Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2001, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2001, Page 24
-*44______ Tilvera ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2001 I>v 1 i f 1 . r '■ [i y [ íl w y i»SS,..i ím ■ ■ Sýning í , Listhúsi Ofeigs í dag hefst sýning Sigríðar Ólafsdóttur á textílhönnun og collagemyndum í Listhúsi Ófeigs Skólavörðustig 5. Sýningin verður opnuð kl. 16 og stendur til 16. janúar. Sigríður sttmdaði listnám sitt hér heima og i Danmörku og Sviþjóð. Hún hefur haldið sýningar í Noregi og Sviþjóð auk Reykjavíkur. Myndlist ■ HÆRRA TIL ÞIN Sýningunni Hærra til þín - kristin minni í nor- rænni myndlist lýkur á fimmtu- daginn. Listasafn Sigurjðns Ólafssonar og Ásmundarsafn efndu til sýningarinnar í tilefni þess að árið 2000 voru liðin 2000 ár frá þvf íslendingar tóku kristna trú. Á sýninguna eru valin verk eftir norræna myndlistarmenn 20. ald- ar, bæði málara og myndhöggv- ara. Sérstaklega var horft til þeirra myndlistarmanna sem ekki hafa fengist við hefðbundna kirkjulist en sem engu að sfður hafa fjallað um kristin og trúarleg minni f verkum sínum. Á sýningunni eru meðal annars verk eftir íslensku myndhöggvar- ana Ásmund Sveinsson og Sig- urjón Ólafsson, færeyska málar- ann Samuel Joensen-Mikines, norsku veflistarkonuna Hannah Ryggen og danska myndhöggvar- ann Robert Jacobsen. ■ SÝNING Á NÚLLINll Á al- menningssalernunum í Banka- stræti 0 stendur sýning um lykt sem á sér aðra hlið á Netinu. Listamaðurinn Finna Birna Steinsson hefur í þessu verki gert mikla könnun á rannsóknum Jaegers nokkurs sem hafði ofur- trú á ullarfatnaði til að útrýma lík- amslykt. Hann gerði athuganir á sjálfum sér og konu sinni og fékk fólk til að þefa undir hendur og af fótum til að ganga úr skugga um , áhrifamátt ullarinnar. Hann taldi einnig að lyktin gegndi lykilhlut- verki í samskiptum manna. Þeir sem eiga leið hjá ættu hik- laust að bregða sér á klóið og kynnast hugmyndum Jaegers um lykt og óþef. Sýningin stendur til 31. janúar. ■ LISTASAFN ÍSLANDS Nú stendur yfir sj'ning á rýmisverkum f Listasafni Islands. Um er að ræða verk sem safnið hefur keypt á undanförnum árum. Þau eru eftir: Ragnhildi Stefáns- dóttur, Rósu Gísladóttur, Bryn- hildi Þorgeirsdóttur, Steinunni Þórarinsdóttur, Guðjón Ketils- son, Kristinn E. Hrafnsson og Daníel Magnússon.. . í Listasafninu stendur einnig sýn- ing á málverkum frá fyrra helm- ingi 20. aldar í eigu safnsins. Á þeirri sýningu eru verk eftir Þór- arin B. Þorláksson, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes S. KJar- val. Jafnframt eru í tveimur söl- um sýnd verk í eigu safnsins eftir Guðmund Thorsteinsson, Finn Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Svein Þórarinsson, Jón Þorleifs- son, Kristínu Jónsdóttur, Júlíönu Sveinsdóttur, Gunnlaug Schev- ing, Snorra Arinbjarnar, Þor- vald Skúlason, Jóhann Briem og Jón Engilberts. Báðar sýningarn- ar standa til 15. janúar. ► Krár ■ CAFE ROMANCE býður upp á lifandi tónlist á öll kvöld en þaö er enski píanóleikarinn og söngv- arinn Miles Dowley sem skemmmtir gestum staðarins yf- ir Ijúfu spjalli. