Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2001, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2001, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2001 I>V Fréttir Afturkippurinn heimatilbúinn Töluveröur vöxtur hefur verið í iönaöinura á árinu, en þó minni en undanfarin ár. Mestur hefur hann verið í hátæknifyr- irtækjum og í bygg- ingariðnaöi og mannvirkjagerð. Á hinn bóginn er far- iö að gæta sam- dráttar og versn- andi afkomu í mörgum samkeppn- Sveinn S. isgreinum. Þar gæt- Hannesson. ý- áhrjfa átta vaxta- hækkana í röð á 20 mánuðum. Þeim fylgdu gengissveiflur og fyrst upp á við og síðan niður,“ segir Sveinn S. Hannesson framkvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins, þegar hann lítur yfir árið. „Okkur finnst þetta algjör hrossalækning," segir Sveinn. „Vonandi tekst að ná mjúkri lend- ingu á næsta ári eftir undangengið hagvaxtarskeið. En nýsamþykkt fjár- lög sem hækka um 13% á milli ára glæða því miður ekki þær vonir. Við erum hræddir við að brotlending kunni að vera framundan," sagði Sveinn S. Hannesson. Hann segir að afturkippurinn sé heimatilbúinn, ut- anaðkomandi áhrif spilli ekki lengur fyrir. Treina megi betur hina góðu tíð, kæla megi hagkerfið rólega niður, auka lífeyrissparnað og draga úr opin- berum útgjöldum. Beðið betri daga „Þetta ár hefur verið erfiðara en oft áður sem helgast af því að loðna og sfld hafa verið í erflðleikum og undan- farin misseri rækjan," segir Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur LÍÚ. „Fyrirtækin hafa reynt að bregðast við aðsteðjandi vanda með aukinni sameiningu fyrir- tækja. Annað sem hefur valdið útgerð- inni gríðarlegum vandamálum er mikil verðhækkun á olíu sem hefur stigið upp úr öllu valdi. Og hitt er óvissan sem stafar af því að samning- ar við sjómenn hafa verið lausir síðan í febrúar, þrátt fyrir miklar umleitan- ir. Einkum þetta tvennt skapar mikla erfiðleika og óvissu." Sveinn segir að ljósi punkturinn í útgerð sé þó sá að menn hafa verið að endurnýja flskiskip, og smiða ný. „Þetta endurspeglar bjartsýni og von inn á nýja öld. Menn láta ekki tíma- bundna erfiðleika aftra sér frá þátt- töku í sjávarútvegi. Þorskstofninn hefur verið að ná sér undanfarin ár og menn vænta þess að framundan séu bjartari tímar,“ sagði Sveinn. Of stórir fætur „Samþjöppunin í verslun er orðin staðreynd og ég tel að sú stefna sé ekki svo hliðholl viðskiptavinunum. Þessi samþjöppun er í gangi á mörg- um sviðum og alls ekki bara í mat- vörubransanum,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, við- skiptafræðingur og kaupmaður í Fjarð- arkaupi í Hafnarfirði. Hann segist ekki vera í þeim sporum að fjölga verslunum. Ein stór verslun verði lát- in duga um sinn og henni vilji hann og hans fólk sinna vel. „I Danmörku hafa menn verið að sameina ýmsa starfsemi. Þeir eru tals- vert á undan okkur í þessum málum en núna les maður að menn séu ekki beinlínis í skýjunum af hrifningu. Við verðum bara að doka við og láta reynsluna skera úr um það hvort sam- þjöppunin varð okkur til góðs,“ segir Sigurbergur. Sigurbergur segist heyra á fólki að þaö sé ekkert hriflð af því að kannski tveir stórir aðilar stjórni markaðnum í verslun, slíkt sé fákeppni, sem eng- inn veit hvað leiðir af sér. „Þegar menn eru komnir með of stóra fætur er hættan sú að einhverj- ir minni troðist undir,“ sagði Sigur- bergur Sveinsson 1 spjalli við DV. Sigurbergur Sveinsson. Sveinn Hjörtur Hjartarson. Hin sjö feitu ár Árið 2000 með fallegu rúnuðu töl- umar var alla vega á yfirborðinu hagfellt landsmönnum og og at- vinnulífinu í landinu. Eins og spáð var hér á þessum stað fyrir ári voru nokkrar dökkleitar skýjatjásur farn- ar aö þvælast fyrir á himninum eft- ir sex ára samfellda gósentíð hjá landsmönnum. Eilítið slökuðu landsmenn á eyðsluklónni, en stjómvöld með fúlgur fjár á milli handa voru i miklum framkvæmda- hug. Þrátt fyrir aðvaranir upplifði þjóðin sjöunda velgengnisárið í röð, mikiö þensluár, og þegar þetta er