Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2001, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2001, Qupperneq 15
14 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2001 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2001 31 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Allt mun breytast Þeir, sem nú fæðast inn í nýja öld og nýtt árþúsund, munu sennilega flestir lifa svo lengi, að þeir nái að deyja frá allt öðruvísi heimi en við þekkjum núna. Breytingarn- ar verða enn meiri en þær hafa orðið á æviskeiði þeirra, sem fæddust fyrir einni öld og urðu langlífir. Stórmál 20. aldar munu vikja fyrir öðrum stórmálum á 21. öld. Kotbúskapur strjálbýlis hefur þegar vikið fyrir há- skólagreinum þéttbýlis, svo að byggðastefna mun síður flækjast fyrir okkur í framtíðinni. Veiðimennska sjávarút- vegs mun fljótt breytast í skipulegt fiskeldi. Með farsælli skipan lífeyrismála mun barátta kynslóð- anna ekki verða hörð á öldinni. Þegar hver safnar sjálfur sínum lífeyri, mun breytt aldursskipting ekki leiða til pólitískra illdeilna um tekjuskiptingu. Stéttabarátta 20. aldar er þar á ofan nánast horfin um þessi aldamót. Baráttan um auðlindimar var hörð undir lok aldarinn- ar, en mun ekki einkenna nýja öld vegna ört minnkandi vægis sjávarútvegs. Baráttan um réttlætið var hörð undir lok aldarinnar, en mun ekki einkenna nýja öld vegna auk- innar auðsældar og betri trygginga. Við sjáum nú þegar, að gömul flokkaskipting á grunni baráttu milli byggða, atvinnuvega, aldurshópa, kynja og stétta, hefur leitt til miðjumoðs, sem þýðir í raun, að gömlu ágreiningsefnin eru að deyja. Til sögunnar koma ný ágreiningsefni, sem flokkakerfið á eftir að höndla. Þátttaka okkar í fjölþjóðlegu samfélagi auðveldar okkur aðlögun að nýjum tíma. Stóru þjóðfélögin á Vesturlöndum taka yfirleitt miklu fyrr en við á vandamálum og búa til margvíslega ramma, sem íslendingar verða að hlíta og vilja hlíta til þess að geta áfram skipt við útlönd. Umhverfi mannkyns verður eitt af allra stærstu málum 21. aldar. í auknum mæli verða þjóðir heims að taka sam- an höndum til að hindra varanleg umhverfisslys. Fyrstu skrefin hafa verið stigin, svo að ekki er ástæða til að efast um, að þjóðum heims muni takast þetta. Lok síðustu aldar einkenndust af hatrömmum ágrein- ingi íslendinga í umhverfismálum. Allra fyrstu loturnar hafa þegar verið háðar í baráttu, sem mun i auknum mæli kljúfa þjóðina í ósættanlegar fylkingar, sem munu berjast um pólitísk völd í landinu á næstu áratugum. Ný stéttaskipting mun leysa eldri skiptingar af hólmi. Þjóðfélagið mun i auknum mæli skiptast í fjölmennari hóp hinna afskiptalausu og fámennari hóp hinna virku. Hinir afskiptalausu munu deyja lifandi inn í sjónvarps- skjáinn og sólarströndina og einkalífið yfirleitt. Hinir virku munu hafa aðgang að mun betri þekkingu á nýhafinni öld en forverar þeirra höfðu á hinni síðustu. Þeir verða vel í stakk búnir til að stjórna vestrænu nú- tímasamfélagi á skynsaman hátt í umboði hinna, sem sitja fyrir framan skjáinn og hafast ekki að. Fólk er þegar að öðlast færi á lífsstíl, sem felur í sér bætt mataræði, góða hreyfingu, aukin afskipti af samfé- laginu og annað það, sem gefur lífinu fyllingu og tilgang. Það verða ekki lengur fáir útvaldir, heldur fjöldi manns, sem lifir lengi og lifir vel fram í háa elli. Lífsstíll hinna aðgerðalausu mun hins vegar verða margfalt dýrari vandi á nýrri öld. Sífellt dýrari aðgerðum og dýrari lyfjum verður beitt til að hjálpa þeim, sem missa heilsuna framan við sjónvarpið og eru ófærir um að taka ábyrgð á eigin lífi, eigin heilsu og eigin afskiptaleysi. 