Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2001, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2001, Qupperneq 20
10 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2001 I>V Ættfræði Fólk í fréttum Gestur Ólafsson formaður Skipulagsfræðingafélags íslands Gestur Olafsson, formaöur Skipulagsfræöingafélags Islands Gestur hefur unniö aö skipulagsmálum í rúma þrjá áratugi. Hann hefur haldiö fjölda erinda og skrifaö ógrynni greina um skipulag umhverfis og mannvirkja, náttúruvernd, stjórnmál, verkfræöi, hönnum og hugmyndafræöi. Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli 80 ára Guðrún Þorvaldsdóttir, Grandavegi 4, Reykjavík. Hún tekur S móti vinum og vandamönnum í víkinga- salnum á Hótel Loftleiöum 6.1. kl. 15-18. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Ökrum 1, Borgarnesi. Jóhanna Runólfsdóttir, Hamraborg 32, Kópavogi. 75 ára_________________________________ Oddur Bjórnsson, Unalæk, Egilsstööum. 70 ára_________________________________ Bragi Jónsson, Keilufelli 8, Reykjavík. Gunnar Stefánsson, Borgarhöfn 2, Neöribæ, Höfn. Sveinbjörg Ingimundardóttir, Skriöuvöllum 3, Kirkjubæjarklaustri. 60 ára_________________________________ Artha Rut Eymundsdóttir, Teigaseli 11, Reykjavík. Halldór Pálsson, Vtðigrund 37, Kópavogi. Jón Róbert Karlsson, Hagaseli 7, Reykjavík. Kristín Albertsdóttir, Selvogsgötu 10, Hafnarfirði. 50 ára_________________________________ Ásdís M. Siguröardóttir, Heiöarholti 26c, Keflavík. Guöfinna Gróa Pétursdóttir, Funalind 15, Kópavogi. Guörún Kristjánsdóttir, Ferjubakka 4, Borgarnesi. Harpa Sigurjónsdóttir, Vestmannabraut 46a, Vestmannaeyjum. Hulda Árnadóttir, Suðurgaröi 7, Keflavík. Jóhann O. Kjartansson, Langholtsvegi 18, Reykjavík. Jóhanna Björk Bjarnadóttir, Meistaravöllum 7, Reykjavík. Jón Guöni Óskarsson, Espigeröi 2, Reykjavík. Jónína Vigfúsdóttir, Munaöarhóli 14, Hellissandi. Óskar Georg Jónsson, Frostaskjóli 61, Reykjavík. Sumarrós Árnadóttir, Hléskógum 8, Egilsstöðum. 40 ára_________________________________ Aðalsteinn Jónsson, Æsufelli 2, Reykjavík. Eggert ísólfsson, Mosarima 37, Reykjavík. Elín Maríusdóttir, Bjarnastööum, Kópaskeri. Hálfdán Hálfdánarson, Mýrargötu 39, Neskaupstaö. Hjálmfríöur Kristinsdóttir, Tjarnarbóli 4, Seltjarnarnesi. Hreinn Hjartarson, Hjaröarhóli 4, Húsavík. Jenný Ágústsdóttir, Boðaslóð 27, Vestmannaeyjum. Jóhanna Sigríður Stefánsdóttir, Ægisstig 7, Sauöárkróki. Jón Ólafur Halldórsson, Úthlíö 25, Hafnarfirði. Óskar Valgarö Arason, Víðimel 30, Reykjavík. Ragnheiður Hall, Hagamel 53, Reykjavík. Sigríöur Hafstaö, Hulduhlíö 3, Mosfellsbæ. Siguröur Jónsson, Borgarholtsbraut 15, Kópavogi. Stefán Ingvarsson, Túngötu 4, Reyðarfiröi. Persónuleg, alhliöa útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen Baldur Fredriksen útfararstjórl útfararstjórí Útfararstofa íslands Suflurhlfö35 • Sfmi 581 3300 allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, eigandi Skipu- lags-, arkitekta- og verkfræðistof- unnar og formaður Skipulagsfræðingafélags íslands, til heimilis að Unuhúsi, Garðastræti 15, telur að úthlutunarpólitík sé ekki byggðarstefna og telur að þörf sé á samræmdum aðgerðum í byggðarmálum. Þetta kom fram í DV-frétt um byggðarmál á fóstudag- inn var. Starfsferill Gestur fæddist á Mosvöllum í Ön- undarfirði 8.12. 