Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2001, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 Fréttir DV Þotueldsneyti flutt í stórum stíl um mesta þéttbýlissvæði landsins: Um 133 þúsund tonn af olíu á ári - í stöðugum flutningum tankbíla um Reykjavík, Hafnarfjörð og Reykjanesbraut Kristinn Björnsson. Þúsundir tonna af fljótandi elds- neyti er ár hvert flutt um helstu um- ferðaræðar höfuðborgarinnar með stórum tankbilum og um Reykjanes- braut til Suðurnesja. Þar er aðallega um flutninga á þotueldsneyti að ræða til nota á farþegaþotur sem afgreidd- ar eru á Keflavíkurflugvelli. Mikill fjöldi al- varlegra um- ferðarslysa og um- ræða um breikk- un Reykjanes- brautar hlýtur því að vekja upp spurningar um hvers vegna svo miklu álagi sem olíuflutningarnir eru á brautinni sé ekki létt af og þeir færðir yflr á skip. Þá vakna ekki síður spurningar um þá áhættu sem tekin er með að aka stórum tankbílum með allt að 40 tonn af bráðeldfimu flugvélaeldsneyti inn- anborðs um mestu umferðaræðar og mesta þéttbýlissvæði landsins, allt árið um kring. Á árinu 1999 voru flutt til landsins 132.587 tonn af þotueldsneyti til lands- ins samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar. Þar af fara um 45 þús- und tonn árlega um Hafnarfjarðar- höfn þar sem Olíufélagið Esso og Olís hafa aðstöðu. Um 97.600 tonn fóru ’99 því væntanlega í gegnum birgðastöð í Reykjavík, þar sem Skeljungur hefur aðstöðu, en það félag sér m.a. um að fóðra allar flugvélar Flugleiða og Flugfélags íslands af eldsneyti. Þannig flutti Skeljungur um 100 þús- und tonn frá Örfirisey til Keflavíkur- flugvallar á síðasta ári auk eldsneytis sem flutt er út á Reykjavíkurflugvöll. Allt þetta þotueldsneyti, eða steinolía eins og hét í eina tíð, er flutt með bíl- um í gegnum mesta þéttbýlissvæði landsins. Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj- ungs, gagnrýndi Pétur Jóhannsson, hafnarstjóra hjá Hafnarsamlagi Suð- urnesja (HASS), fyrir ummæli hans um að rekja mætti slaka stöðu sam- lagsins til þess að olíufélögin nýttu ekki aðstöðu sem boðið hafi verið upp á í Helguvík. Taldi Kristinn í samtali við DV fyrir áramótin að Pétur væri þannig að koma sök á erf- iðri fjárhagsstöðu HASS á einhverja aðra en rekstraraðila hafnanna. í frétt DV á Þorláksmessu sagði Pétur Jóhannsson m.a.: „Á sama tíma og tilbúin höfn er í Helguvík og búið er að bjóða olíufélögum afnot af olíu- tönkum varnarliðsins þar, þá er öllu flugvélaeldsneyti ekið á tankbílum frá Örflrisey i gegnum höfuðborgar- svæðið um Reykjanesbraut til Kefla- vikurflugvallar." Kristinn Björnsson benti hins veg- ar á að Benedikt Ásgeirsson, skrifstofu- Pétur Jóhannsson. stjóri Varnarmálaskrifstofu utanrík- isráðuneytisins, hafi ekki svarað er- indi Skeljungs, þrátt fyrir að Varna- málaskrifstofa hafl að fyrra bragði ritað olíufélögunum bréf og boðið fram aðstöðu í olíubirgðastöðinni í Helguvík til borgaralegra afnota. Olíufélagið hf. Esso og Olís eru með sameiginlegt dreifi- kerfi og flutninga á flugvéla- eldsneyti með Olíudreiflngu hf. Skeljungur hf. (Shell) er síðan með annað dreifing- arkerfi