20. öldin snerist um að skaífa og skipta. Hin 21. mun hins vegar snúast um nýjan lífsstíl og nýja stéttaskiptingu og ný viðhorf til stöðu mannkyns í náttúrunni. Jónas Kristjánsson Skoðun Óslóartréð „Heimaland forfeðra okkar minnir á tilveru sína og við fáum sent jólatré frá Osló og á það hengjum við jólaljós. Skyldu ein- hverjir fá heimþrá? - Löngun til þess að fá sér spássitúr eftir Karl Johan götunni í heimabæ Óslóartrésins?“ Útþráin er enn söm við sig og hefur minnt á sig þessa dagana á Austurvelli þar sem reist var jólatré á hæð við alþingishúsið. Óslðarbú- ar senda okkur tréð og við getum virt það fyrir okkur í hjarta bæjarins sem land- námsmaðurinn Ingólfur Arnarson lagði grunninn að. íslensk saga hefst með Reykjavík og því harla eðli- legt að þar standi okkar höf- uðstaður. Óslóartréð sómir sér vel í öllum þessum sögulega upp- runa, steinsnar frá Aðalstræti sem álitið er að legið hafi upp að dyrum frumbyggjans Ingólfs Arnarsonar. Tvær aöskildar þjóðir Óslóartréð minnir á skógi vaxna heimahaga sína, en hjá okkur er ber- angurslegt í öllu skógleysinu. En hvort er bjarminn nú meiri yfir trénu, frekar en innflytjendunum sem komu hingað að óbyggðu landi, yfirgáfu skóglendið heima fyrir, og byggðu heimili sitt innan um runna og hrísl- ur? Hvernig gat nokkrum vitibornum manni dottið í hug að snúa baki við landkostum í Noregi og setj- ast að í svo hrjóstrugu landi? Bjartsýnin hefur augljóslega ráðið ferðinni en hér hafa Is- lendingar búið kynslóð fram af kynslóð. í samanburði við Noreg hefur hér aldrei verið skóg- ur sem höggva mátti til húsa- og skipagerðar. Þetta hlýtur forfeðrum okkar að hafa verið ljóst alla tíð, ekki síst þeim sem komu hingað beint frá vesturströnd Nor- egs. Samt létu þeir sig hafa það í ár og daga að búa hér á þessari eyju, svo ljóst má vera að á íslandi og í Noregi búa í dag tvær aðskildar þjóðir, þær aðskilur eitt reginhaf sem við reynum að lýsa þegar við ræðum um íslenska og norska sögu. Sjálfstæöismissir Vissulega skarast þessi saga veru- lega og ástæðulaust er að gleyma stór- veldinu Noregi sem lét hálshöggva Snorra Sturluson, höfund Heimskringlu, ævisögu Noregskon- unga, og ástæðulaust er að gleyma því heldur að stórveldið Noregur lagði undir sig ísland. Stórveldisdraumar Noregskonunga urðu til þess að ísland flæktist inn í valdatafl erlendra þjóð- höfðingja um aldir og skortur á efna- hagslegri fótfestu (í því sambandi má nefna skóginn) varð til þess að ísland tók ekki að rétta úr kútnum fyrr seint og um síðir. Það liggur hins vegar i samskiptum okkar við Noreg hvemig Islendingar misstu sjálfstæði sitt og vissulega eiga þeir sinn þátt í þeirri raunarsögu sem gerendur. En í þvi sambandi má minna á að þetta varð líka hlutskipti Norðmanna sjálfra svo sem sjá má á því að heimaborg Óslóartrésins hét Hlustað á sinn innri mann „Þegar hátíð fer í hönd, búa menn sig undir hana, hver á sína vísu. Slíkt er hægt að gera með mörgu móti.“ Þannig hefst Aðventa Gunnars Gunn- arssonar þar sem segir frá Benedikt sem fór á hverri jólaföstu að leita eft- irlegukinda sem ekki rötuðu til byggða. Þetta voru þó engan veginn kindurnar hans heldur annarra manna rollur. Það skipti ekki máli. „Það sem fyrir honum vakti, var blátt áfram ekkert annað en það, að fmna þær og koma þeim heilu og höldnu undir þak, áður en hátíðin mikla breiddi helgi sína yflr jörðina og fyllti friði og velþóknun hugi þeirra manna, sem gert hafa getu sína.