Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2000, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2000
13
I>V
Antígóna á 20. öld
Antígóna fjötruö frammi fyrir öldungum Þebu
Halldóra Björnsdóttir geröi hana bæöi sterka og brjóstumkennanlega.
DV-MYND PJETUR
Á einum stað í leikriti
Sófóklesar um Antígónu er
kórinn látinn býsnast yflr
þvi mikla undri sem maður-
inn er. Það sem er kannski
undarlegast við mann-
skepnuna er hversu lítið
hún breytist og einmitt þess
vegna veitist jafn auðvelt og
raun ber vitni að sviðsetja
trúverðuga útfærslu á þessu
2500 ára gamla verki. Við
horfum nánast daglega á
fréttamyndir af blóðugum
átökum þar sem bræður
berjast (sbr. fyrrum
Júgóslavíu) og hvarvetna
blasir við okkur dæmalaus
hroki þeirra sem valdið
hafa. Sem hetur fer eru líka
enn þá Antígónur á meðal
okkar, manneskjur sem
kjósa að fylgja eigin sann-
færingu og samvisku jafn-
vel þó það kosti þær lífið.
Leikgerð Kjartans Ragn-
arssonar og Gretars Reynis-
sonar á Antígónu er um
margt vel heppnuð. Mögnuð
þýðing Helga Hálfdanarson-
ar á þessu gamla meistaraverki er notuð óstytt
en viða er textinn færður til og lagður öðrum í
munn en hjá Sófóklesi. Þannig eykst vægi per-
sóna sem annars koma lítiö við sögu, eins og t.d.
Evridíka og Hemon, einnig verða áhorfendur nú
vitni að ýmsum atburðum sem gerast utansviðs
í upprunalega verkinu. Með hjálp leikmyndar
og búninga er atburðarásin færð nær okkur í
tíma og þar eru vísanimar ótrúlega margar.
Nægir í því sambandi aö nefna klæðnaðinn sem
kallar ósjálfrátt fram myndir af átökunum á
Balkanskaga, en gæti allt eins átt við Grikkland
á tímum herforingjastjórnarinnar, og ljósmynd-
ir af hinum follnu sem minna á leit chileanskra
kvenna að horfnum ástvinum. Við erum líka
minnt á píslarsögu Krists í senu þar sem fætur
Antígónu eru þvegnir og ekki síður i sjónrænni
útfærslu á hennar hinstu stund sem endurspegl-
ar krossfestinguna.
Leikmynd Gretars Reynissonar er líkt og
fyrri daginn einfóld en um leið mcirgþrotin.
Löngu fjalirnar sem mynda borgarmúra í upp-
hafssenunni fá stöðugt ný hlutverk og var notk-
un þeirra hvað áhrifaríkust undir lokin þegar
Kreon og Hemon brjóta sér leið úr fangelsi Antí-
gónu. Lýsing Páls Ragnarssonar er sömuleiðis
stórbrotin og nær bæöi að undirstrika og magna
leikmynd og atburði. Tónlist Tryggva M. Bald-
vinssonar hæfði efninu vel og var einstaklega
falleg í upphafssenunni sem bar keim sálu-
messu.
Leiklist____________________
Fjórtán leikarar taka þátt í þessari uppfærslu
og eins og jafnan í sýningum Kjartans Ragnars-
sonar er mikil áhersla lögð á hópsenur. Þær eru
líka margar vel útfærðar og áhrifaríkar en á
móti kemur að einstaklingarnir eru ekki jafn
skýrt mótaðir. Það er vel
til fundið að láta kórinn
vera skipaðan konum og
leikkonurnar sem túlkuðu
þær komu bæði texta og
stemningu ágætlega til
skila. Vissulega er Antí-
góna hádramatískt verk
en í textanum er lika
húmor sem ég saknaði í
þessari uppfærslu (sbr.
sena sendiboðans).
Mest mæðir á Arnari
Jónssyni í hiutverki Kre-
ons og Halldóru Björns-
dóttur sem leikur titilhlut-
verkið með glæsibrag.
Antígóna Halldóru var
sterk og staðfost en um
leið örvæntingarfull og
brjóstumkennanleg og
óhætt að fullyrða að sálar-
stríð hennar hafi hreyft
við áhorfendum. Arnar
gerir líka margt vel og
eins og endranær var
hrein unun að heyra hann
fara með safaríkann text-
ann. Þau Halldóra eiga
ágæta spretti saman en
leikur hans reis þó hæst í átakamikilli senu á
móti Rúnari Frey Gíslasyni sem leikur Hemon
son hans og unnusta Antígónu. Rúnar Freyr var
senuþjófurinn í þessari sýningu og var túlkun
hans bæði kraftmikil og sannfærandi. Aðrir
leikarar voru síðri og skrifast það fyrst og
fremst á leikstjórnina sem beinist um of að
hópnum á kostnað persónuleikstjórnar. Upp-
færslan er engu að síður athyglisverð og enn ein
staðfestingin á ódauðleika grísku gullaldar-
skáldanna.