ritað virðist það áttunda að renna upp. Draugagangur Gamalkunnur draugur minnti á sig á árinu, verðbólgan. Fáir tóku þó drauginn alvarlega, en menn í at- vinnlífinu fá kuldabólur þegar verð- bólga lætur á sér kræla. Þeir sem eru komnir til vits og ára vita hvaða afleiðingar verðbólgan hefur. Hún rústar fjárhag allra jafnt, fyrir- tækja, hins opinbera og einstak- linga. Verðbólguteikn voru á lofti í byrjun árs og mögnuðust frekar en hitt þrátt fyrir að ráðamenn teldu litla hættu á ferðum. Enn virðist loga glatt undir verðbólgukatlinum og engu trúi ég um brotthvarf henn- ar fyrr en ég tek á. Oft hefur verkalýðnum og samn- ingum hans verið kennt um verð- bólguna. Samningar sem gerðir voru á þessu ári voru á rólegu nót- unum og verður þeim ekki kennt um. Tvö verkfóll settu svip sinn á árið. Annað kom niður á erlendum gestum okkar, verkfall rútubílstjóra í Sleipni. Hitt verkfallið stendur enn þegar þetta er ritað, og það kemur niður á ungu framtiðarfólki, framhaldsskólanemum. Sleipnis- verkfallið koðnaði niður eftir sögu- legan bófahasar. Kennarar fram- haldsskóla komu fram með stórar kröfur, sem ríkisvaldið ætlar greini- lega ekki að uppfylla. Hrap hlutabréfanna Almenningur sem hafði um ára- bil fjárfest í hlutabréfum fyrirtækja, innlendra sem erlendra, varð fyrir sjokki á árinu þegar hlutabréfin í deCode hröpuðu. Önnur hlutabréf, jafnvel í traustum fyrirtækjum eins og t.d. Eimskipafélaginu stórlækk- uðu i verði og ljóst að margir tapa fé, nema þeir bíði þess að verðið fari upp aftur, sem hugsanlega gerist. Hlutabréf hafa ekki lengur sömu til- trú og fyrr. Birgir fsleifur Gunnars- son aðalbankastjóri Seðlabankans varaði landsmenn við og benti á að hlutabréfamarkaðurinn og spilavít- in eru sitt hvor hluturinn. Kannski hafa margir rólegu fjárfestanna hagnast best, þeir sem keyptu ríkis- skuldabréf, sem gáfu lága en örugga ávöxtun. Svartklæddir sölumenn verðbréfafyrirtækjanna sem spruttu upp eins og gorkúlur á tímabfii eru famir að leita sér að öðrum störf- um. Jón Birgir Pétursson blaöamaður Bankastríð upphófst í byrjun árs þegar bankastjóri Búnaðarbanka sagði íslandsbankamenn bera út fréttir um innherjaviðskipti í bank- anum. Stefán Pálsson taldi sina menn saklausa. Bankamál komu mjög við sögu á árinu, fslandsbanki og FBA, Fjárfestingabanki atvinnu- lífsins, sameinuðust í einn stóran banka. Og áfram hélt umræðan um sameiningu Landsbanka og Búnað- arbanka. Þeim umræðum lauk fyrir örfáum dögum eins og alþjóð er kunnugt. Samkeppnisráð heimilaði ekki slíka sameiningu, sem var mikið áfall fyrir ríkisstjórnina og þá sem vildu sameina og töldu víst að slíkt yrði leyft. Sameiningar banka hafa að vísu hingað til ekki leitt til betri kjara tii handa við- skiptavinum, en kannski er framundan betri tíð í þeim efnum. Verslunarhallir um alla móa Verslun í landinu virðist vaxtar- broddurinn. Opnun nýrra stórmark- aða telst varla fréttnæmur atburður lengur. Baugur og verslanir þeirrar keðju styrktu sig enn í sessi á árinu, bæði innanlands og utan, en sam- keppnisaðilar, verslanir KEA og Kaupás, keðja Nóatúns, Kaupfélags Árnesinga og Esso, hömluðu á móti. Undir lok þessa árs sló í brýnu milli Bónusbúða og nýtilkominna Krónu- verslana sem Nóatún/KÁ settu á fót. Nokkra daga kepptust búðirnar við að nánast gefa hluta af varningi sínum. Suður í Kópavogi þjóta upp versl- unarhallir og ljóst að í komandi framtíð verða höfuðstöðvar smá- söluverslunar í Smárahvammsland- inu, þar sem var friðland mófugla fyrir nokkrum árum. Það er athygl- isvert að stór hluti smiða og bygg- ingaverkamanna sem vinna við stórbyggingar hér á landi, þar á meðal stóra mollið i Smáranum, koma erlendis frá. Þorpin á vonarvöl Atvinnuleysi á íslandi var nánast ekki til á árinu, ef undan eru skild- ir staðir þar sem byggðastefnan hef- ur ekki reynst nein lækning, og kvótakerfið er að gera út af við. Á sama tíma og vel virðist ganga víða í þjóðfélaginu eru allmörg kauptún á íslandi í hreinni útrýmingarhættu eins og