“ Þessi umbun minnir óneitanlega á friðinn á jörðu með þeim mönnum „sem hann hefur velþóknun á“ en það er önnur saga. Að glíma við vanda Ekki er þess getið að Benedikt hafl þekkt vofuna „kulnun“ sem talað er um en enginn getur hönd á fest. Leið- indi eru kölluð svo til að láta líta svo út að um eitthvað nýtt sé að ræða, en auðvitaö eru streita og leiðindi ekk- ert ný fremur en Grýla og Leppalúði. Manneskjan er söm við sig hvað sem öldin heitir. En hvað er til ráða til að kveða niður drauginn, hvort sem hann heitir jóla- kvíði, jólastreita eða kuln- un? „Það sem mestu máli skiptir er hvemig tekist er á við vandann" segir Kirsi Ahola, finnskur sálfræð- ingur í nýlegri grein. Þar skilur á milli feigs og ófeigs. Sálfræðingurinn notar reyndar orðið „coping" í þessu sambandi en það er þýtt sem „að ráða við“ eða „glíma við vanda“. Ahola mælir með því að hver og einn reyni að flnna sína leið. Fyrsta skrefið sé að doka aðeins við, hlusta eftir rödd hins innra manns, meta hvernig gangi að glíma við drauginn og hvernig manni líði eiginlega þegar betur er að gáð. Margir missi sam- bandið við sjálfa sig á hlaupum milli vinnu, dagheimila, stórmarkaða og heimilis. Þótt við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því er innri maðurinn alltaf að gefa okkur merki. Ef við erum reið er líklegt að einhver hafi reitt okkur tU reiði. Ef við erum leið þurfum við kannski að breyta ein- hverju svo að við finnum gleðina aft- ur. Reynið að komast að því hvar hundurinn liggur graflnn og bæta úr því eftir fóngum, segir Ahola. Einmitt um áramótin Um áramótin kemur sá tími þegar margir staldra við og hugsa sinn gang. Hugsa um árið sem var að líða og árið sem fram undan er. Allir ættu að taka sig til og endurskoða mark- mið sín og áætlanir öðru hvoru. Ahola bendir á að væntingar- og langanir breyt- ast með tímanum. Þegar bet- ur er að gáð er kannski verið að strekkja eftir einhverju sem var mikUvægt einu sinni en er það ekki lengur. Sumir keppa eftir því að bæta sig stöðugt og gera getu sína, aðr- ir vUja ná sýnUegum árangri og frama. Hvað hentar þér? Markmiðin ættu að vera raunhæf og nægUega eftir- sóknarverð. Þegar markmið- in í vinnunni eru þokukennd og fjar- læg, ef ekki hreint og beint ósýnUeg, getur hjálpað að setja sér fáein skammtímamarkmið á hverjum degi. Það byggir upp sjálfstraustið að sjá að kvöldi að verkefnum dagsins er lokið. Mest um vert er að reyna að gæða dagana innihaldi og gleði því að eng- inn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Ahola telur að það sé í raun skyn- samlegt að láta sér nægja að vinna átta tíma á dag. Fjölskylda, vinir, hvUd og áhugamál hjálpi tU við að losa um streitu og álag. Lífið sé sam- sett úr mörgum bútum sem þurfi að vera í jafnvægi - vinnan sé aðeins hluti af heUdarpakkanum. Hvemig ætli þetta hafl nú verið hjá honum Benedikt sem fór tU flaha um hávetur í leit að nokkrum villuráf- andi sauðum sem hann átti ekki einu sinni? Hann hélt ótrauður sínu striki. Hann hlustaði á sína eigin rödd. Kannski við ættum öU að doka við og hlusta grannt - einmitt um áramótin. Hólmfríður Gunnarsdóttir - íA' -.y * •*"*•'t.2..*'**.r.