Halldóra Friðjónsdóttir
Þjóöleikhúsið sýnir á Stóra sviöinu: Antígónu eftir
Sófókles. Þýöing: Helgi Hálfdanarson. Leikgerö: Kjart-
an Ragnarsson og Gretar Reynisson. Lýsing: Páll Ragn-
arsson. Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Leik-
mynd: Gretar Reynisson. Tónlist: Tryggvi M. Baldvins-
son. Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson.
Mannshvolpur verður að manni
DV-MYNDIR PJETUR
Móglí lærir að naga bein af úlfabróöur sínum
Friörik Friðriksson og Edda Björg Eyjólfsdóttir í hlutverkum sínum.
voru einfold og skýr. Hljóðmynd skógarins var
töfrandi en tónlistin var of venjuleg til að passa
við þennan heim. Búningar Lindu Bjargar Áma-
dóttur voru litríkir og skemmtilegir en áferðina
á búningum loðnu dýranna skorti mýkt. Frá-
bærastur var búningur kyrkislöngunnar Kaa
sem fer úr hamnum fyrir framan augum á okk-
ur. Leikgervin voru sömuleiðis vel gerð en
merkilegt hvað mörg dýraandlitin minntu á John
Malkovich!
Friðrik Friðriksson leikur Móglí af innlifun og
yndisþokka. Hann var furðu sannfærandi smá-
barn í byrjun, glettinn hrekkjalómur þegar hann
stækkaði og loks ábyrgur maður, tilbúinn að
finna sér maka og taka stjórnina. í kringum hann
röðuðu dýrin sér, alvörugefnir úlfarnir undir for-
ystu Akela og Röksju (Halldór Gylfason og Katla
Margrét Þorgeirsdóttir), góðlyndur og álappaleg-
ur bjöminn Balú (Theodór Júlíusson), gáfaði hlé-
barðinn Baghíra (Ellert A. Ingimundarson), fögur
og grimm kyrkislangan (Jóhanna Vigdís Amar-
dóttir), montið tígrisdýrið (Jóhann G. Jóhanns-
son) og undirförull sjakalinn (Gunnar Hansson).
Apahópurinn sem stelur Móglí var makalaust vel
útfærður í texta og leik og má lengi gamna sér
við að heimfæra hann upp á ákveðna hópa í
mannlífinu! Kannski varð góð leikstjórn Bergs
Þórs Ingólfssonar hvergi sýnilegri en í senunum
með öpunum. Silja Aðalsteinsdóttir
Lelkfélag Reykjavíkur sýnlr í Borgarleikhúsinu: Móglí.
Leikgerö llluga Jökulssonar eftir sögum Rudyard
Kipling. Tónlist: Óskar Einarsson. Danshöfundur: Guö-
mundur Helgason. Hljóö: Jakob Tryggvason. Lýsing:
Ögmundur Þór Jóhannesson. Leikgervi: Sóley Björt
Guömundsdóttir. Búningar: Linda Björg Árnadóttir.
Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Leikstjóri: Bergur Þór
Ingólfsson.
Mörg snilldarverk hafa verið samin sem lýsa
bemskuheiminum og sársaukanum þegar íbúar
hans verða fullorðnir og neyðast til að yfirgefa
hann og er skemmst að minnast fyrri bókar Þor-
valds Þorsteinssonar um Blíðfinn. Rudyard
Kipling skapar í Skógarlífi sínu afar sérstæðan
bernskuheim utan um drenginn Móglí. Hann
villist inn í frumskóginn sem smábarn og er tek-
inn i fóstur af foringja hinna frjálsu úlfa og þar
elst hann upp, lítið manndýr meðal annarra
dýra. En þegar hann vex úr grasi vex hann líka
frá dýrunum, verður maður og hlýtur að fara til
sinna líka.
í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á sögunni lif-
um við ævintýri Móglís með honum í skóginum
hættulega og heillandi frá því hann sleppur
naumlega úr klóm tígrisdýrsins Shere Khan í
fang úlfafjölskyldunnar og þangað til hann end-
urgeldur fósturforeldrum sínum ástfóstrið með
þvi að flæma óvini þeirra á brott með eldinum,
vopni mannsins, sem öll dýr óttast, jafnvel þau
allra huguðustu. Leikgerð Illuga Jökulssonar er
vönduð, persónur vel skapaðar, en samtöl urðu
svolítið löng á stöku stað fyrir lítil börn og söng-
textar voru ekki nógu góðir. Augljóslega var
meðvitað stefnt að því að þetta yrði alvöruleik-
verk með inntaki en ekki bara spreli. Sjónræna
hliðin var þó ekki síðri.