fyrir sínar olíu- vörur. Nánast allt reglu- bundið flug til og frá Is- landi tengist Keflavík- urflugvelli. Á flugvellin- um er neðanjarðar- dreifikerfi eldsneytis sem tengt er birgðastöð skammt frá flugstöðinni. Sem dæmi um hvað flugvél- arnar taka mikið, þá fór stærsta einstaka afgreiðsla 01- íufélagsins Esso hf. fram þann 27. júní 1994 þegar 180.647 lítrar (nærri 181 tonn) voru afgreiddir inn á rúss- neska Ant- onov 124 flugvél. Þurfti fimm stóra tank- bila til að fylla á tanka þessarar einu vélar, en hver þeirra ber 40 þúsund lítra af eldsneyti. Ekki hefur náðst í Benedikt Ásgeirson, skrifstofustjóra Varnamálaskrifstofu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. -HKr. Frá Reykja 97.000 toi SandgerSi Frá Hafnarf. >.000 tonn Kellir HeffavíkurfkigvöBu Hafriii* Athugið: Reykjavík er ekki í sama stærðarhiutfalli og Reykjanesbrautin Flutningur á þotueldsneyti - samkvæmt tölum Þjóðhagsstofnunar 1999 Kennarar í Verslunarskólanum sneru til vinnu í dag: Grunnlaun næstum tvöfaldast - á samningstímabilinu sem er til apríl 2004 Kennsla hófst aftur í dag í Versl- unarskólanum eftir að kennarar skólans samþykktu nýjan kjara- samning i gær. Alls kenna um 60 kennarar í skólanum og er samn- ingstímabil nýja samningsins fram í apríl 2004. Að sögn Elnu Katrínar Jónsdótt- ur, formanns samninganefndar Fé- lags framhaldsskólakennara og verslunarskólakennara, er samn- inganefndin ánægð með samning- inn. „Þessi samningur þýðir næst- um því tvöföldun grunnlauna á samningstimabilinu,“ sagði Elna Katrín. Samningurinn felur í sér 50% hækkun grunnlauna strax um áramót og fara því grunnlaun sem voru að meðaltali um 135 þúsund krónur yfir 200 þúsund krónur. Vegna þessa séu kennarar að horfa fram á gjörbreytt grunnlaun að sumri og þeir sem eru komnir nálægt eftirlaunaaldri sjá fram á mjög breytta launasamsetningu sem eftirlaunaþegar. Hækkun heildarlauna í samningnum er mjög breytileg eftir því hvernig vinnusamsetning kennara var áður og er hún allt frá 20 upp í 60 prósent. Elna Katrín sagði að fyrir utan áfangahækkanir felist hækkunin einnig í miklum og róttækum til- færslum á yfirvinnu yfir í dag- vinnu og miklar breytingar á störfum. „Samningurinn inniheld- Anægð með samninginn Elna Katrín Jónsdóttir, formaöur samninganefndar Félags framhalds- skólakennara og verslunarskóla- kennara, var ánægö meö samning- inn og sagöi að í honum fælist næstum því tvöföldun grunnlauna. ur af ýmsu leyti mjög tímabæra einföldun og innfærslu vinnuþátta inn í grunnlaunin en tíminn verð- ur að skera úr um hvernig þessar miklu breytingar ná að festa sig i sessi og ganga upp,“ sagði Elna Katrín. Hún telur að Verslunar- skólinn sýni ákveðinn kjark með að ríða á vaðið með þessum hætti og það sé greinileg og meðvituð ákvörðun kennarahópsins að hækka grunnlaunin með þessum hætti og jafna kjörin innan hóps- ins. Margrét Auðunsdóttir, kennari í Verslunarskól- anum, átti sæti í samninga- nefndinni og henni líst vel á nýja samning- inn. „Þetta er mikil hækkun grunnlauna og miklar yfir- færslur sem koma inn í þau,“ sagði Margrét. Hún telur að um verulega