« »•. \ • * . * • v'. ■ • 3*. *"t ' gfjgj •:........r> ,••. „Um áramótin kemur sá tími þegar margir staldra við og hugsa sinn gang. Hugsa um árið sem var að líða og árið sem fram undan er. Allir ættu að taka sig til og endurskoða markmið sín og áœtlanir öðru hvoru. “ - Áramót í Reykjavík. Með og á móti Var áramótaskaupið gott? Stórfínt Menn setjast nið- ur og horfa á ára- mótaskaupið með miklar væntingar hverju sinni, kannski of miklar. Of miklar væntingar geta leitt tU von- brigða. En skaupið að þessu sinni fannst mér alveg prýði- legt um flest, það var létt stemning yfir þessu og góður húmor. Mér finnst þessi stund órjúfanlegur hluti af hefðinni. Það er alveg bráðnauðsynlegt að kveðja hvert ár með svolitlu glensi og rifla um leið upp fréttnæma atburði ársins sem er að líða. Þama var mætt til leiks landsliðið í spaugsemi, gömlu Spaugstofustrákarn- ir bera af, Siggi Sigurjóns, Randver, Pálmi og Öm. Þessir strákar' þurfa varla annað en að láta sjá sig fyrir framan myndavél- ina og menn veltast um af hlátri. Pálmi í gervum ýmissa mjög ólíkra íslendinga, eins og Steingríms Hermannssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar, er óborganlegur. Og það er Örn líka í gervi Davíðs Oddssonar. Ég tók eftir því aö mönnum þóttu atriðin misjafnlega skemmtileg. Enginn hefur eins kímni- gáfu. Mér þótti þessi bílalyklaatriði bara ekkert sniðug en það þótti mínum betri helmingi hins vegar meinfyndið. Svona er smekkurinn fyrir gríni mis- jafn. En ég mæli með þessu ára- mótaskaupi sjónvarpsins, það hefur verið betra, en var alveg prýðilegt. Aumingjalegt Miðað við hvað árið var fullt af pappalöggum, gull- klósettum, ein- kennilegum uppá- komum og skandölum al- mennt í þjóðfélaginu var ára- mótaskaupið einkennilega bit- laust og ófyndið. Handritshöfundar, sem við vitum ekki hverjir eru, reyndu að gera grín að annarri sjónvarpsstöð og beindu spjótum sinum að Skjá einum. Slíkt er ekkert annað en aumingja- skapur af Ríkissjónvarpinu. Ég hélt að það yrði auðvelt að gera skaupið í ár en svo reyndist ekki vera. Maður beið eftir ákveðnum atriðum sem aldrei komu. Og hvaða hvatir lágu að baki þvi að gera lítið úr Björk eins og þarna var gert? Handritið var vont, enda enginn skrifaður fyrir því. Ég var í stórboði með yfír 20 manns þar sem voru bæði unglingar og eldri borgarar og enginn hló - ekki eitt bros. Ég hélt að tilgangurinn með skaupinu ætti að vera að sýna okkur atburði liðins árs í spé- spegli. Ef Ríkissjónvarpið getur ekki gert betur en þetta ætti það bara að hætta þessu eða þá að fela einhverjum öðr- um verkið. Kannski verða ára- mótaskaup framtíðarinnar á Skjá ein- um. Þar eru menn ekki svona hug- myndasnauðir. Sigurður Þórðarson kaupmaöur Sif Gunnarsdóttir menningar- fræöingur Þjóðin safnaðist saman fyrir framan sjónvarpið á gamlárskvöld til að horfa enn einu sinni á áramótaskaupið. Skoðanir eru skiptar um ágæti skaupsins. fram til ársins 1925 Kristjanía I höfuð- ið á Kristjáni IV Danakonungi. Skyldu einhverjir fá heimþrá? En Norðmenn létu sér ekki nægja að eigna sér Island og sölsa þannig undir sig afkomendur eigin þjóðar heldur snéru þeir líka baki við ís- lenskri menningu. Um aldir afbökuðu þeir svo eigið mál að það er einungis skylt þeirri norrænu sem hér er enn töluð. Hvernig gat nokkrum manni dottið í hug að afbaka islenskuna svona eins og nútíma norska hljómar? Þótt Norðmenn hafi reynt að taka sér Islendinga til fyrirmyndar á seinni tímum er árangurinn