum. Þegar reglur samfélagsins eru skoðaðar, liggur ljóst fyrir að í lýð- ræði eiga allir að hafa jafnan rétt. Það reynist hinsvegar óframkvæm- anlegt svo aö reynt er að nálgast það eins og frekast er unnt. í góðæri á friðartímum í velferðarsamfélagi er sjálfsagt að þeir sem minnst mega sin fái að njóta góðs af og séu metnir sem persónur líkt og þeir sterku sem eru burðarásarnir. Jafn- ljóst er að í stríði eða kreppu er erf- iðara að vernda rétt þeirra sem Gætum Konráö Friðfinnsson skrífar: Fiskimiðin í kringum landið eru uppspretta sem ræður því hvort ís- lendingar geti búið áfram i landinu eður ei. Bregðist hún er útséð með alla velmegun og fólk getur þá pakk- að saman og flust til Kanaríeyja. Sú hugmynd kom fram á dögun- um að olíuskip sem koma hingað eða sigla nærri landinu sneiði fram hjá fiskimiðunum og fari aðra leið á áfangastað. Sem merkir að siglinga- leiðin kemur til með að lengjast fyr- ir þessi skip. Sum þessara skipa eru gríöarstór og geta flutt hundruð þúsunda tonna af olíu um öll heimsins höf. „Þeir sem þó raunverulega eru „aumingjar þjóðarinn- ar“ eru þeir sem valda milljónagjaldþrotum og þeir sem eru áskrifendur að launum frá ríkinu fyrir minni vinnu en þá sem ör- yrkinn framkvœmir, með því að borða matinn sinn. “ minnst mega sín. Virðing fyrir hverri manneskju sem persónuleg- um jafningja, á að vera grundvöllur velferðarsamfélagsins, burtséð frá sjúkdómi eða fótlun. Öryrkjar eru þeir sem eru fatlað- ir og fá vegna hennar styrk frá rík- inu opinberlega og stimpil óopin- berlega. Það er vont að vera fatlað- ur til vinnu og samfélags. Hversu slæmt það er, fer þó eftir fotluninni. í dag er litið á líkamlega fótlun sem „eðlilega" bilun, en geðræn fótlun er „óeðlileg" bilun. Þennan mis- skilning þarf að leiðrétta. „Þótt ekkert verulega alvar- legt olíuslys hafi hent í kringum ísland, sennilega frá upphafi ferða olíuskipa, hafa menn enga tryggingu fyrir að svona slys gerist ekki í framtíðinni. “ Einnig er vel kunnugt að stundum verða slys á þessum skipum og þau farast og olía berst að landi með óskaplegum afleiðingum fyrir allt dýralíf sem hrærist í flæðarmálinu og nærri ströndinni. Síðan sekkur olían til botns og veldur þá skaða Fötlun er erfiður fórunautur sem misvel tekst að bera. Þeir sem þó raunverulega eru „aumingjar þjóð- arinnar" eru þeir sem valda millj- ónagjaldþrotum og þeir sem eru áskrifendur að launum frá ríkinu fyrir minni vinnu en þá sem öryrk- inn framkvæmir, með því að borða matinn sinn. Það er ægilegt að menn sem skakklappast einhvern veginn um t.d. of horaðir, of feitir eða í hjóla- stólum en eiga það sameiginlegt að vera öryrkjar, skuli vera fyrirlitnir af almenningi. Á meðan eru menn í fínum föt- um, keyrandi á glansandi lúxuskerrum, sem sólunda pening- um í gjaldþrotaviðskipti og fá að launum aðdáunaraugngotur almúg- ans. Einn aumingi verður ekki bættur með öðrum, en það er tími til kominn að bera blak af þeim sem vegna fótlunar sinnar eru kallaðir aumingjar. Nú er góðæri, nú er friður, nú búum við í velferðarríki: Nú er lag að rétta hlut öryrkja! - Bæði í huga almennings og í tryggingarkerfinu. þar. Og gleymum ekki kostnaðinum sem hlýst af þessum slysum. Slíkar vangaveltur eru viturlegar og vel þess virði að þeim sé gefmn gaumur. Þótt ekkert verulega al- varlegt olíuslys hafi hent í kringum ísland, sennilega frá upphafi ferða olíuskipa, hcifa menn enga trygg- ingu fyrir að svona slys gerist ekki í framtíðinni. Þannig getum við séð að það er betra að byrgja brunninn í tima áður en einhver óskundi verður af völdum oliskipa og veldur hér verulegum spjöllum á miðunum og þar meö öllu efnahagslifi okkar. - Skoðum málið í fullri alvöru og hugum að hvort ekki megi finna góða lendingu í málinu. okkar fiskimiða íslandströlli stelur jólunum Einu sinni var græn ófreskja sem var nokk- urs konar hundur en hét TröÚi. Trölli hataði jól- in af öllum kröftum vegna þess að hann hafði á bernskujólunum verið særður holundarsári sem ekki vildi gróa. Hann hataði allar gjafimar, glingrið og fina matinn sem fylgir hátíðinni af því að það gerði fólkið svo ánægt og ógeðslega gott hvað við annað. Þegar maður sjálfur er bit- urt og skorpið eineltistilfellii er óþolandi að þurfa að fylgjast með hamingju fólks. Trölli tók því til þess óþokkabragðs að stela jólunum. Hann fjarlægði allt sem minnti á jólin - allt glingriö og skrautið og gjafirnar og matinn - og skundaði með það í helli sinn. Þá var illt í efni og lýöurinn grét þann mikla missi. Á íslendinga herjaði arftaki Trölla nú fyrir jólin. Hann nefnist Islandströlli og átti einu sinni síma sem hann gat ekki verið án. Fyrir nokkrum árum var síminn tekinn af honum og