kjara- bætur sé að ræða og tíma- mótasamning því þetta sé í fyrsta skipti sem samið sé sér við ákveð- inn skóla. Hans Her- bertsson, kenn- ari í Verslunar- skólanum telur aö í samningn- um felist nokkr- ar kjarabætur og hann var ánægður með geta farið að kenna aftur. „Verkfallið er búið að vera allt of langt," sagði Hans. Þrátt fyrir að samningurinn geri ráð fyrir breytingum á starfs- DV-MYNDIR INGÓ Greiddu atkvæöi Kennarar greiddu atkvæöi í gær um nýjan kjarasamning eftir að hann var kynntur þeim á fundi í skóianum. skyldum kennara eru störf þeirra í grundvallaratriðum óbreytt og í samræmi við gildandi lög og reglu- gerðir um skólastarf í framhalds- skólum. -MA Sautján milljóna sendiráð Utanríkisráðu- neytið hefur ákveð- ið að opna sendiráð í höfuðborg Mósam- bík, Maputo, og verður Bjöm Dag- bjartsson, forstöðu- maður Þróunar- samvinnustofnunar íslands (ÞSSÍ), fyrsti sendiherrann þar. Dagur greindi frá. Norðurál fyrst? Margt bendir til þess að stækkun álvers Norðuráls í Hvalftrði upp í 290 þúsund tonn verði látin hafa for- gang fram yfir virkjana- og álvers- framkvæmdir á Austurlandi. Dagur greinir frá. Brot á sjúkraflugssamningi Heilbrigðisráðuneytið hefur hafið rannsókn á sjúkraflugsmálinu svo- kallaða á Vestfjörðum á nýársnótt - telur ráðuneytið að brot hafi verið framið á samningum. Flugfélagið Mýflug sér um þjónustuna en gat ekki sinnt fluginu og var kölluð til þyrla þegar 8 ára drengur brenndist i andliti eftir flugeldasprengingu á Patreksfirði. Nýtt fyrirtæki í heilsuvernd Guðmundur Björnsson, endur- hæfingarlæknir og fyrrum yfirlæknir á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, hefur stofnað nýtt fyrir- tæki sem hlotið hef- ur nafnið SAGA SPA - heilsuvernd og endurhæfing. Feður og fæðingarorlof Um 180 feður hafa sótt um greiðslu í fæðingarorlofi til Trygg- ingastofnunar ríkisins samkvæmt nýjum lögum um fæðingarorlof er tóku gildi um áramótin. RÚV gréindi frá. Orð Kristins vekja ólgu Aðeins einn starfsmaður á nú- verandi aðalskrif- stofu Byggðastofm unar í Reykjavík ætlar að flytja með stofnuninni til Sauð- árkróks á þessu ári, aðrir hætta störfum. Gerður hefur verið starfslokasamn- ingur við suma en flestum var ein- faldlega sagt upp störfum. Kristinn H. Gunnarsson segir að starfsfólk stofn- unarinnar hafi afþakkað boð um störf hjá annarri ríkisstofnun. Dagur greinir frá. Stórfækkun vinnuslysa Helmingi færri dauðaslys urðu vegna vinnu íslendinga í fyrra en árið á undan. Þrír létust við störf sín í fyrra og er byggingariðnaður- inn hættulegastur. Veruleg fækkun varð á vinnuslysum milli ára í Norðurlandskjördæmi eystra. Skemmdarvargar á ferð Póstkassar voru sprengdir upp með einhvers konar heimatilbúinni sprengju í stigagangi við Gyðufell í gærkvöld. Dyrasími var einnig sprengdur upp í nærliggjandi stiga- gangi. Haldið til haga Rangt var farið með nafn konu sem hlaut riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu um áramótin. Það var Elina Helga Hallgrímsdóttir sem heiðurinn hlaut en hún var nefnd Elín að íslenskum sið i frétt blaðsins. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.