Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2001, Page 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2001
Skoðun DV
Saltverksmiöjan á Reykjanesi
Erfitt með greiðslur en framleiðslan komin í búðarhillur í Bretlandi.
Hörmungarsaga
Saltverksmiðjunnar
- geymd en ekki gleymd
Spurning dagsins
Ætlarðu að strengja
nýársheit?
Fjölnir Bragason myndlistamaöur:
Já, elska konuna mína meira
og meira.
Hróbjartur Róbertsson
uppgjafarokkari:
Stofna einhverja þrumu-
góða hljómsveit.
Tómas Einarsson sjómaöur:
Ég ætla aö hætta aö reykja.
Elvar Már Halldórsson, 13 ára:
Veröa betri drengur.
Daníel Arnar Guöjónsson, 14 ára:
Ég ætla aö fá mér tattoo
á nýja árinu.
Agnar Már Karlsson, 14 ára:
Hætta aö reykja.
Hluthafi
skrifar:
Fréttin í DV þann 21. desember sl.
um fjármálaöngþveiti í tengslum
við Saltverksmiðjuna á Reykjanesi
og tugmilljóna skuld við verktaka
kom mér svo sem ekki á óvart. Saga
þessarar verksmiðju er ein hörm-
ung frá byrjun. - Og í upphafl var
oröið. Það var líklega árið 1977 sem
fundur var boðaður til undirbún-
ingsfélags Saltverksmiðju á Reykja-
nesi. Boðað var til fundarins af
hálfu iðnaðarráðuneytisins í tíð
Gunnars Thoroddsens, þáverandi
iðnaðarráðherra.
Um 500 einstaklingar, félög og
stofnanir gáfu hlutafjárloforð fyrir
samtals um 45 milljónum króna, eða
sem svarar til 53% af hlutafé félags-
ins. Rikissjóður átti að leggja fram
hlutafé að upphæð 40 milljónir.
Ég var einn þeirra sem gerðist
stofnfélagi að ofangreindu undirbún-
ingsfélagi og greiddi tilskilin fjárlof-
orð. í lok desember 1982 var mér til-
kynnt um hlutafjáreign mína.
Helgi Magnússon
skrifar:
Á annan dag jóla, sem var þriðju-
dagur, sendi Sjónvarpið út þáttinn
Milli himins og jarðar. Sífellt fer
þessi þáttur versnandi. Nú voru þó
öll met slegin í leiðinlegheitum.
Einsöngur Garðars Cortes skal þó
undanskilinn. En hvað er eitt söng-
lag í hinni feiknaeymd sem þama
var boðið upp á. - Kerling í líki
stelpu sem lék einhvers konar álfa-
skrípi var út úr öllu korti. Og ekki
var leikna ,jólaguðspjallið“ til þess
fallið að hrópa húrra fyrir stofnun
sem á m.a. að standa vörð um
kristna trú í landinu. - Svei attan!
„Það vœri gustukaverk við
þennan rekstur Saltverk-
smiðjunnar á Suðurnesjum
að gerð vœri sannferðug út-
tekt á þessu máli öllu. “
Skyndilega var Hitaveita Suður-
nesja komin í málið, ef ég fer rétt
með, og orðin eigandi að fyrirtæk-
inu sem var kallað Sjóefnavinnslan
hf. Samkvæmt upplýsingum þaðan
var búið að niðurfæra hlutafjáreign
mína um 90%!! Það var árið 1987.
En af þeim svörum sem hingað til
hafa fengist um hlutafjáreign upp-
haflegu stofnendanna má ráða að
hlutabréf og fjárframlög þeirra aðila
væri glatað fé!
Þá varð danska fyrirtækið Saga
Food Ingredients a/s aðili að fyrir-
tækinu og varð eignaraðild íslend-
inga í því 15% en Dana 85%. Þáver-
andi framkvæmdastjóri kvaðst
bjartsýnn á rekstur fyrirtækisins,
„Og ekki var leikna „jóla-
guðspjallið “ til þess fallið
að hrópa húrra fyrir stofn-
un sem á m.a. að standa
vörð um kristna trú í land-
inu. - Svei attan!“
Þessi þáttur er í raun einn
aumasti skemmti- og afþreyingar-
þátturinn (því það hlýtur hann að
eiga að vera, ekki satt?) á sjónvarps-
dagskrá þessa dagana. Og við mörg
höfum ekki annað upp á að hlaupa
því það hafa margir ekki efni á því
„enda hefði verið lögð áhersla á að
fá fjársterka aðila og tækniþekk-
ingu inn í rekstur þess.“
Og það ætlar ekki að verða enda-
sleppt með þetta fyrirtæki sem átti
að vera framtíðarnáma á Reykja-
nesi ef marka má fréttina sem hér
er vitnað til í upphafi. Saltverk-
smiðjan er nú komin í eigu
kanadísks fyrirtækis, Nordem,
hvers umboðsmaður segir að sé í
„uppbyggingarferli". - Á meðan fá
starfsmenn ekki greidd laun og
Hitaveita Suðurnesja (sem seldi
hinu kanadiska tæki og tól til
vinnslu) lætur gott heita á meðan
hún bíður eftir greiðslum.