Þegar tjaldið lyftist opnast ungum þyrstum
augum furðuveröld frumskógarins í hugmynda-
ríkri og stílfagurri útfærslu Stígs Steinþórssonar.
Hún virðist ekki flókin en geysilega notadrjúg og
skiptin milli eins staðar og annars i skóginum
Rándýrin í frumskóginum
Þau eru litföróttari en í veruleikanum - enda er
þetta ævintýri.
____________________Menning
Umsjón: Silja Aðaisteinsdóttir
Undir Jökli
Kristinn Kristjánsson
leiðir lesendur sina inn í
veröld sem var í bókinni
Veröld stríð og vikurnám
undir Jökli. Þar vefur
hann saman á persónuleg-
an hátt þætti úr sögu
heimabyggðar sinnar,
Breiðavíkurhrepps, frá-
sagnir af dulrænum fyrir-
bærum, kveðskap samferðamanna sinna
og minningar af ýmsu tagi. Ekki er Kristni
síst hugstætt að fjalla um þá nýbreytni í at-
vinnuháttum hreppsins þegar hafið var
vikumám og vinnsla við rætur Snæfells-
jökuls.
Bókaútgáfan Pöpull á Hellnum gefur
bókina út en málverkið á kápu er eftir
Magnús Þórarinsson.
Eini strákurinn í
heimi...
Ljóðabók Hauks Más
Helgasonar heitir Eini
strákurinn í heiminum
sem kunni að telja og á
kápu er teikning af
manni sem telur enda-
laust upp að einum og
andvarpar einu sinni.
Haukur Már segist unna
Isak Harðarsyni mest
núlifandi skálda á Islandi en vitaskuld
vera uppalningur Steins Steinars. Um-
merkja beggja nefndra skálda sér nokkurn
stað í bókinni sem þó er umfram allt per-
sónuleg.
Ljóðin i kverinu eru kaldhæðin og
heimsádeilukennd en þó víða fyndin. Víða
má sjá að skáldið stundar heimspekinám
og best er þegar allir þessir drættir koma
saman í ljóðum eins og „Án erindis I“:
Þaó er auóvelt aö ganga
án þess aó halda sér í húsgögnin
þegar maöur hefur hlotiö rétta þjálfun.
Þaó er svo auóvelt núna
aö ég tek ekki eftir skrefunum
en stundum hnig ég í gólfló af hlátri
því enginn veit
hvert skal haldiö.
Höfundur gefur bókina út sjálfur og á
DV barst 2. prentun hennar, fjölrituö á
föstudagskvöldi í desember.
Dagur viö ský
Jónína Michaelsdótt-j "
ir hefur tekið viðtöl við
fólk sem tók þátt í að
skapa íslenska flugæv-
intýrið. I bókinni Dagur
við ský birtir hún viðtöl
við tíu manns, flug-
stjóra, flugfreyju, flug-
virkja, stjórnarmenn og
skrifstofufólk. Þar segja
þessir starfsmenn Loftleiða og Flugfélags
Islands frá lífi sínu og störfum, lýsa for-
stjórum félaganna, áhrifum þeirra á
starfsandann og fjalla um sameiningu
fyrirtækjanna frá sínum sjónarhóli.
Skemmtilegast er að lesa frásagnir af að-
stæöum í fluginu fyrr á tímum sem eru
furðu framandi nú þótt ekki sé langur
tími liðinn.
JPV forlag gefur bókina út.
Saga Kaupmanna-
samtakanna
■ Sögusteinn og Kaup-
mannasamtök íslands
standa saman að mynd-
arlegri útgáfu á Sögu
Kaupmannasamtaka Is-
lands eftir Lýð Bjöms-
son. Þetta er afmælisrit
en samtökin eru hálfr-
ar aldar gömul í ár.
Saga verslunar á landinu er mikill og
merkur hluti Islandssögunnar en saga
samtaka kaupmanna hefst ekki fyrr en
upp úr miðri 19. öld. Fyrstu samtök
kaupmanna á íslandi voru stofnuð 1866
og nefndust Handelsforeningen, en þó að
þau ættu í orði kveðnu að efla viðskipta-
hagsmuni urðu þau í raun einkum
skemmtifélag kaupmanna og verslunar-
stjóra í höfuðborgarkrílinu. Elsta stéttar-
félag kaupmanna á landinu, Kaup-
mannafélag Reykjavíkur, var stofnað
1899.
Fjölmargir koma við sögu í ritinu, i
viðtölum, greinum sem teknar eru úr
blöðum og öðrum frásögnum. Myndefni
er ríkulegt og má fyrir utan fólk glögg-
lega sjá á myndunum hvernig verslanir
hafa þróast í útliti á 20. öltí.