staðan er í dag. Það kann ekki góðri lukku að stýra í atvinnu- málum landsmanna þegar blómleg þorp eins og Bolungarvík og Vest- mannaeyjar geta varla brauðfætt fólkið sitt. Atvinnulif beggja þessara staða varð fyrir gífurlegum áfóllum á árinu. Bolungarvík treysti mjög á fyrir- tækið Nasco sem var talið öruggt með stóran hluta þess kvóta sem gefinn var út á Flæmska hattinum. Þegar liða tók á árið kom hinsvegar bitur sannleikurinn í ljós, - fyrir- tækið var gjaldþrota og bolvísk heimili sátu eftir í sárum. í Eyjum reið hvert áfallað öðru þyngra yfir íbúana, nú síðast þegar stór hluti ís- félagsins varð að öskurúst eftir íkveikju. Öflug útgerðarfélög voru að bergja á beiskum bikar, meðal þeirra risamir á Akureyri, ÚA og Samherji. íslendingar eiga eina 40 togara sem eru hluti af hnattvæð- ingunni sem íslensk fyrirtækið að- hyllast mjög. Ekki er ljóst hvort sá útvegur stendur sig betur en togar- arnir sem afla á heimamiðum. Ljót- ar taptölur birtust á árinu frá út- gerð og fiskverkun víða um landið. Ljóst er að flestir nytjastofnar í sjónum við ísland eru á niðurleið þrátt fyrir þá verndunarstefnu sem tekin var upp fyrir mörgum árum. Menn verða að gera sér grein fyrir því að á sjávarútvegi hvíla stoðir þessa lands, - og að fiski- þorpin eru okkur enn afar mikils virði. Þeim verður að hjálpa á fæt- uma aftur. Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, segir árið 2000 gott bændum: Mesti Bændur eru ánægðir með árið 2000. Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, segir að veður- far hafi verið óvenjulegt og sérlega gott til landbúnaðar, sem endur- speglaðist í mikilli uppskeru jarðar- gróða, heyja, koms, garðávaxta, ræktun öll var í sögulegu hámarki, meiri en nokkru sinni fyrr í íslands- sögunni að sögn Ara. Sauðfjárbænd- ur era bjartsýnir en kúabændur kannski síður. Ýmis góð teikn voru á lofti hjá ís- lenskum bændum og kannski eru þeir og afurðir þeirra að fá meiri og almennari viðurkenningu almenn- ings. „Búvörusalan var i sögulegu há- marki, mjólkursala jókst um nærri 3% frá fyrra ári, skýringin eflaust heilsubylgjan á seinni hluta ársins, samanburður á sykumeyslu annars vegar og mjólkurvörum hins vegar var mjólkinni jákvæður og sann- gjam. Kjötsalan í ár er 4-5% meiri en nokkum tíma áður, sem er afar jákvætt. Hluti af því eru kjúklingar, en lambakjötssala fór upp á viö og jarðargróði sögunnar það tengist áreiðanlega umræðunni um hollustuna," segir Ari Teitsson. „Fólk finnur í kjölfar erlendrar umræðu að það skiptir máli hvað það lætur ofan í sig. Þetta hjálpar lambinu. Ég er viss um að þessi umræða held- áfram, en lambið er viðkvæmt fyrir kaupgetunni. Þó er svo komið að lambið er orðið ódýrari en ýsan. Sú breyting á fiskverði mun ekki ganga til baka,“ sagði Ari. „Sauðfjársamningurinn sem við gerðum í vetur er tímamótasamn- ingur og hvetur til skipulagðari bú- skapar í sauðfjárrækt og þar er tek- ið tillit til landnýtingar sem er við- urkenning bænda á þvi að þeir ætli að vinna að viðhalda lands- gæðum,“ sagði Ari. Jarðskjálftar á Suð- urlandi voru bænd- um viss léttir því byggingar bænda stóðu sig afar vel. Lengi hefur það hvílt þungt á bændum hvað gerast mundi í slíkum skjálfta. Ari segir að sérstaklega nýjar bygginar hafi staðist prófið. Norskar kýr voru mjög í umræð- unni á árinu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra leyfði inn- flutning norskra fósturvísa. Ari Teitsson segir að nýtt erfðaefni í nautgripi hafi verið flutt inn undan- farin 20 ár, til dæmis Galloway og Angus til framleiðslu á nautakjöti. „Þetta er tilraun sem mun taka mörg ár, menn ættu því að halda ró sinni á meðan. Stóryrði og stríð eiga ekki við í þessu máli. Allar framfarir byggjast á vísindum. Eftir áratug verður tekin endan- leg ákvörðun, af eða á, og ástæðulaust að fyllast móð- ursýki núna,“ sagði Ari Teitsson. Ari Teitsson Stóryrði og stríð eiga ekki við þegar reyndar eru vísindaleg- ar umbætur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.