Það væri gustukaverk við þennan
rekstur Saltverksmiðjunnar á Suð-
umesjum að gerð væri sannferðug
úttekt á þessu máli öllu. Þótt ekki
væri nema til aðvörunar fyrir
hrekklaust fólk sem tilbúið er að
leggja fé sitt í fyrirtæki sem ríkinu
dettur í hug að stofna í nútíð og
framtíð. - Sagan er geymd en ekki
gleymd.
að kaupa Stöð 2 með lagaboði Al-
þingis til að greiða fyrir dagskrá
ríkissjónvarpsins. Það er því eins
og að hella steinolíu á glóðir inni-
byrgðs reiðields að bjóða okkur upp
á svona heimskulega þætti.
Auðvitað kann að vera að stjóm-
andi þáttarins eigi hér ekki alla sök.
Kannski enga. Stjórnandinn var
einkar góður þátttakandi og vel
virkur í þáttunum „Þetta helst“. En
hér skýtur skökku við.
Burt með þennan auma þátt, það
hljóta flestir að vera sammála því
að leggja hann af. - Helst Sjónvarp-
ið líka svo að við getum valið aðrar
sjónvarpsstöðvar.
Milli himins og jarðar:
Burt með þennan auma þátt
Dagfari
Bráðsnjöll orðuveiting
Þá er útséð með það, Dagfari fær ekki
fálkaorðuna þetta árið. Forsetanum fórst
það vel úr hendi að næla þessum hlunk-
um í jakkaboðunga átta karla og kjóla
og dragtir sex kvenna. Framkvæmdi
hann verkið svo fagmannlega að sá
grunur læddist að Dagfara að Ólafur
Ragnar hefði bara haft gaman af því.
Einhvern tímann í hita kosningabaráttu
fyrir nokkrum árum töluðu allir fram-
bjóðendur um nauðsyn þess að stilla
orðuveitingum í hóf. Hvort talan fjórtán
telst innan marka þess hófs skal ósagt
látið en Dagfari er á því að orðumar
hefðu mátt vera fimmtán í þetta skiptið.
Annars er spurning hvort hægt er að
taka þessar orðuveitingar forsetans alvar-
lega þegar litið er yfir hóp orðuþega. Á
meðal karlanna í hópnum mátti líta Júlí-
us nokkum Hafstein kristnihátíðarskipu-
leggjanda sem vann sér það sérstaklega til
frægðar á árinu að skipuleggja mesta há-
tíðarflopp í sögu þjóðarinnar. Það skipulag átti
að tryggja aðsókn 75 þúsund íslendinga að Þing-
völlum á dag þá tvo daga sem hátíðin stóð. Ár-
angur að hundruð milljóna króna undirbúningi
varð sá að þjóöin sniðgekk hátíðina og ekki
sem á annað borð nenntu að mæta ótil-
neyddir frekar en Júlla garminum sem
var bara að vinna vinnuna sína sem
kostaði í þokkabót óheyrilega peninga-
fúlgu úr vösum skattborgaranna.
Kannski þetta hafi bara verið nýtt
trikk hjá forsetanum og viðleitni við að
gera orðuveitingabröltið skemmtilegra.
Ef svo er þá var þetta bara skrambi
snjallt. Þá er forsetinn þar með farinn
að keppa við áramótaskaup Sjónvarps-
ins og gott ef hann hefur ekki vinning-
inn með þessum nýja þætti sem gæti
kallast „Brandari ársins á Bessastöð-
um.“ Rétt væri að benda sjónvarpsá-
, Þá f forsetinn þar með farinn að keppa við takaípíni^MSt^nSltt.30
áramótaskaup Sjónvarpsins og gott ef hann hef- Án efa gæti það orðið tii þess að sjón-
ur ekki vinninginn með þessum nýja þœtti sem varpið re^dl að taka Slg saman 1 andllt'
° , ryj t- mu um að leggja meiri metnað 1 ara-
gcetl kallast „Brandari arsins a Bessastöðum. “ mótaskaupið fyrst komin er þessi bráð-
.... skemmtUega samkeppni frá bóndanum á
Bessastöðum. Svo þegar öllu er á botninn hvolft
þá stendur þessi orðuveiting Ólafs Ragnars tU
Júlíusar Hafsteins upp úr öllu öðru sem gerðist i
upphafi þessa nýja árs 2001. ^ |> .