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Söngsveitin Fílharmónía flytur C-moll messu Mozarts í mars: Nýtt söngfólk velkomið Biógagnrýni Regnboginn/Stjörnubíó - The Legend of Bagger Vanes: ★ ★ Enginn getur unnið sjálfan sig Karisson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Söngsveitin Fílharmónía hélt aðventutónleika sína í Langholts- kirkju og var Þóra Einarsdóttir einsöngvari á þeim tónleikunum. Skemmtiieg verkefni fram undan Næsta verkefni söngsveitarinn- ar er messa í C-moll eftir W.A. Mozart sem verður flutt i Lang- holtskirkju 17. og 18. mars nk. Þessa messu samdi Mozart á árun- um 1782-1783 og var hún frumflutt I Péturskirkjunni í Salzburg í ágúst 1783. Messan er samin við hefðbundinn kaþólskan messu- texta og svo virðist sem tónskáldið hafi ekki lokið við samningu verksins að fullu fyrir frumflutn- inginn. Messan er engu að síður talin eitt af stórfenglegustu kirkju- verkum Mozarts. „Þetta er mikið verk og með okkur munu syngja fjórir einsöngvarar en það er ekki frágengið hverjir það verða, en af nógu er að taka,“ segir Lilja Árna- dóttir, formaður kórsins. „Við höfum að markmiði að flytja eitt verk af þessu tagi á hverju ári og gerum það oft um þetta leyti, í mars eða apríl.“ í júní leggur söngsveitin í söng- ferðalag til Ungverjalands, Austur- ríkis og Slóveníu. „Við verðum með tvenna tónleika I Ungverja- landi, aðra i Búdapest en hinir eru athöfn í messu í Eger sem er góð- an spöl fyrir utan Búdapest. í Sló- veníu munum við syngja í Ljubli- ana og hlökkum við mikið til að fara þangað. Þetta er víst mjög spennandi staður í öllu tilliti." DV-MYND HILMAR ÞÓR Lilja Árnadóttir formaóur kórsins „Markmið aö flytja eitt verk af þessu tagi á hverju ári og við gerum það oft um þetta teyti, í mars eða apríl. “ Alls verða fernir eða fimm tón- leikar í söngferðinni. Fararstjóri verður Ferenc Utassy, Ungverji sem bjó hér á íslandi um langt ára- bil. „Hann hefur tekið á móti all- mörgum hópum tónlistarfólks og leitt þá um lendur Mið-Evrópu.“ Lýst eftir söngfólki C-moll messan eftir Mozart er viðamikið verk þannig að nauð- synlegt verður að stækka kórinn fyrir flutning hennar. „Okkur vantar sérstaklega í karlaraddirn- ar,“ segir Lilja en einnig vantar í altinn. „Það eru ýmsir sem hafa sungið í þessari messu. Við flutt- um hana t.d. með Sinfóníuhljóm- sveit íslands árið 1991 þannig að allmargir kunna hana.“ Æfingatíminn er tiltölulega stuttur og snarpur, tveir og hálfur mánuður, og Lilja er sannfærð um að þetta verði afar skemmtilegur tími. „Við verðum samt bara með þessar hefðbundnu tvær æfingar í viku en svo verða þeir auðvitað eitthvað þéttara þegar nær dregur tónleikunum.“ Stjórnandi söngsveitarinnar er Bernharður Wilkinson píanóleik- ari Guðríður St. Sigurðardóttir og raddþjálfari Elísabet Erlingsdóttir. „Mig langar að hvetja fólk sem hefur áhuga á að vera með til að koma á æfmguna i Melaskóla á morgun kl. 20, eða láta i sér heyra. Við gerum auðvitað ákveðnar kröfur til flytjendanna. Þeir þurfa að geta lært verkið hratt en það er stórkostleg upplifun að taka þátt i að flytja svona verk.