1941 og ólst þar upp til sex ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1961, stundaöi nám í arkitektúr í Leicester í Bretlandi 1961-66, fram- haldsnám í skipulagsfræðum í- Li- verpool 1966-68 og síðar framhalds- nám í skipulagsfræðum við Uni- versity of Pennsylvania í Filadelfiu í Bandaríkjunum 1973. Gestur rak Teiknistofuna Garða- stræti 17, 1968-80, og skipulagði þá marga bæi hér á landi, m.a. Selfoss, Hveragerði, Hellu og Akureyri, auk þess sem hann breytti Lækjartorgi og Austurstræti í göngusvæði. Hann var stundakennari í skipu- lagsfræðum við Verkfræðideild HÍ frá 1974 og síðan hlutadósent til 1988. Gestur var forstöðumaður Skipu- lagsstofu höfuðborgarsvæðisins og framkvæmdastjóri Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu 1980-88 en þá vann hann svæðis- skipulag fyrir höfuðborgarsvæðið. Hann rekur nú Skipulags-, arki- tekta- og verkfræðistoíúna. Gestur hefur haldið fyrirlestra um skipulagsmál og byggingarlist hér á landi og erlendis. Hann hefur ritað fjölmargar greinar um þessi mál í blöð og tímarit. Gestur var rit- stjóri Stefnis um skeið og er útgef- andi og ritstjóri tímaritsins AVS (Arkitektúr, verktækni og skipulag). Gestur stofnaði Útimarkaðinn á Lækjartorgi með Kristni Ragnars- syni arkitekt og starfræktu þeir hann þar til Reykjavíkurborg hóf rekstur útimarkaðar á þessu svæði. Hann hefur átt sæti í stjórn Arki- tektafélags íslands, Kvenréttindafé- lags Islands og félagsins Verkefna- stjórnun og situr nú i stjóm Félags sjálfstætt starfandi arkitekta. Hann var einn af stofnendum Lífs og lands og síðar formaður þess um skeið. Þá hefur hann setið í fjölda nefnda á vegum Reykjavíkurborgar og ríkisins. Fjölskylda Kona Gests er Guðbjörg Garðars- dóttir, f. 1952, prentsmiður. Dóttir Gests og Guöbjargar er Guðrún Sóley, f. 4.9.1987, nemi. Synir Gests og fyrri konu hans, Ernu Ragnarsdóttur, eru Ragnar Kristján Gestsson, f. 4.8. 1964, listnemi í Hamborg, kvæntur Hildi Jónsdóttur og er dóttir þeirra Hrefna Björg; Ólafur Hrólfur, f. 4.12. 1969, forritari hjá Einari J. Skúlasyni, en kona hans er María Björnsdóttir og eru dætur þeirra Erna Kristin og Eva María. Systkini Gests eru Valdimar, f. 13.8. 1926, fyrrv. yfirflugumferðar- stjóri í Reykjavík, kvæntur Helgu Árnadóttur; Ingileif Steinunn, f. 8.8. 1931, húsfreyja á Bólstað í Bárðar- dal, gift Héðni Höskuldssyni, bónda þar. Foreldrar Gests; Ólafur Bergþór Hjálmarsson, f. 26.8. 1903, d. 1986, bóndi og síðar efnisvörður hjá Olíu- verslun íslands, og k.h., Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 25.10.1902, d. 7.4. 