nema á annan tug þúsunda lét það eftir sér að
mæta samanlagt báða dagana. Þar af voru sára-
fáir sem voru ekki á einn eða annan hátt að
vinna við skrautsýninguna sjálfir. í alvöru talað,
hefði ekki veriö nær að veita þeim fáu orður
Úr verkinu Antígónu
Frekar klassíkina úr nútímanum.
Ekki til að góna á
Birgir Björnsson skrifar:
Mér flnnst ekki mikið úrval góðra
leikrita í stóru leikhúsunum þessa
stundina. Hefðum við ekki hin
smærri væri lítið um að vera á þessu
sviði. Mér finnst t.d. afspyrnu lélegt
hjá Þjóðleikhúsinu að bjóða upp á
hvert leikritið á eftir öðru svo leiðin-
legt, að maður hefur ekki áhuga á að
ná sér í afþreyingu þar. Ég minnist
Krítarhringsins sem var hörmulegur
og ýmissa rússneskra verka. Þetta
höfðar ekki til okkar. Ekki hef ég
heldur áhuga á að góna á Antígónu
eftir Sófókles. Ég er ekki að biðja um
farsa eða hreina kómedíu, einfaldlega
góð þekkt leikrit eins og oft hafa ver-
ið sýnd í Þjóðleikhúsinu svo og hjá
Leikfélaginu. Sigild vestræn stykki.
Ekki fólk í lörfum og með uppgjöflna
málaða í andlitin.
Lagakerfið er skýrt
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
Á þessu ári hafa margir dómar
komið frá Hæstarétti íslands. Ég ætla
ekki að tíunda þessa dóma en við sem
búum hér á íslandi ættum að minnast
þeirra orða sem okkur finnst svo
mikið til um: „Með lögum skal land
byggja, en með ólögum eyða". Engin
þjóð í heimi býr við skýrara lagakerfi
en íslendingar. Þótt okkur finnist
stundum að hart sé tekið á ýmsum
málum í dómum, er lagavemd is-
lensku þjóðarinnar sterkari. Jafnvel
sterkari en sterkasta her heims er
unnt að tryggja.
Fundur í borgarstjórn
Mikilvægt hlutverk - vanhæfir
fulltrúar?
Menntaða þingmenn
og borgarfulltrúa
Þóra Jónsdóttir skrifar:
Það leikur varla minnsti vafi á að
við þurfum mjög á að halda vel
menntuðum þingmönnum, sem
treystandi er að setja réttlát lög og
skýr. Á þetta vantar tilfinnanlega að
mínu mati. Á Alþingi mættu veljast
betur menntaðir menn og konur, sem
kunna til verka, með skýrslugerð og
rökum og gagnrökum. Þetta skortir í
dag. Eins er með fulltúa í borgar-
stjóm Reykjavíkur sem dæmi. Þar
vantar líka hæfa fulltrúa, og það í
alla flokka. Borgar- og sveitarstjóm-
armenn gegna mikilvægu hlutverki
og þeir eiga ekki að detta inn, svo að
segja af götunni. Þetta má hafa í huga
í forvali fyrir næstu kosningar.
Brennuvargar
Þórður hringdi:
Óhugnanlegt er að heyra um
íkveikjur héðan og þaðan af landinu.
Mest þó í Reykjavík. En hver er ástæð-
an fyrir því að brennuvargar skjóta
upp kollinum með vissu millibili?
Vissulega er mikið tjón af þessum
ósköpum og ekki síst þegar atvinnufyr-
irtæki eiga í hlut eins og gerðist í Vest-
mannaeyjum. Einhver hefur útskýrt
tildrögin að íkveikjum. í fyrsta lagi má
rekja íkveikju til eigenda sjálfra eins
og dæmin hafa líka sannað. I öðm lagi
að um hefndaraðgerðir sé að ræða
gagnvart tjónþola og í þriðja lagi séu
geðsjúkir eða brjálæðingar að verki. í
öllum tilfellum íkveikja á að vera hægt
að komast að hinu sanna.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholfi 11,105 ReyHjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.