“ Allir sem leika golf að einhverju ráði vita að hluti af leiknum eru sögur, sögur um eigin afrek og annarra og sögur af mistökum sem kostuðu þetta og hitt. Eins og vera ber þá eru sögumar oft færðar í betri búning, aðeins ýktar til að gera þær áhrifameiri og ef einhver sagan er góð þá gengur hún mann fram af manni og endar sem þjóðsaga þar sem erfitt er að gera sér grein fyrir því hvað er satt og hvað er logið. Höfund- ur skáldsögunnar The Legend of Bagger Vance nýtir sér slíka þjóðsagnahefð og blandar saman goð- sögnum úr golfíþrótt- inni og skáldsagnaper- sónum svo úr verður mjög athyglisverð þjóösaga sem gæti verið sönn. Sögumaður myndarinnar er á gamals aldri þegar myndin hefst. Hann leiðir okkur marga áratugi aftur 1 tímann þegar hann var bam að aldri og fylgdist með efni- legasta golfara Suðurrikjanna, Rannulph Junuh. Ferill Junuhs endar snögglega að fyrri heims- styrjöldinni lokinni. Þar verður hann fyrir áfalli sem gerir það að verkum að hann getur ekki hugsað sér að leika golf. Þegar efnt er til golfeinvígis á milli bestu golfara heims, Bobby Jones og Walters Hagens, fæst það ekki samþykkt nema heimamaður verði þriðji að- ilinn. Sögumaður okkar man eftir A fyrstu holu Bobby Jones (Joel Gretch), Rannulph Junuh (Matt Damon), Walter Hagen (Bruce McGill). Junnuh og telur réttilega að hann sé eini bæjarbúinn í Savannah sem geti sigrað goðsagnirnar tvær. Junnuh er andlega niðurbrotinn og getur ekki hugsað sér að taka þátt í keppninni. Fram á sjónar- sviðið kemur Bagger Vance, dular- full persóna sem býðst til að gerast kylfusveinn Junnuh. Óvenjulegar aðferðir Vance gera það að verkum að Junnuh fær trú á sjálfum sér. Það er snjallt og bragðbætir myndina að láta skína í það að Bagger Vance sé í raun verndar- engill sem ekki er kominn til.að hjálpa Junnuh að sigra heldur til að hjálpa honum að lita lífið öðr- um augum og þar með breyta við- horfi hans til golfsins. Eins og hann segir við Junnuh og hinn unga sögumann: „Það getur enginn unnið sjálfan sig“. Viðhorf Vance gagnvart íþróttinni auka á dulúð- ina en draga einnig úr spennunni í sambandi við einvígið sem þekur meira en helming myndarinnar og þar erum við komnir að helsta galla myndarinnar, sem er að aldrei er skipt um gir. Myndin er í hægagangi allan tímann. Robert Redford ber mikla virðingu fyrir sögunni, kannski of mikla. Það er gefið í skyn svo margt sem hefði mátt gera meira úr. Will Smith og Matt Damon eru báðir í hlutverkum sem eru í raun- inni lauflétt fyrir þá, þeim nægir að vera sjarmerandi auk þess sem þeir Damon hafa þurft að læra golf. Til- finningaátök eru ekki mikil og þeir þurfa ekki að fylla í skó goðsagnapersóna. Það þurfa aftur á móti Joel Gretch og Bruce McGill að gera en þeir leika Bobby Jones og Walter Hagen. Það er greinilegt að þarna eru á ferðinni mjög góðir golfarar og einnig góðir leikarar. Það þarf töluvert til að ná fram persónutöfrum sem þessir menn hljóta að hafa haft og það tekst þeim. Þegar á heildina er litið er The Legend of Bagger Vance frekar léttvægt drama og sjálfsagt margir sem ekki eru tilbúnir að meðtaka þann boðskap að golfið sé ekki bara íþrótt heldur merkilegur lífsstill. Það er ekki verra að kunna eitt- • hvað fyrir sér í golfi og ætti atriðið þegar Junnuh dæmir á sig vítishögg að vera góð eftir- breytni fyrir golfara og fá ein- hverja til að líta í eigin barm. Ro- bert Redford hefur gert betri myndir (Ordinary People, A River Runs through It, Quiz Show). Hér vantar hann neistann sem var fyr- ir hendi í gerð þeirra kvikmynda. Leikstjóri: Robert Redford. Handrit: Jer- emy Levin eftir skáldsögu Steven Pressfi- eld. Kvikmyndataka: Michael Ballhaus. Tónlist: Rachel Portman. Aöalleikarar: Will Smith, Matt Damon, Charlize Theron, Bruce McGill og Joel Gretch.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.