síðan þá hafa allir verið vondir við hann. Hann hefur verið haföur fyr- ir margri sök og honum gert mikið til miska. Það hefur til dæmis verið talað um að Islandströlli geri starfsmenn sína að þrælum með því að auka við þá vinnuna og lækka um leið kaupið. Lika hefur verið sagt að Trölli hugsi bara um peninga og allt snúist um það að auka hagnaðinn en fólkið geti bara farið í rassgat. Það hlakkar í Trölla þegar kemur í Ijós að það sem áður var dýrindis kjötmeti hefur breyst í illa þefjandi ýldukrás og pósthús- in bergmála ramakvein vonsvikinna barna. Þá situr Trölli og minnist lýðsins sem gottaði sér yfir fréttum af misgengi fyrirtœkisins og hann œpir af hlátri. Þetta hefur IslandströUa lengi gramist, en það var ekki fyrr en um þessi jól sem hann leyfði sér að sleppa ótuktinni i sér lausri. Fyrst ákvað hann sér til skemmtunar að hafa ekki opin póst- hús á Þorláksmessu (sem jafngildir því að selja ekki blöðrur 17. júní) því TröUi veit um aUa kampakátu vitleysingana sem eru önnum kafnir við að fóndra með bömunum sínum á aðvent- unni og fara því - úps - á síðustu stundu út á pósthús. En þá er lokað á nefið á þeim! Engin jól, engar gjafir og enginn jólamatur. Ha ha... jólafífl með rauðan rass, rekur við og segir pass! TröUi hefur lika upphugsað lævist bragð fyrir þau jólafifl sem voru tímanlega í því: „Nei, því miður, týndist bara, þú getur svo sem leitað sjálfur ef þú vUt!“ Og svo hlakkar í TröUa þegar kemur í ljós að það sem áður var dýrindis kjöt- meti hefur breyst í Ula þeíjandi ýldukrás og póst- húsin bergmála ramakvein vonsvikinna barna. Þá situr TröUi og minnist lýðsins sem gottaði sér yfir fréttum af misgengi fyrirtækisins og hann æpir af hlátri. I sögunni skilar græni hundurinn jólunum aftur. Þegar maður kemst að því að jólin eru ekki bara gjafimar, skranið og skrautið sem maður stal, held- ur eitthvað sem kemur „innan frá“, þá er eins gott að skUa bara draslinu. Þaö ætlar íslandströUi líka að gera. Það er ekkert fútt í þessu lengur. Beölö eftir veröbréfum Trúaratriöi aö kaupa? Ofsatrú á verðbréfum Hilmar Jónsson hringdi: Þaö er eitthvað í Islendingseðlinu sem setur landann í uppnám ef pen- ingvon er annars vegar. Þannig lýsir veslings kennitöluþjófurinn, sem stal kennitölum vistmanna Sólheima í hendingskasti, af því hann „sá fólk streyma tU að kaupa bréf - rétt fyrir lokun hjá Landsbréfum, tilfinningu margra íslendinga þegar þeir sjá glitta i stóra vinninginn. Ég hló mig máttlausan að lýsingunni á atviki þessu, sem þjófurinn segist hafa gert í stundarbrjálæði. Sama er uppi á teningnum fyrir sérhver áramót. Þá hefst innri barátta margra, hvort þeir eigi að kaupa ný eða viðbótar verðbréf. I þessu kemur einungis frcun ofsatrú á verðbréfum og sjaldn- ast flugufótur fyrir nokkrum gróða. Og allra síst um þessi áramót. Gull FM besta stöðin J. Sveinsson skrifar: Fyrir tæpum tveimur árum datt ég niður á útvarpsstöð sem spilaði uppáhalds tónlistina mina. Eftir að ég uppgötvaði þessa frábæru útvarps- stöð hefur hún einokað útvarpstækin á heimilinu. Það er nú reyndar svo að þetta er eina stöðin sem öll fjöl- skyldan kemur sér saman um að hlusta á. Og nú þegar Gull Fm er betri og skemmtilegri en hún hefur nokkru sinni verið þá les ég í DV að til standi að loka henni. Þetta hljóta að vera einhver mistök. Ef svo er ekki, hvet ég forráðamenn stöðvar- innar að hrófla ekki við henni akkúrat þegar hún er á hátindinum. Margir vinir mínir og kunningjar eru á sama máli og ég vilja hafa Gullið áfram þar sem það er. Ég hvet líka þá sem eru á sama máli og ég að láta í sér heyra. Frá höfuöborg Kína Sagan geymd, en ekki gleymd Útflutningur til Kína? Garðar Sigur&sson hringdi: I sl. viku skrifar formaður íslensk- kínverska viðskiptaráðsins grein þar sem hann hvetur til þess að íslend- ingar auki útflutning til Kína, og seg- ir ekki líða á löngu uns Kínamarkað- ur verði mikilvægasti markaður heims. Ég er dolfallinn yfir slíkri bjartýni mannsins - eða öllu heldur barnaskap. Hvemig dettur mannin- um í hug að Kína verði einhver upp- spretta útflutningsmarkaðar fyrir okkur íslendinga? Ekki einu sinni fyrir þjóðir sem nær þeim liggja. For- maður Islensk-kínverska viðskipt- ráðsins hefur líklega ekki lesið mik- ið í sögu Kína, um Boxarauppreisn- ina og hvernig Vesturlandabúar voru þá hálshöggnir þúsundum saman og hvemig keisarafrúin tók afstöðu sitt á hvað, á móti og með Vesturlöndum eftir þörfum. Æ síðan hefur Kina ver- ið ótraustur aðili með tilliti til sam- skipta. Þaðan þurfum við ekki nein- ar vörar. Ekki einu sinni kínverja fyrir áramótin. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverhofti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.