umdeilanlegur. Varla telst það vera þjóðarstolt Islend- inga að tala tungumál sem á sér sama bakgrunn og þetta barnamál sem norsk tunga óneitanlega er? En okkur er rétt fram sáttarhönd um jólin. Heimaland forfeðra okkar minnir á tilveru sína og við fáum sent jólatré frá Ósló og á það hengjum við jólaljós. Skyldu einhverjir fá heimþrá? Löngun til þess að fá sér spássitúr eft- ir Karl jQhan götunni í heimabæ Óslóartrésins? Trausti Einarsson Ummæii Ríkið og eignir þjóðarinnar „Það er ekki hlut- verk ríkisvaldsins fyr- ir hönd þjóðarinnar að leggja undir sig eignir hennar, heldur að setja almennar reglur um innbyrðis viðskipti og samskipti landsmanna sem skapa þessi verð- mæti. Það er hlutverk ríkisvaldsins að úthluta alls kyns verðmætum, réttind- um, flármunum, eignum og auðlind- um ... En grundvallarsjónarmiðið ætti að vera það að ríkisvaldið afsetji þessi verðmæti aðeins einu sinni í upphafi en láti landsmenn um að höndla með þessi gæði sín á milli eftir að þeim hefur verið skipt upp í upphafl." Jóhann J. Ólafsson, stórkaupmaöur og lýðveidissinni, í Mbl. 29. desember. Mannlíf sskipulegg j endur „Fjölmiðlamenn segjast hafa skyld- um að gegna við „almenning“. Almenn- ingur eigi „rétt“ á upplýsingum um allt milli himins og jarðar. Heilbrigðis- og vandamálaiðnaðurinn krefst að- gangs að upp- lýsingum um þig i nafni vísindanna. Ef þú streitist á móti verður ekki hægt að komast að rót vandans eða lækna sjúkdóma ... Allt sem þú færð frá ríkinu er háð því að þú gefir ítarlegar upplýsingar um hagi þína. Að lokum bætast við hinar ljúfu skyldur þinar til að afhenda yflr- völdum nákvæma útlistun á hverjum eyri sem þér hefur áskotnast. Ef þú hefur verið svo vitlaus að leggja fyrir með einhverjum hætti skaltu gera ná- kvæma grein fyrir því svo skattleggja megi það sérstaklega." Úr Vef-Þjóðviljanum 29. desember. Að þörfum ráðuneytis „Ekki kemur á óvart, að alræmd reglugerðin um tekju- tryggingu standist ekki lög, enda koma reglugerðir aldrei til kasta löggjafarvalds- ins. Hver reglugerðin á fætur annarri er samin í ráðuneyt- um og sniðin að þörfum ráðuneytanna eða í besta falli þörfum ráðherrans, ef hann hefur bein í neflnu til að stand- ast ráðuneytisfólkinu snúning ... í dag er ekkert löggjafarvald til á íslandi heldur bara framkvæmdavald ... Að vísu stendur Alþingi illa að vígi að þurfa allt í einu að takast á við laga- gerð því þingmenn hafa aldrei gert ráð fyrir þeim óþægindum sem fylgja því að semja lögin sjálfir. Alþingis- menn eru fæstir af líkama og sál sem þarf til lagagerðar, og þeir buðu sig fram til þingsetu á öðrum forsendum en lögsögu." Ásgeir Hannes Eiríksson verslunar- maður í Degi 29. desember. ^Þióðviliinn Mikið, meira, Gamlar myndir frá síð- ustu aldamótum sýna prúð- búið fólk að spóka sig í al- menningsgörðum stórborga. Karlmenn gefa ungum kon- um auga og sýna viðeigandi „honnör“. Fólk fylgist náið með umhverfinu og klæðn- aði, en umræðuefni snýst um allt sem fyrir augu ber; myndirnar framkalla nú for- tíðarþrá þótt þá væri skammt í tvær heimsstyrj- aldir. Hefur eitthvað mikil- vægt farið forgörðum eða er fólk nú haldið tálsýnum? Ef gengið er um Central Park í New York eða Hyde Park í London, sér maður algjört afskiptaleysi; augu eru falin bak við spegilgler og leggja- berar ungmeyjar með kaskeiti bruna um á línuskautum og sjá ekkert nema þústir sem víkja verður hjá. Karlmenn í skokkfatnaði hlaupa másandi og skilja