1991, húsfreyja. Ætt Ólafur var sonur Hjálmars, smiðs á Selabóli og Mosvöllum, Guð- mundssonar, b. og smiðs þar, Ein- arssonar á Tannanesi, Jónssonar á Augnavöllum í Hnífsdal, Ólafssonar á Breiðabóli, Jónssonar í Þemuvík, Jónssonar á Hallstöðum á Langa- dalsströnd, Einarssonar i Reykja- firði á Ströndum, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Elín, dóttir Eiríks, pr. á Stað í Súgandafirði, Vigfússon- ar. Bróðir Elínar var Halldór, b. í Grafargili, faðir Ragnheiðar, langömmu Gunnars Ásgeirssonar stórkaupmanns. Halldór var föður- afi Friðrikku, foðurömmu Einars Odds alþm. Systir Friðrikku var Bersebe, móðir Guðmundar Inga skálds og Halldórs, skálds frá Kirkjubóli, og Ólafs skólastjóra, fóð- ur Kristjáns Bersa, skólameistara í Flensborg, og afa Ólafs Þ. Harðar- sonar stjórnmálafræðings. Ragnheiður er föðursystir Krist- ínar Ólafsdóttur, söngkonu og fyrrv. varaformanns Alþýðubandalagsins. Foreldrar Ragnheiðar voru Guð- mundur, b. á Mosvöllum, Bjamason og Guðrún Jóna, dóttir Guðmundar Jóns, b. á Vöðlum og Kirkjubóli, Pálssonar, b. á Hóli, Sigurðssonar, b. þar, Þorlákssonar, b. þar, Sig- urðssonar. Bróðir Guðrúnar var Kristján, faðir fyrrnefndra Kirkju- bólsbræðra. Guðmundur á Mosvöll- um var sonur Bjarna, hreppstjóra á Tröð í Álftafirði, Jónssonar, b. i Reykjarfirði, Sigurðssonar, hús- manns í Barðsvík, Þorsteinssonar. Móðir Guðmundar var Guðrún Jónsdóttir, Ólafssonar á Svarfhóli, Ásgrímssonar, b. í Eyrardal. Kona Jóns var Margrét Pétursdóttir, b. í Unaðsdal, Jónssonar. Bróðir Guð- rúnar var Ámi, afi Amfríðar, föður- ömmu Svans Kristjánssonar, prófessors í stjómmálafræði við HÍ. 7 jjrval góður ferðafélagi -tilfróðleiksog skemmtunaráferðalagi eðabaraheimaísófa Merkir Islendingar Séra Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason fæddist í Glæsibæ í Sæmundarhlíð í Skagafirði 1. janúar 1876. Hann var sonur Gísla Sigurðssonar, bónda í Neðra-Ási í Hjaltadal, og k.h., Kristínar Bjömsdótt- ur frá Brekkukoti í Blönduhlíð. Sigurbjörn lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1897, embættisprófi í guð- fræði frá Prestaskólanum í Reykjavik 1900 og stundaði framhaldsnám í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Hann var kennari um árabil við Vélstjóraskóla Is- lands og við Kvennaskólann í Reykjavík og kenndi auk þess við Verslunarskólann Sigurbjörn var afkastamikill rithöfundur og þýðandi. Hann starfaði mikið í Biblíufélag- Sigurbjörn Á. Gíslason inu og í bindindishreyfingunni en hann sat í framkvæmdanefnd Stórstúku íslands. Þá var hann heimilisprestur við Elliheimil- ið Grund, formaður Barnavemdarráðs og formaður sóknamefndar Dóm- kirkjusafnaöarins í Reykjavík. Kona Sigurbjöms var Guðrún Lár- usdóttir alþingiskona, dóttir Lárusar Halldórssonar, fríkirkjuprests í Reykjavík. Sigurbjörn missti konu sina og tvær dætur á sviplegan hátt er þær drukknuðu í Tungufljóti 20. ágúst 1938. Meðal annarra barna þeirra má nefna Lárus borgarminjavörð, Friðrik stórkaupmann og Gísla, forstjóra Grundar og Áss í Hveragerði. Sigurbjörn lést 1969. Œa Ókeypis smáauglýsingar! ►I Gefíns -alltaf á miövikudögum ►I Tapað - fundið -alltaf á þriðjudögum Smáauglýsingar im*i 550 5000 Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSIT. SSs Jkxau'.U

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.