eftir sig svitafnyk. Allir virðast reknir áfram aí ein- hverju markmiði, en aðrir geta ein- göngu getið sér til um það ef þeir nenna því yfirleitt. Einn vill megra sig, annar ætlar að halda formi og sá þriðji er haldinn skokkflkn eða er bara að drepa tímann. Villuráfandi í allsnægtum Upplýsingaþjóðfélagið býður upp á vitneskju um allt og ekkert; sumum finnst sem fólk viti nú stöðugt meira um lítið eða ekki neitt. Öðrum geng- ur illa að átta sig á því hvað skiptir máli og hvað það er sem rekur sumt fólk áfram. í allri ofgnóttinni er til fólk sem veit nánast ekk- ert út fyrir sínar þröngu þarfir. Oft er vitnað í Bandaríkin í þessu efni en óvíða eru andstæðurnar meiri. í verslunarmiðstöð kemur tröllslegur og síl- spikaður maður út úr ís- búð og er að borða risa- skammt af ís. Hann veit ekki einu sinni hvað hon- um sjálfum er fyrir bestu og þú spyrð hann um stefnu forsetaframbjóðend- anna; hann hefur enga skoðun, enda er honum alveg sama. Allsnægtimar gera fólk afskipta- og áhugalaust, en samt kýs það valdamesta mann heimsins. Svelt- andi fólk i þróunarlöndum fær ekki einu sinni að kjósa sér yfirvöld sem fengju engu breytt hvort sem er. Hvaða þekking er nauðsynleg? Framtíðin er eitthvað sem komast verður í gegn um. Hvaða þekkingu þarf fólk að hafa til að geta horfst i augu við framtíðina eða bara hrein- lega lifað hana af? Verða menn að þekkja Goethe og Shakespeare til þess að skynja sjálfan sig og tilver- una á upplýsingaöld? Er kannski nóg að hafa vald á tímabundinni tækni, sem gagnast í dag en ekki á morgun? Það eina sem virðist unnt að segja er, að fólk verður að vera viðbúið því að taka hverju sem er og vera sveigjanlegt, láta ekki snöggar breyt- ingar í viðhorfum eða umhverfi slá sig út af laginu og vera tilbúið að minnst taka þátt í nánast hverju sem er; þetta þýðir í raun að andleg virkni og stöðug árvekni eru ákjósanleg- ustu eiginleikarnir. Eru félög óþörf? Aðeins tíundi hluti mannkyns hef- ur að lífeyri eða öðru framfærsluör-'1*' yggi að ganga að loknum venjuleg- um starfsdegi. Meira er rætt um vandamál þessa fólks en hins sem ekkert hefur. Margir velta fyrir sér hvernig fólk er sem best búið undir líf að loknum venjulegum starfsdegi. Eitt sinn var haft eftir M. Thatcher, forsætisráðherra Breta, að það þyrfti ekkert þjóðfélag, aðeins samsafn ein- staklinga. Þessi öfgahlið markaðshyggjunnar hefur slitið tengsl milli fólks og gert það einangrað og einmana. Þótt þú getir haft samband við þúsund manns í tölvunni átt þú i erfiðleik- um með að ná sambandi við ná- grannann. Eftir því sem fólk eldist slævist geta þess til að halda tengsl^ um við aðra. Það þarf ákveðið lág- mark af samstöðu og samsemd eða hefðum til þess að fólk samsinni öðr- um og finni til félagslegs öryggis. Hefðir og þjóðareinkenni eru á hröðu undanhaldi fyrir alþjóða sam- sópi af öllu tagi. Það er alveg aug- ljóst að finna verður nýjar leiðir til að bæta markaðsbúskap án þess að fórna helstu ávöxtum hans. Til þess að svo geti orðið verður fyrst að við- urkenna, að hann ráði ekki við öll vandamál svo unnt verði að siðbæta félagsleg samskipti fólk. Jónas Bjarnason V*** V 1 1\ ’ \ 1 lr\ 'vT'- \ 1 ýtwí f~ * „Þótt þú getir haft samband við þúsund manns í tölvunni átt þú í erfiðleikum með 1 að ná sambandi við nágrannann. Eftir því sem fólk eldist slœvist geta þess til að 9 halda tengslum við aðra. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.